Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1997, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1997, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 15. ÁGÚST 1997 Fréttir JDV Aðalyfirheyrslur í Vegasmálinu í héraðsdómi: Sakborningar báru sakir hvor á annan - 14 vitni fyrir dómi en þrjú mikilvæg vantaði Sverrir Pór Einarsson, annar sakborninganna í Vegasmálinu, sést hér fyrir miðju í fylgd rannsóknarlögreglumanna í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Þá fóru fram aöalyfirheyrslur í málinu. Sakborningar eru ákærðir fyrir stórfellda líkamsárás á skemmtistaðnum Vegasi sem leiddi til dauða Sigurðar Sigurmunds- sonar. DV-mynd Hilmar Þór Sakborningarnir tveir í Vega- smálinu, þeir Sverrir Þór Einars- son, 35 ára, og Sigurþór Amarson, báru sakir hvor á annan við aðalyf- irheyrslur í Héraðsdómi Reykjavík- ur í gær. Mennirnir hafa verið ákærðir fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til dauða Sigurðar Sigur- mundssonar, 26 ára Eyrbekkings, á skemmtistaðnum Vegasi aðfaranótt þriðjudagsins 13. maí sl. Sverrir er ákærður fyrir að hafa veitt Sigurði þungt högg aftanvert á höfuðið þannig að hann féll í gólfið. Sigur- þór er hins vegar gefið að sök að hafa sparkað í höfuð Sigurðar þar sem hann lá á gólfinu. Orðaskipti og slagsmál Sverrir var fyrst látinn gefa skýrslu fyrir dómi um atburði á Ve- gas umrædda nótt. Sverrir sagðist hafa komið með konu sinni, Sigur- þór, og tveimur öðrum félögum sín- um á Vegas. Sverrir segir að þau hafi setið við borð nálægt barnum. Hann segist hafa tekið eftir Sigurði þar sem hann hafi verið áberandi ölvaður. í dómsalnum Róbert Róbertsson Komið hafi til orðaskipta milli hans og Sigurþórs. „Ég sá Sigurþór spretta á fætur og skalla í höfuð Sigurðar. Þeir fóru síðan að slást með miklum látum. Sigurður féll og þá sparkaði Sigur- þór aftan í höfuðið á honum. Þá brutust út slagsmál. Ég reyndi að stilla til friðar en fékk þá högg. Ég tók í Sigurþór og fór með hann út af staðnum," sagði Sverrir. Fast spark í höfuöið Bjöm Helgason saksóknari spurði Sverri hvort um hefði verið að ræða eitt spark frá Sigurþór. Sverrir svaraði játandi. Björn spurði þá Sverri hvort sparkið hefði verið fast. „Já, frekar fast,“ svaraði Sverrir. „Gerðir þú eitthvað við Sigurð?" spurði Björn. Sverrir svaraði því neitandi. „Seinna um nóttina sýndi Sigur- þór með leikrænum tilburðum hvernig hann hefði dúndrað í Sig- urð, eins og hann orðaði þaö sjálfur. Sigurþór býr til ásakanir á mig um að ég hafi banað Sigurði. Það er bull og vitleysa," sagði Sverrir. Hilmar Ingimundarson, verjandi Sigurþórs, spurði Sverri hvernig stæði á því að vitni segðu hann sjálfan hafa slegið Sigurð. „Það er þvæla, langt því frá aö vera rétt,“ svaraði Sverrir. Sagöist hafa steinrotað hann Næst var Sigurþór beðinn að gefa skýrslu um atburði næturinn. Hann sagði að til orðaskipta hefði komið milli sín og Sigurðar. „Við ýttum hvor í annan en ekkert meira. Við byrjuðum slagsmálin. Ég lenti síðan í slag við einn félaga Sigurðar. Ég datt í gólfið og var mjög æstur. Þá kom dyravörður og tók mig frá. Ég hvorki sparkaði né sló í Sigurð,“ sagði Sigurþór. Bjöm saksóknari spurði hann hver hefði slegið Sigurð. „Ég veit það ekki. Við töluðum um þetta á heimleiðinni og þá sagðist Sverrir hafa steinrotað hann. Ég var aldrei með neina leikræna tilburði um spörk,“ svaraði Sigurþór. Páll Am- ór Pálsson, verjandi Sverris, spurði Sigurþór hvort hann hefði verið mjög ölvaður en Sigurþór neitaði því. 14 vitni en 3 vantaöi 14 vitni voru leidd fyrir dóminn í gær. Bar öllum þeim sem voru á Vegasi umrætt kvöld saman um að átök hefðu orðið milli nokkurra manna. Eitt vitnið staðfesti að sak- borningamir tveir hefðu veist að Sigurði með höggum þannig að hann féll í gólfið. Dyravörður stað- festi að maður, sem hann gat ekki borið kennsl á, hefði sparkað í hinn látna en það stangast á við fram- burð hans í lögregluskýrslu, sem tekin var skömmu eftir atburðinn. Nokkur vitni, sjónarvottar á staðn- um, sögðust hafa séð Sigurð sleginn í gólfið en gátu ekki staðfest hver hefði veitt honum höggið. Vitni voru sammála um að Sig- urður hefði hefði legið hreyfmgarlaus á bakinu eftir að hann féll á gólfið. Vitni, sem hlúðu að Sigurði, sögðu að hann hefði ver- ið meðvitundarlaus. Eitt vitnið taldi Sigurð hafa skollið mjög harkalega með hnakkann í gólfið. í skýrslu krufningalæknis kom fram að dauðaorsök Sigurðar væri heilaskúmsblæðing sem orðið hefði af völdum höggs. Ljóst er að áverk- ana hlaut Sigurður á Vegasi um- rædda nótt. Mikilvæg vitni vantaöi Þrjú mikilvæg vitni vantaði við aðalyfirheyrslurnar. Eitt vitnið, fé- lagi Sigurðar heitins, er í Smug- unni. Annað vitni, félagi sakborn- inganna, er danskur ríkisborgari og staddur í heimalandi sínu. Þriðja vitnið, gestur á skemmtistaðnum umrædda nótt, var einhverra hluta vegna fjarverandi. Hilmar, verjandi Sigurþórs, las upp úr lögregluskýrslu sem tekin var af Dananum. Þar staðfesti Daninn að Sigurður hafi fallið aftur fyrir sig í átökunum og lent harkalega með hnakkann í gólfinu. Hilmar, Páll Arnór, verjandi Sverris, og Bjöm saksóknari töldu að ekki væri nauðsynlegt að kalla á Danann sem vitni fyrir dómi, heldur láta lögregluskýrslu nægja. Með því væri hægt að spara peninga og óþarfa fyrirhöfn. Það töldu dómaramir hins vegar ekki og því er ljóst að Daninn mun þurfa að bera vitni. Af þeim sökum var ekki hægt að ljúka aðalmeðferð málsins I gær. Málinu er frestað til óákveðins tíma, eða þar til hægt verður að nkalla vitnin þrjú fyrir dóminn. Dauður fiskur á stóru svæði út af Vík: Grunur um fiskkast - málið rannsakað, segir Guðmundur Karlsson hjá Fiskistofu „Það er rétt aö mikið magn af dauðum þorski kom í snurvoðina hjá Drangavík VE þar sem bátur- inn var að veiðum gmnnt út af Vík í Mýrdal fyrir nokkru. Það var veiðieftirlitsmaður frá Fiski- stofu með um borð og sá þessi ósköp. Hins vegar er á sveimi orðrómur um að snurvoð hafi sprungið hjá bát sem var á veið- um á þessu svæði. Við emm að rannsaka hvort sá orðrómur á við rök að styðjast," sagði Guðmund- ur Karlsson, yfirmaður fiskieftir- lits Fiskistofu, í samtali við DV. Enn og aftur er kominn upp orðrómur um að menn kasti svo og svo miklu af fiski. Sjómenn segja að útilokað sé að bleyta veið- arfæri án þess að það fyllist af þorski. Og þar sem bátar eiga tak- markaðan kvóta sé fiski hent. Sögur hafa verið á kreiki undan- farin ár um að miklu magni af þorski sé hent, en yfirvöld hafa lítið sinnt þeim. Siðan er það vitað og viður- kennt að þegar veitt er í snurvoð opna sjómenn pokann þegar hann kemur upp og sleppa flski. Margir halda því fram að fiskurinn lifi þegar honum er sleppt með þess- um hætti en aðrir fullyrða að svo sé ekki, segja aö fiskurinn drepist. „Menn eru nokkuð sammála um að ef bátar eru að veiða á grunnu lifi sá fiskur sem sleppt er með þessum hætti. Hins vegar sé það útilokað ef veitt er í djúpu vatni vegna þess að fiskurinn lifi ekki af þrýstingsmuninn þegar snurvoðin er dregin upp,“ sagði Guðmundur Karlsson. Vitað er að í þeirri mokveiði á þorski sem verið hefur uppi í harða landi inn á Vestfjörðum að undanförnu, hefur fiski verið sleppt og greinir menn á um hvort sá fiskur lifir eða ekki. -S.dór

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.