Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1997, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1997, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 15. ÁGÚST 1997 Neytendur x>v Leigumarkaðurinn í Reykjavík: Ójafnvægi á milli fram- boðs og eftirspurnar Ágústmánuður hefur um árabil verið tími mikiUar eftirspumar á leiguhúsnæði. Skólafólk flykkist til höfúðborgarinnar og í smáauglýs- ingum DV em aldrei fleiri óskir um húsnæði til leigu eins og nú um miðjan mánuðinn. Á grafínu sem sýnir framboð og eftirspurn á leigu- húsnæði í helgarblaðssmáauglýs- ingum DV árin 1995-1997 kemur í ljós greinileg aukning á eftirspurn fyrri hluta mánaðarins sem dvínar er líða tekur á mánuðinn. Framboð á leiguhúsnæði er hins vegar ekki í líkingu við eftirspurnina. 3.336 fengu bætur Samkvæmt upplýsingum frá Fé- lagsmálastofnun Reykjavikurborgar fengu 3.336 aðilar á síðasta ári greiddar húsaleigubætur frá borginni. Þar af bjuggu 79,5% í leiguíbúðum á al- mennum markaði. 8,8% bjuggu á stúd- entagörðum, 8,6% í húsnæði félagasam- taka og 3,2% í Bú- setaíbúðum. Flestir þeirra sem fengu húsa- leigubætur voru með atvinnu eða 36,9% og nemar voru 31,8%. Til þess að fá greiddar húsa- Eftirspurn leiguhúsnæðis í Reykja- leigubætur er mið- vík er mest á póstnúmerasvæði 101 að við ákveðnar há- og 105. Innan þeirra svæða greiðir markstekjur þannig einnig Félagsmálastofnun Reykja- að þegar árstekjur víkurborgar fiestum húsaleigubæt- eru komnar yfir 2,4 ur. milljónir eru ekki greiddar bætur. Húsaleigubætur eru tekjuskatts- skyldar. Mun fleiri ibúar í borginni fá hins vegar greiddar húsaleigubætur því að mörg sveitarfélög af lands- byggðinni greiða bætur með náms- mönnum sem búa tímabundið utan sins byggðarlags. Flestir í 101 Húsaleigubætur greiddar af Fé- lagsmálastofnun Reykjavíkurborgar fóru árið 1996 að stærstum hluta til íbúa á póstnúmerasvæði 101 eða 32,5%. Næststærsti hlutinn var svæði 105 eða 20,2% eins og sést á grafmu yfír hlutfallslega skiptingu húsaleigubóta á síðasta ári. Kópavogsbær er eina sveitarfé- lagið á höfuð- borgarsvæðinu sem ekki hefur enn tekið upp húsaleigubætur. Stærsti hluti húsaleigubóta- þega hjá Félags- málastofnun Reykjavíkur- borgar er ungt fólk á aldrinum 20-24 ára eða tæp 32%. Tæp 23% eru á aldr- inum 25-29 ára og rétt um 21% eru á aldrinum 30-39 ára. Eftir það snarfækkar bótaþegum í Reykjavík. Lang- Vörudreifingarstöð Ákveðið hefur verið að stofna félag um vörudreifingarstöð og flutn- ingsmiðlun. Að félaginu standa traust fyrirtæki og ábyrgir einyrkjar sem sumir hverjir hafa stundað flutningastarfsemi í áratugi. Tilgangur félagsins verður að reka vörudreifingarstöð, vörugeymslu, tollvöru- geymslu og flutningsmiðlun í inn- og útflutningi þar sem boðið verður upp á heildariausn í flutningum um ísland og í samstarfi við erlenda aðila erlendis. Enn er óráðstafáð örfáum flutningaleiðum frá Reykjavík og Akureyri. Þeir aðilar sem áhuga hafa á að sækja um þær leiðir vin- samlega sendið nafn og símanúmer til undirritaðs, merkt „VÖRU- DREIFINGARSTÖГ fyrir 20. ágúst nk. Með allar umsóknir verður farið með sem trúnaðarmál. Það skal tekið fram að einungis koma til greina aðilar með flekklausan feril. Fh. undirbúningsnefndar Hreggviður Þorsteinsson Aðalendurskoðun sf., Síðumúla 31, 108 Reykjavík Blaðbera vantar á skrá í: Reykjauík Kópauogi Garðabæ Hafnarfirði Upplýsingar í síma 460 6100 íDagur-^ímttm -besti tími dagsins! Framboð og eftirspurn á leiguhúsnæði íbúöir _} smáauglýsingum DV í ágúst 1995-1997 - 100 DV-Unnur__________ 12. 19. 26. 2. 10. 17. 24. 31. 1. 9.Dags. flestir sem fengu greiddar bætur 1996 bjuggu í 2ja herbergja íbúðum, rúmlega 48% og 28,5% bjuggu í 3ja herbergja húsnæði. Meðalmánaðar- leiga fyrir 2ja herbergja húsnæði var 28.577 og fyrir 3ja herbergja íbúð 34.127 kr samkvæmt gögnum frá Félagsmálstofnun. Leiga á stúdentagörðum er oftast ívið lægri en það sem gengur og ger- ist á almennum markaði. Að sögn Helgu Magnúsdóttur, starfsmanns hjá Félagsstofnun stúdenta, kostar herbergi fyrir einstakling á bilinu 14.151-22.432 kr. Fyrir paríbúðir er leigan á bilinu 25.460-30.246 kr. Leiga fyrir 2ja herberbergjaíbúðir kostar 25.460-33.035 og fyrir 3ja her- bergja íbúðir er leigan á bilinu 29.532-43.000 kr. Inn í þessi verð reiknast hiti, rafmagn og hússjóður. Of lág leiga? í viðtali DV við nokkrar leigu- miðlanir kom fram að verð á leigu- húsnæði hefur verið mjög stöðugt undanfarin ár. Teikn eru þó á lofti og virðist sem leiguverð sé eitthvað að stíga um þessar mundir. Einn viðmælandi DV taldi það jafnvel nauösynlegt því hann vildi meina að lágt leiguverð héldi aftur af hús- eigendum og því væri framboð leiguhúsnæðis minna en ella. Auk þess væri lítill greinarmunur á ástandi leiguhúsnæðis í leiguverði. Um síðustu áramót varð sú breyting á skattalöggjöfinni að leigutekjur voru felldar undir fjármagnstekju- skatt og greiða húseigendur nú 10% skatt af brúttótekjum leigusölu. „Það er eitthvað að gerast sem veldur meiri eftirspum nú en áður. Fólk virðist nota meira fjölskyldu- tengslin en áður og með því móti hverfur framboðið," sagði Guðlaug- ur Þorsteinsson hjá Leigulistanum. „Það leigist nánast hvað sem er í dag. Fólk fer þó sist í Kópavoginn vegna húsaleigubóta en eftirspumin er gífurleg og það er slagur um hús- næðið sem í boði er.“ Þjónusta viö leigumarkaðinn Nokkur fyrirtæki em starfrækt sem þjóna leigumarkaðnum. Margir fá húsnæði i gegnum smáauglýsing- ar DV en aðrir nýta sér þjónustu leigumiðlana. Hjá Leigjendasamtök- unum fylla væntanlegir leigjendur út umsóknareyðublað um íbúðar- húsnæði sem leigusalar geta valið úr að eigin óskum. Skráningarár- gjald Leigjendasamtakanna er 1.500 kr. Hjá Leigulistanum kostar skrán- ing og þjónusta til væntanlegra leiguliða fyrir einn mánuð 1.950 kr. -ST 107 ' 101 , 8,4% 32,5% 105 , 20,2% 104 7% 112 5,5% 'IOÍ '1,7% 108 6,8% Hlutfallsleg skipting húsaleigubótaþega Félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar 1996 V- - - 110 4,5% 7 111 , 109 6,6%, 6,2% ' Húsaieigubætur - fjöldi þeirra er fengu bætur 1996 í prósentum og tegund húsnæðis 79,5 Tegund leiguhúsnæðis Lelguíb. á alm. Stúdentagarbur Húsnœbl Búsetaíbúblr_ markabl félagasamtaka|j Að búa í leiguhúsnæði Kostir Gallar - Viðhald eignar er ekki á - Viðhald eignar er ekki á þína ábyrgð. þína ábyrgð. - Þú getur losað húsnæðið - Þér getur verið gert að losa hvenær sem þú vilt samkvæmt húsnæðið hvenær sem er samnini i. samkvæmt samningi. - Þú þarfc ekki að leggja til fé - Þú ert ekki að fjárfesta til í fjárfeslingu húsnæðis. framtíðar með leigunni sem - Flesc sveitarfélög greiða þú greiðir. húsaleigubætur - Þú færð ekki greiddar vaxta- bætur af eigin íbúðarhúsnæði. -ST

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.