Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1997, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1997, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 15. ÁGÚST 1997 13 Umhverfisógn að austan Frá Murmansk. í greininni segir m.a. frá hinni ólýsanlegu mengun sem þar er aö finna. I sumar átti ég þess kost að heimsækja Rúss- land. Nánar tÚ tekið borgina Murmansk og nágrenni á Kolaskaga. Var ég á ferð með Nær- svæðanefhd Norður- landaráðs sem hélt sum- arfund þar og kynnti sér stöðu umhverfísmála á svæðinu. Af mörgu var að taka. Þar standa menn í því að breyta þessu magnaða þjóðfé- lagi. Það ber enn merki þess mikla valds sem sat yfir þjóðinni innan veggja Kremlar og stjóm- aði í nafni þeirrar hug- myndafræði kommún- isma sem boðuð var um víða veröld. Þegar farið var um borgirnar Murm- ansk, Kirovsk og Apatite minntist ég þess þess sem Steinn Steinarr orti um Kreml og það harðneskjulega kerfi sem þar ríkti og réð lögum og lofum jafnt á Kolaskaga sem í Síber- íu. Skáldið sagði: Sjálfur dauðinn, sjálfur djöfullinn hefur byggt þessa bergmálslausu múra. Dimmir, kaldir og óræðir umlykja þeir eld hatursins, upphaf lyginnar, ímynd glæpsins. Dimmir, kaldir og óræðir eins og Graal - Graal hins illa. Land í sárum Frá því Steinn Steinarr orti um Kreml hefur veröldin tekið miklum breytingum. Allt hefur breyst. Einnig í Rússlandi. Eftir stendur þetta auðuga land í sárum. Það hef- ur dregist aftur úr öðrum þjóðum á flestum sviðum og upplausn ríkir í þjóðlífmu. Eftir fall múrsins hefur gefist tækifæri til þess fyrir Vestur- landabúa, og þá ekki síst íbúa Norð- urlanda, að skyggnast inn í fyrrum Sovétríki og kynnast því sem þar er og hefur verið að ger- ast. Tiígangur Nær- svæðanefndarinnar var að kynna sér stöðu umhverfis- mála, ekki síst vegna þeirrar hættu sem stafar af mengandi starfsemi, frá kjarn- orkuúrgangi og þeim efnum sem sleppt hefur verið í hafið. Skelfilegt ástand Ástand umhverfis- mála á þessu svæði er í einu orði sagt skelfilegt. Mengunin er ólýsanleg hvert sem litið er. Höfnin í Múrmansk er löðr- andi í olíu. Þar er olíu sleppt i sjóinn í miklu magni og viðurkenndu hafn- aryfirvöld það kinnroðalaust. Kjam- orkuúrgangur er geymdur á hafnar- svæðinu fyrir utan það sem áður var losað í hafið. Úrgangurinn er frá kjarnorkuverum, kjarnorkukafbát- um og kjarnorkuknúnum ísbrjótum sem eru í fórum þegar ís leggst að og yfir sumarið eru þeir á ferð með túrista inn í ís- breiðuna!! Ekki er um það vitað hvort kostn- aður við að eyða kjamorkuúrgangi skipanna er innifal- inn í verði fyrir siglinguna. Mikil hætta er talin stafa frá þeim kjamorkuúrgangi sem var á sínum tíma sökkt í hafið við Novaja Zemlja og enginn veit hvort eða hvenær hann muni menga hafið og berast með hafstraumum og ógna fiskstofnum í úthafinu og við strendur. Mengun frá verksmiðjum er mik- il. I næsta nágrenni verksmiðju við Monchegorsk er mengunin slík að skógurinn er dauður á stóru svæði og upplýst var að þar væri meðalald- ur fólks verulega lægri en gerist í Rússlandi. Ekki virtist vera gert ráð fyrir breytingum á þeirri starfsemi. í samtölum við vísindamenn á sviði umhverfismála kom fram að þeir hafa miklar áhyggjur af ástand- inu og eru í samstarfi m.a. við Norð- menn um úrbætur. Fram kom að ýmsir stjórnmálamenn virtust ekki tilbúnir til þess að viðurkenna vand- ann og töldu ástandið harla gott. Virtust þeir fastir í blekkingu fortíð- arinnar og lýstu hinu stóra landi þar sem allt gengi eðlilega. Efa- semdamenn og úrtölulið væri sett af. Sú leiðsögn var lítt trúverðug, en engu að síður var hún hiklaust veitt. I viðræðum sem Nærsvæða- nefndin átti við forsvarsmenn í Murmansk kom fram að ríkur vilji er til samstarfs á ýmsum sviðum í þeim tilgangi að bæta umhverfið og ná fram úrbótum í atvinnulífi jafnt sem í samfélagsþjónustunni. En til þess að svo megi verða og árangur náist tel ég að skipuleggja þurfi all- an stuðning mjög vel. Æskilegast væri að stuðningur gæti verið með óbeinum hætti, t.d. ráðgjöf, en þó einkum á forsendum viðskipta þar sem heimamenn beri ábyrgð til jafns við þá sem ganga til samstarfs og leggja fram fjármuni og þekk- ingu. Það skiptir miklu máli að allra leiða verði leitað svo árangur náist í því að draga úr mengun, ekki síst í Barentshafmu og innan Nærsvæða Norðurlanda. Það verk sem þar þarf að vinna er einkum að stöðva hina ógnvekjandi mengun og hreinsa og eyða kjarnorkuúr- gangi sem komið hefur verið fyrir í hafinu. Á Nærsvæðum Norður- landa eins og á öðrum svæðum verður að tryggja að framvinda hagsældar raski ekki því umhverfi sem við viljum verja og varðveita og skila til komandi kynslóða. En umhverfmu stendur mesta ógnin af hernaði og styrjöldum. Ástandið á Kolaskaga ber þess vott að þar hef- ur skort virðingu fyrir umhverfmu og þar hefur ráðið fór sú hugsun sem íslenska skáldið lýsti svo átak- anlega í kvæði sínu og fyrr er vitn- að til. Sturla Böðvarsson Kjallarinn Sturla Böövarsson alþingismaöur fyrir Sjálfstæðisflokk í Vest- urlandskjördæmi „Ástand umhverfísmála á þessu svæði er í einu orði sagt skelfílegt. Mengunin er ólýsanleg hvert sem litið er. Höfnin í Múrmansk er löðr■ andi í olíu. Þar er olíu sleppt í sjó- inn í miklu magni og viðurkenndu hafnaryfírvöld það kinnroðalaust Útlánatöp í nýja húsnæðislánakerfinu Nýjar hugmyndir um félagslegt húsnæðislánakerfi gera ráð fyrir hagstæðum lánum fyrir 90% kaup- verðs. Núverandi félagsleg lán eru annuitetslán veitt til 40 ára. Verði þau notuð í nýja kerfinu munu verða mikil útlánatöp. Tímabært er að menn kanni ítarlega hvernig gömlu lánin muni koma út í nýja kerfinu. Athugun mun sýna mikil- vægi þess að nýjar gerðir húsnæð- islána verði teknar upp. Öryggi lánveitanda Við lánveitingar er reynt að tryggja lánveitendur gegn útlánatöpum. Stundum taka einstak- lingar eða aðrir á sig persónulegar ábyrgðir. Algengara er þó að tek- in séu veð í tilteknum eignum. Veðin eru ör- yggi lánveitenda ef greiðslufall verður. Hann getur þá að upp- fylltum ákveðnum skil- yrðum látið selja hina veðsettu eign til að end- urheimta fé sitt. Lang- tímalán til húsnæðiskaupa taka veð í eignum sem lánað er til. Ör- yggi fasteignaveða fer meðal ann- ars eftir öðrum kröfum sem hvíla á hinum veðsettu eignum, verð- mæti þeirra og hversu auðseljan- legar þær eru. Kröfum er raðað á veðrétti. Þeir sem eiga kröfur á 1. veðrétti fá þær greiddar að fullu áður en kemur að 2. veðrétti og svo framvegis. Ef söluverð er lágt tapa þeir sem eiga síðustu veðrétt- ina. Lánastofnanir lána almennt ekki upp fyrir ákveðinn hundraðs- hluta af verðmæti eigna, svonefnd veðmörk. Viö ákvörðun veðmarka hafa menn í huga að oftast fæst innan við 70% af markaðsverði í nauðungarsölum. Ef kröfur með áfóllnum kostnaði eru hærri tapa lánveitendur. Eftirstöðvar lána verða þess vegna innan fárra ára frá kaupum að fara niður í 60-70% af markaðsverði. Erlendis þekkj- ast allt að 95% veðmörk. Veðmörk í húsbréfakerfinu eru 70%. Geröir lána Frá sjónarhóli lánveitenda skiptir miklu máli hversu hratt lán end- urgreiðast. Veðmörk geta verið há þegar endurgreiðsla er hröð en lægri að öðr- um kosti. Erlendis eru veitt óverðtryggð húsnæðislán, oftast til 25 ára. Vextir eru fastir út lánstímann eða breytast eftir markaðsaðstæðum. Lánin greiðast hratt upp. I okkar efna- hagsumhverfi mundi á sjö árum höfuðstóll þeirra lækka um 40% að raun- virði. Hérlendis eru öll húsnæðislán verð- tryggð. Verðtryggð lán með jöfnum afborgunum sem margir lifeyrissjóðir hafa veitt bera almennt fasta eða breyti- lega vexti. Endurgreiðsla þeirra er hægari en óverð- tryggðu lánanna. Höfuðstóll 25 ára láns lækkar um 28% á sjö árum. Jafngreiðslulán, annuitets- lán, eru algengust hérlendis. Sam- anlagðar greiðslur afborgana og vaxta eru þá alltaf jafnháar. Þau greiðast langhægast. Höfuðstóll 25 ára húsbréfaláns lækkar um 17% á sjö árum, 40 ára láns aðeins um 7% á sama tíma og höfuðstóll lána í fé- lagslega kerfinu um 11%. Hraði endur- greiðslu ræður veð- mörkum ríki skyn- semi í lánveitingum. Miðað við sama ör- yggi útlána geta veð- mörk ólíkra lánsgerða verið eins og hér seg- ir: Óverðtryggt lán til 25 ára má veita fyrir 95% kaupverðs. Verð- tryggð lán með jöfn- um afborgunum með 20-25 ára lánstíma má veita fyrir 85-90% kaupverðs. 25 ára húsbréf geta mest orð- ið 80% af kaupverði. 40 ára húsbréf mega ekki fara upp fyrir 75% af kaupverði. Félagsleg lán til 40 ára með 2-3% vöxtum geta mest orðið 80% af kaupverði. Allt er þetta miðað við að fast- eignaverð sé sæmilega stöðugt. Að öðrum kosti lækka veðmörkin. Nú eru uppi hugmyndir um að veita félagsleg lán fyrir 90% kaupverðs á almennum markaði. Annuitets- lánin eru allt of áhættusöm fyrir svo há veðmörk. Koma verða til nýjar gerðir lána. Tímabært er að horfa út fyrir landsteinana við val nýrra lána. Stefán Ingólfsson „Frá sjónarhóli lánveitenda skipt- ir miklu máli hversu hratt lán end- urgreiðast. Veðmörk geta verið há þegar endurgreiðsla er hröð en lægri að öðrum kosti. Erlendis eru veitt óverðtryggð húsnæðislán, oftast til 25 ára.“ Kjallarinn Stefán Ingólfsson verkfræöingur Með og á móti Gengishækkun Víglundur Þor- stcinsson fram- kvæmdastjóri. Skaðar útflutn- ingsgreinar „íslenskir útflutningsvegir hafa undanfarna 12 mánuði þurft að búa við tvívirka hækkun á gengi íslensku krónunnar. Ann- ars vegar er um að ræða alþjóð- lega hækkun sem leiðir af því að íslenska krón an hefur hækk- að með hækk- andi dollar gagnvart Evr- ópumyntum. Hins vegar hef- ur komið til sérstök hækk- un krónunnar til viðbótar við þá fyrrnefndu sem Seðlabanki íslands hefur stuðlað að og beitt sér fyrir með því að halda uppi háum vöxtum á óverðtryggðum ríkispappírum. Samanlagt er þessi gengishækkun að verða upp undir 15% þar sem mest lætur. Nú er alveg ljóst aö útflutn- ingsgreinarnar þurfa aö þola hin- ar alþjóðlegu sveiflur og við því er ekkert að segja. Menn geta kannski rætt heildargengisstefhu þjóðarinnar til langtíma, hvaða ráðstafanir séu skynsamlegar og hverjar ekki. Þaö er þó fullkom- lega ljóst að útflutningsgreinarn- ar geta hvorki þolað né staðið undir sérstakri hækkun Seðla- bankans ofan á aðra. Auk þess gerir þessi gengishækkun ekkert annað en að auka á viðskipta- halla og þar með hættuna á óstöð- ugleika til lengri tima litið. Ég tel því að þessi hækkun krónunnar eigi að ganga til baka.“ Heldur stöðug- leikanum Gengi krónunnar hefur styrkst frá áramótum um 2,27%. Sú breyting sem átt hefur sér stað á gengi krónunnar á þessu ári er sáralítil miðað við breytingar á gengi ýmissa gjaldmiðla á fjár- magnsmörkuð- um og má nefna að Bandaríkjadal- ur hefur styrkst um 20,5% gagnvart þýsku marki. Gengi íslensku ________ krónunnar Yngvi Örn Kristins- ákvarðast nú á son hagfræðingur. markaði og meginástæða þess að krónan hef- ur styrkst að undanfórnu er hag- stæð framvinda efnahagsmála, aukin tiltrú á íslenskt efnahags- líf, stöðugleiki og aðhaldssöm peningamálastjórn sem miðar að því að viðhalda stöðugleikanum. Það hefur verið mat Seðlabank- ans að I þeirri uppsveiflu sem nú einkennir íslenskt efnahagslíf sé nauðsynlegt að fylgja aðhalds- samri stefnu í peningamálum í þvi skyni að koma í veg fyrir of- þenslu og verðbólgu. Styrking krónunnar, þótt lítil sé, dregur úr þensluhættu og stuðlar jafnframt að lægri verðbólgu á komandi misserum. Þeir búhnykkir sem hagkerfið hefur fengið hafa og munu leiða til þess að framleiðslugeta út- flutningsvega vex og þar með að jafnvægisraungengi krónunnar hækkar. Raungengið getur lagað sig að nýju jafnvægisraungengi með tvennum hætti: Annars veg- ar með launaverðbólgu og al- mennri verðbólgu í kjölfar henn- ar eða með því að gengi krónunn- ar hækkar. Sú stefna sem Seðla- bankinn fylgir nú í vaxtamálum stuðlar að því að seinni leiðin verði farin. Slíkt er æskilegt í ljósi þess meginmarkmiðs sem bankinn og stjómvöld hafa í pen- ingamálum sem er stefna stöðugs verðlags. -kbb

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.