Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1997, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 15. ÁGÚST 1997
7
Fréttir
Húsnæðisstofnun og greiðsluerfiðleikalánin:
Ræðum ekki mál einstaklinga
- segir aðstoðarframkvæmdastjórinn
Guörúnar Helgadóttur meöan hún var enn forseti
sameinaðs alþingis. Lániö var á 8. veörétti og ekki
er aö sjá aö þaö hafi verið notaö til aö aflétta öör-
um og erfiðari lánum.
„Maöur tjáir sig ekki um málefni
einstakra viðskiptamanna stofnun-
cirinnar við blaðamenn,“ sagði
Hilmar Þórisson, aðstoðarfram-
kvæmdastjóri Húsnæðisstofnunar,
þegar DV spurði hann um þá sér-
tæku fyrirgreiðslu sem Guðrún
Helgadóttir, þáverandi forseti sam-
einaðs alþingis, naut hjá stofnun-
inni snemma árs 1991. Sigurður E.
Guðmundsson, forstjóri stofnunar-
innar, gaf ekki kost á viðtali í gær
um þetta mál og fleiri skyld sem
blaðið hefur vitneskju um.
Hilmar kvaðst ekki muna hvaða
skilyrði lánþegar greiðsluerfiðleika-
lána þurftu að uppfylla árið 1991 til
að fá þessi lán og spurður um hvort
greiðsluerfíðleikalán sex árum eftir
kaup fasteignar væri eðlileg og al-
menn fyrirgreiðsla sagði Hilmar:
„Já, já. Greiðsluerfiðleikalán voru
veitt fólki á sínum tíma fólki sem
búið var að eiga íbúðirnar jafnvel
árum saman.“ Hann sagði enn frem-
ur að greiðsluerfiðleikalán þyrftu
ekki nauðsynlega að standa í bein-
um tengslum við kaupin.
Úr lífshættu
Maðurinn sem ók á hross á
Laugarvatnsvegi fyrr í vikunni
er talinn úr lífshættu. Honum er
enn haldið sofandi á gjörgæslu-
deild Sjúkrahúss Reykjavíkur.
-sv
DV spurði hvort
greiðsluerfiðleikar
fólks tengdust ekki
einmitt öflun húsnæð-
is og greiðslu hand-
hafaskuldabréfa og
jafnvel útborgunar.
„Jú, en þú þekkir það
í gegnum tíðina að
menn hafa verið að
velta á undan sér
skuldum árum saman
og jafnvel á annan
áratug."
- Var það ekki í
reglugerðum um þessi
lán 1991 að greiðslu-
erfiðleikalánum átti
að verja til skuld-
breytinga, til að út-
rýma skammtímalán-
um?
„Á sínum tíma, eða
1991, voru veitt skuld-
breytingalán. Þau
hafa aldrei verið borg-
uð út, ekki nema 1985
í eitt skipti eða svo.
Eftir þann tíma hefúr
stofnunin séð um að
skuldbreyta lánum
fyrir fólk hér og þar.
Þessi lánaflokkur hef-
ur verið meira og
minna opinn allan þennan tíma en í
dag höfum við verið að skuldbreyta
hjá fólki sem er í vanskilum við
okkur, ekki við bankakerfið," sagði
Hilmar Þórisson.
Greiðsluerfiðleikalánin eru oftast
auðkennd þannig að skuldareigandi
er skráður Húsbréfadeild, en ekki
Byggingasjóður ríkisins eins og um
venjuleg húsbréfalán. Lánið sem
Guðrún Helgadóttir fékk árið 1991
var sett á 8. veðrétt, eins og sjá má
á mynd af skuldabréfinu.
Á veðbókarvottorði fyrir Túngötu
43 frá í febrúar á þessu ári sést að
lánið fi:á 1991 hefur færst upp á 5.
veðrétt en búið er að greiða upp
Byggingasjóðslánið á 3. veðrétti og
tvö Búnaðarbankalán sem tekin
hafa verið árið 1992, eftir að hún
fékk greiðsluerfiðleikalánið.
Ekki náðist í Guðrúnu Helgadótt-
ur í gær, en hún dvelur erlendis við
ritstörf. -SÁ
Skyndikynni
s°dTubíl
skemmtileg
AB Bílaleigan J)
Smiðjuvegi ío Grængata • 200 Kópavogur
557-1831
S í m i
ÚTSÖLULOK
I Kringlunni föstudag og laugardag
Enn meiri verSlækkun!
Götumarkaðsstemning
Veröið niöur úr öllu valdi!
KRINGMN
frá morgni til kvölds
OPIÐ mónudago til fimmtudaga kl. 10-18.30, föstudago kl. 10-19 og laugardago kl. 10-16. Sumor verslonir og veitingostaðir eru opnir lengur og á sunnudögum.