Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1997, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1997, Blaðsíða 21
FÖSTUDAGUR 15. ÁGÚST 1997 33 Myndasögur Veiðivon 3T C Þetta er stærsti laxinn í Andakílsá ennþá. Ómar Sigurgeirsson veiddi hann og fiskurinn var 20 pund. Þeir Sindri Már og Ellert Sigurþórssynir haida á laxinum stóra. DV-mynd ÓS Andakílsá: Tveir stór- hængar „Þaö er sama blússandi veiðin í Andakílsánni og eru komnir 150 laxar. Ég held að það séu laxar í flestum hyljúm árinnar fyrir ofan brú,“ sagði Kristján Stefánsson sem veiddi 19 punda hæng á Black Dokt- or númer 14. Nokkrum dögum áður veiddi Ómar Sigurgeirsson 20 punda hæng á maðk. „Silungsveiðin hefur verið mjög góð í ánni í sumar og fiskur óvenju- vænn. Margir veiðimenn hafa veitt vel á silungasvæðinu núna,“ sagði Kristján í lokin. Hörðudalsá í Dölum: Mok-bleikjuveiði „Það hefur verið sannkölluð mokveiöi hjá okkur í Hörðudalsá í Dölum. Núna eru komnar 800 bleikj- ur á land en allt sumarið í fyrra gaf yfir 400 bleikjur," sagði Jóhann Sig- urðarson leikari sem var fyrir nokkrum dögum á bökkum Hörðu- dalsár og veiddi 81 bleikju. Umsjón Gunnar Bender „Það er rétt að við fengum 81 bleikju og næsta holl á eftir veiddi 103 bleikjur. Siggi Sigurjóns veiddi 70 bleikjur. Þetta hefur verið mo- kveiði síðustu vikurnar og bleikjurnar hafa veiðst um alla á. Það eru komnir 20 laxar og í hyl númer 24 sáust 7 laxar fyrir nokkrum dögum. Mest eru þetta bleikjur frá einu upp í þrjú pund,“ sagði Jóhann ennfremur. Jóhann Sigurðarson leikari var á bökkum Höröudalsár í Dölum fyrir nokkrum dögum. Þar hefur veiðst feiknavel síðustu vikurnar. í gærkveldi voru komnar 800 bleikjur og 20 laxar á land. DV-mynd FFF Laxaflugur st. og Frances Frances túbur, þyngdar Straumf., Nobbler og túbur Silungaflugur kr. 200 kr. 250 kr. 120/160 kr. 80/100 Ármót sf. Flókagata 62 - sími 552 5352

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.