Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1997, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 15. ÁGÚST 1997
9
Utlönd
Dodi A1 Faeyd, ástmaöur Díönu prinsessu:
Kræfur kvennabósi
Bandaríska fyrirsætan Kelly Fis-
her hefur höfðaö mál gegn Dodi A1
Fayed, hinum nýja elskhuga Diönu
prinsessu, fyrir samningsrof.
Fisher, sem er 31 árs gömul,
sagði að hún hefði verið unnusta
Dodis og hún vissi ekki betur en að
þau væru trúlofuð, allt þar til hún
sá myndir af sínum heittelskaða
kyssa Díönu prinsessu.
Fisher þykir að mörgu leyti líkj-
ast prinsessunni. Hún er ljóshærð
og grannvaxin og hefur feimnislegt
bros. Hún brotnaði saman á frétta-
mannafundi í gær er lögfræðingur
hennar, Gloria Allred, sagði frá því
hvemig Dodi A1 Fayed hefði svikið
hana og nánast yfírgefíð hana við
altarið.
Allred sagði að Dodi, sem er
milljónamæringur og vel þekktur
kvennamaður, hefði oft látið látið í
ljós áhuga sinn á að giftast Fisher.
„í staðinn sveik hann hana og
niðurlægði. Ekki bætti úr skák að
hún komst að þessum svikum hans
þegar hún sá mynd af honum í
faðmlögum við aðra konu. Mynd
sem dreift var um alla heimsbyggð-
ina og jók á kviða hennar og
skömm,“ sagði Allred.
Lögfræðingurinn fór fram á að
Dodi greiddi Fisher 200 þúsund
dali. Allred sagði að á meðan Dodi
og Díana hefðu verið á siglingu á
Miðjarðarhafinu hefði Fisher verið
á annarri skútu í eigu A1 Fayed-
fjölskyldunnar ekki langt undan.
Fyrirsætan Kelly Fisher.
„Svo virðist sem Dodi hafi eytt
einhverjum hluta dagsins með Fis-
her,“ sagði Allred. Hún sagði Dodi
hafa sagt Fisher að hann hefði
keypt handa þeim hús nærri Los
Angeles og að hún ætti að huga að
húsgagnakaupum.
„Síðast en ekki síst ber hún enn
trúlofunarhringinn sem Dodi gaf
henni,“ sagði Allred. Hún sagði
Fisher ekki vilja ræða við fjöl-
miðla en fyrirsætan svaraði þó
spumingu eins fréttamannsins.
Hann spurði hana af hverju hún
væri enn með trúlofunarhringinn.
„Vegna þess að ég elskaði
hann,“ sagði hún snöktandi.
Reuter
McVeigh
dæmdur til
dauða í gær
Timothy McVeigh var form-
lega dæmdur til dauða í gær fyr-
ir sprengjutilræðið í alríkisbygg-
ingunni í Oklahomaborg í apríl
1995 þar sem 168 týndu lífi.
Sakbomingurinn rauf þögn
sína við dómsuppkvaðninguna í
gær þegar hann vitnaði í sérálit
Louis Brandeis hæstaréttardóm-
ara í máli gegn sprúttsala á 3.
áratugnum. McVeigh gaf til
kynna með því að sprengjutil-
ræðið hefði verið hefnd gegn
harðstjóm ríkisvaldsins.
McVeigh var síðan fluttur til
rammgerðs öryggisfangelsis í
Florence í Coloradoríki. Fangels-
ið hefur verið upnefnt „Alcatraz
Klettafjallanna" sökum þess hve
öryggisráðstafanir þar em
strangar.
Ættingjar ýmissa fórnarlamba
sprengjutilræðisins voru von-
sviknir yfir að McVeigh skyldi
ekki segja eitthvað frá eigin
brjósti. Reuter
Elsta kona í
heiminum er
loks fundin
Kanadiska konan Marie-Louise
Meilleur er elst allra sem nú lifa á
jörðinni, 116 ára. Heimsmetabók
Guinness staðfesti það í gær.
Marie-Louise, sem er bæði
blind og heyrnarlaus, hefur enn
mjög gaman af að syngja, að sögn
stjúpdótturdóttur sinnar. Hún býr
á elliheimili í bænum Corbeil í
norðurhluta Ontariofylkis. Hún
verður 117 ára 29. ágúst.
Marie-Louise fæddist árið 1880 í
Quebecfylki. Vitað er að hún á
meira en þrjú hundrað afkomend-
ur sem spanna 6 kynslóðir. Hún
gifti sig fyrst árið 1900 en varð svo
ekkja ellefu áram síðar, með 6
böm á framfæri. Hún giftist svo
aftur og átti 6 böm til viðbótar.
Átta af tólf bömum hennar eru
látin. Reuter
endisfi og
endistog.
^enskírarnje'ösla
úrU-FVC^
Gluggar
Hurðir
Sólstofur
Svalahurðir
án viðhalds!
Kjarnagluggar
Dalvegi 28 • 200 Kópavogi
Sími 564 4714 • Fax 564 4713
Rússnesku geimfararnir Vasilí Tsiblíjev og Alexander Lazútín fá sér væna bita af svalandi vatnsmelónu á leiöinni aft-
ur heim til Moskvu. Peir komu til jarðar í gær eftir sex mánaða dvöl í geimstöðinni Mir. Simamynd Reuter
Tveir geimfarar úr Mir komnir heim:
og kavíar á jörðu
Rauðvín
Tveir geimfarar úr rússnesku
geimstöðinni Mir, þeir Vasilí Tsi-
blíjev og Alexander Lazútín, eru nú
komnir aftur í faðm fjölskyldunnar
eftir margra mánaða erfiða dvöl úti
í geimnum.
Geimfaramir lentu á sléttum
Kazakstan í gær og fóra þaðan i
Stjömuborgaræflngamiðstöðina ut-
an við Moskvu þar sem eiginkonur
þeirra buðu þá velkomna með stór-
um blómvöndum. Starfsfélagar
þeirra gáfu þeim brauð og salt, eins
og siður er í Rússlandi. í flugvélinni
frá sléttunum til Moskvu gæddu
þeir sér hins vegar á frönsku rauð-
víni og kavíar.
„Guði sé lof að við erum komnir
heirn," sagði Tsiblíjev.
Hann sagðist gera sér vonir um
að skuldinni yrði skellt á þá Lazútín
vegna tíðra óhappa í Mir að undan-
fómu. Þeir væra þó engar hetjur.
Félagar þeirra sem enn eru í Mir
búa sig nú undir að gera við geim-
stöðina sem er töluvert skemmd,
m.a. eftir árekstur. Reuter
JEPPADEKK
Amerísk gæðaframleiðsla
Courser Radial
AWT
Courser OTD
Radial LT
Courser Stee!
Radial
Mastercraft
autca
Staðgr.verft frá kr.
205/75R 15 8.560
215/75R15 9.210
225/75R 15 9.880
235/75R15 10.015
30x9,50R 15 10.775
31x10,50R 15 11.995
32x11,50R 15 14.395
33x12,50R 15 14.850
245/75R 16 13.120
265/75 R 16 13.500
33x12,50R 16,5 15.380
Smiöjuvegi 32-34 Hjólbarðar, nýir og sólaðir, send-
SnJmJWUwb sími 544 5000 um gegn gírókröfu um land allt
Vegna gífurlegrar sölu á nýjum bílum hjá
Ingvari Helgasyni og Bílheimum seljum við
fjölda notaðra bíla meö alvöru afslætti.
Þú kemur og semur
Opiö til kl. 20 í kvöld
BÍL/4KÚSIÐ
(í húsi Ingvars Helgasonar og Bílheima) • Sævarhöfða 2 • Reykjavík
Símar: 525 8020 - 525 8026 - 525 8027 • Símbréf 587 7605
og umboösmenn um allt land
á fjölda notaöra bíla
Einnig ÚTSALA á ÚTILEIKFÖNGUM frá BJARKEY