Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1997, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1997, Blaðsíða 11
menning FÖSTUDAGUR 15. ÁGÚST 1997 Blossi: Blossar og tilviljanir Finnur Jóhannsson í hlutverki sínu. í myndinni Blossi. Það telst, sem betur fer, ekki lengur til frétta að ís- lensk kvikmynd sé tækni- lega vel frágengin og fag- mannlega unnin. Hins veg- ar telst þaö enn fréttnæmt að íslensk kvikmynd bæti einhverju við og auðgi ís- lenska kvikmyndagerð og sögu. Blossi sýnir og sannar að ekki bara Júlíus Kemp heldur íslensk kvikmynda- gerð í heild sinni hefur komið langan veg síðan Veggfóður. Myndin er á all- an hátt sambærileg tækni- lega við alþjóðlegar kvik- myndir og hefur á sér ákveðinn alþjóðlegan blæ, um leið og hún missir ekki sjónar af íslenskum ein- kennum. Sagan segir frá Robba og Stellu sem eftir röð af tilviljunum finna sig á eins konar flótta eftir hringvegi íslands, undan dópsölum og krimmum sem ekki trúa á tilviljanir. Handritið er skrifað af Lars Emil Ámasyni sem viður- kennir fúslega að hafa stolið og stælt efni héðan og það- an, og er það kærkomin játning í samfélagi sem virðist halda að hugmyndum rigni eins og manna frá himnum. Enda ber myndin þess merki að hafa sótt í sjóði ýmissa, og fer yfirleitt vel með það, þó Wild at Heart visanimar yrðu pirrandi til lengdar. Samræðumar rúlluðu vel í meðförum þeirra Páls Banine og Þóm Dungal, sem þrátt fyrir reynsluleysi vom með eindæmum sannfærandi og Kvikmyndir Úlfhildur Dagsdóttir skemmtileg sem dálítið ráðvillt ungmenni, en veikleik- ar handritsins komu vel í ljós í klaufalegum meðföram Finns Jóhannssonar, sem var einstaklega lítið sannfær- andi sem hjáróma illmenni. Yfirleitt var sá þáttur, glæpa og spennu, það verst heppnaða við Blossann; með- an blossarnir gengu milli Páls og Þóru voru glæponam- ir pínlega hallærislegir, nema kannski helst Vilhjálmur Árnason sem ,Stálmúsin‘. Eitt af því sem gerir Blossa sjarmerandi er samspilið og togstreitan milli erlendu myndanna sem unnið er úr og íslenskra mynda, eins og t. d. Friðriks Þórs. Það mynduðust virkilega skemmtilegir blossar milli neyslu- háðra ungmenna og eyðilegs og íðiifagurs íslensks landslags, þarsem beiting myndavélarinnar og mynd- ræn sýn komu til skila beittri ádeilu á neyslusamfélag- ið, hvort sem um var að ræða neyslu fikniefna eða sæl- gætis. Myndmálið var vel unnið (ég var sérstaklega hrif- in af stóm loðnu teningunum sem finu tákni fyrir til- viljanfrnar) og kvikmyndataka og leikmynd oft á tíðum mjög góð, bæði skemmtileg og fmmleg og áhrifarík og sárasjaldan yfirkeyrð. Undantekningin á þessu var þó byrjunin og titlakynningin sem var slæm og tilgerðarleg stæling á titlunum úr Seven og gaf þessari annars finu mynd slæman byrjunartón. Það má því segja að al- mennt séð hafi stíllinn gert sig vel og átti vel valin og viðeigandi .popp'tónlist þar stóran hlut að máli, þó enn verði ég að draga úr með því að kvarta yfir leiðinlegri, flatri og stældri kvikmyndamúsík Mána Svavarssonar. Á margan hátt minnir Blossi dálítið skemmtilega á Böm náttúmnnar, sem lýsir sams konar ráðvilltu ferða- iagi um auðnir íslands, nema nú era það ekki gamal- menni í leit að bemskunni heldur ungmenni í leit að einhverju að hafast að; bæði flýja yfirþyrmandi fjölda- miðlun borgarsamfélagsins (þó það sé alltaf dálitið skemmtilega mótsagnakennd pólitík í því að fjölmiðill sé að gagnrýna fjölmiðla). Það er engin tilviljun að ég líki Blossa við mynd framleiðandans Friðriks Þórs en það helst í myndum hans sem alþjóðlegur og fagmann- legur blær hefur blásið. Blossi er á allan hátt mjög nú- tímaleg mynd sem færir íslenska kvikmyndagerð nær 21. öldinni, og án þess að vera gallalaus er hún góð skemmtun og góð viðbót í íslenska kvikmyndasögu og menningarumræðu almennt. Leikstjóri: Júlíus Kemp. Handrit: Lars Emil Árnason. Leikmynd og búningar: Lars Emil Árnason og Eggert Ketilsson. Kvikmyndataka: Jón Karl Helgason. Framleið- endur: Júlíus Kemp og Friörik Þór Friðriksson. Aðalhlut- verk: Páll Banine, Þóra Dungal, Finnur Jóhannsson, Gísli Rúnar Jónsson, Vilhjálmur Árnason. Grunnskólinn á Isafirði Eftirtaldar stöður eru lausar til umsóknar skólaárið 1997/98. Umsóknarfrestur er til 20. ágúst 1997. Staða útibússtjóra og kennara í Hnífsdal og almenn kennsla í 1. bekk, sérkennsla og myndmennt á ísafirði. Þá vantar bóka- safnsfræðing og umsjónarmann með tölvukerfum skólanna, end- urmenntun og kennsluráðgjöf varðandi notkun tölva í skólastarfi. Nemendur eru 580 í 1. bekk. Við leggjum áherslu á skólanámskrárgerð og faglegt samstarf kennara innan árganga og deilda. Skólinn er þáTttakandi í Cominius - verkefni á vegum Evrópusamstarfsins og þróunarverkefni í náms- og starfsfræðslu Bókasafn og allar kennslustofur á unglingastigi eru búnar margmiðlunartölvum sem eru beintengdar á Verald- arvefinn. Nánari upplýsingar í síma 456 3044 (skólinn). Kristinn Breiðfjörð Guðmundsson skólastjóri (hs. 456-4305) og aðstoðarskólastjóri Jón- ína Ólöf Emilsdóttir (hs. 456 4132). Netfang: krbg a snerpa.is. Við leitum eftir áhugasömum kennurum sem eru röggsamir og ábyrgir í starfi. ViO bjóöum flutningsstyrk, hagstæöa húsaleigu og launauppbót. Hafiö samband sem fyrst! Skólafulltrúi ísafjaröarbæjar, sími 456 7665 Húsbréf Innlausn húsbréfa Frá og með 15. ágúst 1997 hefst innlausn á útdregnum húsbréfum í eftirtöldum flokkum: 1. flokki 1989 - 27. útdráttur 1. flokki 1990 - 24. útdráttur 2. flokki 1990 - 23. útdráttur 2. flokki 1991 - 21. útdráttur 3. flokki 1992 - 16. útdráttur 2. flokki 1993 - 12. útdráttur 2. flokki 1994 - 9. útdráttur 3. flokki 1994 - 8. útdráttur Innlausnarverðið er að finna í Morgunblaðinu föstudaginn 15. ágúst. Upplýsingar um útdregin húsbréf liggja frammi í Húsnæðisstofnun ríkisins, á Húsnæðisskrifstofunni á Akureyri, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum. [&I HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS [j HÚSBRÉFADEILD • SUÐURLANDSBRAUT 24 • I08 REYKJAVÍK • SÍMI 549 6900 lienningarnótt í miðborg Re'Jkjaóíkui 16. áðúst 1997 Söfn, galleri, kirkjur, kaffihús, veitingahús, verslanir og fleiri þjónustuaðilar í miðborg Reykjavíkur hafa opið fram á nótt og bjóða upp á fjölbreyttar sýningar, tónleika, uppákomur, leiklist og aðra menningaratburði. Ljúffengar veitingar á boðstólum á hinum fjölmörgu veitingastöðum borgarinnar. Á miðnætti verður skotið upp flugeldum við Tjörnina í hjarta miðborgarinnar. ítarleg dagskrá kynnt siðar. Góð skemmtun fyrir alla fjölskylduna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.