Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1997, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1997, Blaðsíða 25
FÖSTUDAGUR 15. ÁGÚST 1997 37 DV Minningaker. Gallerí Svartfugl Hrefna Harðardóttir leirlistar- kona opnar fyrstu einkasýningu sína í kvöld kl. 20.30 í Gallerí Svartfugli í Listagilinu á Akur- eyri. Á sýningunni verða sýnd sjö leirker með loki sem unnin eru með blandaðri tækni. Sýning- una kallar hún Minningaker og er hugmyndin að baki naíhinu sú að mannsævin skiptist í sjö ára tímabil. Hvert ker hefur að geyma jarðneska eða ójarðneska minningu frá sjö ára tímabilinu. Hrefna hefur stundað nám og sótt námskeið í leirlist og grafik í Frakklandi, Ítalíu, Englandi og Ungverjalandi. Hrefna lauk síð- an námi frá leirlistardeild Myndlista- og handíðaskóla ís- lands árið 1995. Myndlist Hún hefur tekið þátt í nokkrum samsýningum en und- anfarin ár hefur hún m.a. starf- að sem framkvæmdastjóri Kirkjulistaviku og Sumartón- leika á Norðurlandi. Sýningin stendur til ágústloka og er opin alla daga nema mánu- daga milli kl. 14 og 18. Botnleðja. Tónleikar á Húsavík í kvöld geta húsviskir tónlist- arunnendur glaðst því í kvöld verða haldnir tónleikar í bíóinu á Húsavík. Þar koma fram hljómsveitirnar Botnleðja, Tónlist Stjörnukisi, Innvortis, Roð og Tvöhundruðþúsund naglbítar. Aðgangseyrir er 1000 krónur og húsið verður opnað kl. 20.30. 7 Stykkishólmur. Danskir dagar í dag hefjast í fjórða sinn svo- kallaðir danskir dagar í Stykkis- hólmi. Hátíðin verður sett kl. 19 í kvöld með grillveislu, varðeldi og brekkusöngvum. Síðar um kvöldið verður bryggjuball og gestir boðnir velkomnir um Samkomur borð í Brimrúnu. Á miðnætti verður flugeldasýning frá Súg- andisey. í miðbænum verður markaðstjald með sölu- og kynn- ingarbásum. Fjölbreytt leiktæki verða fyrir börn á öllum aldri. Listahátíð á Seyðisfirði Á listahátíðinni á Seyðisfirði, sem nú stendur yfir, kennir ýmissa grasa. Þar sýna sjö íslenskar lista- konur, sem allar eru búsettar í Englandi, verk sín. Listakonurnar eru Ásta Kristinsdóttir myndlistar- kona, Borghildur Anna Jónsdóttir myndlistarkona, Guðrún Nielsen málm- og silfursmiður, Helga Lára Haraldsdóttir, sem sýnir málverk og skúlptúra, Karólína Lárusdóttir, sem sýnir vatnslitamyndir, og Skúlína Kjartansdóttir sem sýnir skúlptúra. í dag kl. 17.30 verður siðan opnuð Skemmtaiúr myndlistarsýning á verkum bræð- ranna Kristjáns og Sigurðar Guð- mundssonar. Kvikmyndaáhugamenn fá líka eitthvað við sitt hæfi því í dag hefst íslensk kvikmyndahátíð sem stend- ur til ágústloka. Þar verða sýndar sextán íslenskar kvikmyndir og má m.a. nefna myndimar Á köldum klaka, Benjamín dúfú, Draumadísir, Líf og fjör á Seyöisfiröi. Hvíta máfa, Kúreka norðursins og Tár úr steini. Auk þess verða sýndar tvær stutt- myndir eftir Ólaf Pál Sigurðsson. Rigning sunnanlands í dag verður austan- og suðaust- anátt, víðast gola eða kaldi en stinn- ingskaldi um tíma allra syðst, suð- lægari siðdegis. Rigning eða súld Veðrið í dag sunnanlands. Á norðanverðu land- inu verður skýjað að mestu og hætt við skúrum hér og þar. Hiti á bilinu 10 til 16 stig. Á höfuðborgarsvæðinu verður austan- og síðan suðaustangola eða kaldi, dálítil rigning eða súld, hiti 12 til 16 stig. Um 550 km suðsuðvestur af Reykjanesi er nærri kyrrstæð og allvíðáttumikil 996 mb lægð. Sólarlag í Reykjavík: kl. 21.44 Sólarupprás í Reykjavik: kl. 04.13 Síðdegisflóð í Reykjavík: kl. 16.07 Árdegisflóð á morgun: kl. 04.28. Veðrið kl. 6 í morgunn: Akureyri alskýjaö 11 Akurnes rigning 12 Bergsstaðir Bolungarvik þoka 9 Egilsstaóir skýkjaö 14 Keflavíkurflugv. rigning 12 Kirkjubkl. rign. á síö.kls. 12 Raufarhöfn þoka 10 Reykjavík rigning 13 Stórhöföi rigning og súld 12 Helsinki heiöskírt 12 Kaupmannah. þokumóóa 20 Ósló léttskýjað 19 Stokkhólmur léttskýjaö 15 Þórshöfn súld 10 Amsterdam þokuruöningur 15 Barcelona léttskýjaö 23 Chicago alskýjaö 22 Frankfurt þokumóöa 19 Glasgow skýjaó 18 Hamborg þokumóöa 18 London skýjaö 16 Lúxemborg léttskýjaö 16 Malaga þokumóöa 22 Mallorca léttskýjaó 20 Paris skýjaö 18 New York þokumóöa 23 Orlando léttskýjaö 27 Nuuk 4 Vín léttskýjaö 22 Winnipeg 16 Þjóðvegir greiðfærir Þjóðvegir landsins eru víðast hvar greiðfærir. Þó er sums staðsu unnið að viðgerðum á vegum og eru ökumenn því minntir á að virða hámarkshraða hverju sinni til að forðast skemmdir á bílum sínum vegna steinkasts. Flestir hálendisvegir eru nú fær- ir. Fært er orðið um Kjalveg norðan og sunnan til, Sprengisandur er fær fjallabílum, fært er í Land- mannalaugar, Lakagíga, Djúpavatnsleið, Eldgjá úr Færð á vegum Skaftártungum, Hólmatungur, Kaldadal, Steina- dalsheiði, Tröllatunguheiði, Landmannaleið, Uxa- hryggi, Snæfellsleið, Þríhyrningsleið, Hrafhkels- dalsleið og Lónsöræfi. Dyngjufjallaleið, Öskjuleið, Kverkfjallaleið, Öxi, Hlöðuvallavegur, Amarvatnsheiði, Loðmundar- fjörður og Fjallabaksleið eru fær fjallabílum. Ástand vega Qj m Steinkast ei Hálka og snjór án fyrirstööu Lokaö 0 Vegavinna-aögát ra Þungfært 0 Öxulþungatakmarkanir (£) Fært fjallabílum Fyrsta barn Guðrúnar og Guðmundar Þessi litli drengur fæddist á fæðingardeild Landspítalans þann 18. júní kl. 24.35. Við fæðingu Barn dagsins vó hann 4280 grömm og var 57 sentímetrar á lengd. Foreldrar hans eru Guðrún María Brynjúlfs- dóttir og Guömundur Ní- els Erlingsson og er hann fyrsta barn þeirra. dagsHUÞ i Aöalleikararnir tveir. Engu að tapa Bíóborgin og Kringlubíó fmm- sýna í kvöld gamanmyndina Engu að tapa eöa Nothing to Lose. Lífið gæti ekki versnað hjá auglýsingastjóranum Nick Beam (Tim Robbins). Allt samband hans við raunveruleikann hefur verið roflð eftir að hann kom að eiginkonu sinni í rúminu með yf- irmanni sínum. í algjöru losti gengur hann út og ekur burt. Vandamálin eru hins vegar rétt að byrja því á næstu umferðar- ljósum verður hann fyrir bíla- þjófi (Martin Lawrence) sem hefði ekki getað valið verri mann til að ræna. Nick, sem er alveg Kvikmyndir sama um allt, snýr leiknum við og rænir bílþjófinn. Eftir æðis- legan eltingaleik, klúðurslegt rán og mikla hefnd tekst vinátta með Nick og þjófnum. Aðrir leikarar í Engu að tapa eru John C. McGinley, Gincarlo Esposito, Kelly Preston og Mich- ael McKean. Nýjar myndir: Háskólabíó: Speed 2 Laugarásbíó: Speed 2 Kringlubió: Engu að tapa Saga-bíó: Men in Black Bíóhöllin: Blossi Bíóborgin: Engu að tapa Regnboginn: Leðurblökumað- urinn og Robin Stjörnubíó: Blossi Krossgátan T~ T~ TT r í>' L Y~ ló mmm 1 J ip l'i H 1 ‘s 1 w FT~ J 11 1 TT Lárétt: 1 bátar, 8 fugl, 9 hrósa, 10 spil, 11 blástur, 13 kvabba, 15 féll, 17 málmur, 18 fifl, 19 slungin, 21 hraði, 22 bjartan. Lóðrétt: 1 skömm, 2 glöð, 3 baunir, 4 mergð, 5 ávextir, 6 varðandi, 7 fljótfæmi, 12 lá, 14 samtals, 16 róðr- artækið, 17 karlmannsnafn, 20 keyrði. Lausn á slðustu krossgátu: Lárétt: 1 ágúst, 6 sá, 8 voði, 9 úti, 10 al, 11 ansa, 12 nafns, 14 fæ, 16 ill, 18 agns, 20 há, 21 unna, 23 anga, 24 ýra. Lóðrétt: 1 ávani, 2 gola, 3 úða, 4^ sinna, 5 túss, 6 stafnar, 7 áin, 13 flug, 15 æska, 17 lán, 19 gný, 22 na. Gengið Almennt gengi LÍ 15. 08. 1997 kl. 9.15 Eininq Kaup Sala Tollnenqi Dollar 72,550 72,920 71,810 Pund 115,460 116,050 116,580 Kan. dollar 52,120 52,440 51,360 Dönsk kr. 10,3390 10,3940 10,8940 Norsk kr 9,4920 9,5450 10,1310 Sænsk kr. 9,0310 9,0800 9,2080 Fi. mark 13,1470 13,2250 13,8070 Fra. franki 11,6830 11,7490 12,3030 Belg. franki 1,9063 1,9177 2,0108 Sviss. franki 47,7700 48,0300 48,7600 Holl. gyllini 34,9500 35,1500 36,8800 Þýskt mark 39,3800 39,5900 41,4700 ít. lira 0,040300 0,04055 0,04181 Aust. sch. 5,5930 5,6280 5,8940 Port. escudo 0,3882 0,3906 0,4138 Spá. peseti 0,4656 0,4684 0,4921 Jap. yen 0,612200 0,61590 0,56680 irskt pund 105,150 105,800 110,700 SDR 97,500000 98,08000 97,97000 ECU 77,3900 77,8500 80,9400 Símsvari vegna gengisskráningar 5623270

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.