Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1997, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1997, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 25. ÁGÚST 1997 Fréttir Heimsókn krata til formanns Alþýðubandalagsins: Jákvæður tónn í sam- skiptum A-flokkanna - Margrét Frímannsdóttir tók þátt í leiksýningu fyrir kratana „Við fengum einstaklega rausn- arlegar móttökur hjá Margréti Frí- mannsdóttur þegar við komum við hjá henni á Stokkseyri. Hún fór með okkur um þorpið og sagði okkur frá sögu staðarins og sýndi okkur nafn- fræg kennileiti. Síðan fór hún með okkur í Þuríðarbúð þar sem fluttur var leikþáttur sem Margrét tók sjálf þátt í og lék Þuríði formann. Eftir það bauð hún öllum hópnum á heimili sitt og það var enginn smá- hópur því við vorum í þremur rút- um,“ sagði Sighvatur Björgvinsson, formaður Alþýðuflokksins. Reykjavíkurkratar fóru sina ár- legu sumarferð á laugardag og það þóttu nokkur pólitísk tíðindi að þeir komu við hjá formanni Alþýðu- bandalagsins á Stokkseyri eins og Sighvatur lýsti. „Það var gestkvæmt hjá okkur hjónum á laugardag því fyrir utan alþýðuflokksfólkið kom líka til mín hópur fyrrverandi alþingismanna og makar þeirra sem voru hér á ferðalagi,“ sagði Margrét Frímanns- dóttir, formaður Alþýðubandalags- ins. Hún tók undir með Sighvati að ekki hefðu stórpólitískar yfirlýsing- ar verið gefnar á Stokkseyri á laug- ardaginn aðrar en þær að því hefði Margrét Frímannsdóttir, formaður Alþýöubandalagsins, tók þátt í uppfærslu á leikþætti um Þuríði formann í Þuríðarbúð á Stokkseyri, þegar kratar úr Reykjavík komu í heimsókn til hennar á laugardaginn. Hún er hér enn í gerfi Þuríöar formanns með Sighvat Björgvinsson, formann Alþýðuflokksins, á aðra hönd en eiginmann sinn á hina. DV-mynd GS verið lýst yfir að flokkarnir vildu vinna saman. Þá mætti benda á aö það væri ekki algengt, jafnvel eins- dæmi, að formaður annars A-flokks- ins færi með hóp í sumarferð og for- maður hins A-flokksins tæki á móti hópnum og byði honum heim til sín. Margrét var spurð um leik hennar í þættinum um Þuríði for- mann. „Þama er um að ræða leikþátt eftir Sigurgeir Hilmar sem oft er fluttur i Þuríðarbúð. Að ég lék hlut- verk Þuríðar nú kom til af því að konan sem vanalega leikur hlut- verkið hafði ekki tíma til þess í gær,“ sagði Margrét. Sighvatur sagði að Margrét hefði skýrt frá því hve samstarf A-flokk- anna á Stokkseyri hefði alla tíð ver- ið gott. Þar hefðu fulltrúar flokk- anna unnið saman í bæjarmálum líkt og þeir væru úr sama flokki. „Það voru nú ekki boðuð nein há- pólitísk tíðindi en við Margrét töl- uðum í ræðum okkar mjög jákvætt um samstarf flokkanna og vonir manna um sameiningu jafnaðar- manna. Ég sagði í minni ræðu að vonandi væri þetta fordæmi frá Stokkseyri það sem koma skal hjá flokkunum," sagði Sighvatur. -S.dór Svavar Gestsson og sameiningin: Ótímabær umræða um sinn - komandi vetur skiptir miklu um hvernig til tekst „Það er alltof snemmt að segja til um þetta. Og raunar út í hött að tjá sig um þetta á þessu stigi. Það er ágæt samvinna á milli flokk- anna. Þessi mál verða skoðuð í vetur. Sveitarstjórnarkosningarn- ar hafa sjálfsagt mikil áhrif á þessa þróun. Það er ekkert hægt að segja um þetta fyrr en þær eru búnar,“ sagði Svavar Gestsson, formaður þingflokks Alþýðu- bandalagsins, um gang samfylk- ingarumræðnanna milli A-flokk- anna. „Málið snýst ekki um vilja, held- ur um efnislegar staðreyndir, um stefnu flokkanna. Og hvemig hægt sé að þróa þá hluti saman, það er langt á milli í sumum málum og stutt í öðrum.“ Svavar segir að komandi vetur muni skipta miklu máli, enda séu sveitarstjómarkosningar framund- an og að úrslit þeirra og vinnan á Alþingi í vetur komi til með að skipta miklu um framhaldið. „Þeir stofnuðu nýjan þingflokk þegar þingið kom saman í fyrra og það voru mikil læti í kringum það. Ég tel að það hafl að nokkm truflað samstarfið í þinginu en ég vona að menn séu búnir að taka úr sér hroll- inn og samstarfið verði gott í vet- ur,“ sagði Svavar Gestsson. -sme Samfylking stjórnarandstööunnar reynir víða á: Ungmennum send Fríkort Kvennalistinn er klofinn - þingkonurnar þrjár eru ósammála „Það bendir ekkert til annars en framtíð Kvennalistans ráðist í þessum mánuði. Það eru mjög skiptar skoðanir xun hvað á að gera. Sumar okkar vilja ganga til liðs við A-flokkana, aðrar vilja ekki heyra á það minnst og enn aðrar vilja stofna ný stjórnmála- samtök, til dæmis umhverfis- flokk," sagði heimildarmaður DV innan Kvennalistans. í lok ágúst verður svokallaður samráðsfundur þar sem framtíð listans mun að öllum líkindum ráðast. Á fundinn mæta þingkon- urnar þrjár og varaþingmennim- ir og að auki tvær konur frá hverju kjördæmi. Reykjavíkur- angi listans kaus sína tvo fulltrúa á fundi á fimmtudagskvöld. Þar vakti athygli að Steinunn V. Ósk- arsdóttir borgarfulltrúi, og einn helsti talsmaður samfylkingar með A-flokkunum og félagi í Grósku, fékk aðeins tvö atkvæði, en á milli 20 og 30 konur voru á fundinum. Kristín Einarsdóttir og Hulda Ólafsdóttir fengu flest at- kvæði. Sem fyrr segir eru mjög deildar meiningar meðal kvennalista- kvenna. Lítið fylgi listans sýnir að framtíöin er mjög óviss og því hef- ur dregið mjög úr vilja til að halda lífl í Kvennalistanum. Ljóst virðist að ekki verður einhugur um hvað tekur við. Þær sem geta ekki hugs- að sér að starfa með A-flokkunum segja ekkert nýtt vera í því máli, heldur einungis sambræðing eldri framboða. Guðný Guðbjörnsdóttir þing- kona sagði að á fundinum síðar í mánuðinum yrði aðeins tekin ákvörðun um hvort vinna ætti að málefnaskrá vegna væntanlegra umræðna við A-flokkana. Hún sagðist vera bjartsýn um framtíð Kvennalistans þrátt fyrir deildar meiningar meðal flokksfélaga. Ekki náðist í tvær þingkonur Kvennalistans, þær Kristínu Ást- geirsdóttur og Kristínu Halldórs- dóttur. En afstaða þingkvennanna er samkvæmt heimildum DV sú að Guðný Guðbjörnsdóttir vill ganga til samstarfs við A-flokk- ana, Kristín Ástgeirsdóttir vill það alls ekki og Kristín Halldórs- dóttir vill fara sér hægar og leita málamiðlunar. -sme - Neytendasamtökin mótmæla Tæplega 8.000 ungmenni hafa fengiö send heim tryggöarkort frá Fríkorti ehf. DV-mynd Sveinn Jóhannesi Gunnars- syni, framkvæmdastjóra Neytendasamtakanna, líst illa á þetta nýja út- spil Fríkorts ehf. Hann segir rökin fyrir nýju kortunum nánast engin og þó að forráðamenn Fríkorts segi það neyt- andans að velja óttast Jóhannes að 16 ára ung- lingur hafi varla for- sendur til þess að velja og hafna í viðskiptum á grundvelli þeirrar þekk- ingar sem þarf til að bera saman gæði og verð á verslun og þjónustu. Jóhannes telur það varasöm neytendafræði að táningar sem aðrir velji ekki viðskipti sín út frá verði og gæðum, heldur vegna biómiða- eða flatbökuumb- unar. Að sögn Jóhannesar eru reglur um tryggðarkort enn í skoðun hjá Samkeppnisstofnun og bendir á að þetta útspil Frikorts ehf. knýi enn frekar á að stofnunin ljúki sínu verki. Umboðsmaður bama, Þórhild- ur Líndal, vildi ekki tjá sig um málið. -ST

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.