Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1997, Side 31

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1997, Side 31
MANUDAGUR 25. AGUST 1997 39 DV Fréttir SeyöisQöröur: Nýir olíugeymar settir niður ■Léttur ferðamyndvarpi í tösku ■Margverðlaunuð hönnun ■Einfaldur í uppsetningu og notkun 'Ljósmagn 2500 lumen 'Hágæða þrígleija linsur 'Mjög hljóðlátur SOMÞCO íHF irkjulundi 13 210 Garðabæ S: 565 8305 F: 565 8306 http://www.skima.is/nordcoi DV, Seyðisfirði: Þessa dagana er unnið að því að setja upp nýja olíugeyma á athafna- svæði Skeljungs á Seyðisfirði. Þetta svæði, sem er á utanverðu hafnar- svæðinu, hefur oftast verið nefnt Pöntunarbryggja en nú í seinni tíð kennt við Olíufé- lagið. Hugmyndin mun hafa verið sú að geymunum yrði komið fyrir á sl. ári en þar sem þeir verða und- ir Strandartindi, á því svæði sem snjóflóð hafa áður fallið, lágu bygging- ar- og framkvæmdaleyfi ekki mjög á lausu og þurfti vel til alls að vanda. Nú eru öll leyfi til staðar og framkvæmdin í fullum gangi. Það er byggingarfyrir- tækið Töggur sem upp- setninguna annast og er nú stefnt að því að geym- arnir verði komnir á sinn stað í þessari viku. Þeir eru fjórir og er hver þeirra 17 metra langur og þver- málið hálfur flórði metri. Samtals munu þeir rúma tæp 450 tonn. Þeir eru mjög sterkbyggðir, úr tveggja og hálfs cm þykku stáli og voru áður notaðir til varð- veislu á fljótandi gasi. Það eru nýmæli í þessari fram- kvæmd að tankarnir verða láréttir. Daði Kristjánsson húsasmíðameist- ari, sem er forsvarsmaður á vinnu- staðnum, segir að geymarnir muni hvila á styrkum undirstöðum og sunnan við þá, nær fjallinu, verði settur upp fjögurra metra hár hlífð- ar- eða stoðveggur, úr sérlega styrkri steypu. Endar geymanna munu snúa upp að fjallinu og verð- ur reist smáskýli yfir þá. -JJ UTBOÐ RARIK óskar eftir tilboöum í: RARIK 97005 Háspennustrengir Fljótsdalshéraöi Um er aö ræða vinnu viö iagningu háspennustrengs á þrem stööum á Austurlandi, samtals 6.900 m. Útboösgögn veröa seld á skrifstofum RARIK, Rauðarárstíg 10, Reykjavík og Þverklettum 2-4, Egilsstööum frá og meö mánudeginum 25. ágúst nk. Verö fyrir hvert eintak er 3.000 kr. Skila þarf tilboðum á umdæmisskrifstofu RARIK Austur- landi, Þverklettum 2-4, 700 Egilsstaöir, fyrir kl. 14.00 föstu- daginn 12. september nk. Tilboöin veröa þá opnuð í viöur- vist þeirra bjóöenda sem óska aö vera nærstaddir. Vinsamlega hafiö tilboöin í lokuðu umslagi, merktu: RARIK-97005 Háspennustrengir Fljótdalshéraði. RARIK Daði Kristjánsson húsasmiður og Þorgeir Sigurðsson vinna ásamt fleirum við að setja olíugeymana niður. DV-mynd Jóhann Rauöarárstíg 10 «105 Reykjavík Sími 560 5500 • Bréfasími 560 5600 Varnarliöið á Keflavíkurflugvelli: Matvöruhús fyrir 800 milljónir DV, Suðurnesjum: Starfsmenn íslenskra aðalverk- taka hf. á Keflavíkurflugvelli eru að leggja lokahönd á endurnýjun hús- næðis matvöruverslunar Varn- arliðsins. Einnig eru þeir að ljúka við byggingu 2250 fermetra vöru- húss sem er viðbygging við mat- vöruverslunina, en hún er rúmlega 2000 fermetrar að stærð. Kostnaður við verkið er um 807 milljónir. Húsnæði verslunarinnar hefur allt verið endumýjað að innan og húsið klætt að utan. Verkið hófst í byrjun síðasta árs og mun ljúka 19. ágúst. Verslunin og vöruhúsið eru búin fullkomnum tækjum og tól- um. -ÆMK DV-mynd Halldór Jóel og Bryndís fyrir framan nokkur verka sinna. Þórshöfn: Myndlistarsýning á Hafnarbarnum Kristin Bryndís Björnsdóttir myndlistarkona opnaði sýningu á verkum sínum á Hafnarbamum á Þórshöfn á sunnudaginn. Þetta er þriðja einkasýning hennar. Á sýn- ingunni eru 32 verk í olíu, vatnslit- um, textíl og blandaðri tækni. Bryndís er fædd á Skálum á Langanesi 1924 en flutti þaðan 9 ára gömul. Eiginmaður Bryndísar, Jóel Ó. Þórðarson, er einnig með ýmis tréskurðarverk á sýningunni. Sýn- ingin er opin 11-23 alla daga til 16. ágúst. HAH Greiðsluáskorun Innheimtumenn ríkissjóðs skora hér með á gjaldendur að gera skil nú þegar eða í síðasta lagi inn- an 15 daga frá dagsetningu áskorunar þessarar á: gjöldum sem á voru lögð 1997 með gjalddaga til og með 15. ágúst 1997, álagningu fyrri ára sem í eindaga er fallin og öðrum kröfum sem féllu í gjald- daga til og með 15. ágúst sl. og eru til innheimtu hjá neðangreindum innheimtumönnum. Gjöldin eru þessi: Tekjuskattur, útsvar, aðstöðugjald, eignarskattur, sérstakur eignarskattur, slysatryggingagjald vegna heimilisstarfa, trygg- ingagjald. iðnlánasjóðs- og iðnaðarmáhigjald, þróunarsjóðsgjald, kirkjugarðsgjald, markaðsgjald, gjaldJ.írgn3Íý.yæmda- sjóð aldraðra og skattur af verslunar- og skrifstofuhúsnæði, launaskattur, bifreiðagjald, slysatiyggingagjald ökumanna, fast árgjaid þungaskatts, þungaskattur skv. ökumælum, viðbótar- og aukaálagning söluskatts vegna fyrri tímabila, skemmtanaskattur og miðagjald, virðisaukaskattur af skemmtunum, tryggingagjald af skipshöfnum ásamt skráningar- gjöldum, vinnuéftirliLsgjald, vörugjald af innlendri framleiðslu, aðflutningsgjöld og útflutningsgjöld, skilagjald á untbúð- ir, verðbætur á ógreiddan tekjuskatt og verðbætur á ógreitt útsvar, skipulagsgjald, skipagjald, fisksjúkdómagjald, jarðaraf- gjald, virðisaukaskattur. staðgreiðsia, tryggingagjald, ofgreiddar bamabætur, ofgreiddur bamabótaauki, ofgreiddar vaxta- bætur svo og gjöld sem Gjaldheimtunni í Reykjavík ber að innheimta samkvæmt Norðurlandasamningi, sbr. lög nr. 46/1990, og auglýsingu nr. 480/1991. Fjárnáms verður krafíst án frekari fyrirvara fyrir vangoldnum eftirstöðvum gjaldanna ásamt dráttarvöxtum og öllum kostnaði, sem af innheimtu skuldarinnar kann að leiða, á kostnað gjaldenda að þeim tíma liðnum. Athygli skal vakin á því að auk óþægirida hefur fjámám í för með sér verulegan kostnað fyrir gjaldanda. Fjámámsgjald í ríkissjóð er allt að 10.000 kr. fyrir hvert fjámám, þinglýsingargjald er 1.000 kr. og stimpil- gjald 1,5% af heildarskuldinni, auk útlagðs kostnaðar eftir atvikum. Em gjaldendur hvattir til að gera full skil sem fyrst til að forðast óþægindi og kostnað. Þá mega þeir gjaldendur, sem skulda staðgreiðslu, tryggingagjald, vömgjald og virðisaukaskatt, búast við því að starfsemi þeirra verði stöðvuð án frekari fyrirvara. Reykjavík, 25. ágúst 1997. Gjaldheimtan í Reykjavík Tollstjórinn í R'eykjavík Sýslumaðurinn í Kópavogi Sýslumaðurinn í Hafnarfirði Sýslumaðurinn í Keflavík Sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli Sýslumaðurinn á Akranesi Sýslumaðurinn í Borgamesi Sýslumaðurinn í Stykkishólmi Sýslumaðurinn í Búðardal Sýslumaðurinn á ísafirði Sýslumaðurinn á Neskaupstað Sýslumaðurinn í Bolungarvík Sýslumaðurinn á Eskifirði Sýslumaðurinn á Patreksfirði Sýslumaðurinn á Höfn Sýslúmaðurinn á Hólmavík Sýslumaðurinn Sýslumaðurinn á Sauðárkróki í Vestmannaeyjum Sýslumaðurinn á Blönduósi Sýslumaðurinn á Selfossi Sýslumaðurinn á Siglufirði Sýslumaðurinn í Vík Sýslumaðurinn á Ólafsfirði Sýslumaðurinn á Hvolsvelli Sýslumaðurinn á Akureyri Gjaldheimta Vestíjarða Sýslumaðurinn á Húsavík Gjaldheimta Austurlands Sýslumaðurinn á Seyðisfirði Gjaldheimtan í Vestmannaeyjum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.