Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1997, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1997, Blaðsíða 9
MÁNUDAGUR 25. ÁGÚST 1997 9 DV Utlönd Tilboðsdagar Husgogn . Snyrtibor6/Skrifbor6. 97x46x74 cm. Verð áður kr. 29.800,- Nú 19.900.- & Margar gerðir, meiriháttar gott verð Mikiö særöur kambódískur hermaöur úr rööum Ranariddhs prins nýtur hér aöstoöar taflenskra hermanna viö aö komast yfir landamærin en yfir 30 þúsund Kambódíumenn hafa flúiö til Taílands. Hun Sen forsætisráðherra náöi f gær völdum yfir borginni O’Smack sem var síöasta vfgi hermanna sem styöja Ranariddh prins. Sfmamynd Reuter Fræöslumiöstöö Reykjavíkur Nemendur grunnskóla Reykjavíkur mæta í skólann mánudaginn 1. september sem hér segir: 10. bekkur 9. bekkur 8. bekkur 7. bekkur 6. bekkur 5. bekkur 4. bekkur 3. bekkur 2. bekkur nem. f. nem. f. nem. f. nem. f. nem. f. nem. f. nem. f. nem. f. nem. f. 1982) 1983) 1984) 1985) 1986) 1987) 1988) 1989) 1990 kl. 9.00 kl. 10.00 kl. 11.00 kl. 13.00 kl. 13.30 kl. 14.00 kl. 14.30 kl. 15.00 kl. 15.30 Nemendur 1. bekkjar, börn fædd 1991, hefja skólagöngu sam- kvæmt stundatöflu miðvikudaginn 3. september en veröa áður boðaðir til viötals með foreldrum, hver í sinn skóla. Zambía: Fyrrum forseta sýnt banatilræði Fjarlægöi eggja- leiðara í stað botnlanga Skurðlæknir á Queen Mary sjúkrahúsinu í Hong Kong fjar- lægði eggjaleiðara i ungri stúlku í stað botnlanga hennar. „Okkur verður öllum á mistök," sagði yfirmaður skurðdeildar sjúkrahússins. Ekki er vitað hvort foreldrar stúlkunnar ætla í mál vegna mistakanna. Fyrr í mánuðinum lést fórnar- lamb umferðarslyss á þessu sama sjúkrahúsi eftir að hafa verið gefið blóð úr röngum blóðflokki. Einnig er vitað um annað tilfelli á þessu ári þar sem eggjaleiðari var fjar- lægður í stað botnlanga. Reuter Fyrrum forseti Zambíu, Kenneth Kaunda, sagði í gær að eftirmaður hans hefði reynt að láta ráða hann af dögum. Kaunda, sem gegndi embætti for- seta Zambíu frá 1964-1991, særðist er óeiröalögregla skaut á hann er hann yfirgaf fjöldasamkomu í borg- inni Kabwe. Farþegi i bíl Kaunda særðist alvarlega er hann fékk skot í höfuðið. „Þetta var morðtilraun. Það leik- ur enginn vafi á því í mínum huga,“ sagði hann í símaviðtali eftir að hann kom heim af spítala í gær. „Chiluba forseti er að reyna að losna við mig og fleiri. Hann gerir sér ljóst að við njótum mikils stuðn- ings eins og hefur sýnt sig á fjölda- fundum okkar. Fundimir hafa allir verið friðsamlegir þar til lögreglan kemur á vettvang," sagði Kaunda. Lögreglan notaði táragas til að leysa upp fundinn auk þess sem hún skaut úr byssum sínum á mann- fjöldann. Kaunda segir að skipanir þess efhis að nota byssur séu komn- ar beint frá forsetanum en þetta er í Æ Meiriháttar húsgögn fyrir heimilið þitt ^KRISTALL Faxafeni & Kringlunni • Sími568 4020 Kenneth Kaunda. fyrsta skipti í langan tíma sem skot- vopn eru notuð í þessum tilgangi. Hann sagði aö þrátt fyrir þetta gæf- ist hann ekki upp heldur héldi hann áfram að berjast fyrir auknum rétti handa íbúum Zambiu. Reuter Náttbor6 - Hliðarborð. 48x40x70 cm. Verð ábur kr. 19.900.- Nú 13.900.- Kommóða 5 skúffur. 57x40x98 cm. Verb ábur kr. 39.960,- Nú 26.900.- Sjónvarpsstarfsmenn Bosniu- Serba í Banja Luka rufu í gær ör- bylgjusamband við sjónvarpsstúdío harðlínumanna í þorpinu Pale en stúdíóið nota þeir til að senda út sinn eigin fréttatíma. Einnig rufu þeir samband við útvarpsstöð Bosníu-Serba sem þeir nota í sama tilgangi. Biljana Plavsic, forseti Bosníu- Serba, fagnaði aðgerðum þessum á fjöldafundi í Banja Luka sem einnig var útvarpað. Hún fór fögrum orð- um um aðgerðir sjónvarpsstarfs- mannanna og sagði þær hjálpa tii við að stöðva stríðsglæpamanninn Radovan Karadzic og aðstoðarmann hans, Momcilo Krajisnik. Sagði hún eitt af síðustu vígum harðlínu- manna þar með fallið en Plavsic hef- ur síðustu vikur barist gegn harð- línumönnum um yfirráð lögregl- unnar í Bosníu og notið til þess að- stoðar vestrænna ríkja. „Heldur herra Krajisnik að Serbar sé klikkaðir? Heldur hann að 1,2 milljónir Serba þurfi að hlusta á frumstæðar skoðanir hans?“ sagði Plavsic og bætti því við að næsta skref hennar væri að funda með yfirmönnum í hemum. Karadzic og hans menn hafa nú aðsetur i þorpinu Pale sem er nærri Sarajevó. Þeir senda enn út sinn eigin fréttatíma þaðan og nást sendingar þeirra í Pale og næsta nágrenni. Plavsic nýtur dyggrar aðstoðar vestrænna ríkja þar sem hún virð- ist ákveðin í að fylgja Dayton-frið- arsamkomulaginu í hvítvetna. Reuter Rændi barni úr örmum móður Kona, klædd sem læknir, rændi tveggja daga gömlu bami úr örmum móður þess á sjúkra- húsi í Lakewood í Bandaríkjun- um á laugardaginn. „Hún var mjög trúverðug og hegðaði sér í alla staði eins og læknir," sagði Diana Cage, tals- maður St. Clare sjúkrahússins í Lakewood. Konan kynnti sig sem Hughes kaptein í afgreiðslu sjúkrahúss- ins og sagðist vera frá hersjúkra- húsi í grenndinni. Hún sagðist eiga að hitta hina nýbökuðu móður, Melindu Cohen. Þegar hún kom inn á fæðingardeildina gekk hún beint að móðurinni og spurði hvort hún ætti ekki að taka bamið svo hún gæti hvílt sig. Móðirin, sem hélt að konan væri læknir, lét barnið í hendur konunnar sem komst síðan óséð með bamið út af sjúkrahúsinu. Hjúkrunarkonur uppgötvuðu stuldinn ekki fýrr en tæþum tveimur klukkustundum síðar. „Við vitum ekki hvemig kon- an komst með bamið út af sjúkrahúsinu án þess að nokkur yrði þess var,“ sagði Diana Cage og bætti því við að konan hefði greinOega þekkt vel til aðstæðna á sjúkrahúsinu. Reuter Forseti Bosníu styrkir enn stööu sína: Sjónvarpsútsending harðlínumanna rofin

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.