Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1997, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1997, Blaðsíða 18
18 MÁNUDAGUR 25. ÁGÚST 1997 sigra geimveru í leiknum The Lost Vik- ings sem kom út fyrir nokkrum miss- erum síðan þurftu víking- arnir „snjöllu" Erik the Swift, Baleog the Fierce and Olaf the Stout að sigrast á hinni illu geimveru Tomator sem ætlaði jörð- inni og íbúum hennar ekkert gott. Nú er að koma út framhald af þessum skondna leik sem kallast Norse By Norsewest og þar hefur Tomator snú- ið aftur Eins og fyrri leikurinn er Norse By Norsewest skemmtilegur og krefjandi gátuleikur með krúttlegum persón- um. Víkingahetjurnar þurfa að kom- ast í gegnum 31 leikjaborð til þess að sleppa úr biluðu geimskipi Tomator en þar hafa þeir þurft að dúsa eftir að Tomator tók þá til fanga. Hver þeirra hefur sérstaka hæfi- leika sem verður að nota skynsam- lega saman til þess að sigra leikinn. Þeir hitta líka fyrir skemmtilegar og skrýtnar verur sem ganga í lið með þeim. Eftir því sem þeir komast lengra í för sinni um geimskipið verða þrautirnar erfiðari og það reyn- ir meira á samstarf persónanna. Mörgum þykir vanta fjölspilun í Norse By Norsewest. Einungis tveir geta spilað leikinn saman. Þeir verða að nota sama lyklaborðið og oft sjást persónurnar ekki saman á skjánum. Annars er grafikin og hljóðin skemmtileg. Þeir sem vilja spila leik sem býður upp á kímni og fjölda þrauta ættu að prófa að spila Norse By Norsewest. Hann fáanlegur fyrir PC tölvur, Sega Satum og Sony Play- station leikjatölvur. -JHÞ/Byggt á Gamezilla ; : É / Bæjarritari með sérstaka karaoke-heimasíðu: Stórkostlegur framtíðar- miðill fyrir karaoke Haukur sagði að honum hefði fyrst dottið þetta í hug þegar hann sá tölvukara- oke hjá vini sín- Karaoke, eða söngur með undir- leik, hefur notið mikilla vinsælda undanfarin ár. Margir veitinga- staðir bjóða fólki að syngja lög uppáhaldstónlistarmanna sinni og einnig er vinsælt að taka karaoke- tæki á leigu í samkvæmi svo að gestir geti sýnt fólki sönghæfni sína. En þetta er einnig hægt að gera á Netinu. Haukur Már Sig- urðarson, bæjarritari í Vestur- byggð, hefur sett upp sérstaka síðu þar sem hægt er að ná í kara- oke-forrit og lög sem hægt er að syngja yflr. Hann segir að fólki sem hann hafl látið vita af síðunni hafi litist vel á og þónokkrir hafa náð í þau for- rit sem eru á síðunni. „Bömin mín hafa líka mjög gaman af þessu,“ sagði Haukur. Miklir kostir Haukur er ekki í vafa um að kostimir við að syngja karaoke á Netinu séu ótvíræðir. „Menn geta valið sjálflr sín eigin lög á ódýran máta. Það er hægt að leika sér miðill þar sem allt sem þarf til að syngja karaoke er á einum stað.“ Haukur segist einnig vera mjög undrandi á að íslenskir tónlistar- menn séu ekki komnir meira inn í þessa tækni en raun- in er. um. í Haukur Már Siguröarson, framhaldi af því fór hann að leita að forrit- um sem voru betri en þau forrit sem hann hafði séð. „Það hefur síðan tekið mig um eitt ár að safna þeim lögum sem nú eru á síðunni. Síðan fór þetta svo á Net- ið fyrir um það bil mánuði," sagði Haukur. Viðbrögðin hafa verið góð. bæjarritari í Vesturbyggð, við skjáinn. endalaust með lög, breyta textum, útsetja lög upp á nýtt eftir eigin höfði og margt fleira. Þetta býður upp á miklu meiri möguleika en hefðbundin karaoke-tæki,“ sagði Haukur. Og hann segir að mikil framtíð sé í þessum iðnaði á Netinu. „Þetta er stórkostlegur framtíðar- Ný síða Haukur sagði að lokum að hann ætlaði að endurbæta síðuna og síðan opna nýja og endurbætta siðu innan skamms. Slóðin á karaoke-síðu Hauks er http://www.snerpa.is/~hasigs/k- ara.html. ,*§f L & Gamaldags og fyndinn Það fer lítio lyrir kímninni í tölvuleikja- heiminum þessa dagana. Restir leik- ir sem ná einhveijum vinsældum fela I sér hrikalegt blóðbað eöa kaldrana- lega vaidagræðgi. Það er því góð til- breyting í vændum frá Segasoft en ævintýraleikurinn The Space Bar er væntanlegur frá fyrirtækinu. Hófund- ur hans heitir Steve Meretzky en hann starfaði áður fyrir hið fornfræga fyrirtæki Infocom. Leikurinn gerist á plánetunni Armpit IV þar sem leikja- spilarar þurfa að leika hlutverk spæj- ara nokkurs sem vinnur fyrir lyrirtæki Amalgamated Vacuum og þarf að handtaka glæpageimveru nokkra. Leikurinn minnir á Larry-leikina og Space Quest og er fullur af skemmti- legum persónum og lúmskum brönd- urum. Activision heldur áfram með Civilization Hið öfluga tölvuleikjafyrirtæki Activi- son hefur tryggt sér Otgáfuréttinn á boröleikjaseríunni sem hinir þekktu Civilization-leikir eru byggðir á. Borð- leikirnir voru gefnir út á sínum tíma af Avalon Hill og er búist viö því að þeir leikir sem Activision mun gefa út undir Civilization-nafninu verði að einhverju leyti gerðir af upphaflegu leikjahöfundunum. Activision hefur aö öðru leyti látiö fátt uppi um hvaö þeir hyggist gera með þetta einka- leyfi en Ijóst er að fyrirtækið hefur komist í feitt meö því að ná einka- réttinum á Civilization-nafninu. Um milljón eintök af fyrri Civilization-tölvu- leikjum hafa selstt Norður-Ameríku. Quake II á leiðinni Aðalleikjahönnuðurinn bak viö Qu- ake og Doom heitir John Carmack og er John þessi aö vinna að gerð framhaldsins aö Quake sem mun bera hið frumlega heiti Quake II og koma út stuttu fyrir háttö Ijóss og friðar. Hann segir að hann viljí breyta fjölspilunarmöguleikum í Quake II, hann vill gera mögulegt að láta mörg hundruð manns spila leikinn í einu. Carmack viöurkennir þó að afar kröft- uga miðlara þurfi til þess að ráða við t.d. 200 manna Quake-leik. Enn fremur hefur komið fram að tónlist- in í leiknum veröi spiluð af sama tón- listarmanninum, Sascha Dikiciyan, sem samdi Methods of Destruction- diskinn fýrir Quake. Það hefur einnig heyrst að Ozzy Osbourne hafi áhuga á því að gera lag sem byggt sé á Qu- ake-leikjunum. Kjarnorkuógnir Árta áratugum eftir aö kjarnorkustrtð lagði siðmenninguna í rúst dynja hörmungar yfir þá sem lifa neðan- jaröar. Tölvukerfið sem stjórnar vatns- hreinsibúnaði undirheima er bilað. Því er nauðsynlegt aö einhver fari upp á yfirborðið pg reyni að finna varahluti í það. Á yfirborðinu kemst persónan hugprúða, sem spilarinn leikur, heldur betur í hann krappan enda reika þar um gengjameðlimir og stökkbreyttar ófreskjur. Þetta er um það bil söguþráðurinn I leiknum Fallout sem kemur út á næstunni og mun minna um margt á Diablo fyrir utan eitt mikilvægt atriði: Það vant- ar fjölspilunina. Enn einn herkænskuleikur frá MicroProse Frábær grafík, stórkostlegur leikur og skemmtileg hljóð. Þetta er sagt af þeim sem hafa séð leikinn Age of Empires frá Microsoft en hann kem- ur út í október. Það er kannski ekki nema von að leikurinn þykji nokkuð traustur, hann hefur verið í þróun í næstum því tvö ár. Leikurinn getur gerst í fornum menningarsamfélög- um eins og Róm, Egyptalandi eða Babýlon. Leikurinn gengur út á að byggja heimsveldi úr litlu þorpi (eins og flestir aðrir leikir af þessu tagi). Afar nauðsynlegt mun vera að spil- arar ígrundi mjög vel aðgerðir sínar enda hafa fjölmörg smáatriði áhrif á gang leiksins. nx*a MeS lögum skal geiminn byggja Destruction Derby, Ecstatica II, Formula 1, Tenka og WipeOut. Þess- ir leikir koma aOir frá hinu virta hugbúnaðarhúsi Psygnosis (sem merkir „viska"). Nýjasta framlag Psygnosis til svefnleysis og tauga- veiklunar tölvuleikjaunnenda er leikurinn G-Police og kemur hann út í október fyrir PC tölvur Árið 2057 eru náttúruauðlindir jarðarinnar gengnar tfl þurrðar. Vegna þessa ákveða þjóðir heims að berjast um það hver á að ráða ríkjum í geimn- um þar sem nóg er af auðlindum. Enginn vinnur stríðið og banda- lag stórfyrirtækja tekur völdin. Riki heims eru afvopn- uð og lögreglulið- ið sem er í raun eftir heitir G- Police. Megin- markmið þess er að koma á röð og reglu í nýlendum stórfyrirtækja úti í geimnum. Einn lögregluþjónanna í G-Police er Jeff Slater en hann er stjarna leiksins. Eins og aðrir með- limir G-Police er hann uppgjafar- hermaður með vafasama fortíð. Slater hefur mestan áhuga á því að finna morðingja systur sinnar en hún var einnig í G-Police og lést við skyldustörf á tunglinu Callisto. Leikurinn hefst þar sem Slater er nýkominn til Callisto og genginn til liðs við lögregluna þar. Meðlimir G-Police fljúga um á öfl- ugum „þyrlum“ sem fljúga verður af mikilli lagni i gegnum umferðar- teppur og háhýsi geimnýlendna framtíðarinnar. Þeir ráðast gegn ill- þýði sem lætur sig lög og reglu engu skipta. Vopnabúnaðurinn þyrln- anna samanstendur af leysibyssum, vélbyssum og sprengjum. Þrívíddargrafíkin í leiknum þyk- ir afar góð en það þarf 166 megariða Pentium vél og þrívíddarskjákort til þess að keyra leikinn. Sagan í leiknum er sögð með at- riðum sem brjóta reglulega upp leikinn. Þar fær spilarinn verkefni sín og kynnist eitilhörðum lögreglu- mönnum eða útsmognum hvítflibb- um. Hvaða stefnu leikurinn tekur veltur á frammistöðu leikjaspilar- ans. Horfur eru á því að síðari við- bætur við leikinn muni m.a. fela í sér fjölspilunarmöguleika. -JHÞ/Byggt á Gamecenter NASA selur á Netinu NASA hefur opnað verslun á Net- inu. Þar er hægt aö kaupa ýmsa geimhluti, t.d. geimbúninga í barna- stæröum, frostþurrkaöan rjómaís, NASA-bol o.fl. Þaö erfyrirtækiö Vi- aweb (http://www.viaweb.com) sem sér um uppsetningu verslun- arinnar. Frá vefsíðu þeirra er hægt aö komast I þessa búö NASA. Heimasíða NASA er staösett á http: //www.nasa.gov. Vefsíða flugmanna Bandarískir flugmenn hafa nú hald- iö innreið sína á vefinn. Ný síða þeirra inniheldur margvíslegan fróö- leik um flugmennina og auk þess er sérstakt svæöi á síðunni sem aðeins er fyrir flugmennina sjálfa. Einnig eru fréttir þar úr fluginu, fréttir af samningaviöræöum flug- manna og einnig greinar úr mán- aðarriti fiugmanna. Slóö heimaslö- unnar er http://www.usairwayspilots.org. Þaö mætti velta því fyrir sér hvort verkalýðsfélög heföu ekki not fyr- ir slíka slöu. Niður með nasista Þýski tæknimálaráöherran, Juergen Ruettgers hvatti nýlega embættis- menn sem fylgjast meö ólögleg- um vefsíöum nýnasista að heröa róöurinn gegn þeim. Þýsk yfirvöld hafa undanfarin ár reynt allt hvaö þau geta aö stemma stigum viö áróöri nýnasista og barnaklámi á Internetinu. Fleiri tölvur og meiri gróði Búist er viö aö einkatölvur sem tengdar eru viö Internetiö veröi orðnar um 82 milljónir I lok þessa árs. Þaö er fjölgun upp á 71 af hundraði. Ennfremur er talið aö tekjurnar af hugbúnaöarsölu og þjónustu viö tölvueigendur muni aukast um 60 af hundraði á þessu ári. Þær munu líklega nema um 800 milljörðum króna en þaö eru áttföld fjárlög íslenska ríkisins. Þessar upplýsingar kemur fram I nýrri skýrslu bandarlska fyrirtæk- isinsDataquest. Netscape gefur Enn harðnar samVeppnin I netvöfr- um milli Netscape og Microsoft. Netscape hefur nú tilkynnt aö þeir hafi gert samning við mörg netfyr- irtéeki um aö fela I tilboðum sín- um netpakka frá Netscape. Þeir aöilar sem samið var viö munu samtals dreifa um 100 milljónum eintaka af Netscape-forritum til al- mennra notenda. Einnig munu starfsmenn fyrirtækja, sem og nemendur, hafa möguleika á því aö taka Netscape meö sér heim án nokkurs aukakostnaöar. Netscape tilkynnti viö sama tæki- færi aö nú væri Netscape Navi- gator 4.0 komiö meö Netcaster, sem er ýtnisforrit. Þetta er aöeins til fyrir Windows '95, Windows NT og Windows 3.1 en Machintosh- notendur geta fengiö sína útgáfu I næsta mánuði. Nýrvaraforseti hjá Apple Mitch Mandich hefur veriö raoinn varaforseti Ameríkuútibús Apple. Hann mun sjá um sölu- og mark- aösmál I Bandaríkjunum, Kanada og Rómönsku Ameríku. Mandich var áöur varaforseti viðskiptadeild- ar Apple I Noröur-Ameríku en hann hefur starfaö hjá fyrirtækinu síö- an I febrúar. Oracle og Sun í samstarf Oracle og Sun Microsystem hafa gert meö sér samkomulag um aö gagnagrunnurinn Oracle 8 keyri á hugbúnaði Sun, Ultra Enterprise. Þetta mun hafa hagræöingur I för meö sér fyrir þá sem nota búnaö frá Sun en þeir munu fá margs konar forrit sem Oracle framleiö- ir. Einnig bíöur þetta upp á mikla möguleika I viöskiptum um Netið og hægt er aö setja þangaö á ein- faldan hátt ýmsar fjármálaupplýs- ingar þegar Oracle keyrir á búnaöi frá Sun.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.