Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1997, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1997, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR 25. ÁGÚST 1997 15 Athuganir og athafnir Veröbólgunefnd fyrri ára mætir til fundar. - „Hin einokandi yfirráö þessa vinnustíls þurfa aö víkja fyrir fjölbreyttara verklagi," segir greinarhöfund- ur m.a. Á undanförnum árum hefur margoft mátt heyra í innlendum íjöl- miðlum gagnrýni á nefndir, nefndastörf og áhrifalítið skýrsluflóð sem af slíkri vinnu hef- ur sprottið. Menn, sem orðnir eru þreyttir á því að taka þátt í hópvinnu af þessu tagi án þess að sjá árangur í samræmi við fyrirhöfn og vænt- ingar, hafa hellt úr skál- um reiði sinnar yfir fyr- irbæri sem þeir lita á sem algera vinnusóun. Skoðanir þessar eru oft fyllilega réttmætar. Sjálfur hefi ég tekið þátt í fjölmögum árangurs- rýrum nefndum sem oft höfðu það að hlutverki eitt að semja skýrslur. Meginhug- myndin að baki slíku starfi er oft- ast að nýta þessi gögn til stefnu- mótunar og athafna. Oftar en ekki varð raunin sú að þegar skýrslu- gerðinni var lokið eftir langa mæðu þá voru allir þeir sem í upp- hafi voru upptendraðir af áhuga orðnir staðuppgefnir við þá aðalá- herslu að setja saman óaðfinnan- leg glansrit til að vekja viðeigandi lotningu lesendahópsins. Þetta byggði oft á tiltekinni raunsæi og reynslu manna af bókaþjóðinni sem er hætt að miklu leyti að lesa nema svona til mála- mynda. Uppgjöfin fyrir meintri leti væntanlegra lesenda var þó heldur dapurlegur tónn í bakgnmninum. Skýrslur sem þannig urðu til með svita og tárum voru því sennilega oft lítið sem ekkert lesnar. Enn minna varð oft um að öll fyrirhöfnin heföi einhver var- anleg eða tilætluð áhrif. Veigamikil ástæða var tómlæti ráðamanna sem plöggin voru ætl- uð. Á öllu þessu voru þó ýmsar undantekningar og sumar veigamikl- ar. Starfshópar og virkar at- hafnir Ég hefi einnig tek- ið þátt í annarri tegund starfshópa þar sem vinnan byggðist mjög litið á skriffinnsku en þess í stað á hraðri verkaskiptingu og samræmingu athafna þátttak- endanna sem og virkjun annars fólks utan þeirra. Undantekningarlítið gafst vinna af þessu tagi afar vel. Lítið var um pappír og þeim mun meira um athafnir. Þetta dugði oftast til að viðhalda lifandi og kröftugum áhuga allan tim- ann meðan verk- efhin stóðu. Eng- inn í slíkur hóp- um dó úr leiðind- um og þrúgandi vinnuálagi við að koma út ólesnum glansritum. Menningarlegt misvægi Hugmynd mín í þessu máli er sú að hér á landi og víða annars staðar hafi komist á laggimar til- tekin menningarleg hefð og menn- ingarlegt misvægi sem felst í of- keyrslu athugana sem eru í ónóg- um tengslum við sjálfan raunveru- leikann og einkum og sér í lagi við lifandi athafnir. Þessi vinnustíll eða áhersluskekkja á að minni hyggju uppruna í þeim vinnu- brögðum sem eru ráðandi í æðri menntun. Þar eru athuganir víða nánast allsráðandi en virkar at- hafnir hafa oft lágan sess. Hin full- nægjandi og endanlega afurð er skýrsla. Litlu máli þykir oft skipta hvort hún leiðir til athafha eða áþreifanlegs árangurs. Slíkt ræðst of oft af tilviljunum einum. Hefðin gerir ekki endilega kröfur um þaö. Þessum vinnustíl, sem námsfólk tileinkar sér í skólum og viðeig- andi er í rannsóknum, er síðan beitt í margföldu óhófi í atvinnu- lifi. Verkefni sem ekki krefjast mikils pappirsflóðs og langvarandi bollalegginga eru því oft kæfö í taf- samri umfjöllun sem endar oft með því að lítið verður úr verki og árangurinn því rýr eða enginn. Undirrótin er eins og fyrr hefur verið sagt menningarleg skekkja sem gerir athugunum og pappírs- gerð hátt undir höfði um leið og oft er litið niður á virkar athafnir sem hafnar eru hratt og án mikilla bollalegginga. Athuganir án at- hafna verða þannig að mótandi hugmyndafræði. Þegar upp koma mál sem þarf að taka á þá er það oft eins konar hugsunarsnautt mænuviðbragð sem veldur því að starfinu er oft umsvifalaust beint í farveg langvarandi bollaleggingar og skriffinnsku án þess að nokkru sinni sé íhugað hvenær betra er að nýta annan vinnustíl. Athafnarannsóknir og gæöamál Gæðastarf þar sem áhersla er á stöðugar umbætur, þar sem starfs- fólk til tiltölulega umsvifalítilla úrbóta fremur en langvarandi bollalegginga og skriffinnska, hef- ur reynst árangursrík leið til að auka hlut athafna og árangurs. Önnur aðferð eru svokallaðar at- hafnarannsóknir (e. Action Rese- arch), en þar er áherslan á að blanda saman athugunum og at- höfnum. Hér er á ferðinni mjög merkileg hugmynda- og aðferðafræði sem gefist hefur vel til að kynda undir virku breytingarstarfi sem ekki drukknar í ofkeyrðum skrifborðs- athugunum sem iðulega skortir veruleikatengsl og verða því létt- vægar þótt miklu sé til þeirra kostað. Kominn er tími til að menn geri sér grein fyrir því að hinn hefðbundni aðskilnaður at- hugana og athafna á ekki rétt á sér nema í sumum tilvikum. Hin ein- okandi yfirráð þessa vinnustíls þurfa að víkja fyrir fiölbreyttara verklagi. Jón Erlendsson Kjallarinn Jón Erlendsson yfirverkfræöingur Upplýsingaþjónustu Háskólans „Kominn er tími til að menn gerí sér grein fyrir því að hinn hefð- bundni aðskilnaður athugana og athafna á ekki rétt á sér nema í sumum tiivikum.u Nú sverfur að R-listanum Það er engin tilviljun að fólk úr öllum stéttum bendir á vanefndir R-listans á öllum sviðum. R-listinn sem allt sá svart hjá fyrrverandi meirihluta í borginni og ætlaði allt að bæta hefur snúið öllu á verri veg. Það átti aldeilis að gefa kjósendum tækifæri til að sjá Reykjavíkurborg vel stjómað. Annað hefur nú komið í ljós. Nú er kjörtímabilið bráðum á enda runnið og of seint að iðrast. Það er gamalt máltæki sem segir að of seint sé að iörast eftir dauð- ann. Það fær R-listinn væntanlega að sjá að vori þótt honum finnist ekkert athugavert við sfiómleysi borgarinnar síðan á vordögum 1994. Nú hafiö þiö prófaö R-listinn er alltaf að koma „kjósendum sínum á óvart“, það líður ekki sá dagur að maður hitti ekki fyrrverandi kjósanda R-list- ans sem hneykslast yfir vanefnd- um hans og það fróðlegasta við allt saman er að þessir kjósendur veigra sér við að viðurkenna aö þeir hafi kosið R-listann. Sumir þessara kjósenda segja: „ég ætlaði að prófa hvemig hinir stjómuðu". Ég hef svarað: Nú haf- ið þið prófað og auðvitað hafa þeir séð mun á en ekki á þann veg sem kjósendur R-listans vonuðu. Fólk hefur viður- kennt þetta og hugsar R-listan- um að greiða honum fyrir svikin loforð um at- vinnu lægri skatta, mann- legra samfélag, sinna betur öldruðum og margt fleira. Óskammfeilni og hroki R-listans er svo yfirgengilegur að embættis- menn borgarinnar em farnir að mótmæla gerðum hans. í Morgun- blaðinu 29. júlí er sagt frá því að halli á borgarsjóði 1997 verði, lág- mark, tæplega þúsund milljónir, hvemig má þetta vera? í slíku góð- æri. Það skyldi þc ekki vera að R- listanum hafi brugðist stjómvisk- an, þrátt fyrir öll lof- orðin um betri nýtni fiármunanna og þetta gerist þrátt fyrir tugi prósenta skattahækk- un á mörgum sviðum. Þetta er sú staðreynd sem blasir við á miðju árinu 1997 og ekki er lokið útgjöld- um enn. Svo kórónar borgarstjóri skömm- ina með því að draga forstöðumenn borgar- stofnana sem pöm- pilta til að útskýra tapið. Aukin gæluverk- efni Boðaður hefur ver- ið kostnaður í aukagæluverkefni R-listans i gervigosbrunn í Öskju- hlíð, i viðbót við brýr þær er sett- ar hafa verið yfir Kringlumýrar- brautina og Miklubraut. Þessar brýr em lítið notaðar, a.m.k. eru þær ekki á réttum stöðum, en gera það að verkum að við stórflutn- inga úr bænum þurfa bílar með háfermi að fara alls konar króka- leiðir, oft um íbúðarhverfi til að komast leiðar sinnar, við litla hrifningu í þessum hverfum. í lögreglufylgd þurfa þessi farar- tæki að fara um yfir- hlaðnar götur svo sem Grensásveg, Bú- staðaveg og Höfða- bakkabrú. Það er oft mikill umferðarþungi á Bústaðavegi og um- ferðartafir en engin leið er að komast með þennan vaming ann- ars staðar úr bænum en hvergi er farið eft- ir óskum borgaranna, þrátt fyrir undir- skriftir og mótmæla við nánast öllum verkum R-listans. Sennilega er samt mesta ósvífni R-list- ans sú að honum finnst þetta bara allt í lagi. Þar sem undirritaður er alæta á Qölmiðla hef ég tekiö eftir þekktum fyrrverandi stuðningsað- ilum R-listans sem hafa sagt skilið við hann. Margir kjósendur eru farnir að segja sem svo að það hljóti að vera eitthvað „ruglað" fólk sem ætli sér að kjósa R-list- ann aftur. Þessir flokkar megi aldrei aftur til valda komast, það verði skattborgurum í Reykjavík allt of dýrt, þannig spor skilji þeir eftir sig. Karl Ormsson „Oskammfeilni og hroki R-listans er svo yfírgengilegur að embætt- ismenn borgarinnar eru farnir að mótmæla gerðum hans.u betri kjör, Kjallarinn Karl Ormsson deildarfulltrúi Með og á móti Á að sleppa Keikó aftur á íslandsmið? Stórt vísinda- legt tækifæri „Óháð afstööu til hvalveiða þá er engin spurning, bæði af mann- úðar- og ferðamannasjónarmiðum að sjálfsagt er að leyfa hvala- og dýravinum að finna fiölskyldu Keikós og koma með hann aftur á heimaslóðir - sleppa honum í áföngum háð því hvernig hann myndi að- laga SÍg. Varð- Magnús Skarphé&- andi mótbárur insson hvalavinur. um að dýrið gæti hugsanlega borið eitthvað óhreint í háhyrningastofninn þá hafa hvalavinir ávallt áréttað að ekki standi til að koma með dýrið hingað til lands reynist minnsti grunur um sýkingarhættu. Auk allra mannúðarsjónarmiða þá hafa útlendingar boðist til að fiár- magna gífurlega umfangsmiklar DNA-erfðafræðirannsóknir á fiölda einstaklinga í háhyrninga- stoftiinum hér við land. Hér er því um mjög stórt vísindamál að ræða sem m.a. íslenskir vísindamenn fengju að spreyta síg á. Eini mögu- leiki þessa dýrs til að lifa af er að fá tækifæri til að aðlaga sig að fyrri heimkynnum sínum með fiöl- skyldu sinni. Einnig er vert að benda á að herskari útlendinga bíður þess að komast hingað - í pílagrímsferðir á slóðir viðfræg- asta hvals sögunnar. Tugir sjón- varpsstöðva um allan heim bíða þess að segja reglulegar fréttir frá þessum máli.“ Stríðir gegn dýravernd Magnús Jóhannes- son, ráöuneytis- stjóri í umhverfis- ráðuneytlnu. „Af tvennum ástæðum tel ég að það að sleppa Keikó á íslandsmið- um komi ekki til greina. í fyrsta lagi af hreinum dýravemdarsjón- armiðum. Dýr sem er búið að ala sinn aldur í vernduðu um- hverfi mun að mínum dómi verða undir í hinni hörðu lífsbaráttu í náttúrunni. Því er verið að leggja á dýrið álag sem stríðir gegn þeim sjónarmiðum sem við viljum í hávegum hafa gagnvart dýravemd. í öðra lagi getur þetta dýr borið sjúkdóma eða snikjudýr sem lifa og hafa getað lifað ágæt- lega í því umhverfi sem dýriö hef- ur verið í en eru óþekkt i líffíki hafsins. Þar meö gætinn við verið að innleiða áður óþekkta sjúk- dóma á íslandsmið. Auk þessa tel ég að menn séu á röngu róli með því að leggja svo mikla áherslu á framtíð eins dýrs og þann mikla kostnað sem þessu fylgir. Vaxandi mengun ýmissa hættulegra efna í lífríki hafsins er mikið alvarlegra mál sem enginn virðist taka alvar- lega. Þetta mikla umstang um höfrunginn Keikó er því hrópandi dæmi um ranga forgangsröðun sem ég tel útilokað að styðja. Þar á ég við vaxandi mengun af völdum ýmissa lífrænna þrávirkra efna sem bitna fyrst og ffemst á spen- dýrum hafsins." -Ótt Kjallarahöfundar Athygli kjallarahöfunda er vakin á því að ekki er tekið við greinum í blaðið nema þær ber- ist á stafrænu formi, þ.e. á tölvu- diski eða á netinu. Netfang ritstjómar er: dvritst@centrum.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.