Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1997, Side 36

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1997, Side 36
44 MÁNUDAGUR 25. ÁGÚST 1997 onn Latir norðan- menn „Akureyringar eru alverstir, þvílíkir djöfuls letingjar." Páll Arason í Degi-Tímanum. Gott að gera það „Ég hef aldrei skilið þetta ís- lenska kvenfólk að gera það fyrir ekki neitt. Maður hefur aldrei komist í svoleiðis samband er- lendis. Ég hef alltaf þurft að borga fyrir það, hvort sem er í París, Róm, Amsterdam eða Kaupmannahöfn. Þeim hlýtur að þykja þetta svona voðalega gott þessum íslensku.“ Páll Arason. Ummæli Pissað í kross .litlar líkur eru á að menn og konur bíði líkamlegt og and- legt tjón af því að pissa í sömu skál, enda hafa margir stundað það áratugum saman og ekki orðið meint af.“ Jóhannes í Degi-Tímanum. Unnið á 520 metra dýpi. Djup- köfun Sex kafarar, fjórir Comex kaf- arar og tveir úr franska sjóhern- um, köfuðu niður á 520 metra dýpi utan við Marseilles í Frakk- landi í sex daga og leystu þar verkefni. Þessar aðgerðir voru þáttur í Hydro VIII. áætluninni vorið 1988. Við köfunina notuðu sexmenningarnir hydrliox-loft- blöndu með miklu vetni. Mjósta hús Mjósta hús sem ekki er ætlað til einkanota er Sam Kee bygg- ingin í West Pender í Vancouver í Kanada, það er 1,8 metrar á breidd og 30 metrar á lengd. Hús- ið var reist árið 1912. Blessuð veröldin Nælon- sokkar Rannsóknaraðilar undir for- ystu dr. W. Carothers í banda- ríska fyrirtækinu Du Pont de Nemours fundu upp nælon 1938. Hið nýja efni olli byltingu í sokkagerð. Nú var hægt að hverfa frá silki og bómull og fara að búa til sokka úr þjálu næloni. Fyrstu nælonsokkamir bárust til Evrópu 1945. Krýsuvíkurb erg Krýsvikurberg er mesta fugla- bjargið í nágrenni höfuðstaðarins, um 7 km langt og allt að 40 m hátt. Er það suðurbrúnin á Krýsuvíkur- heiði. Ganga á Krýsuvíkurberg er ákaf- lega áhugaverð, einkum á vorin og snemma sumars, meðan fuglalífið er þar mest. Um tvær aðalleiðir er að velja á bergið. Önnur er með vesturbrún hraunsins sunnan Geitahlíðar, og er þá komið niður á austurenda Umhverfi Bæjarfell Dfhþrrakot Drumbur ^frðQrkot s Lækur ^°Kiý'Suvík % n/ ArnarfáK • . .,. yV^ðurkot □Amarfeii Einbui / / f r Bleiksmyri /' Krýsuvík < $ Krýsuvíkurheiði ^ Trygghólar 'f'S bergsins, en hin er suður frá Bæjar- felli. Hægt er að ganga niður hjá Selöldu og á bergið vestarlega. í hvoru tilfellinu sem er er æskileg- ast að ganga eftir allri bergbrúninni og þarf því drjúgan tíma í ferðina, ef gert er ráð fyrir nægum tíma til fuglaskoðunar og hvílda. Meira er af fugli um austanvert og miðbik bergsins, en vestan um mitt berg er Skriðan, eldrautt berg l Selalda Fjtjar/ Trygghólamýri j ■ tr ySkriða J swa°' jpe'ífe 1 ^ Geitahlíð Æsubúðir Hvítskeggshvammur Stóra-Eldborg vEitla-Eldborg' M y & Litlahraun- . . Bergsenclgr Ar , w Keflavík § ^ Krýsuvíkurberg og syllulítið. Skammt þar fyrir aust- Þar segir sagan að Tyrkir hafi farið an er Ræningjastígur, eini staður- upp þegar þeir komu undir Krýsu- inn þar sem gengt er niður í fjöru. víkurberg. H leyp á hverjum degi Ágúst Þorsteinsson er fram- kvæmdastjóri Reykjavíkurmara- þonsins sem fram fór í gær. „Ég sé um hlaup á vegum Reykjavíkurmaraþons. Þetta er orðið starf allt árið. Við sjáum um Reykjavíkurmaraþon en þetta er það 14. í röðinni. Jafnframt erum við með Skúlaskeið í Viðey, mið- næturhlaupið, og svo nýja hlaupið sem var haldið í sumar, Laugaveg- inn, en þá var hlaupið frá Land- mannalaugum í Þórsmörk,“ segir Ágúst. „Það er lögð mest vinna í Reykja- víkurmaraþonið en Laugavegurinn mun verða dálítið tímafrekur þegar fram í sækir þegar við fáum meira af útlendingum. Það komu tveir i ár en þeir munu verða fleiri. Það voru 49 sem hlupu í ár en við bjuggumst aðeins við í kringum 20 manns. Þátttakan fór fram úr björt- ustu vonum.“ Kona Ágústs heitir Anna Þórunn Halldórsdóttir og starfar sem hjúkrunarfræðingur. Þau eiga tvö börn, Halldór Ágúst, sem er 11 ára, og Guðfinnu, 6 ára. „Ég er rafvirki að mennt, hef BA- gráðu i tungu- málum og bók- menntum og hef starfað við þjálf- un í frjálsum íþróttum hjá HSÞ nokkur sumur. Ættir mínar á ég að rekja upp í Borgaifjörð, til Miðfossa í Anda- kíl. Foreldrar mínir eru Þor- steinn Pétursson kennari og Ásta Hansdóttir og á ég sex systkini, fjóra bræður og tvær systur. Ég hef mikinn áhuga á veiði- skap, skotveið- um og fiskveið- um og fer í golf öðru hverju. Ég veiði bæði rjúpu og gæs. Maður er farinn að hugsa sér til hreyfings og er næsta víst að haldið verður til Ágúst Þorsteinsson. Maður dagsins alltaf svona heilsubótar, veiða eftir hlaup- ið. Það veitir ekki af að taka það ró- lega eftir öll læt- in.“ „Þetta er búin að vera geysileg törn í sumar þar sem Laugavegshlaup- ið bættist ofan á allt hitt. Að vísu hef ég haft starfs- mann með mér í sumar, Hafstein Óskarsson, og hefur hann hjálp- að mér mikið. Þá er ég einnig með góða menn síð- ustu dagana fyrir hlaupið. Ég hleyp í há- deginu á hverjum degi með félögum mínum niðri í Laugardal. Maður er hættur að æfa en við hlaupum sex kílómetra okkur til “ segir Ágúst. Myndgátan Lausn a gatu nr. 1888: —eyþop,- Það kennir ýmissa grasa á ís- lensku kvikmyndahátíðinni. Kvikmynda- hátíð á Seyðisfirði Nú stendur íslensk kvik- myndahátíð á Seyðisfirði sem hæst. Á næstunni verða eftirtald- ar myndir sýndar: Þriðjudagur 26. ágúst: Skytt- urnar (1987), Friðrik Þór Frið- riksson. Miðvikudagur 27. ágúst: Á köldum klaka (1995), Friðrik Þór Friðriksson. Fimmtudagur 28. ágúst: Ein stór fjölskylda (1995), Jóhann Sig- marsson. Skemmtun Föstudagur 29. ágúst: Draumadísir (1996), Ásdís Thoroddsen. Allar myndirnar verða sýndar kl. 21. Laugardagur 30. ágúst, kl. 17: Kúrekar norðursins (1984), Frið- rik Þór Friðriksson. Simnudagur 31. ágúst, kl. 17: Magnús (1989), Þráinn Bertels- son. Sunnudagur 31. ágúst, kl. 21: Hvítir mávar (1985), Jakob F. Magnússon. Bridge Góðir spilarar hafa þann hæfi- leika að geta bjargað sér fyrir hom þegar þeir lenda í vandræðum. Sagnhafi, sem sat í suður, gerði mis- tök í öðrum slag og virtust þau við fyrstu sýn vera óyfirstíganleg. Hann sá svo undankomuleið sem hann nýtti til hins ýtrasta. Sagnirnar voru ef til vill ekki til fyrirmyndar því NS virtust lenda i vitlausum lit- arsamningi. Sagnir gengu þannig, NS á hættu og norður gjafari: * 953 «» 1084 * ÁK4 * ÁKD5 * KD108762 G * D1073 * 8 N G4 •r K963 ♦ G652 * 943 Tveggja ára fangelsi Myndgátan hér aö ofan lýsir nafnorði. * A * ÁD752 * 98 * G10762 Norður Austur Suður Vestur 1 grand pass 3 3 * 4 pass 4 grönd pass 5 «» pass 6 * p/h Þriggja hjarta sögn suðurs var geimkrafa og suður sá enga ástæðu til þess að segja frá lauflit sínum úr því norður hafði tekið undir hjarta- litinn. Eftir spaðakóng út sá sagn- hafi strax að samningurinn stæði ef vörnin fengi aðeins einn slag á tromp. Hann byrjaði ágætlega þegar hann lagði niður trompásinn en gerði mistök þegar hann henti fjark- anum í blindum í slaginn. Næst kom tígull á ás, hjartatía úr blind- um og austur drap á kóng. Hann spilaði spaða sem sagnhafí varð að trompa. Hann spilaði næst tígli á kóng og hjartaáttunni úr blindum. Austur gerði honum ekki þann greiða að leggja á þann slag og útlit- ið var ekki bjart. Ekki dugði að spila sig heim á laufgosa og stífla þann lit. En einn möguleiki var enn eftir. Laufásinn úr blindum, lauf- kóngur, lauf á gosa heima, síðasta trompið tekið og laufdrottningunni hent í blindum. Aldrei að gefast upp þótt á móti blási. ísak Örn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.