Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1997, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1997, Blaðsíða 23
MÁNUDAGUR 25. ÁGÚST 1997 Olíutankar dregnir til Ólafsfjarðar DV, Ólafsfirði: Það var harla óvenjuleg sjón sem blasti við Ólafsfirðingum fyrr í mánuðinum. Þá kom dráttarbátur siglandi með olíutank í eftirdragi inn í höfnina. Tankurinn kom frá ísafirði og tók siglingin um 20 klst. Síðar um nóttina kom hvalaskoðun- arskip á Dalvík með annan olíu- tank, mun minni, inn í Ólafsfjarðar- höfn. Stærri olíutankurinn, sem tekur um 540 tonn, var hingað kominn á vegum Olís og var fluttur með tveimur stórum krönum á athafna- svæði fyrirtækisins. Tankurinn sjálfur vegur um 24 tonn. Þegar hann flaut á sjónum sökk hann ekki nema um 30 sentímetra eða sem nemur eðlisþyngd sinni. Minni tankurinn, sem tekur „ekki nema“ 200 tonn, var fluttur að loðnu- bræðslunni og verður notaður þar. Það tók talsverðan tíma að koma stóra tanknum fyrir. Tveir gríðar- stórir kranar voru notaðir við verk- ið. Tveir starfsmenn frá Olíudreif- ingu hf. aðstoðuðu heimamenn við framkvæmdina. Olís er að auka við birgðarými sitt. Umsvif fyrirtækisins hafa auk- ist mikið í Ólafsfirði að undanfomu en á dögunum bættist einn frysti- togari í flota Ólafsfirðinga, Engey RE. -HJ Ungir sem aldnir skemmtu sér vel á afmælishátíðinni. DV-mynd Hanna Breiðdalsvík: Dúndrandi afmælishátíð DV, Breiðdalsvík: Það voru dúndrandi hátíðarhöld þegar ungmennafélagið Hrafnkell Freysgoði minntist 60 ára afmælis síns fyrir skömmu. Hátíðin var sett á fimmtudagskvöld með ávörpum og skemmtiatriðum. Heiðursgest- irnir Birgir Finnbogason og Hrafn- hildur Blomsterberg voru hyllt, gjaf- ir voru afhentar og loks efnt til kaffisamsætis. Sjálf dagskráin hófst á föstudag með leiklestri þar sem Guðjón Sveinsson rithöfundur las úr bók sinni, Daníel, á vettvangi þar sem sagan gerist við gamla kaupfélagið. Þátttakendur vom heimamenn. Síð- an var hagyrðingakvöld undir stjóm Ómars Ragnarssonar. Laugardagurinn hófst með ólympískum lyftingum. Þá voru á dagskránni hestamannamót Geisla og Goða, handverkssýning, safnara- dagur og frjálsíþróttamót með þátt- takendum frá öllum suðurfjörðum. Grillhlaðborð var í Hótel Bláfelli. Þá var haldin guðsþjónusta í Heydala- kirkju. Hápunktur hátíðarinnar var afl- raunamótið Austfjarðatröll ’97 und- ir stjórn Njáls Torfasonar. Keppt var í 6 greinum. í 1. sæti varð Torfi Ólafsson með 29,5 stig, í 2. sæti Jón Gunnarsson með 24 stig og í 3. sæti varð Ingvar Ingvarsson með 23,5 stig. í dyravarðarútkastarakeppn- inni sigraði Ingvar Ingvarsson með 7,01 metra með tilþrifum. Að lokum var dansleikur þar sem allir aldurs- hópar dönsuðu saman. Hátíðin fór mjög vel fram. Þátttak- endur og gestir skemmtu sér vel þótt veðrið hefði mátt vera betra. -HI Bláa lónið: Færeyingar semja um meöferð DV, Suðurnesjum: „Við erum komnir með samning við færeysk heilbrigðisyfirvöld um þjónustu við færeyska psorasissjúk- linga. Okkur langar einnig að ná samningi við grænlensk yfirvöld þó það séu ekki margir sjúklingar þar. í haust fáum við danskan tilraunahóp sem verður vonandi upphafið að því að við náum samningum við dönsk heilbrigðisyfirvöld," sagði Grímur Sæmundsen, framkvæmdastjóri Bláa lónsins, við DV, aðspurður um að- sókn erlendra psoriasis- og exem- sjúklinga i Bláa lónið. Göngudeild Bláa lónsins hefur gengið vel frá því hún hóf rekstur 1994. í niðm’stöðum skýrslu um starf- semi Bláa lónsins kemur fram að rannsóknir hafi sýnt fram á að með- ferð á psoriasis- og exemsjúklingum í lóninu skili verulegum árangri. Grimur segir að á hverju ári komi margir erlendir gestir í meðferð frá mörgum löndum. Þeir séu á eigin vegum og hafi borgað sína meðferð sjálfir. „Við komum til með að beina markaðssókn okkar á næstu misser- um að Norðurlöndunum, Danmörk, Svíþjóð, Noregi og síðan að Þýska- landi,“ sagði Grímur Sæmundsen. -ÆMK Fréttir Það vakti athygli þegar olíutankur kom siglandi inn í höfnina í Ólafsfirði. DV-mynd Helgi 31 Sólar- & öryggisfilma, glær og lituð, stórminnkar sólarhitann, ver nær alla upplltun. Gerir glerið 300% sterkara, brunavarnarstuðull. Setjum á bæði hús og bíla. Skemmtilegt hf. Sími 567 4727 J Viltu styrkja stöðu þínt Markmið námsins er að útskrifa nemendur með hagnýta þekkingu á tölvunotkun og veita þeim innsýn í notkunarmöguleika í tölvu- og upplýsingaumhverfinu. Námið er 60 kennslustundir. Kennt verður á laugardögum frá kl. 8:30 -12:00. Skráning og upplýsingar í síma 568 5010 Rafiðnaðarskólinn Skeifunni 11B • Sími 568 5010 *

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.