Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1997, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1997, Síða 14
14 MÁNUDAGUR 25. ÁGÚST 1997 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. StjórnarformaSur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaóaafgreiósla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíöa: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverö á mánuði 1800 kr. m. vsk. Lausasöluverö 160 kr. m. vsk., Helgarblað 220 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og I gagnabönkum án endurgjalds. Jadarbyggðir láta undan síga Á Hornströndum má víða sjá, hvar fólk hefur búið fyrr á öldum í einangrun undir Qalli og við opnu hafi. Annað jarðnæði var ofsetið og fólk varð að bjarga sér sem bezt það gat. Þegar tækifæri efldust, einkum á tutt- ugustu öldinni, fóru þessar jaðarbyggðir í eyði. Jaðarbyggðir hafa alla þessa velmegunaröld verið á undanhaldi. Það hefur einkum komið niður á dreifhýli til sveita, en síður á sjávarplássum. Nokkum veginn samfelld gróska í sjávarútvegi hefur haldið verndar- hendi yfir annars tæpum jaðarbyggðum sjávarsíðunnar. Ýmislegt hefur verið gert til að treysta vamir sjávar- plássa. Áhrifamest er byltingin í samgöngum á landi og í lofti. Vegir em víðast færir árið um kring, flug er víða reglubundið og sums staðar eru jarðgöng farin að tengja saman byggðir og styrkja þær sameiginlega. Annað hefur orðið til að grafa undan byggðunum. Fiskveiðar em i auknum mæli stundaðar um borð í frystitogurum, sem geta landað afla sínum hvar sem er. Þá hefur fyrirkomulag kvótakerfisins leitt til stórfelldra flutninga á fiskveiðiréttindum milli sjávarplássa. Sjávarútvegurinn er raunar smám saman að verða óháður sjávarplássunum. Ekkert er til dæmis því til fyr- irstöðu, að kvótar og frystitogarar safnist til Reykjavík- ur og Akureyrar, ef sjávarútvegsfyrirtækin á þeim stöð- um em betur rekin en önnur slík fyrirtæki. Þetta hefur ekki enn komið niður á atvinnu í jaðar- byggðum við sjávarsíðuna, svo að ótímabært er að kenna kerfisbreytingum í sjávarútvegi um fólksflóttann. Slíkar breytingar em hins vegar yfirvofandi og hafa áhrif á væntingar fólks, sem hugsar sér til hreyfings. Fyrst og ffemst em það félagsleg og hugarfarsleg at- riði, sem valda því, að fólk flytzt nú tugum saman frá sumum sjávarplássum Vestfjarða. Fólk yfirgefur mikla atvinnu, af því að það sækist eftir betri félagslegum að- stæðum og meira öryggi fyrir náttúmöflunum. Engin vafi er á, að snjóflóðin á Vestförðum hafa markað þáttaskil. Fólk er allt í einu sinni farið að átta sig á, að íbúðir þess em á hættusvæðum. Það hættir skyndilega að loka augunum fyrir hættunni og ákveður í staðinn að taka á henni í eitt skipti fyrir öll. Flestir em sammála um, að skólar hafi mikið að segja. Vitað er, að í jaðarbyggðum, til dæmis á Vestfjörðum, eru skólar lakari en landsmeðaltalið. Auk þess er dýrt að gera út námsmenn í aðrar byggðir. Foreldrar flytja sig hreinlega þangað sem bömin sækja skóla. Sjaldan er þó talað um sterkasta áhrifavaldinn. Það er sjálfur nútíminn, sem breytir hugarfari og væntingum. í Reykjavík er ógrynni af kafíihúsum og börum, þar er úr- val kvikmyndahúsa og tónleika. Þar er ilmurinn af hinni stóm og víðu veröld nútímans úr sjónvarpinu. Vamarbarátta jaðarbyggðanna endar vafalaust á því að flestir íslendingar búa innan klukkutíma fjarlægðar frá Austurvelli. Þessi þróun jafngildir eins konar nátt- úruafli. Hún hefur malað hægt og ömgglega alla þessa öld. Hún eyddi sveitum og mun eyða sjávarplássum. Félagslegu miðsóknarafli fylgir jafnan líka miðflótta- afl, þótt í veikara mæli sé. Meðan hinir mörgu sækja í Reykjavíkurglauminn munu hinir fáu sækja í fásinnið í jaðarbyggðunum, þar sem fólk „fer heim til sín í hádeg- inu“, eins og auglýst var í blaði um daginn. Stóra spumingin er svo, hvort Reykjavík verði ætíð éndastöð sóknar fólks út í hina stóm og víðu veröld eða hvort það tekur upp á því að sækja enn lengra. Jónas Kristjánsson Ég hef áður rakið nokkuð hvemig náðst hefur samkomulag um ýmis deiluefni sem við höfum átt í við grannþjóðir okkar um fiskveiðar. íslensk stjórnvöld og utanríkisþjónusta hafa unnið mjög mikið og mikilvægt starf í þágu hagsmuna okkar. Þaö greiðir götu íslenskra sjáv- arútvegsfyrirtækja og starfs- manna þeirra að leysa slík deilu- mál í sátt og samlyndi við aðrar þjóðir á grundvelli samstarfsvilja og skilgreina þannig og tryggja réttindi til veiða og annarra um- svifa. Aukinn kraft og sam- starfsvilja í viðræðiun ríkja um þessi viðfangsefni má m.a. rekja til Úthafsveiðiráðstefnu S.þ. og gerð Úthafsveiðisamnings S.þ. Enn skortir þó á samstarfsvilja. Frænd- og vinaþjóöir eöa hvaö? Enn eru óleyst mörg deiluefni okkar íslendinga og grannþjóð- anna. Helstar og erfiðastar eru sí- felldar erjur okkar og Norðmanna um nærfellt allar veiðar úr þeim stofnum sem báðir nýta. Þar er um að ræða veiðar sem eru mjög mikilvægar fyrir okkur, miídu mikilvægari en fyrir Norðmenn, sem glöggt má sjá þegar borið er saman hlutfall framlags þeirra í þjóðarbú hvors um sig. Fyrst er að nefna árekstra um iimi a m ii flpwj r 1258 í SUPUREY JWÉl i Mikilvægi veiðanna úr norsk-íslenska síldarstofninum gæti leitt til alvar- legustu deilu okkar viö Norðmenn. Skortur á sam- starfsvilja lendingar gerum engar slíkar athugasemdir við framgöngu Grænlend- inga og höfum fullan hug á samstarfi við þá framvegis. Nýr samn- ingur íslands og Græn- lands en án Noregs kynni hins vegar að seija heildarstjóm þess- ara í hættu og þar með framtíð stofnsins. Sífelldur óhróöur Norðmanna Þorskveiðar okkar í Barentshafi hafa mjög farið fyrir brjóstið á þeim frændum okkar og leitt til harðra árekstra, töku skipa og dómsmála í Noregi yfir íslenskum sjómönnum „Norömenn hafa staðið gegn eðli- legum rétti okkar til veiða við Svalbarða, en þar er ekki norsk lögsaga, heldur fiskverndarsvæði samkvæmt sérstökum alþjóða- samningi sem Norðmenn annast.“ Kjallarinn Árni Ragnar Árnason alþingismaður Sjálf- stæðisflokksins fyrir Reykjaneskjördæmi loðnuveiðar sam- kvæmt þríhliða samningi okkar, Grænlendinga og Norðmanna. Sig- urðarmálið, þ.e. taka Norðmanna á nótaveiöiskipinu Sigurði VE hefur enn orðið til að sýna einstrengings- hátt Norðmanna. Stjórnvöld okkar hafa gagnrýnt Norðmenn fyrir að virða ekki anda Jan Mayen-sam- komulagsins og þeir hafa sætt miklu ámæli af sjó- mönnum okkar fyr- ir að hagræða upp- lýsingum um afla- magn og veiði- svæði. Það hefur nú leitt til mjög strangra reglna um eftirlit með veiðum þeirra við ísland, og dóms sem sýnir að sjómenn okkar höfðu ástæðu til. Hin einstreng- ingslega og óbil- gjarna framganga Norðmanna sýnir að sam- starfsvilji þeirra er lítill sem eng- inn og hefur því mjög spillt fyrir framlengingu samningsins. Við ís- vegna starfa þeirra á opnu úthafi. Þessu hefur fýlgt sífelldur óhróður Norðmanna um starfsháttu íslend- inga við fiskveiðar, og m.a.s. virð- ast norskir „eftirlitsmenn" láta nota sig til þessa. Norðmenn hafa staðið gegn eðli- legum rétti okkar til veiða við Svalbarða, en þar er ekki norsk lögsaga, heldur fiskvemdarsvæði samkvæmt sérstökum alþjóða- samningi sem Norðmenn annast. Dæmi þess er kvótasetning rækju- veiða þar, en Norðmenn stugguöu sérstaklega íslenskum skipum burt á veiðireynslu- tímabilinu. Sögulegur samningur Mikilvægi veiðanna úr norsk- íslenska síldarstofhinum var og getur aftur orðið slíkt að þar mun uppi ein alvarlegasta deila okkar við Norðmenn. Þeir hafa barist gegn eðlilegu tilkalli okkar og Færeyinga, en fallist á tilkall Rússa og síðan helst Evrópusam- bandsins af hálfu aðildarríkja sem ekki stunduðu reglulega veiðar á þessari síld áður fyrr. Undir lok síðasta árs náðist sögulegur samningur um þessar veiðar með aðild allra rikja sem þær stunda. Nýlega hefúr síldin veiðst innan íslensku lögsögunnar sem er vis- bending um að hún taki upp aft- ur fyrri hætti og gangi á íslands- mið. í samningnum er svonefnt þróunarákvæði sem á þessum forsendum getur leitt til aukins hlutar íslands í veiðunum. Við höfum því nokkra ástæðu til bjart- sýni. Árni Ragnar Árnason Skoðanir annarra Stjórnvöld íhugi skattaívilnanir „Sú tilraun stjómvalda, sem hófst árið 1984, að auka þátttöku almennings í fjárfestingu í atvinnulíf- inu hefur skilað sér margfalt á undanfornum árum ... Nú þegar skattaafsláttur vegna hlutafiárkaupa leggst af i áfóngum hljóta stjómvöld á íslandi að íhuga hvort ekki sé ráðlegt að heimila skattaívilnan- ir sem beinist að auknum langtímasparnaði. Þannig mætti undanþiggja greiðslur á fjármagnstekjuskatti ef þær eru bundnar í 20-30 ár, eða til einhvers ákveðins aldurs einstaklinga." Bjarni Ármannsson í Fréttabréfi Kaupþings. Traust í samskiptum viö Rússa „Norðmenn hafa til þessa haft forskot að því leyti til að þeir hafa haft mun nánari tengsl við Rússa en íslendingar. Nú hefur hins vegar verið lagður grund- völlur að auknu trausti í samskiptum íslands og Rússlands. Samningurinn við Rússa er fyrst og fremst rammi utan um nánara samstarf í framtíð- inni. Bæði íslenzk stjómvöld og fyrirtæki í sjávarút- vegi verða nú að sýna frumkvæði að því að nýta tækifærin, sem í honum felast og byggja ofan á þann grunn, sem hefur verið lagður." Úr forustugrein Mbl. 22. ágúst. Erlent sjónvarp umfram íslenskt „Ég á ekkert uppáhaldsefni í Ríkissjónvarpinu og horfi ekki á þá stöð. Horfi ég á sjónvarp, þá er það helst erlent sjónvarp sem hér er hægt að skoða í miklu úrvali eins og allir vita ... Á erlendu stöðvun- um er meðal annars mikið úrval af íþróttum sem sjaldan sjást í íslensku sjónvarpi, til dæmis fialla- sport af ýmsu tagi, sem ég hef gaman af... Ég er víst alltaf að tapa af einhveiju sem birst hefur í sjón- varpi, og það held ég reyndar að sé hið besta mál.“ Pétur Melsted í Degi-Tímanum 22. ágúst.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.