Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1997, Blaðsíða 16
16
lemung
MANUDAGUR 25. AGUST 1997
Skúlptúrinn
sem myndlíking
Eitt af einkennum
góðrar myndlistar er að
hún birtist okkur sem
ráðgáta þar sem svarið
liggur ekki á lausu.
Verkið vekur með okk-
ur spurningar sem lifa
með okkur löngu eftir
að það sjálft er komið
úr augsýn. Ég held að
þetta eigi við rnn tvær
áhugaverðar sýningar
sem nú standa yfir i
Reykjavik. Þær láta
ekki mikið yfir sér, en
það er ekki síst þess
vegna sem eftirþankinn
verður ágengari.
Sýning kanadiska
myndhöggvarans
Robins Peck í Gallerí 20
m2 getur vart verið ein-
faldari: á miðju gólfi
salarins er steinn úr
steinsteypu, sem á að
vera höggmynd af silf-
urbergskristal, sem
reyndar heitir Iceland
Spar á móðurmáli lista-
mannsins. Annar skúlp-
túr, nokkurn veginn
eins, er á stéttinni utan
dyra, og á veggblaði er síðan útskýring á því að
að aflokinni sýningu verði þessum höggmynd-
um komiö fyrir annars vegar á landfræðilegri
miðju Islands, rétt norðan Hofsjökuls, og hins
vegar við útjaðarinn, einhvers staðar í námunda
við hringveginn.
Spurningarnar sem verk þessi vekja varða
tengsl skúlptúrsins og fyrirmyndarinnar, sem er
reglulega mótaður silfurbergskristall. Hvaða
merkingu hefur það að yfirfæra þetta form í
stækkaðri mynd yfir í steinsteypu? Erum við
einhverju bættari? Væri ekki eins gott og jafn-
vel heiðarlegra að sýna sjálfa fyrirmyndina?
Nægir okkur ekki eitt eintak af fyrirbærinu til
þess aö meðtaka form kristallsins?
að sýna hann í
listagalleríi er
höfundur að setja
verkið í samhengi
við listasöguna og
höggmyndalistina
sem slíka. Fyrir
Robin Peck er
myndlistin alltaf
myndlíking og
það sem mér virð-
ist hann vilja
sýna með þesssu
verki er ekki bara
líkingin við silfúr-
bergið, heldur
höggmyndalistin
sjálf sem myndlík-
ing. Að það sé eðli
Robin Peck: lceland Spar.
Myndlist
Olafur Gíslason
Þessar spumingar varða ekki bara þetta eina
verk heldur alla myndlíkingu yfir höfuð. Þær
varða skilning okkar á listinni sem slíkri og
þeim eðlismun sem viö erum vön að gera á
venjulegum hlut og listaverki eða náttúrunni og
listinni. Á bak við þennan einfalda hlut Robins
Peck liggur flókin og margbrotin spuming sem
á endanum varðar afstöðu okkar til umhverfis-
ins og tungumálsins sem við notum til að gera
okkur mynd af því. Það er í rauninni ekki sjálf-
gefíð að kalla þennan hlut listaverk, en með því
listaverksins að sýna okkur
alltaf eitthvað annað en það
er í raun og vem. Við segj-
um að þessi steypti hlutur
„standi fyrir“ kristallinn, aö
hann „sýni“ hann, en krist-
allinn úti í náttúmnni getur
aldrei „staðið fyrir“ eða
„sýnt“ myndina. Hann til-
heyrir ríki náttúrunnar en
myndin tilheyrir riki
„tungumálsins", menning-
arinnar, listarinnar. Hún
hefur að geyma tilbúna
merkingu, sem náttúran
hefur ekki.
Verk þetta sýnir okkur þó
ekki bara grundvallarþýð-
ingu myndlíkingarinnar fyr-
ir listina heldur einnig hve
ómögulegt er að gera full-
komna, nákvæma eða full-
komlega rétta og „hlutlæga"
eftirlíkingu. Jafnvel þótt
grunnefhið í silfurbergi og
steinsteypu sé efnafræðilega
að stórum hluta það sama
og skurðhom flatanna
nokkum veginn það sama,
þá er „afsteypan" mött,
ógagnsæ og hrjúf, hún ber
ófullkomleikann utan á sér.
Þetta segir okkur að mynd-
Polyfjlla
fvar Valgarðsson:
anhúss.
líkingin sé alltaf afstæð og háð huglægri skynj-
un okkar, bæöi á náttúrunni og því „tungumáli"
sem við notum til að öðlast skilning og vald yfir
náttúrunni.
Liturinn og nafn hans
En ef myndlistin er alltaf myndlíking, hver er
þá líkingin sem við sjáum í verkum ívars Val-
garðssonar, sem hann sýnir nú í Ásmundarsal?
ívar hefur um langt skeið verið einn helsti boð-
beri naumhyggju í íslenskri myndlist, og hefúr
fáum tekist að vera jafn samkvæmir sjálfum sér
í því að tæma verkin af öllum óþarfa samkvæmt
boðorðinu „því minna, þeim mun meira“. ívar á
þannig samleið með Robin Peck, sem mótaðist af
skóla minimalistanna á 8. áratugnum. Hafi
myndlíking verið til staðar í verkum ívars þá
hefur hún verið skorin við nögl. Yfirlýst mottó
hans er að litur eða form standi
aldrei fyrir neitt annað en sjálft
sig og að persónuleg Ijáning eigi
ekki heima í myndlistinni.
Nú sýnir hann tvo málaða fleti í
gryfiu Ásmundarsalar sem hann
kallar „Fölgult - Morgungult", og
eru úr hörpusatínlit með fyrr-
greindum nöfnum. Liturinn og
efnið stendur fyrir sjálft sig og vís-
ar ekki til annars, eða hvað? Nafn-
giftin er hluti verksins og í henni
er fólgin tilvísun í fölva og morg-
unbirtu. Samkvæmt forskrift
framleiðandans vísa litimir á
veggnum til þessara fyrirbæra í
náttúrunni með sama hætti og af-
steypa Pecks vísar til silfúrbergs-
ins. Einfaldara og hreinna getur
það vart verið. Hreinleiki fram-
setningarinnar öðlast skáldlega
vídd.
í efri salnum eru þrír skúlptúr-
ar, „Polyfilla innanhúss“, og ut-
andyra er einn skúlptúr,
„Polyfilla utanhúss". Nöfnin eru
einnig hér verksmiðjuheiti efiiis-
ins, sparslefnis sem hlaðið hefur
verið upp í eins konar dropa-
steinsform. Þriðji skúlptúrinn er
svo á handriöi innanhúss og heit-
ir „Alhliða". Hann er formlaus
klessa úr sama efni sem hægt er
að nota „alhliða" samkvæmt til-
vísun framleiðenda.
Spárslefnið Polyfilla er til þess
gert að fylla upp í tómið. Hlutverk
þess er bókstaflega að vera „inn-
tak“ í nánast efnislegri merkingu
þess orðs. Ef betur er að gáð er
þessi sýning ívars full af djúpsæj-
um myndlíkingum sem eiga dýpt
sína og sannfæringarkraft að
þakka bókstaflegri nálgun höfund-
arins við efnið sem hann með-
höndlar.
Polyfilla inn-
Síðasta sýningarvika Sverris
„Þetta verður allra síðasta vikan
því ekki er hægt að framlengja sýn-
inguna," segir Steinunn Marteins-
dóttir myndlistarmaðm- sem stendur
fyrir sýningu á 134 málverkum og
teikningum Sverris Haraldssonar á
Hulduhólum í Mosfellsbæ. Tilefnið er
10 ára afmæli Mosfellsbæjar sem
veitti fé til sýningarinnar en hug-
myndin að henni hefur verið að þró-
ast undanfarin ár.
„Þetta er einstakt tækifæri til að
sjá svona mörg verk Sverris á einum
stað því þau eru ekki aðgengileg,"
segir Steinunn. „Listasöfnin eiga örfá
verk eftir hann og ekkert eftir 1969.
Þá hættu þau endanlega að kaupa af
honum - fyrir utan allra seinasta
málverkið hans, það keypti Vest-
mannaeyjabær."
Svo til öll verk Sverris eru í einka-
eign og einkaaðilar hafa séð um að
halda nafni hans á lofti. Má þar eink-
um minna á kvikmynd Þorsteins
Helgasonar og Hjálmtýs Heiðdal sem sjónvarpið
sýndi á jólum 1991 og gengur á sýningunni á
Sverrir Haraldsson: Móðir jörö. Teikning frá 1979.
Hulduhólum. Opinberir aðilar
Sverri til hliðar. Hvers vegna?
„Mörg viðtöl voru tekin við
Sverri, og hið stærsta þeirra er í
viðtalsbók Matthíasar Johann-
essens frá 1977, en honum hafa
aldrei verið gerð listfræðileg skil,“
segir Steinunn. „Hann kom sér út
úr húsi hjá kollegum sínum meö
dómhörku og var af ýmsum af-
skrifaður sem dópisti og geðsjúkl-
ingur síðustu árin sem hann lifði.
Menn viðurkenndu fyrri hluta fer-
ils hans en enginn hefur í raun og
veru tekið afstöðu til seinni hlut-
ans. Margar myndanna þóttu
óhugnanlegar, landslagið tálgað
þangað til það minnti á einhver
furðudýr. Það þótti eithvað sjúk-
legt við þær. En þetta verður allt
tekið til endurmats af listfræðing-
um framtíðarinnar."
Sýningin á Hulduhólum er opin
frá 14-21 alla daga nema
mánudaga til 31. ágúst. Fólk er
hvatt til að sjá hana sem fyrst og
Heilyndi
Erlingur Sigurðarson frá Græna-
vatni er þjóðkunnur íslenskufræð-
ingur og kennari við Háskólann á
Akureyri. Færri vissu
þar til nýlega að hann
er líka skáld. í fyrra
var hann einn þeirra
sem fengu Ijóð sín
birt í safni Listahá-
tíðar, Blánótt, og í
j vor hlaut hann
bæði fyrstu og önn-
ur verðlaun í
ljóðasamkeppni
Dags Tímans. Nú er komin'
út fyrsta ljóðabók hans, Heilyndi.
Frumort ljóð bókarinnar einkenn-
ast af næmri náttúruskynjun og til-
finningu fyrir stöðu mannsins í nátt-
úrunni, en það sem vekur ekki síst
athygli og aðdáun lesanda eru örugg
tök Erlings á hefðbundnum brag.
Bæði eru fnnnort ljóð í Heilyndi
og þýdd úr þýsku. Mál og menning
gefúr út.
Síðasta verk Hannesar
Síðasta bókmenntaverkið sem
Hannes Sigfússon sendi frá sér áður
en hann lést var þýðingin á skáldsög-
unni Randafluguhunang eftir sænska
rithöfundinn Torgny Lindgren.
Hannes var afkasta-
mikill þýðandi nor-
rænna ljóða og skáld-
verka, og tilnefndur
til Evrópsku bók-
menntaverðlaun-
anna fyrir þýðingu
sína á Síðustu
minnisblöðum
Tómasar F. fyrir
almenningssjón-
eftir Norðmanninn
Kjell Askildsen.
Randafluguhunang segir sögu af
sérkennilegum kynnum ólíkra ein-
staklinga. Rithöfundur, kona á miðj-
um aldri, er að halda fyrirlestur í
litlu safnaðarheimili í Norður-Sví-
þjóð. Meðal áhorfenda er maður sem
býður henni gistingu að fyrirlestri
loknum þó að hann hafi sofið undir
honum. Konan þiggur boðið og verð-
ur innlyksa vegna ófærðar. Gegn
vilja sínum dregst hún inn í erjur
gestgjafa síns og bróöur hans sem
hafa hatast árum saman.
Sagan var tilnefnd til Bókmennta-
verðlauna Norðurlandaráðs árið
1995. Þetta er þriðja saga höfundar
sem er gefin út á íslensku. Áður eru
komnar Fimm fingra mandlan og
Naðran á klöppinni.
Emmanuelle Béart leik-
ur Öldu
Franska leikkonan fagra Emmanu-
elle Béart sem við munum eftir úr
hinni óviðjafnanlegu kvikmynd
Claude Sautet, Un coeur en hiver,
fær heiðurinn að leika Öldu, ást-
sjúku kennslukonuna
sem berst við tíma-
þjófinn í vinsælli
skáldsögu Steinunn-
ar Sigurðardóttur.
Að vísu fær
Emmanuelle ekki
að kenna við MR
eins og Alda ger-
ir, því kvik-
myndin verður i ___
tekin í París. Leit' ^
stjóri er Yves Angelo, aðal-
tökumaður frönsku kvikmyndarinn-
ar Allir heimsins morgnar sem Regn-
boginn sýndi fyrir fáeinum árum.
Yves semur líka handritið ásamt
Nancy Huston frá Kanada.
Væri ekki gaman ef eitthvert gott
kvikmyndahús sýndi okkur einhverj-
ar af myndum Emmanuelle Béart til
aö viö getum rifjað upp hvað hún er
yndisleg? Til dæmis Nelly et Monsie-
ur Arnaud (1995) sem Claude Sautet
leikstýrði líka og fékk öll helstu Ces-
ar-verðlaunin í Frakklandi í fyrra.
Eða La belle noiseuse þar sem hún
var nakin í þrjá og hálfan tíma af
fjórum mögulegum...
Umsjón
hafa haldið forðast örtröð lokahelgarinnar.
Silja Aðalsteinsdóttir