Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1997, Qupperneq 4
is í( um helgina
*■* *
Evíta að
syngja sitt
síðasta
AUir ættu nú að vera farnir að
þekkja söguna um Evítu Perón,
konuna sem byrjaöi sem vændis-
kona, varð síðan forsetafrú og dýrl-
ingur í augum alþýðunnar en á síð-
ari dögum illræmd sem verndari
landflótta nasista í nautgriparík-
inu Argentínu. í sumar hafa 10
þúsund manns lagt leið sina í hús
íslensku óperunnar til að kynna
sér sögu þessarar einstæðu konu í
tónum og nú liggur fyrir að gest-
imir verða ekki miklu fleiri þar
sem sýningum fer nú óðum fækk-
andi og lýkur reyndar um næstu
helgi.
Það er sem fyrr Andrea Gylfa-
dóttir sem fer með hlutverk Evítu,
en í öðmm hlutverkum eru Egill
Ólafsson, Baldur Trausti Hreins-
son og Björgvin Halldórsson. Sýn-
ingar verða í kvöld og laugardag og
hefjast klukkan 20.
Þau Andrea og Egill hafa þótt sér-
deilis frábær í hlutverkum Perón-
hjónanna.
í skólaleik Krakkaklúbbs DU
og Pennans í Kringlunni
Verðlaunin eru glæsileg:
Þrjár Scout-skólatöskur og pennaveski:
Kolbrún Eva Bjarkadóttir nr. 5179
Hjördís Inga Hjörleifsdóttir nr. 10605
Þórdís Agla Viðarsdóttir nr. 2214
24 aukaverölaun:
Hákon Atli Bjarkason
Sigríður Freydís Gunnarsdóttir
Úlfur Orri Pétursson
Stefán Sölvi Pétursson
Guðmunda Gunnarsdóttir
Marvin Helgi Magnússon
Fanney Ósk Pálsdóttir
íris Erla Gísladóttir
Þormar E. Jóhannsson
Ágúst Helgi
Rikka E. Böðvarsdóttir
Kristjana Kristjánsdóttir
Róbert Oddsson
Birna Rún Ragnarsdóttir
Kara Ingólfsdóttir
Sindri Ó. Sigurðsson
Haraldur Bjarni Magnússon
Hrólfur Ásmundsson
Valgerður Halldórsdóttir
Hafdís B. Böövarsdóttir
Ásgeir Jónsteinsson
Jón Víglundsson
Hilmar Snorri Rögnvaldsson
Thelma Dögg
nr. 11366
nr. 11671
nr. 9163
nr. 9162
nr. 4676
nr. 11751
nr. 6626
nr. 9149
nr. 10917
nr. 9823
nr. 7139
nr. 9874
nr. 6015
nr. 9251
nr. 5124
nr. 5305
nr. 6192
nr. 12118
nr. 12109
nr. 11605
nr. 11022
nr. 7168
nr. 11200
nr. 10478
Krakkaklúbbur DV og Penninn í Kringlunni óska vinnings-
höfum til hamingju með vinningana og þakka öllum sem
tóku þátt í leiknum kæriega fyrir frábæra þátttöku.
Vinningarnir verða sendir vinningshöfum í pósti næstu
gœh*-
FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1997 U"V
Gallerí Snorra Ásmundssonar:
Helvíti gaman í helvíti
„Meginþema sýningarinnar er
kannski að þaö getur verið helvíti
gaman í helvíti,“ segir Snorri Ás-
mundsson, listamaður og gallerís-
eigandi á Akureyri, en á laugar-
daginn kemur opnar í sýningarsal
hans sýningin „To hell with all of
us“ sem hann hefur skipulagt í fé-
lagi við bróður sinn Ámunda og
mexíkóska listamanninn
Giovanni Garcia Fenech. Eins og
nafn sýningarinnar bendir til er
meginviðfangsefnið helvíti og
hvernig það birtist mönnum með
ólíkum hætti.
Snorri segir hugmyndina að
sýningunni hafa kviknað með
þeim bræðrum í Bandaríkjunum:
„Öll höfum við velt fyrir okkur
hvað helvíti sé. Sum okkar gera
aldrei neitt ljótt svo við þurfum
ekki að uppgötva þaö. Hins vegar
gætum við lent þar fyrir einhvem
misskilning. Kannski eigum við
vonda nöfnu eða illgjarnan nafna.
Það er alltaf hugsanlegt að mistök
eigi sér stað. Annað eins gerist
iðulega á fæðingardeildum og því
þá ekki einnig síðar á ævinni eða
eftir ævina?“
Aö sögn Snorra er sýningin að
mestu leyti í gamansömum tón
þrátt fyrir ógnvænlegt efni:
„Menn eru náttúrlega misguð-
hræddir og líta þar af leiðandi hel-
víti misalvarlegum augum. Ég
myndi segja að flest verkanna
sýni helvíti í frekar skoplegu ljósi
en inn á milli eru verk með graf-
alvarlegum undirtón."
Listamennirnir sem eiga verk á
sýningunni eru 21 talsins og koma
frá ýmsum löndum. Sýningin opn-
ar á laugardaginn klukkan 21.00.
-kbb