Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1997, Blaðsíða 11
Bresk-bandaríska hljómsveitin
Fleetwood Mac er ekki dauð úr öll-
um æðum. Það sanna viðtökur nýj-
ustu plötunnar hennar, The Dance,
sem fór rakleitt i efsta sæti banda-
ríska Billboard-listans og hratt þar
með Puff Daddy & the Family nið-
ur í annað sætið.
Þrjátíu ár voru liðin í síðasta
mánuði síðan Fleetwood Mac lék í
fyrsta skipti opinberlega. Síðan þá
eru einungis Mick Fleetwood,
trommuleikari, og John McVie,
bassaleikari, eftir í hljómsveitinni.
Christine McVie kom tiltölulega
fljótt til leiks en á áratugunum
þremur hefur heilmikill fjöldi
hljóðfæraleikara og söngvara kom-
ið við sögu. Hæst reis hins vegar
stjama Fleetwood Mac um miðjan
áttunda áratuginn. Og hápunktur
þess tíma var útgáfa plötunnar
Rumours. The Dance er einmitt
gefin út til að minnast þess að á
þessu ári eru tuttugu ár frá því að
hún kom út.
Á nýju plötunni eru sautján lög.
Þrettán þeirra voru hljóðrituð fyrir
sérstakan þátt sem MTV-sjónvarps-
stöðin er að gera um hljómsveitina.
Þetta eru gamalkunnir smellir á
borð við Dreams, Rhiannon, The
Chain, Don’t Stop og Tusk. Á plöt-
unni eru einnig fjögur ný lög sem
voru unnin í hljóðveri. Þau eru
Temporary One eftir Christine
McVie, Sweet Girl, sem Stevie
Nicks samdi, og Bleed to Love Her
og My Little Demon eftir Lindsey
Buckingham. Nicks og Bucking-
ham yfirgáfu hljómsveitina einmitt
fyrir löngu en eru nú komin aftur
til samstarfs við gamla fjandvini.
Eins og smurð vál
Um það leyti sem platan Rumo-
urs var tekin upp var ákaflega
stirt milli fimmmenninganna í
Fleetwood Mac. Hjónin John og
Christine McVie voru að skilja.
Sömuleiðis sambýlisfólkið Stevie
Nicks og Lindsey Buckingham.
Mick Fleetwood var að skilja við
konu sína og um skeið voru þau
Stevie par. Málin gátu vart orðið
flóknari og samstarfsandinn var í
stíl við ástandið. Þrátt fyrir þetta
starfaði Fleetwood Mac í mörg ár
eftir að Buckingham og Nicks fóru
sína leið en þótt andlát hljómsveit-
arinnar hafi aldrei verið tilkynnt
má segja að hún hafi verið hætt að
starfa þegar ákveðið var að taka
þráðinn upp að nýju.
Hópurinn safnaðist saman
smátt og smátt. í upphafi hittust
Mick Fleetwood og Lindsey Buck-
ingham. Þeir tóku tal saman og
uppgötvuðu von bráðar að þeim
leið bara hreint ekkert svo illa í
návist hvor annars. Buckingham
var að vinna að nýjum lögum og
hann bað gamla samstarfsmann-
inn að tromma með sér. Dag einn
var að því komið að það þurfti að
bæta bassaleik við upptökurnar
sem þeir höfðu lokið og Bucking-
ham spurði hvaða bassaleikara
hann ætti að fá. „Ég gat svo sem
sagt mér það fyrirfram hvern
hann myndi nefna," segir hann.
Nokkru eftir að John McVie var
byrjaður að vinna með hinum var
Christine McVie beðin að koma og
syngja nokkrar raddir. Henni kom
jafnmikið á óvart og hinum aö^
henni gekk bara vel að lynda við
karlana þrjá. Og þá var ekki ann-
að eftir en að bjóða Stevie Nicks í
hópinn.
„Ég hafði það alltaf á tilfinning-
unni að einn daginn kæmi að því
að við tækjum upp þráðinn að
nýju,“ segir hún.
Hljómsveitin æfði nokkrum
sinnum og komst að því að hún
hljómaði betur en nokkru sinni
fyrr. Allir áttu nóg af nýju efni og
það small einnig saman. Á endan-
um var ákveðið að halda upp á af- -
mæli Rumours-plötunnar með út-
gáfu og hljómleikaferð sem er að
hefjast.
„Auðvitað skipta viðskiptamál-
in heilmiklu í þessu sambandi,"
segir Mick Fleetwood. „Staðreynd-
in er hins vegar sú að enginn
neyddi okkur til að koma saman
að nýju. Við vildum þetta öll sjálf.
Ef einhver hefði ekki verið með
hefði náttúrlega ekkert orðið úr
tiltækinu. En við vitum að þegar
við fimm unnum saman var
Fleetwood Mac best. Við höfum
þroskast síðan leiðir skildu og
gömul ágreiningsmál heyra fortíð-
inni til.“
Samantekt: ÁT
Rosmhvalanesfestival '97
Á morgun verður haldið Rosmhvala-
nesfestival í Samkomuhúsinu í Sand-
gerði. Húsiö verður opnað kl. 18.00. Þeir
sem fæddir eru árin 1985-1987 fá að vera
með til kl. 21.00. Fyrir þá sem eldri eru
er dagskrá til kl. 01.00. Á staðnum verða
ýmsar uppákomur, m.a. söngvarakeppni.
Hljómsveitin Konukvöl mætir á svæðið
og mun ásamt ísmanninum sjá um að
halda uppi fjörinu. Aðgangseyrir er kr.
100 og er skemmtunin vímuefna- og tó-
bakslaus.
Kaffi
I kvöld sjá Sigga
Beinteins og Grétar
Sigga ojg
Gretar a
Akureyri
Örvarsson um fjörið á Kaffi Akureyri.
Annað kvöld sér hins vegar Pétur Guð-
jóns um dans- og diskótónlistina frá ár-
unum 1975- 1985, í bland við íslenska
stuðsmelli.
Greifarnir
Hljómsveitin Greifarnir er búin að
eiga mjög gott sumar og því er ekki lok-
ið enn. í kvöld spila þeir á Dalvík og
annað kvöld verða þeir á Hótel Vala-
skjálf á Egilsstöðum.
Kaffi
Reykjavík
í kvöld mun
hljómsveitin
Áttavillt leika Sóldögg verður á
fyrir dansi. Ann- Kaffi Reykjavík á
að kvöld mun laugardagskvöld.
síðan Sóldögg leika fyrir gesti.
Land og synir á Gauknum
Nýja hljómsveitin á toppi íslenska list-
ans, Land og synir, mun spila á Gauki á
Stöng í kvöld og annað kvöld. Hljóm-
sveitin hefur verið að hita upp fyrir Sál-
ina hans Jóns míns í sumar.
Últra á fullri ferð
Hljómsveitin Últra mun troða upp á A.
Hansen í Hafnarfirði í kvöld. Annað
kvöld færir hún sig hins vegar um set og
spilar í Festi í Grindavík. Þessa geð-
þekku hljómsveit skipa Anton Kröyer á
hljómborð, Sigurjón Alexandersson
(Dúddi stuð) á gítar og þær söngsystur
Elín Helena Klemensdóttir og Guðbjörg
Bjamadóttir. Leikið verður siðsumar-
rokk.
iM
Vestanhafs á Fógetanum
Nú um helgina mun skemmti- og gleði-
sveitin Vestanhafs skemmta gestum Fó-
getans. Sveit þessa skipa Jón Ingólfs á
bassa, Bjöggi Gísla á gítar og Jón Björg-
vins á trommur.
í hvítum sokkum í Kringlu-
kránni
Hljómsveitin í hvítum sokkum, sem
skipuð er þeim Guðmundi Rúnari Lúð-
víkssyni og Hlöðveri Gunnarssyni, mun
spila i aðalsal Kringlukrárinnar næstu
þrjú kvöld. Þeir sjá um fjöruga og lifandi
tónlist eins og hún gerist best í Kringlu-
kránni. í leikstofunni mun Viðar Jóns-
son trúbador skemmta í kvöld og annað
kvöld.