Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1997, Qupperneq 12
26
lyndbönd
MYNDBAHDA
mmM
£1
TIMOTHY IIUTTON
SEAN PENN
iT -w
Njósnað fyrir KGB ★★★★
Myndin byggist á sönnum atburðum og segir frá
unga manninum Boyce sem vinnur hjá fyrirtæki
sem sér um upplýsingaöflun fyrir CIA í gegnum
gervihnetti. Hann fær síðan æskufélaga sinn, eitur-
lyfjasalann Lee, til að hjálpa sér að komast í sam-
band við KGB og selja þeim upplýsingar. Þetta er ein
af bestu myndum leikstjórans Johns Schlesingers
sem gerði m.a. Midnight Cowboy (1962) og Marathon
Man (1976). Persónumar eru mjög trúverðugar og yfirhöfuð vel leiknar.
Undantekningin er kannski kærasta Boyce sem er lítt grunduð og grunn
persóna. Söguþráðurinn er byggður vel upp og kemur vel til skila
hvernig Boyce og Lee sökkva smám saman dýpra í njósnafenið þangað
til þeir eiga ekki afturkvæmt. Timothy Hutton fer vel með aðalhlutverk-
ið en stjama myndarinnar er Sean Penn sem túlkar hér guðsvolaðan
aumingja af stakri snilld og hefur ekki gert betur síðan, nema þá
kannski í Dead Man Walking. Hann nær að skapa verulega ógeðslega og
nánast algjörlega siðblinda persónu en tekst jafnframt að túlka hana
þannig að áhorfandinn getur ekki annað en haft samúð með henni. John
Schlesinger virðist gera meistarastykki á ca. tíu ára fresti svo það ætti
að fara að koma tími á eina slíka fljótlega.
The Falcon & the Snowman. Útgefandi: Háskólabió. Leikstjóri John
Schlesinger. Aðalhlutverk: Timothy Hutton og Sean Penn. Bandarísk,
1985. Lengd 126 mín. Bönnuð innan 16 ára. — -PJ
Sjúskaður engill *
Slúðurblaðið National Mirror sendir blaðamenn
til Iowa til að athuga sannleiksgildi frásagnar konu
nokkurrar sem segir að erkiengillinn Mikael búi hjá
sér. Sagan virðist vera rétt en engillinn er þó allt
öðravísi en blaðamennirnir höfðu gert sér í hugar-
lund. Hann reykir, drekkur, stundar kynlíf og er oft
ansi sóðalegur til fara. Hann fellst á að koma með
þeim til Chicago og þau lenda í hinum og þessum æv-
intýrum á leiðinni. Grunnhugmyndin um englasóð-
ann er einhvers virði og nokkrir ágætir brandarar
koma út úr henni en restin bregst alveg. Rómantíska
kraftaverkasagan er leiðinleg, einkum vegna þess að handritið er afar
illa skrifað, hugmyndasnautt, klisjukennt og steingelt. Persónurnar eru
það ómerkilegar og óáhugaverðar að ekki einu sinni William Hurt get-
ur náð neinni útgeislun. Sjálfur er John Travolta óvenjudaufur og m.a.s.
dansatriðið er fremur þunnt og stendur Pulp Fiction-atriðinu langt að
baki. Hin óþolandi Andie MacDowell er eins og hún á að sér að vera en
þrátt fyrir alla gallana bjargar myndin sér um eina stjörnu með
nokkrum hlægilegum englagrínsatriðum.
Michael. Útgefandi: Sam myndbönd. Leikstjóri: Nora Ephron. Aðalhlut-
verk: John Travolta, Andie MacDowell, William Hurt og Bob Hoskins.
Bandarísk, 1996. Lengd: 100 mín. Öllum leyfð. -PJ
*** Víetnam
Þessi tiu ára gamla ferfalda óskarsverðlaunamynd
eftir leikstjórann umdeilda, Oliver Stone, segir frá
dvöl landgönguliðans Chris Taylors (Charlie Sheen)
í Vietnam. Átökin í myndinni eiga sér fyrst og
fremst stað innan herflokksins þar sem tvö gerólík
sjónarmið takast á og persónugerast í liðþjálfunum
Barnes og Elias (Tom Berenger og Willem Dafoe).
Oliver Stone tekst mjög vel að koma brjálsemi og
firringu stríðsrekstursins í Víetnam til skila en
skýtur stundum yfir markið í melódramatíkinni,
einna helst þegar Elias er drepinn. Aðalleikararnir
þrír skapa allir sterkar persónur, sérstaklega Tom
Berenger, sem lítið hefur gert af viti síðan, en margir láta einnig ljós
sitt skína í aukahlutverkum. Sérstaklega túlkar John C. McGinley sitt
hlutverk vel en einnig má nefna Keith David, Kevin Dillon, Francesco
Quinn og Mark Moses. Einnig er þarna að finna í pínuhlutverkum
menn sem síðar urðu stórstjörnur, Forrest Whitaker og Johnny Depp.
Platoon er alls ekki gallalaus en tekur vel á erfiðu viðfangséfni og er
áhrifarík og eftirminnileg.
Platoon. Útgefandi: Háskólabíó. Leikstjóri Oliver Stone. Aðalhlutverk:
Charlie Sheen, Tom Berenger og Willem Dafoe. Bandarísk, 1986. Lengd:
115 mín. Bönnuð innan 16 ára. -PJ
Ofurljónin elt **
Val Kilmer leikur verkfræðing sem fer til Afríku
til að reisa brú. Babb kemur í bátinn þegar tvö ljón
taka upp á því að snæða einn og einn vinnumann
þegar færi gefst. Eftir nokkrar misheppnaðar til-
raunir til að veiða ljónin kemur atvinnuveiðimaður-
inn Remington (Michael Douglas) til aðstoðar og í
sameiningu reyna verkfræðingurinn og veiðimaður-
inn að leika á ljónin. Myndin á víst að vera byggð á
sönnum atburðum en heldur þykir mér hún ólík-
indaleg og ótrúverðug. Ljónin eiga að vera eins kon-
ar ofurljón sem haga sér allt öðravísi en venjuleg
ljón („ljón gera ekki svona“ er algengasta setning myndarinnar) og
reynt er að gefa i skyn einhverja mystík og dularfullan skilning ljón-
anna. Persónusköpun er stöðluð og bjánaleg og þvi varla við miklu að
búast af leikurunum. Val Kilmer er þó þolanlegur en Michael Douglas
er eins og út úr kú sem einhvers konar Batman-útgáfa af veiðimanni.
Myndin hefur þó afþreyingargildi og nær oft upp nokkurri spennu en
skemmtilegast er að fylgjast með ljónunum slátra manngreyjunum
(verst að þau skuli ekki hafa náð verkfræðingshelvitinu lika).
The Ghost and the Darkness. Útgefandi: CIC myndbönd. Leikstjóri:
Stephen Hopkins. Aðalhlutverk: Michael Douglas og Val Kilmer. Banda-
rísk, 1996. Lengd: 106 mín. Bönnuð innan 16 ára. -PJ
FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1997
Myndbandalisti vikunnar
• © •
29. júlí til 4. ágúst júlí
i
SÆTI!
FYRRI
VIKA
Ný
Ný
j VIKUR j
jÁ LISTAj
i
j
j
j
j
j
TITILL
Jerry Maguire
Michael
UTGEF. ! TEG.
Skífan
Drama
J Sam-myndbönd J Gaman
J
J
3 j j 1 ! 2 J i L J Mars Attacks j j Warner myndir j Gaman
4 j j j Ný 1 J ; 1 i Ghost and the Darkness j j j J ClC-myndbönd J Spenna
5 J J 2 3 j Extreme Measures j j J Skrfan j Spenna
6 j j j J j 3 4 i J 1 5 J 3 J i J í 5 J i J Z j i j Fled j j j j j j Warner myndir J Sam-myndbönd J Sam-myndbönd j j Spenna
7 Ransom Spenna
S j j j 13 5 Thinner j J Spenna
9 J J ! 4 i High School High J J Skrfan j Gaman
10 j j j 7 BK 5 i i J Shes the One j j j J Skrfan J J Gaman
11 j j 10 4 i Two Days in the Valley j j Sam-myndbönd j Spenna
12 j j j . 6 1 J 5 í Daylight j j j J ClC-myndbönd j Spenna
13 J J n ; 2 1 In Love and War J J J Myndform j Drama
14 j j j j j j . j j j 9 11 J i J 3 J á j i J 6 J Shine j i j j j Háskólabíó j j Myndform j Sam-myndbönd j J Drama
15 Set it off j j j j j Spenna
16 mHbH 8 1 Ný ] 18 j j i J x 1 3 j i j Preachers Wife Gaman
17 J J ! i i My Fellow Americans J J Warnermyndir j Gaman
1S j j j 6 J i J That Thing You Do! j j j J Skífan J J Gaman
19 j j 15 j » i Sleepers j j Háskólabíó j Spenna
20 j j j • I ! J 1 í Darklands j j j J Stjömubíó j Spenna
Jerry Maguire stekkur beinustu leið inn í fyrsta sæti
myndbandalistans. Aðrar nýjar myndir eru Michael,
sem kemur ný inn í annað sæti, og Ghost and the
Darkness sem er í því fjórða. Mars Attacks, sem var
í fyrsta sæti í síðustu viku, er fallin í það þriðja og
Extreme Measures, sem var í öðru sæti, fellur í það
fimmta. Mikil endurnýjun er á listanum þessa dag-
ana. Prjár myndir koma nýjar inn eins og áður
sagði. Myndin í þriðja sæti kom ný inn í síðustu viku
og sú í fimmta sæti þar áður.
Á myndinni er Jerry ásamt skjólstæðingi sínum.
-
i JÍsíf* íg i|... Éi
Jerry
Maguire
Tom Cruise og
Cuba Gooding Jr.
Jerry (Cruise)
starfar hjá umboðs-
fyrirtæki og er sér-
fræðingur í að búa
til stjörnur úr efni-
legum íþróttamönn-
um. Einn daginn tek-
ur hann upp á því að
fara að efast um sið-
gæðið innan fyrir-
tækisins. Þetta hefur
þau áhrif að hann er
rekinn. Einn skjól-
stæðinga hans vill
hafa hann áfram.
Það er Ron Tidwell
(Gooding). Jerry ein-
setur sér að gera
hann að stjömu eftir
heiðarlegum leiðum
og sanna að hann
hafi rétt fyrir sér.
Michael
John Travolta,
Andie McDowell,
John Hurt, Bob
Hoskins og Robert
Pastorelli.
Sögusagnir þess
efnis að erkiengill-
inn Michael sé stadd-
ur á bóndabæ i Iowa-
fylki Bandaríkjanna
verða til þess að
hinn útbrunni blaða-
maður fer á staðinn
til að semja uppslátt-
arfrétt, sama hvort
sönn sé eða login.
Önugur ritstjóri
blaðsins treystir
honum þó ekki betur
en svo að hann send-
ir englasérfræðing-
inn Dorothy Winters
(McDoweO) og annan
álíka misheppnaðan
blaðamann með hon-
um.
Mars
Attacks!
Jack Nicholson,
Annette Bening
og Glenn Close.
Myndin segir frá
því er geimskip
byrja skyndilega að
streyma til jarðar frá
Mars. Innanborðs
eru heldur ófrýnileg-
ir Marsbúar sem
ómögulegt er að geta
sér til um hvað eru
að hugsa. Það verður
að sjálfsögðu uppi
fótur og fit á jörðu
niðri þar sem fólk
hefur enga hugmynd
um hvernig taka
skuli á móti hinum
óvæntu gestum. Her-
inn er þó í viðbragðs-
stöðu og í ljós kemur
að fuH þörf er fyrir
hann.
The Ghost
and the
Darkness
Michael Douglas
og Val Kilmer.
Myndin er byggð á
atburðum sem áttu
sér stað í Austur-Afr-
íku 1896 þegar tvö
mannætuljón oUu
usla þar.
Ljónin ofsækja
menn sem vinna að
brúarsmíð inni í
miðju landinu. Þau
vinna saman og
hræðast ekkert auk
þess sem þau virðast
drepa sér til ánægju.
Veiðimaðurinn
Remington (Douglas)
og verkfræðingurinn
Patterson (Kilmer) fá
það verkefni að
stöðva dýrin.
Extreme
Measures
Gene Hackman og
Hugh Grant.
Þegar heimilis-
laus maður sem ber
armband merkt
nafni þekkts sjúkra-
húss deyr á slysa-
varðstofu í New
York veitir enginn
því athygli nema
ungur læknir, Guy
Luthans að nafni.
Hann ákveður að
grennslast fyrir um
málið og ekki liður
á löngu uns athygli
hans beinist að
virtri og víðfrægri
rannsóknarstofnun
sem stýrt er af ein-
um færasta og fræg-
asta lækni og vís-
indamanni lands-
ins.