Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.1997, Page 2
2
MÁNUDAGUR 15. SEPTEMBER 1997
Fréttir
Slðbúinn jólaglaðningur 1 Grafarvogi:
Jólakortin voru níu
mánuði á leiðinni
- úr Árbænum, frá Hveragerði og Selfossi
Þau urðu ekki lítið undrandi,
Guðmundur Jóhannesson og Guð-
ný Erla Eiríksdóttir í Veghúsum
31 i Grafarvogi, þegar þau sóttu
póstinn sinn í póstkassann sl.
fbstudag. í kassanum voru nefni-
lega þrjú jólakort, sem höfðu öll
verið stimpluð á pósthúsi þann 17.
desember 1996. Það þýðir að þau
voru búin að vera tæpa níu mán-
uði á leiðinni til viðtakenda. Þau
voru öll stíluð á rétt nöfn og rétt
heimilisfang þannig að ekki gat
það hafa tafið fyrir þeim.
Eitt kortið var frá Hveragerði,
annað frá Selfossi og hið þriðja Ur
Árbæjarhverfinu. Kortið frá
Hveragerði sendu systir og mágur
Guðnýjar Erlu, en hann lést raun-
ar eftir að kortið var sent, eða í
mars sl. Jólakortið frá Selfossi
sendi systurdóttir Guðnýjar Erlu
en kortið Ur Árbænum var frá
systur Jóhannesar og mági.
„Kortin voru í póstkassanum
þegar við komum Ur sumarbústað
síðdegis á fóstudag," sagði Jóhann-
es. „Fyrst hélt ég að þetta væri
eitthvert grín en þegar við opnuð-
um umslögin sá ég að svo var
ekki. Þetta voru allt kort sem
hefðu átt að berast okkur fyrir síð-
ustu jól ef allt hefði verið með
felldu. Ég hringdi auðvitað strax í
systur mína og þakkaði henni fyr-
ir jólakortið. „Betra er seint en
aldrei," sagði hún. Ég sagði henni
Johannes meö jólakortin sem skiluðu sér u.þ.b. níu mánuðum eftir að þau
voru send.
DV-mynd Pétur
þá að ég hefði verið að fá kortið.
HUn varð alveg forviða."
Þau Guðný Erla og Jóhannes
kváðust ekki hafa getað leitað
skýringa á þessu hjá póstinum,
enn sem komið væri, þar sem
klukkan hefði verið orðin meir en
fimm á fostudeginum og því búið
að loka.
Setti kortin í póstkassa
Sigmar Hróbjartsson, sem sendi
jólakortið úr Árbænum, kvaðst
hafa farið með öll sín jólakort í
póstkassa í nágrenninu vel fyrir
síðustu jól. „Skýringin hlýtur að
vera sú að kortin hafi komist á
pósthúsið en lent einhvers staðar
á miili þar og fundist síðar."
„Burtséð frá þessu tilviki þá
verð ég að segja að mér finnst
póstþjónustan héma í Grafarvogi
léleg,“ sagði Jóhannes. „Launin
mín eru lögð inn á reikning en
seðilinn fæ ég ekki fyrr en eftir
dúk og disk. Ég bjó áður í Breið-
holtinu og þar var launaseðillinn
kominn viku fyrir Utborgun.
Vinnuveitandinn er sá sami
þannig að ekki er hægt að kenna
honum um þetta. Sama máli gegn-
ir um hina ýmsu reikninga. Þeir
em að berast i marga daga í kring-
um mánaðamótin. Ég hef talað um
þetta við starfsfólk á póstinum en
þar þykist enginn vita neitt.“
-JSS
Vél hinna ríku
DV, Suðurnesjum:
Jumbó-flugvél Atlantaflugfélags-
ins var stödd á Keflavíkurflugvelli
í gær. Eigendur flugfélagsins, Þóra
Guðmundsdóttir og Amgrímur Jó-
hannsson, tóku á móti tæplega 300
boðsgestum í Leifsstöð. Flugvélin
er sérstaklega innréttuð með öllum
þægindum sem hægt er að hugsa
sér. I henni er meðal annars her-
bergi sem er útbúið eins og svíta
með öllu tilheyrandi, stóru hjóna-
rúmi, sjónvarpi, leðurstólum,
borði, sturtu, sána og skrifborði.
Einnig er er fundarborð með leður-
klasddum stólum svo eitthvað sé
nefnt.
Ekki má gleyma gullinu
Atlanta tók vélina á leigu í ágúst
af fjárfestingarfyrirtæki. Arngrím-
ur og Þóra voru fljót að koma
henni í leigu. Ríkasti maður
heims, soldáninn af Brunei, Haji
Hasan-al, var nýlega með vélina á
leigu fyrir fjölskyldu sína, 47
manns. Að sögn Amgríms Jó-
hannssonar er vélin alveg bókuð
fram að áramótum. Það kostar sitt
að taka vélina á leigu. Klukkutím-
inn kostar 20 þúsund dollara eða
1,5 milljónir íslenskar krónur.
Rolling Stones með Mick Jagger í
fararbroddi taka vélina á leigu á
þriðjudag og verða með hana á
meðan tónleikafórin stendur yfir.
Þá hefur sjálfur eigandi tölvuris-
ans Microsoft, Bill Gates, sýnt
áhuga á að taka vélina á leigu.
Flugvélin er af geröinni Boeing
747- SP og er hún sérhönnuð til að
fljúga lengri vegalengdir. Hún get-
ur veriö 16 klukkustimdir í háloft-
unum í einu, eða flogið hálfan
hnöttinn án þess að taka eldsneyti.
Hún tekur 99 manns í sæti. Vélin
er í dag hvít að lit en verður mál-
uð dökkblá. Heimastöð hennar
verður Palm Beach i Flórída.
Áhöfnin verður bæði íslensk og
bandarísk.
-ÆMK
Lúxusaðstaða fyrir hina rfku f breiöþotu Atlanta
DV-mynd Ægir Már
Fjöldi manns
í Esjugöngu
Á níunda hundraö manns tóku
þátt í hinni árlegu Esjugöngu sem
haldin var í gær. Farið var frá Mó-
gilsá um tíuleytið og gengiö upp á
Þverfellshorn Esjunnar. Það er
Hjálparsveit skáta í Reykjavik sem
stendur fyrir göngunni og var þetta
i sjötta sinn sem hún var haldin. Að
sögn Ingimars Ólafssonar, sveitar-
foringja hjá Hjálparsveit skáta í
Reykjavík, voru þátttakendur í
göngunni á öllum aldri.
Þá tóku á þriðja tug manna þátt í
Esjuhlaupinu. Þaö tók sigurvegar-
ann einungis rúmar 32 mínútur að
komast á topp fjallsins.
Fjöldi manns tók þátt f Esjugöngunni sem haldin var í einmuna blíöu f gær.
DV-mynd Pjetur
Sjúkrahúsin:
Samið um
verka-
skiptingu
Heilbrigðisráðherra, fjármála-
ráðherra og borgarstjórinn í
Reykjavík hafa undirritað sam-
komulag um spamaðaraðgerðir,
verkaskiptingu og samræmingu
á rekstri Ríkisspítala og Sjúkra-
húss Reykjavíkur. Jafnframt
verða rekstrarframlög til sjúkra-
húsanna aukin og fær Sjúkrahús
Reykjavíkur 232 milljónir króna
en Ríkisspítalar 223 milljónir
króna.
Það sem einkum felst í sam-
komulaginu er breytt hlutverk
Vífilsstaðaspítala, aukin endur-
hæfing, breytt verkaskipting við
bæklunarlækningar og við geð-
lækningar. Þá verður rekstrar-
fyrirkomulagi rannsóknarstofa
breytt og gagnavinnsla stofnana
sameinuð.
í frétt frá heilbrigðisráðuneyt-
inu segir að búast megi við að
þær aðgerðir sem gripið verði til
samkvæmt samkomulaginu skili
talsverðri hagræðingu í rekstri
beggja stofnana á næsta og
þamæsta ári. Þá segir að for-
stjórum sjúkrahúsanna hafi ver-
ið falið að framkvæma sam-
komulagið en heilbrigðisráðu-
neytið muni hafa eftirlit með
framkvæmdum.
-SÁ
Stuttar fréttir
Milljónasamningur
Islenska hugbúnaðarfyrirtæk-
ið hf. hefur gert milljóna-
samning við sænska stórfyrir-
tækið Ericsson. Samningurinn
felur í sér víðtækt og marghliða
samstarf milli fyrirtækjanna.
Stöö 2 greindi frá.
Ásdís formaður
Ásdís Halla Bragadóttir var
kjörin formaður Sambands
ungra sjálfstæðismanna á þingi
sambandsins um helgina. Hún er
fýrsta konan sem kjörin er for-
maður SUS í 67 ára sögu sam-
bandsins.
Metkuldi í Reykjavík
Metkuldi var í Reykjavík að-
faranótt laugardags þegar 1,7
gráða frost mældist í borginni.
Svo mikill kuldi hefur ekki
mælst svo snemma að hausti síð-
an 1949, að sögn Morgunblaðs-
ins.
Haustferðir vinsælar
Reikna má með að íslendingar
eyði um 4-5 milljörðum í utan-
landsferðir nú í haust. Þetta er
30% aukning frá síðasta ári sem
þó var metár. Stöð 2 sagði frá.
Vigdís heiðruð
Vigdís Finnbogadóttir, fýrr-
verandi forseti, hefur fengið
heiðursviðurkenningu Norræna
félagsins fyrir stuðning sinn við
Norðurlönd og norræna sam-
vinnu. RÚV sagði frá.
Áhugi á samvinnu
Yfirvöld í Moskvu hafa sýnt
áhuga á samvinnu við íslend-
inga um einangrun húsa og lagn-
ingu hitaveitu. Von er á sendi-
néfnd Rússa hingaö til lands til
frekari viðræðna, að því er Sjón-
varpið greindi frá.
III meðferð á börnum
Bömum sem bakvakt Félags-
málastofnunar hefúr þurft að
hafa afskipti af vegna haröræðis
og óreglu foreldra hefur fjölgað
um 60% á sl. 2 árum. Dagur-Tím-
inn greindi frá.
-kbb