Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.1997, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.1997, Side 6
6 MÁNUDAGUR 15. SEPTEMBER 1997 Neytendur Rifsberjahlaup Vlða í görðum fólks skarta rifs- berjarunnar fagurrauðum rifsberj- um. Þau er tilvalið að nota i rifs- berjahlaup þó ekki væri nema til að eiga með jólarjúpunni. Reynið að tína með svolítið af berjum sem ekki eru fullþroskuð því að i þeim er meira af náttúrulegum hleypi en fullþroska berjum. Efni: rifsber vatn sykur saftpoki (soðin grisja) litiar, sótthreinsaðar krukkur smjörpappír melatfn Byrjið á því að skola rifsberin mjög vel. Setjið þau síðan í pott ásamt vatninu í hlutfóllunum 1 kg rifs á móti 1 dl vatns og hafið á vægum hita í 30 mínútur. Hafið stönglana og grænu berin með í suðunni. Hellið síðan öllu í saftpoka og látiö renna af berjunum í annan stóran pott. Það má þrýsta örlítið á berin í saftpokanum en alls ekki kremja þau. Látið vökvann standa og kólna i um það bil 12 tíma. Blandið því næst 800 g af sykri á móti 1 lítra af saft. Sjóðið síðan saftina á hægum hita og fleytiö froðuna ofan af vökvanum. Prófið eftir 5 mínútur hvort vök- vinn er tekinn að hlaupa. Setjið eina teskeið af vökvanum á disk og ef hann hleypur er hlaupið tilbúið. Ef ekki þarf að láta hlaupið sjóða lengur, allt upp undir hálftíma. Ef það dugar ekki getur veriö að þurfi að nota tilbúinn hleypi, melatin, og ber þá að fara eftir leiðbeiningunum á pakkanum. Þegar hlaupið er tilbúið er því hellt á heit glös sem eru skoluð upp úr spíra, pektini eða sítrónu- sýru. Breiðið hreint viskastykki yfir glösin og látið kólna. Hafið glösin vel full og setjið smjörpapp- ír ofan á, vættan í sítrónusýru, áður en glösunum er lokað. Merkið krukkurnar með litlum límmiðum þar sem kemur fram hvert innihaldiö er og hvenær hlaupið er gert. Rifsberjasultan geymist vel á köldum stað og passar vel meö ost- um, vöfilum, gæs og jólarjúpunni. Ágætt ráö er að safna berjunum saman í frysti og búa til hlaupið þegar hæfilegu magni er náð. Tvö til fjögur. kíló er mjög viðráðanleg- ur skammtur fyrir flesta. Gangi ykkur vel. -ST Bragöprófun: Misgóð kæfa Bragögæðingar DV komu saman nýverið og prófuðu ólíkar kæfuteg- undir. Þetta voru 11 tegundir frá þremur framleiðendum og fengu þær nokkuð misjafna dóma. Bestu dómana fékk gróf bökuð lifrarkæfa frá Ali en smurkæfa frá SS fékk þá lökustu. Þau Sigmar B. Hauksson, Dröfn Farestveit og Úlfar Eysteinsson not- uðu stjörnuskalann l-5(l=mjög vont, 2=vont, 3=sæmilegt, 4=gott og 5=mjög gott) og var oft talsverður munur á dómum þremenninganna. Bökuð lifrarkæfa Hæstu stjörnugjöfina fékk gróf bökuð lifrarkæfa frá AIi. Dröfn gaf henni hæstu gjöf, 5 stjömur með umsögninni: „Gróf kæfa með góðu lifrarbragði, hæfilegt kryddbragð." Úlfar gaf henni 4 stjömur og um- sögnina: „Falleg kæfa með hleyptu kjötseyði, bragðmild og fallegur lit- ur“. Sigmar var hógværari, gaf henni 3 stjörnur og fannsí hún um margt ágæt en þó „ósköp venjuleg smurkæfa ... vottar fyrir reyk- bragði". Lifrarkæfa með og án rjóma fráSS Tvær kæfutegundir fengu 11 stjörnur, báðar framleiddar hjá Slát- urfélagi Suðurlands. Lifrarkæfa, pökkuð í plastpylsu, fékk 4 stjöm- ur frá Dröfn og Úlfari. Dröfn skráði hjá sér „gott lifrarbragð" og Úlfar „bragðgóð og fín kæfa með fallega áferð“. Sigmar gaf henni 3 stjörnur og umsögnina „Sæmileg - þó einkennilegt /V ^ eftirbragð, ágætlega kryd- '} duð“. Rjómalifrarkæfan frá SS fékk 4 stjömur frá karlpeningn- um en Dröfn gaf henni 3. í umsögn Sigmars segir: „Fallegur litur, afar gott bragð, vel krydduð! Namm, namm - góð vara“. Úlfar var hóg- værari í sínum dómi en sagði hana „áferðarfallega, litur finn og bragð- góð“. „Hvorki ilmur eða bragð sem hrífur," sagði Dröfh. 3 fengu 10 stjörnur Lifrarkæfa frá SS fékk hæst 4 stjömur hjá Úlfari. Honum fannst kæfan góð og meö „gott eftirbragð“. LinU A VERÐIO! iTilkBMS.V.E RÐ ! SAMSUNG MflX-630 með200W (100 RMS) magnara, 7 banda tónjafnara auk þriggja forstillinga (pop, rock jazz), 3 diska geisla- spilara, stafrænu útvarpi með MW/FM-bylgjum og 30 stöðva minni, klukku og þriggja liða tímarofa, tvöföldu kassettutæki með Dolby og slspilun, fullkom- inni fjarstýringu, tengi fyrir heym- artól og góðum hátölurum SAMSUNG MAX-445 hljómtækjasamstæðan er með 80 W (40 RMS) magnara, þriggja forstilltra tónstillinga (pop, rock jazz), 3 diska geislaspilara með 24 minni, stafrænu útvarpi með MW/FM-bylgjum og 30 stöðva minni, klukku og þriggja liða tímarofa, tvöföldu kassettutæki, fullkominni fjarstýringu, tengi fyrir heymartól og góðum hátölurum ' > Opið laugardafla kl. 10:00 • 14:00 Grensásvegi 1 1 Sími: 5 Ö86 886 Bragðpréfun á kæfu Sýnishorn Úlfar Dröfn Sigmar Samt. Gr. bökuð lifrak. Ali 12 Lifrakæfa (plastpylsa) SS ★★■★★. ★★★ 11 Rjómalifrak. SS ★ ★★★ ★★★'3 t 11 Lifrakæfa SS ★★★★ j ibicrk 10 Lifrak. gróf Ali ,★★★★ 10 Dönsk lifrak. Ali ★.★★ ý&fr* ★t| 10 Kindakæfa Ali ★★★ ★★W 9 Rjómalifrak. Goöi ★#★ ★★★ 9 Kindakæfa Goði ★★★ ★ ★★★~ji 8 Smurkæfa SS *★ ★ ★ ★★ 6 Skólakæfa SS ★★ ★ ★ ★★★ 7 rarai Dröfn og Sigmar gáfu henni 3 stjörnur hvort. Dröfn fannst hún „hlutlaus í bragði" og saknaði lifr- arkeimsins. Sigmari fannst hún ágæt en „bragðið þó ekki afgerandi - hæfilega krydduð". Dröfn og Úlfar gáfu grófu lifrar- kæfunni frá Ali 4 stjömur. Dröfn fann í henni „Ijúft bragð“ 'W mm. flestum verslunum er gott úrval af alls kyns smurkæfum. Að þessu sinni voru 11 tegundir prófaðar, frá þremur framleiðend- um. og Úlfari fannst hún „mild og góð“. Sigmar var hins vegar gagnrýnni og fannst hún „bragðdauf en þó rífandi piparbragð, lítið spennandi". Sama stjörnugjöf var fyrir dönsku lifrarkæfuna frá Goða. Dröfn fannst hún „mjög þægileg í bragði og hæfilega krydduð" og Úlf- ari fannst af henni „gott lifrarbragð og útlit“. Sigmari fannst hún hins vegar „þurr og bragðlítil - frekar ólystug". Gamaldags kæfa eins og all- ir þekkja Tvær kæfutegundir fengu 9 stjömur, kindakæfa frá Ali og rjó- malifrarkæfa frá Goða. Dóm- nefndaraðilar gáfu Ali kæfunni hvert sína einkunn: Úlfar gaf henni hæstu einkunn- ina, 4 stjörnur, með umsögninni: „Gamaldags kæfa eins og allir þekkja." Dröfn gaf henni 3 stjörnur, fannst hún „of sölt“. Sigmar var á sama máli og bætti við „alls ekki góð ... vatnsbragð, þurr, of mik- ill pipar, afar ólystug - ojbarasta". Hann gaf 2 stjömur. Fyrir rjómalifrarkæfuna frá Goða gáfu allir í dómnefndinni 3 stjömur. Úlfari og Dröfn fannst hún hlutlaus og Sigmari fannst þetta „sæmileg- asta kæfa, gott jafnvægi á milli bragðs og fítuinnihalds“. „A ia mamma" Kindakæfa frá Goða fékk 8 stjöm- ur og mjög misjafna dóma. Sig- mar gaf henni 4 stjörnur með , umsögninni: „Ágæt gamaldags smurkæfa „a la mamma“, ófrumleg en vel gerð - sem sagt: gott!“ Úlfar gaf sömu kæfu 3 stjörnur; „mild en vantar karakter“. Dröfn gaf henni hins veg- ar ekki nema 1 stjörnu og umsögn- ina: „Litur minnir mig helst á fituklump, litið kjötbragð“. Slæmt eftirbragð Skólakæfa SS bragðaðist dóm- nefndinni vel við fyrstu smökkun en allir fundu fyrir einhverju óþægilegu eftirbragði sem dró niður stjömugjöfma. í umsögn Sigmars stóð: „Sæmilega góð smurkæfa. Milt og gott bragð - vel krydduð, gott að smyrja hana á brauð. Þó dregur þessa kæfu niður eitthvað óljóst eft- irbragð eða bragð af torkennilegu efni.“ Sigmar gaf henni 3 stjömur en Dröfn og Úlfar 2 hvor. Minnir helst á kjötfars Smurkæfan frá SS fékk samdóma 2 stjörnur frá þremenningunum. 1 umsögn Úlfars stóð: „Bragðlítil, minnir helst á kjötfars, liturinn tor- kennilegur." Dröfn fannst kæfan of sölt, „bragðið afar lítið spennandi, útlitið ekki fallegt". Sig- mar spurði einfald- lega; „úr hverju er þessi kæfa - sagi? Hreint og beint vont“. Kæfan var keypt í verslun Nóatúns við Hlemm og geymd í kæli fram að smökkun. -ST Tvær tegundir fengu 4 stjörnur frá Sigmari B. Haukssyni, rjómalifrarkæfa frá SS og kindakæfa frá Goöa. DV-myndir E.ÓI. Geymsla á grænmeti og ávöxtum Uppskeran í görðum fólks er senn fullsprottin og tími kom- inn til að færa hana í hús. Margir hafa aðgang að jarðhýsi fyrir geymslu á afurðunum en miklu máli skiptir að þar sé rétt hitastig. Neytendasiðan tók saman nokkra punkta um hita- stig og fleira sem ætti að gagn- ast við geymslu grænmetisins. Upplýsingarnar um hitastig eru til leiðbeiningar og nokkuð víst að fæstir munu telja sig geta verið með eins breytilegt hita- stig og mælt er með. Hugsan- lega er uppröðunin í ísskápnum okkar ekki alveg í samræmi við kjörhita í geymslunni og sitt- hvað má eflaust bæta án mikill- ar fyrirhafnar. Kartöflur Fyrst eftir að kcu*töflur koma í hús á að geyma þær við 4-5° hita. Síðan á að lækka hitann enn frekar, eða I 2° C. Kartöfl- unum á að halda frá öllu ljósi til að varna því að þær verði grænar. Kál, rófur, gulrætur, laukur, blaðlaukur og sveppir Allt kál, rófur, gulrætur, lauk og sveppi á að geyma við 0-2° C. Best er að rakastigið í geymsl- unni sé 95% til að koma í veg fyrir uppgufun úr grænmetinu en nýtt grænmeti er viðkvæm- ast fyrir allri uppgufun á vökva. Að öðrum kosti borgar sig að úða yfir salatið eða geyma ílát með fersku vatni í geymslunni. Sveppi er gott að geyma í fléttuðum bastkörfum með plastfilmu yflr til varnar vökva- tapi en alls ekki í lokuðum plastílátum sem ekki geta and- að. Geymsla ávaxta Sítrusávexti er best að geyma við 5° hita og melónur viö 8° en epli, vínber og kíví geymast best við 0-2° hita. Banana á að geyma við stofuhita, þeir mega ekki fara undir 13°, þá fara þeir aö grána og verða ólystugir. Ylræktaö grænmeti Tómata, gúrkur og paprikur er best að geyma við 10° hita. Varist að geyma tómatana með öðru grænmeti. Best er að skola þá og setja í sérílát og geyma þannig við rétt hitastig. Etalíngas þroskar ávexti Ávextir og gi-ænmeti gefa frá sér etalíngas við þroskun. Gas- ið er þó mismikið í hverri teg- und og fer ekki ætíö vel að blanda saman ólíkum ávöxtum til geymslu. Þannig gefa epli og bananar mikið af etalingasi frá sér en ekki appelsínur og kíví. Því ætti að forðast að blanda þessum tegundum saman. Epli og bananar fara ágætlega sam- an i skál og i aðra skál mætti setja saman appelsínur og kíví. -ST

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.