Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.1997, Side 7

Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.1997, Side 7
MÁNUDAGUR 15. SEPTEMBER 1997 7 DV Sandkorn Metár hjá Samherja? Alltaf viröast Samheijamenn á Akureyri vera á réttum stað á rétt- um tíma. Nú er staðan á mörkuðum fyrir loðnu- og síldarafurðir einstök því íslendingar eru einir um hituna, veiðin mikil og afurðaverð hef- ur hækkað gríð- arlega og ljóst að framhald verður á í vetur. Samherjamenn hafa einmitt aukið umsvif sín í loðnuveið- um, frystingu og bræðslu á und- anförnum miss- erum, eru orðn- ir kvótahæstir í þessum tegundum og hitta nú beint inn í þetta gullár veiða og verðhækkana. Skip félags- ins hafa á þessu ári landað upp und- ir 50 þúsund tonnum af loðnu og sögusagnir eru þær að árið sé það besta í sögu Samherja. Nú velta menn því fyrir sér hvort hagnaður- inn geti náð tíu stafa tölu þegar ár- inu lýkur en í fyrra var hann litlar 635 milljónir króna. Ástríki loðnu- kónganna Þeir sem hagnast mest á þessu gullári loðnunnar eru m.a. uppsjáv- arfyrirtækin á Austfjörðum, Sildar- vinnsian og Hraðfrystistöð Eski- fjarðar. Oft hafa hugleiðingar um sameiningu þessara félaga skotið upp koll- inum en nú blandast inn í umræðuna samstarf við SR-mjöl og tíð- ar ferðir Þor- steins Más Baldvinssonar Samherjafor- stjóra austur á firði á undanfómum mánuðum. Eig- inkona hans er frá Eskifirði þar sem Alli ríki er allsráðandi og for- stjóri Síldarvinnslunnar, Finnbogi Jónsson, er náfrændi Þorsteins Más og er með þeim og Jóni Reyni, for- stjóra SR-mjöls, mikið ástríki. Nú segja spekúlantarnir að Samherji muni standa fyrir mestu samein- ingu allra sameininga þegar Sam- heiji, SR-mjöl, Síldarvinnslan og Hraðfrystistöð Eskifiarðar renni saman í eina heild. Við það verði Finnbogi Óðríkur, Jón Reynir Sjóð- rikur, Aðalrikur setjist í helgan stein og Þorsteinn Már verði að sjáifsögðu Steinríkur. Sérkennileg staða Eins og flestir vita eflaust var skipað i bankaráð rikisbankanna í síðustu viku. Einn þeirra sem sett- ist I bankaráð Búnaðarbankans hf. er Þórólfur Gíslason, kaupfélags- stjóri Kaupfé- lags Skagfirð- inga, og menn fóru strax að ræða það á Króknum hvort kaupfélagið ætl- aði að hætta við- skiptum við Búnaðai'bank- ann þar sem kaupfélagsstjór- inn gæti ekki setið beggja vegna borðsins. Þórólfur er einnig stjórn- arformaður Fiskiðjunnar Skagfirð- ings, sem er að mestu leyti með við- skipti sín við Búnaöarbankann, þannig að Þórólfur er að margra mati kominn í mjög sérkennilega stöðu. Betra en hvað? Þegar gluggað er í símaskrána fyrir Akureyri má sjá ýmislegt skemmtilegt eins og gengur og ger- ist. Þar eru m.a. fyrirtækin Betra brauð, Betri fiskur, Betri þrif og Betri stofan. Einnig er þar skráð fyrirtæk- ið Betri líðan undir kirkju- tröppunum. Til skamms tíma voru almenn- ingssalemi und- ir kirkjutröpp- unum á Akur- eyri og eflaust hefur ýmsum liðið vel þar eftir að hafa sinnt kalli náttúrunnar. En nú er þar komin önnur starfsemi sem skapar enn betri líðan ef marka má nafn fyrir- tækisins. Umsjón: Gylfi Kristjánsson HAGKAUP iilegra reita fjSjcLero'j Munið fríkortið! Tilboðin gilda mánudag og þriðjudag

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.