Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.1997, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.1997, Síða 8
8 MÁNUDAGUR 15. SEPTEMBER 1997 __smelBtu þér á netið A • Hringdu í síma 750 5000 og fáðu allar upplýsingar um Intemetáskrift hjá okkur. & O* islandia internet Krókliálsi 0 110 Reykjavik • Sinii 750 5000 INNKA UI?ASTOFNUN REYKJA VIKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Pósthólf 878 -121 Reykjavík Sími 552 58 00 - Fax 562 26 16 Netfang: isr@rvk.is Til sölu Tilboð óskast í eftirfarandi bifreiðar og tæki fyrir Vélamiðstöð Reykjavíkurborgar og Reykjavíkurhöfn: Fyrir Vélamiöstöð: 1. IsekiTX 2160 4x4 2. Caterpillar D6C 3. Toyota Corolla 4. MMC L-300 4x4 skemmdur eftir veltu 5. Toyota Corolla 6. Toyota Corolla 7. Toyota Corolla 8. Toyota Corolla 9. Toyota Corolla 10. Toyota Corolla 11. Toyota Corolla skemmdur eftir árekstur 12. Toyota Corolla 13. Daihatsu Rocy 14. Massey Fergusson 15. Toyota Hi Ace 16. Yfirbygging af flokkabíl 17. Krani af flokkabíl 18. Rafsuðuvél Kemppi Hilarc 19. Rafsuðuvél Eutectic mini traktor árg. 1992 jarðýta árg. 1971 þriggja dyra árg. 1990 fimm dyra árg. 1988 þriggja dyra árg. 1988 þriggja dyra árg. 1988 fjögurra dyra árg. 1988 þriggja dyra árg. 1987 þriggja dyra árg. 1988 þriggja dyra árg. 1988 þriggja dyra árg. 1990 þriggja dyra árg. 1990 þriggja dyra árg. 1990 traktor árg. 1984 sendibíll árg. 1985 (hús) árg. 1987 450 harðvírsuðuvél Fyrir Reykjvíkurhöfn 20. Volvo F6 með Hiab krana 21. Volvo F6 óvirkar sturtur 22. MMC L-300 23. MMC L-300 24. MMC L-300 25. MMC L-300 26. Monimac bandsög (ítöl 27. ARC Royal B.K.B. Electric Motor rafsuðuvél 400 amp. jafnstraums dísel vörubíll árg. 1985 vörubíll árg. 1985 sendibíll árg. 1988 sendibíll árg. 1988 sendibíll árg. 1988 sendibíll árg. 1984 3ja fasa 380V 105 cm hjól 1 * blað T ækin og bifreiðarnar verða til sýnis dagana 15.-17. september í porti Vélamiðstöðvar, Skúlatúni 1, nema nr. 2 sem er staðsett á athafnasvæði Vélamiðstöðvar á Ártúnshöfða. Bjóðendur athugi aö Reykjavíkurhöfn er ekki virðisaukaskattsskyld. Opnun tilboða: miövikudag 17. september n.k. kl. 14.00 á skrifstofu vorri. Útlönd DV Stefnir í sögulegar kosningar í Noregi í dag: Klúður hjá Jagland á endasprettinum Dv, Ósló: Litlar líkur eru nú taldar á að Verkamannaflokkurinn norski fái þau 36,9 prósent sem formaðurinn, Thorbjörn Jagland, hefur sett sem skiiyrði þess að hann haldi áfram að leiða stjórn landsins. Skoðanakönn- un birt í Aftenposten í gær ætlar flokknum 34,8 prósent. Töfratalan í norskum stjórnmálum er 36,9 pró- sent en það fékk Verkamannaflokk- urinn undir forystu Gro Harlem Brundtland i siðustu kosningum. Jagland hefur verið í sókn síð- ustu daga en nú efast menn um að hann nái markinu. Kjörfundur hófst í gær víða á landsbyggðinni þótt að- alkjördagurinn sé í dag. Jagland kaus sjálfur í gær og bíður nú spenntur eftir að fyrstu tölur birtist í kvöld. Hann getur sjálfum sér um kennt ef fylgi flokks hans dalar nú á endasprettinum. Klúður og hroki í sjónvarpsumræðum á fóstudaginn kunna að reynast dýr. Helsti fréttaskýrandi Aftenposten, Per Norvik, lýsir framgöngu Jag- lands í sjónvarpsumræðunum sem „ömurlegri og ótrúverðugri". Jafn- vel flokksblað Verkamannaflokksins hefur viðurkennt að „meðferð for- sætisráðherrans á sannleikanum hafi verið ónákvæm" eins og það er orðað. Jagland reyndi að ljúga sök- um upp á andstæðinga sína í flokki Kristilegra og hann tók langan krók framhjá sannleikanum þegar hann var krafinn um skýringar á af hverju fleiri Norðmenn væru nú undir fátæktarmörkum en um langa hríð. Carl I. Hagen og flokksmenn hans verða að sjá á bak æ fleiri stuðnings- mönnum. í skoðanakönnun Aften- posten er Framfaraflokknum bara ætlað 11 prósenta fylgi en það er helmingur þess sem var þegar best lét i sumar. Flokkurinn tvöfaldar engu að síður fylgi sitt frá síðustu kosningum. -GK Bandarískur fríðargæsluliði leitar vopna á múslíma áöur en hann fær aö fara inn á svæði Bosníuserba til aö kjósa. Mikil þáttaka var í sveitarstjórnarkosn- ingunum í Bosníu um helgina. Sfmamynd Reuter. Israelar afhenda Yasser Arafat fé Forsætisráðherra ísraels, Benja- min Netanyahu, hefur ákveðið að afhenda palestínskum yfirvöldum helminginn af fé því sem fryst var eftir sjálfsmorðssprengjuárásimar i Jerúsalem í júlí. Um er að ræða toll- fé og skattatekjur sem ísraelar skulda Palestínumönnum. Madeleine Albright, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, hafði hvatt ísraela til að afhenda féð. ísraelska útvarpið hafði það eftir Netanyahu að hann hefði tekið þessa ákvörðun þar sem Yasser Arafat, leiðtogi Palestínumanna, hefði lofað banda- rískum yfirvöldum að hann myndi berjast gegn hermdarverkamönnum á sinu svæði og að hann myndi ekki sleppa þeim sem væru í haldi. í gær hvatti Albright ríki við Persaflóa að hætta fjárstuðningi við herská samtök múslíma sem sökuð eru um aö eyöileggja friðarferlið í Miðausturlöndum með sprengju- árásum í ísrael. Reuter Þyrluslysið í Noregi: Erfiðleikar við björgun DV, Ósló: Miklir erflðleikar hafa verið aUa helgina við að ná upp flakinu af norsku Super Puma-þyrlunni sem fórst fyrir viku úti fyrir strönd landsins. Þá hefur enn ekki tekist að ná upp líkum þriggja hinna tólf sem fórust. Veöur hefur verið mjög erfitt og einnig hafa björgunarmenn ekki viljað hætta á að tapa brotum úr flakinu við hífinguna. Því er ver- ið að sérsmíða búnað til að tryggja að allir hlutirnir komi upp. Svarti kassinn svokallaði er kom- inn upp á yfirborðið og verður rannsakaður í Englandi. Þá er unn- ið að rannsókn þeirra hluta flaksins sem upp eru komnir. -GK Stuttar fréttir Tugir farast Að minnsta kosti 60 létu lífið og 200 slösuðust í miðhluta Ind- lands í gær þegar 5 vagna lest féll ofan af brú í á. Uppgjöf forsetans BUl Clinton Bandaríkjaforseti ætti að styðja alþjóðlegt bann við jarð- sprengjum. Þetta er mat fyrrum ráð- gjafa forset- ans, Georges Stephanop- oulos. Segir hann þögn Clintons jafhgilda uppgjöf fyrir hemum. Flugvélar í árekstri Ekki er talið útilokað að þýsk herflugvél með 24 farþega og bandarísk herflugvél með 9 far- þega hafi lent í árekstri í suður- hluta Afriku. Beggja vélanna er saknað. Hýja eld Átján létu lífið og 100 þúsund lögðu á flótta er eldur kviknaði í olíuhreinsunarstöð í suðurhluta Indlands í gær. Nauðgari í leikskóla Leikskólakennari í Karlstad í Svíþjóð hefur játað að hafa nauðgað sex bömum á aldrinum 1 til 5 ára á leikskólanum þar sem hann starfaði. Talið er að fleiri börnum kunni að hafa ver- ið nauðgað. Mobutu jarðsettur Fyrnun forseti Sair, Mobutu Sese Seko, var jarðsettur á laugardaginn í Rabat, höfuð- borg Marokkó. Hvorki stjóm- arerindrekar né fulltrúai' fyrrum banda- manna Mobut- us, til dæmis Frakka, voru viðstaddir. Þunglyndi dýrt Þunglyndi verður þung fjár- hagsleg byrði á þjóðfélögum í framtíðinni verði ekki betri lyf þróuð. Þetta kemur fram í skýrslu prófessors frá Oxford sem kynnt var í gær. Jeltsín boðar fund Jeltsín Rússlandsforseti mun i dag hitta fjölda rússneskra kaup- sýslumanna, samkvæmt frásögn Interfaxfréttastofunnar. Ekki var gefin upp ástæða fúndarins. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.