Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.1997, Qupperneq 13
MÁNUDAGUR 15. SEPTEMBER 1997
pv________________________________________________Fréttir
Grasrótin til styrktar landsbyggðinni:
Styrking jaðarbyggða
hefst í grunnskólunum
„Væntumþykja, vilji og
sjálfsvirðing skiptir mestu ef
við ætlum að halda uppi
byggð í dreifbýlinu," segir
Inger Marie Olsen sem hefur
stýrt byggðarþróunarverk-
efni í Troms í Noregi síðustu
Qögur árin. Inger Marie er
stödd hér á landi í tveggja
vikna kynningarferð þar sem
hún ferðast um landið, kynn-
ir verkefnið sem hún leiðir
og aflar sér um leið upplýs-
inga um stöðu mála í dreif-
býlinu á íslandi. Hún segir
sem er að samkvæmt eðli
málsins verði ekki öllum
byggðum vamað því að leggj-
ast í eyði en víða i Troms hef-
ur hægt verulega á fólksflótt-
anum suður á bóginn. Fyrst
og fremst em það konur og
böm sem hlúð er að í verk-
efninu sem hún stýrir.
Inger Marie Olsen, verkefnisstjóri í byggðaþróun sjávarþorpa í Troms-fylki, hefur
kynnt sér ástand dreifbýlisins á íslandi ásamt Birnu Halldórsdóttur sem fylgdi henni
um landið. DV-mynd E.ÓI.
Mikill áhugi hér á landi
„Það er alltaf konur sem
fyrst eru látnar víkja fyrir
tækninýjungum. Mér fannst
þróunin ógnvekjandi og
hætti í mínu starfi sem leið-
beinandi í Troms fyrir fjór-
um ámm og ákvað að sinna
„Kystsamfunn- prosjektet" af öllum
mínum krafti," segir Inger Marie.
Og verkefnið hefúr sannarlega hlað-
ið utan á sig. í dag er virk samvinna
um aðlaðandi byggð i sex sveitarfé-
lögum Troms- sýslu í Norður-Noregi
og verkefnið er víða notað sem fyr-
irmynd í öðmm sýslum landsins.
Inger Marie Olsen segist hafa fund-
ið mikinn áhuga á verkefninu á Is-
landi en það virðist sem stefna
stjórnvalda sé alfarið á þá leið að
búseta á landsbyggðinni sé einskis
virði. Norsk stjómvöld vilja hins
vegar hlúa að þessum málum og tel-
ur hún þann vilja skipta miklu fyr-
ir íbúana.
Væntumþykja og vilji
Þetta er ekki dýrt verkefni en
þetta kallar á væntumþykju og vilja
til að efla sjálfsvirðingu þeirra sem
jaðarbyggðimar byggja.
Verkefninu er beint að byrjunar-
reitunum. Strax í leikskóla og síðan
áframhaldandi í grunnskóla er hald-
ið uppi kennslu sem er samofin því
hvaða hlutverki heimabyggðin hef-
ur gagnvart heiminum. í stærðfræði
em búin til efnahagslíkön úr fisk-
iðnaðinum og í ensku era gerðir
viðskiptasamningar um sölu á fram-
leiðslu þorpsins til útlanda. Jap-
anskir fiskréttir era æfðir í mat-
reiðslu og þannig mætti áfram telja.
Ekki skortur á fjármagni
Olsen segir af samtölum sínum
við fólk á íslandi að fjármagn til að
hleypa verkefni sem þessu af stað
virðist vera til í landinu en að því
sé ekki rétt úthlutað.
Það eru nokkrir þættir sem hún
hefur séð hér á landi sem hrífa hana
eins og til dæmis fjarnám kennara-
háskólans, Menntasmiðjan á Akur-
eyri og unglingavinna sveitarfélag-
anna.
Hún hefur verið í sambandi við
Simennt og hefur verið að leita eftir
samstarfi við íslendinga á þessu
sviði.
„Það er svo margt sem tengir okk-
ur, bæði hvað varðar landshætti og
fleira auk þess sem við erum einu
Norðurlöndin sem stöndum enn
utan við Efnahagsbandalag Evr-
ópu,“ sagði þessi bjartsýna kona að
lokum.
-ST
13
m
SB -
»B IS ■ * • * í’tf
KF-265
Kælir 197 Itr. Frystir 55 Itr.
HxBxD 146.5 x 55 x 60
TILBOÐ
Aðeins
54.990,- „5„
Það eru nýjar glæsilegar
innréttinqar I öllum 20 gerðum
kæliskápanna.
fyrsta flokks frá »'♦
/Fonix
HÁTÚNI6A REYKJAVIK SÍMI 552 4420
Frá 1,2-15 tonn.
Fyrirliggjandi 1,8 og 2,5 t raf.
HEKLA
véladeild
Laugavegi 170-174, sími 569 5500
Miðheimar ~ Meiri hraði og aldrei á talí!
Gunnlaugur Briem er einn allra besti trommuleikari
okkar. Nú er hann kominn með aðgang að Internetinu
og tölvupóst og er þvi ekki lengur upp á félaganna
kominn vilji hann skoða sig um í hinum framandi
heimum Netsins.
Eg er
á réttum
stað...
Brautarholti 1 • Sími 511 7000 • Fax 511 7070
centrum @ centrum.is • www.centrum.is
Eg er...
@centrum.is
u