Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.1997, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.1997, Síða 14
14 MÁNUDAGUR 15. SEPTEMBER 1997 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritsýórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK, SÍMi: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1800 kr. m. vsk. Lausasöluverð 160 kr. m. vsk., Helgarblað 220 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Mikilvægi leikskólanna Kjaradeila leikskólakennara og viðsemjenda þeirra hefur nokkuð fallið í skuggann af kjaradeilu grunnskóla- kennara. Því hafa menn tæpast áttað sig á alvöru máls- ins. Félag íslenskra leikskólakennara hefur boðað verk- fall 22. september. Það styttist því mjög í aðgerðir og ástand sem gæti haft veruleg áhrif á gang þjóðlífsins ná- ist ekki samkomulag fyrir þann tíma. Leikskólakennurum er falin mikil ábyrgð þar sem þeim er treyst fyrir fræðslu og að hluta til uppeldi yngstu kynslóðarinnar. Nær 15 þúsund böm em á leik- skólum sveitarfélaganna. Gæsla þessa flölda barna gerir foreldrum þeirra kleift að stunda störf sín og vita um leið af bami eða bömum sínum á ömggum stað þar sem þörfum þeirra er sinnt. Öll samfélagsuppbygging hefur gjörbreyst á undan- gengnum árum og áratugum. Áður var annað foreldrið heima og sinnti heimilisstörfum og bamauppeldi. Nú er staðan allt önnur. Konur hafa leitað út á vinnumarkað- inn og bæði kyn vinna flest störf samfélagsins hlið við hlið. Um leið hefur starf leikskólanna sífellt orðið þýð- ingarmeira. Þar fer saman fræðslu- og uppeldishlutverk sem að sumu leyti hefur færst af heimilum inn í leik- skólana og síðan hinn þátturinn, gæsla bamanna. Sú gæsla er undirstaða þess að foreldrar ungra bama geti sinnt hinum flölbreyttu störfum sínum í samfélaginu. Komi til verkfalls leikskólakennara má búast við neyðarástandi. Ekki er á það að treysta að koma böm- um til ættingja. Annar kostur er að taka böm með í vinnu eða að koma upp gæslu fyrir böm á vinnustöðum. Á því em þó verulegir vankantar. Það setur hefðbundið vinnuferli úr skorðum ef samhliða á að gæta bams. Þá em sumir vinnustaðir alls engir samastaðir bama sé lit- ið til öryggismála. Fjöldi foreldra hefði því vart annan kost en að taka sér frí frá vinnu með tilheyrandi vanda einstaklinga og fyrirtækja. Vandi viðsemjenda leikskólakennaranna er sá sami og gagnvart grunnskólakennurum. Kröfúr um launa- hækkun em umtalsverðar mældar í prósentum og þýða talsverð viðbótarútgjöld fyrir sveitarfélögin. Auk beinna launahækkana er deilt um launaskalann sjálfan og meiri dreifingu á honum en nú er. Leikskólakennarar vilja meiri möguleika á launahækkun með meiri starfs- reynslu og aukinni ábyrgð. Sveitarfélagin hafa með tilboðum sínum viðurkennt að hækka þurfi byrjunarlaun leikskólakennara vem- lega. Fram til þessa hafa leikskólakennarar ekki talið þau tilboð aðgengileg. Deiluaðilar hittust hjá sáttasemj- ara í gær. Þar ætluðu leikskólakennarar að leggja fram gagntilboð sitt. Það er krafa samfélagsins að deiluaðilar nái ásættan- legri niðurstöðu áður en til verkfalls kemur. Komi til þess setur það deiluna í hnút sem erfiðara er að leysa. Foreldrar greiða kostnað við leikskóla að hluta á móti sveitarfélaginu. Þeir ætlast til fagmennsku og góðrar þjónustu af leikskólunum og verða því að vera tilbúnir til þess að bera sinn hluta kostnaðarhækkunar vegna bættra kjara leikskólakennaranna. Bæta þarf kjör leikskólakennara án þess að setja aðra kjarasamninga í uppnám. Stéttin hefur, líkt og grunn- skólakennarar, verið vanmetin í launum með tilliti til ábyrgðar og mikilvægis. Leiðrétting fæst þó fremur í þrepum en einu stökki. Því verða aðilar að mætast. Það er mikið í húfi og vandi þeirra sem að koma ær- inn. Skjótrar úrlausnar er þörf. Jónas Haraldsson Undirmálslausn er móðgun viö tónlistarfólk okkar, segir greinarhöfundur m.a. Tónlistarhús - niðursetningur og hjáleiga Hér um daginn hlustaði ég á áhugavert samtal milli mennta- málaráðherrans okkar og Ævars Kjartanssonar fréttamanns um tónlistarhúsið okkar. Af því sam- tali mátti ráöa að skipuð hefði ver- ið nefhd á vegum menntamála- ráðuneytisins til aö vega nokkra valkosti um staðarval, byggingu og framkvæmd. Lét ráðherrann í það skina að búast mætti við að hafist yrði handa á þessu kjör- tímabili. Vantar okkur annan Hriflu- Jónas? Svo mikið hefur verið rætt og ritað á liðnum áratug eða lengur um þetta hús að enginn sem les eða hlustar deplar auga, hvað þá að nokkur láti sér í alvöru detta í hug að hafist verði handa. Þó fólst í þessu samtali nokkur vonarglæta fyrir tónlistarunn- endur og tónlistar- iðkendur í landinu en sú glæta gæti vel orðið mýrarljós. Rétt er að minna á að fyrir rúmum áratug var gerð teikn- ing af tónlistarhúsi. Á þeirri teikningu er gert ráð fyrir myndarlegu húsi sem sett niður á góðum stað gæti orðiö borgar- prýði. Nokkrir staðir voru nefndir til en það var auðvitað hægt að finna þeim öllum eitthvað til foráttu og það var óspart gert, því satt að segja var enginn vilji fyrir hendi af hálfu ráðamanna aö byggja tónlistarhús. Augljóst var að húsið yrði dýrt. Talað var um 3 milljarða og væri það áætlun, vissu menn að hún mundi aldrei standast frekar en áætlanir um ráðhúsið og Perluna sem einmitt var verið að byggja á sama tíma. Svo voru líka efnahags- þrengingar. Það vildi gleymast í umræðunni að ýmsar af merkustu byggingum landsins voru einmitt byggðar á krepputimum. Vantar okkur annan Hriflu-Jónas? Sú hóflega bjartsýni sem kom fram í samtali menntamálaráð- herra og Ævars Kjartanssonar gæti vakið nokkum ugg í bijósti tónlistarunnenda. Hófleg bjartsýni er sjaldan undanfari stórra afreka. Simfóníuhljóm- sveit íslands er og hefur verið óska- bam íslenskrar tónlistar og ís- lenskra tónlist- amnnenda. Bamið hefur dafnað vel og veitt foreldmm sínum ómældar ánægjustvmdir svo sem byrjar góðum börnum. Þó hefur bamið verið niður- setningur frá upp- hafi. Að vísu ekki niðursetningur á kotbæ eöa hjá kot- ungum en niður- setningur samt, Kjallarinn Arni Björnsson læknir „Sú hóflega bjartsýni sem kom fram í samtali menntamálaráö• herra og Ævars Kjartanssonar gæti vakið nokkurn ugg í brjósti tónlistarunnenda. Hófleg bjart- sýni er sjaldan undanfari stórra afreka.u Sögu. Þá hefur komið fram sú hugmynd að hola Eskihlíðina innan og yrði þá tónlistarhúsið eins konar kjallari Perlunnar. Genginu, sem er að ljúka Hval- fjarðargöngunum, ætti ekki að verða skota- skuld úr því að hola inn- an smáhól. Loks hefur verið uppi sú hugmynd að sameina ráðstefnu- hús og tónlistarhús og virðist sem hún eigi mestu fylgi að fagna. Eft- ir og upp úr stendur að tónlistarhúsið má helst ekki kosta það sem það þarf að kosta til þess að verða fullkomið. Það má ekki verða höfuð- ból heldur annað- hvort hjáleiga eða kot. í besta falli þol- anlegt sambýli. þar sem þroskaskilyrði hafa verið takmörkuð af ýmsum ástæðum. Leitað að hjáleigu Það mun hafa verið sjaldgæft áður fyrr að niðursetningar yrðu húsbændur á höfuðbólum. Hjáleig- ur vora taldar hæfa þeim betur þegar þeir uxu úr grasi. í umræddu útvarpsviðtali kom það fram hjá menntamálaráðherra að tónlistarhús mætti ekki vera of dýrt, ofrausn gæti stuölað að fjár- lagahalla en slíkan halla era ráða- menn þjóðarinnar ekki hallir und- ir, sérlega ef rekja má hann til mannúöar-, menntunar eða menn- ingarmála. Því er nú leitað að hjáleigu fyr- ir óskabamið. Rætt er um að tengja tónlistarhús á einhvem hátt við ferðaþjónustu og hefur í þvi sambandi verið minnst á að byggja það í tengslum við Hótel Undirmálslausn er móðgun Því miður virðast áhugamenn um tón- listarhús, lærðir sem leikir, vera orðnir svo vígamóðir aö þeir era tilbúnir að sætta sig við lausnir sem ekki uppfylla þau skilyrði sem hágæðatónlistarflutningur krefst. Því er nú lag til að bjóða undir- málslausn en undirmálslausn er móðgun við tónlistarfólkið okkar sem nú er stærsti hópur lista- manna sem við höfum nokkra sinni átt, mælanlegan á alþjóða- mælikvarða. Vera má að hægt sé að byggja þokkalega aðstöðu fyrir tónlistar- flutning í samvinnu við eöa í sam- býli við einhverja aðra starfsemi og vera má að það sé betri kostur fyrir óskabamið en halda áfram að vera niðursetningur. En ef ís- lenska þjóðin, sem vill kaUa sig menningarþjóð, telur sig ekki þess umkomna að reisa viðunandi þak yfir höfuð drottningar listanna skulum við ekki hafa hátt um menninguna. Árni Bjönisson Skoðanir annarra Kópavogur - Reykjavík „Það er nöturleg staðreynd að á þremur árum hafi sú breyting orðið á að nú er dýrara að búa í Reykja- vík en í Kópavogi. Það er skrýtin stjómlist að kenna öðrum um. Hún skilar borgarbúum ekki áfram. Markmiðið á að vera að gera Reykjavík að fyrirmynd- arborg á heimsmælikvarða. Umheimurinn keppir inn unga fólkið okkar. Mikilvægt svar okkar er friðsamt og skemmtilegt borgarsamfélag með gnægð atvinnu- tækifæra og ekki síst lága skatta. Við sjálfstæðismenn höfum lýst yfir aö R-lista skattamir verði lagðir af ef við hljótum meirihluta í borgarstjóm á næsta ári.“ Ámi Sigfússon í Mbl. 12. sept. Umbjóðendur og ævintýramenn „Nú era uppi miklar ráðagerðir um samrana stjómmálaafla til að skapa ööravísi vigstöðu í kom- andi sveitarstjómarkosningum. Um það er gott eitt að segja. En til lítils er barist ef samstaðan á að verða til þess að ala á flokkadráttum og keppa aö því einu að ná einhvers konar meirihlutavöldum og missa svo allt út í stjómleysi og pólitískt ragl, eins og lýsandi dæmi era um. Hagsmunir pólitískra æv- intýramanna og hagsmunir umbjóðenda þeirra fara ekki saman.“ OÓ í Degi-Tímanum 12. sept. Stofnun eða fyrirtæki „Það er umhugsunarefni hvemig menningarstofh- anir eins og leikhús, ópera og sinfóníuhljómsveit hafa verið að breytast. Árum saman var það við- kvæði að alltaf væri hægt að fara með hallann til hins opinbera. Leikfélag Reykjavíkur virðist enn þeirrar skoöunar. Mikilvægt er að hugsunarhættin- um verði breytt þannig að forráðamenn hugsi vun þau sem fyrirtæki þar sem endar nái saman og leita verði ýmissa tekjuleiða. Uppselt er á eina áskriftar- röð sinfóníunnar. Fyrirtæki myndi íhuga fleiri tón- leika, stofnun ýtir áhugasömum frá.“ Úr 35. tbl. Vísbendingar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.