Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.1997, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.1997, Síða 18
Pessir nemendur hafa væntanlega útskrifast án hjálpar Netsins. DV-mynd S Skólaritgerðir á vefnum Eitt af því sem hefur farið hvað mest í taugarnar á nemendum er að skrifa ritgerðir. Þetta veldur stressi og spennu því oft eru ritgerðirnar gerðar á síðustu stundu. En fyrir þá sem eru með nettengingu er til „hjálp“. Og þessi hjálp hefur ekki vakið mikla lukku meða sumra kennara. Sá sem vill skila inn falsaðri rit- gerð þarf ekki að leita langt. Það eina sem hann þarf að gera er að fara á réttu vefsíðuna þar sem sem hægt er að panta, kaupa eða jafnvel fá gefins ritgerðir. Meðal þeirra sem bjóða upp á þessa þjónustu er Col- legiate Care Research Assistance. Þar er til dæmis til sölu fyrir 30 dollára (2.100 krónur) um andlega erfiðleika Hamlets. Ekkert mál! En ef mönnum finnst þetta of dýrt geta þeir í staðinn farið í Collegiate Care. Þar eru ritgerðir boðnar á 6 dollara (420 krónur) síðan. Fleiri slíkar hjálparsíður eru til. Svindl ekki útbreiddara Nemar í Bandaríkjunum virðast notfæra sér slíka hjálp nokkuð mik- ið. Margir hafa áhyggjur af því að Netið, sem hefur áður verið lofað sem ein besta leiðin til að afla upp- lýsinga, sé nú orðin besta leiðin til að svindla. Þar er reyndar ekkert nýtt að rit- gerðir séu falsaðar og það hefur allt- af tíðkast í einhverjum mæli að menn reyni að kaupa ritgerðir af einhverjum öðrum. Menn hafa hins vegar áhyggjur af því að slíkt sé að verða algengara með tilkomu Nets- ins. Prófessor við Berkley-háskóla efast um það. Hann segir að þeir sem hafi tilhneigingu til að svindla geri það alveg sama hversu háþróuð tækni er til þess. Nemandi í sama skóla tekur í sama streng. Kennarar næmir Kennarar þurfa að komast ein- hvern veginn að því hvort sá sem skilar ritgerðinni og skrifar nafn sitt undir hana sé raunverulegur höfundur. Jane Morrison kennari segir þó að hún sé ekki í vandræð- um með það. „Nemendur sem fá rit- gerð sína af Netinu líta ekki beint á mig þegar þeir skila ritgerð sinni. Þeir kipra munninn og horfa á tærnar á sér. Þeir sem skrifa rit- gerðina sjálfir tala mjög gáfulega um ritgerðina og horfa beint í aug- un á mér,“ segir hún. Og annar kennari segir að það sé hægt að hafa verkefni þess eðlis að ekki er hægt aö svindla, t.d. ef þarf að gera bækling úr verkefninu, gera leikrit eða fyrstu persónu frásögn. Sem sagt, ef einhver er að hugsa um að svindla með því að ná sér í ritgerð um vefinn er það ekki ráð- legt. Þó að foreldrarnir komist ekki að því mun kennarinn örugglega gera það! -HI/CNN Blaðamaður hjá Wired verðlaunaður Steve Silberman, blaðamaður hjá vefdagblaðinu Wired (http://www.wired.com), varð ný- lega lýrstur til að hljóta verðlaun sem kölluð hafa verið New Media Award. Verðlaunin eru veitt af sam- tökum samkynhneigðra blaöa- manna í Bandaríkjunum. Verðlaun- in fékk Silberman fyrir að skrifa mikið um málefni samkynhneigðra T I; ('r | \ ** /' Fred Astaire Það eru margir hrifn- ir af dans- og söngvamynd- um Freds Astaires enda var maðurinn engum likur. ítarlegt æviá- grip um hann er að finna á http://www.kcmetro.c- c.mo.us/penn- valley/biology/lewis/cros- by/as taire.htm. Dauðarefsing Skiptar skoðanir hafa verið um dauðarefsingu en fjallað er um þetta umdeilda mál frá ýms- um hliðum á http://www.eu.utex- as.edu/~tonya/spring/cap/gro upl.html. f - • Bragi Ólafsson Ljóðskáldið Bragi Ólafsson, fyrrum meðlimur Sykurmol- anna, er með síðu með nokkrum af þeim ljóðum sem hann hefur samið. Slóðin er http://saga.is/Menning/Lag- menning/Popp/Bad- Web/bragi.html. KR Heimasíðu Knattspyrnufélags Reykjavíkur, eða KR, er að finna á http://www.toto.is/felog/KR. t Wired. Þannig hafi hann stuðlað að því að samkynhneigðir séu hluti af samfélagi mannanna. Nokkrar af greinum Silbermans má lesa á heimasíðu Wired á http://www.wired.com. Ákærður fyrir greiðslukortasvik um Netið Fyrrum háskólanemi í Flórída hef- ur verið ákæröur fyrir að reyna aö fá greiðslukort um Netið með óheið- arlegum hætti. Honum er gefið að sök að hafa sótt um 174 greiðslu- kort um Netið með þvt að nota nöfn nemenda í sama háskóla og hann. Nöfnin hafði honum tekist að fá úrtölvukerfi háskólans. Grundsemdir vöknuðu þegar kom t Ijós að senda átti öll svör við um- sóknum á sama heimilisfang. Eng- in kort voru gefin út. Nemandi þessi á yfir höfði sér allt að fimm ára fangelsi og allt að 250 þúsund doll- ara sekt (kr. 17,5 milljónir) verði hann fundinn sekur. Indverskar síður í Explorer Microsoft mun vera með fimm ind- verskar vefsíður í vafra sfnum Inter- net Explorer 4.0 en hann mun koma út 30. septemher. Með því að smella á rétta staði í vafranum verður hægt aö komast inn á skemmtilegar indverskar upplýs- ingasfður sem innihalda m.a. frétt- ir frá Indlandi, upplýsingar um skemmtikrafta ogjafnvel krikket- fréttir. Talsmaöur útibús Microsoft í Indlandi segir að þetta verði einnig innifalið í Windows 98 stýrikerfi Microsoft. Það mun koma út snemma á næsta ári. Tekjuupplýsingar aftur á Netið Tryggingastofnun Bandaríkjanna ætlar að gera aðra tilraun til aö gera tekjuupplýsingar fólks að- gengilegar á Netinu. Slík stða var tekin af Netinu í apríl þar sem of auðvelt þótti fyrir fólk aö fá slík- ar upplýsingar um einhvern ann- an. Stofnunin hefur hert öryggi þannig að nú á að vera erfiðara fyrir fólk að fá aðrar fjárhagsupp- lýsingar en þess eigin. Nú þarf að slá inn sérstakt leyniorö til að fá, aðgang að slíkum upplýsingum. Á stðunni á að vera hægt að spá fyr- ir um fjárhaginn í framtíðinni, t.d. hve mikinn ellilífeyri maðurfær mið- að við óbreyttar tekjur. Málaferli gegn netdálkahöfundi Sidney Blumenthal, aðstoðarmað- ur Bandaríkjaforseta og fýrrverandi blaðamaður, hefur höfðaö mál á hendur dálkahöfundinum Mark Drudge sem skrifar aðallega slúð- ur. Dálkar hans hafa verið mikið iesnir meðal áhugamanna um fræga fólkið. Drudge skrifaði t dálki stnum að Blumenthal hefði áður fyrr vanhelgað hjónabandið. Blu- menthal neitaði þessum ásökun- um og síðar dró Drudge þetta til baka. Nú hefur Blumenthal fengið stuðning Bills Clintons og Als Gore varaforseta við málaferli gegn Drudge. é r »1 • • r1 (1 , * MANUDAGUR 15. SEPTEMBER 1997 Islensk málstöð setur orðasöfn á Netið: Tvíburar Tvíburar hafa löngum þótt sérstakur þjóðflokkur. Sérstakt tímarit tileinkað þeim er á http: //www.twinsmagazine.com. mikið WorldCom hefur keypt tölvuris- ann Compuserve fyrir 1,2 milljarða Bandaríkjadala. Ætlunin er að fyr- irtækið muni skipta meö America Online þeirri vöru og þjónustu sem Compuserve sá um áður. Þessi kaup munu breyta forminu á netþjónustu víða. Samkvæmt samningnum munu þeir 2,6 milljón viðskiptavinir net- þjónustu Compuserve nú skipta við AOL. í staðinn mun WorldCom kaupa dótturfyrirtæki AOL, net- þjónustufyrirtækið ANS Commun- ications, fyrir 175 milljónir Banda- ríkjadala. Þar sem viðskiptavinum AOL mun fjölga talsvert á einu bretti við þetta mun það styrkja stöðu fyrirtækisins sem aðalnet- þjónustuaðila Bandarikjanna. Þeir sem skipta við netþjónustu AOL eru nú um níu milljónir. MikUl og þrátlátur orðrómur hef- Steve Case stjórnarformapur AOL. Nú hefur fyrir- tækið ráðandi stöðu á netþjónustumarkaðnum í Bandaríkjunum. Símamynd Reuter. ur verið á kreiki um einhvers konar sam- runa milli AOL og Compuserve en menn voru ekki á einu máli um hvem- ig sá samruni ætti að eiga sér stað. Nú hef- ur það sem sagt kom- ið í ljós. Fyrst um sinn mun AOL reka Compuserve aðskilið frá núverandi starf- semi sinni. Með því vonast fyrirtækið til að slá á tortryggni viðskiptavina Compuserve sem hafa hingað til sneitt hjá að skipta við AOL. WorldCom hefur verið að víkka út starfsemi sína undanfarið. Fyrir- tækið er nú fjórða stærsta netþjón- ustufyrirtæki Bandaríkjanna. Ný- lega keypti fyrirtækið NLnet, sem er stærsta netþjónustufyrirtæki Hollands, þannig að worldCom virð- ist stefna á einhverja landvinninga í Evrópu. Sérfræðingar em ekki alveg viss- ir um hvort hagnaður fyrirtækisins muni aukast eftir þessi viðskipti en forsvarsmenn fyrirtækisins eru sannfærðir um það. Aðrir sérfræð- ingar hafa einnig minnst á að dóms- málaráðuneytið gæti hugsanlega gert athugasemdir vegna þess að eft- ir þessi viðskipti verður AOL alls- ráðandi á netþjónustumarkaðnum i Bandaríkjunum. Forsvarsmenn AOL hafa litlar áhyggjur af þessu. Samningur þessi mun hjálpa AOL við útbreiðsluna í Evrópu en hún hefur verið nokkuð hæg. T.d. fengu þeir 150 þúsund nýja viðskiptavini bara í Evrópu við þennan nýja samning. -HI/Reuter Þar er að finna upplýsingar um alla liðsmenn KR í karla- og kvennaílokki og upplýsingar um leiki liðsins. Heimspeki Allir sem hafa áhuga á góðum heimspekiumræðum ættu að skoða http://killdevil- hill. com/philosophy cat/w ww- board.html. Maradona Tlmes Dagblaðiö Maradona Times er blað sem er sérstaklega tileink- að knattspymugoðinu ógæfus- ama, Diego Maradona. Slóðin á þetta sérstaka blað er http://www.geociti- es.com/colosseum/Field/1782. Vinna er nú i fullum gangi hjá ís- lenskri málstöð við að setja öll orða- söfn sem gefm hafa verið út inn á Netið. Áætlað er að opna þennan orðabanka 16. nóvember, á degi ís- lenskrar tungu. Dóra Hafsteinsdótt- ir hefur séð um tæknilega vinnu við gerð bankans. Ari Páll Kristinsson, formaður Is- lenskrar málstöðvar, segir að hug- myndin hafi fyrst komið upp um 1980 en tæknileg framkvæmd á henni hafi síðan breyst með árun- um, sérstaklega með tilkomu Nets- ins. „Eftir það varð öll framkvæmd mun auðveldari," sagði Ari Páll. I árslok 1995 fékk íslensk málnefnd síðan styrk úr Lýðveldissjóði til að kom fram mikill áhugi á slíkum banka. Við sjáum því fram á að þetta gagnist þýðendum mjög mikið," sagði Ari Páll. Hann sagði að við- brögðin hefðu einnig verið já- kvæð með- al ís- lensku- fræð- Nú er hægt að fletta upp á orðum sem byrja á „a“ og ,,á“ í flugorðasafni og tölvuorðasafni. Þessi söfn verða að sjálfsögðu i heild sinni í gagnabankanum þegar hann verður opnaður. Einnig verða þar orðasöfn úr ýmsum öðrum svið- um, svo sem töifræði, sálarfræði og stjörnufræði. Ari Páll sagði að lokum að tækni- leg vinna við orðabankann væri nánast búin. Aðeins væri eftir að safna orðum í hann. Bankinn verð- ur síðan opnaður á Netinu á degi ís- lenskrar tungu og verður öllum að- gengilegur þar. Slóðin á orðabankann er http: //www.ismal.hi.is/ob. -HI Jamaíka Ef menn vilja ferðast um Jamaíka er hægt að athuga hvaða staði er skemmtilegt að skoða þar á http://www.inside-ja.com. Þetta orðasafn fer lík- lega inn á Netið. setja orða- söfnin á Netið og hef- ur verið unn- ið að því af krafti síðan. Hann segir fólk þegar hafa sýnt þessum orðabanka mik- inn áhuga. „Við héldum fjölmenn- an fund með þýð- endum í vor og þar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.