Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.1997, Qupperneq 19
Robert Wilson sálfræöingur og
nokkrir starfsfélaga hans í sálfræði-
þjónustunni Wilson Banwell &
Associates eru þessa dagana að
kynna nýja vefsíðu. Þar getur fólk
talað við sálfræðing um Netið ef það
á við einhver vandamál að stríða.
Wilson situr þá við tölvu á skrif-
stofu sinni í Vancouver og skrifar
sínar spumingar. Þeir sem hjálpina
vilja eru á ýmsum öðrum stöðum og
skrifa um áhyggjur sínar án þess að
sjá nokkurn tímann sálfræðinginn.
Slóðin á þessa síðu er http:
// www.wilsonbanwell.com.
Þetta er, eftir því sem best er vit-
að, fyrsta síðan sem býður sálfræði-
hjálp um Netið. Hins vegar hafa ver-
ið taldar um 50 síður í heiminum
sem bjóða einhvers konar andlega
hjálp. „Þetta er nýtt og spennandi
svið. Það eru margir á Netinu sem
þurfa á slíkri hjálp að halda,“ segir
dr. John Grohol sálfræðingur í Col-
umbus í Ohio. Grohol býður ráðgjöf
í andlegri heilsu á slóðinni http:
/ / www.cmhc.com.
Sálfræðingar tvístígandi
Margir sálfræðingar eru mjög
hrifnir af því að nota þessa tækni,
einkum vegna þess að hægt er að ná
til fleira fólks með minni tilkostn-
aði. Menn eru samt ekki áhyggju-
lausir yfír því að bjóða þjónustuna á
þennan hátt og eru þá einkum að
hugsa um siðfræðireglur sálfræð-
inga. Sumir sálfræðingar óttast að
ekki sé hægt að tryggja fullan trún-
að milli sjúklings og sálfræðings
með því að nota Netið. Einnig hafa
menn áhyggjur af því að þegar Net-
ið er notað geti sálfræðingar ekki
fýlgst nógu graimt með sjúklingn-
um til að grípa inn í þegar sjúkling-
ur er í mikilli kreppu, jafnvel sjálfs-
morðshugleiðingum.
En Wilson, sá sem minnst var á
hér að framán, telur aö sú þjónusta
sem hann bjóði hafi yfirstigið sum-
ar af þessum hindrunum. Á vefsíðu
hans er til dæmis sérstakur brengl-
unarbúnaður sem tryggir fullan
trúnað og meðferðin á sér stað í lok-
uðu spjallherbergi.
Ýmsir ókostir
Wilson viðurkennir þó að net-
meðferð hafi ýmsa ókosti umfram
þá hefðbundnu. Þeir fá til dæmis
ekki vísbendingar frá rödd eða lík-
amsbeitingu sjúklingsins. Einnig er
hægt að nota tæknina til að afvega-
leiða sálfræðingana. Hins vegar er
Dell fram úr
Compaq
Dell hefur komist fram úr fyrir-
tækinu Compaq í sölu á einkatölv-
um til stærri fyrirtækja. Markaðs-
hlutdeild Dell var 18,4% á þeim
markaði fyrstu sex mánuði ársins
á meðan hlutdeild Compaq var
16,5%. Næst á eftir komu Hewlett
Packard og IBM.
Compaq hefur þó enn forystu í
heildarsölu á tölvum. Forsvars-
menn Dell kæra sig kollótta um
slíkar tölur og heldur því fram að
þeir séu ráðaandi á þeim sviðum
sem máli skipta.
Þessi einkatölvumarkaður er
talinn vera um 30% af allri heild-
arsölu i Bandaríkjunum. Búist er
við að Dell muni jafnvel ná foryst-
unni í heildarsölunni áður en
langt um líður. -HI
framtíöinni fer maöur á Netiö til aö leita til sálfræöings. DV- mynd ÞÖK
hann bjartsýnn á að þetta sé fram-
tíðin og telur að allt að 40% sjúk-
linga hans verði í meðferð um Net-
ið á næstu fimm árum.
Hins vegar skal tekið fram að
menn geta ekki bara farið inn á síð-
una og sagt: „Ég þarf á hjálp að
halda.“ Til þess að komast í slíka
meðferð verður fyrst að staðfesta
hver maður er. Einnig verður mað-
ur að hafa farið í heimsókn til sál-
fræðings í heimabæ sinum áður en
tekið er þátt í meðferð um Netið. Og
ekki er tekið á móti sjúklingum sem
eiga við alvarleg vandamál að
stríða, svo sem ímyndunarveiki,
sjálfsmorðshugleiðingar eða ofbeld-
ishneigð.
Wilson segir að lokum að þetta sé
tilvalin meðferð fyrir netfikla. „Nú
er tækifærið til að segja þeim að
slökkva nú á fjandans tölvunni!"
segir hann. -HI/Reuter
Minningarsíða um móður Teresu
Sett hefur verið á vefinn minn-
ingarsíða um Móður Teresu þar
sem hægt er að skrifa samúðar-
kveðjur og minningarorð um þessa
frægu nunnu. Vefur þessi hefur að-
setur á Indlandi og er slóðin
http://www.indi-
achat.net/motherteresa.
Þegar hafa hundruð skilaboða
verið send inn á vefinn og bera þau
með sér hvað Teresa skipti marga
menn miklu máli. „Guð hefur tek-
ið ljósið frá okkur. Megi hún lýsa
upp himnana líka,“ hljóma til
dæmis ein skilaboðin sem send
hafa verið.
Öllum skilaboðum, sem send
verða á síðuna, veröur komið
áleiðis til reglunnar í Kalkútta sem
Teresa var meðlimur í. Síðan var
komin á Netið aðeins 15 klukku-
stundum eftir dauða hennar en
hún lést fyrir tíu dögum, 87 ára að
aldri.
LsrkíaLnðlár
Unnið að framhaldi af Diablo
Blizzard Entertainment, sem fram-
leiðir hinn vinsæla leik Diablo, hef-
ur tilkynnt að framhald af þessum
leik, Diablo II, muni koma út í lok
næsta árs. Framhaldið mun gerast
í sömu dimmu veröldinni sem Diablo
stjórnar með harðri hendi. Þó verða
ýmsar breytingar gerðar á umhverf-
inu og bæjunum. Einnig verða ýms-
ar nýjungar í bardagatækni. Hægt
verður að velja um fimm persónur til
að stjórna sem hver hefur sína sér-
stöku eiginleika. Einnig þarf að kljást
við ýmis ný dýr. Diablo hefur nú selst
í milljón eintökum um allan heim.
Varist sjóræningjaútqáfur
Leikjaframleiðendur lenda iðulega í
vandræðum vegna sjóræningjaút-
gáfa af leikjum. í síðustu viku var
sagt frá orðrómi þess efnis að út-
gáfa af Dark Forces II væri komin á
Netið en talsmaður Lucas Arts, sem
framleiðir leikinn, kannast ekki við
það. Meira er þó um að geisladisk-
ar meö slíkum útgáfum séu í um-
ferð. Einni slíkri útgáfu var dreift af
kappakstursleiknum F1 Racing
Simulator. Ókostirnir voru hins veg-
ar margir. Útgáfan var t.d. 27 Mb og
á frönsku. Svona útgáfur eru því ekki
alltaf jafngóöar og leikurinn sjálfur.
Eltir af paparazzi
Paparazzi hafa verið mikio í umræö-
unni eftir lát Díönu prinsessu. Ónefnt
fýrirtæki hefur sent frá sér leik sem
gengur út á það að paparazzi-ljós-
myndarar elta mann á röndum við
hinar ýmsu aðstæður. Þannig á að
láta mann líða svipað og Díönu leið
þegar blaðaljósmyndarar ofsóttu
hana. Einn af þeim sem geröi leik-
inn segir aö hann sé gerður til að
mótmæla aðerðum þessara lítt geö-
þekku Ijósmyndara. Hægt er að ná
í leikinn á slóðinni http://www.fair-
game.org/paparazi. Windows95 og
þrívíddarskjákort er nauösynlegt.
Leikur byggður á Blackstone
Chronicle
Fyrirtækið Mindscape hefur gert
samning við John Saul, höfund met-
sölubókaflokksins The Blackstone
Chronicles, um að gera leik eftir
þessum flokki. Þessar bækur fjalla
um dularfulla atburði sem gerast t
bænum Blackstone á Nýja- Englandi.
Einnig er sagt frá hæli sem byggt
var þar til að stemma stigu við glæp-
um. Sex bækur eru í þessum bóka-
flokki og verður umhverfi hverrar bók-
ar heimfært í tölvuleikinn. ABC er
einnig að gera sjónvarpsþætti eftir
þessum bókum. Þættirnir verða á
dagskrá snemma á næsta ári en
leikirnir koma aðeins seinna á ár-
inu.
Myst vinsælastur
Samkvæmt alþjóðlegum tölvuleikja-
sölulista var Myst sá leikur sem seld-
ist mest í júlí fyrir PC- tölvur. Þetta
er annar mánuðurinn í röö sem Myst
heldur þvi sæti. í öðru sæti er Di-
ablo og Dungeon Keeper í því þriðja.
Það sem vekur mesta athygli er að
Quake fellur úr 12. sæti í það 18. á
aðeins einum mánuði og þykir það
mikiö. Af leikjum fyrir Machintosh er
Duke Nuken í efsta sæti, Archives
II í öðru og LinksPro í því þriöja.
Machintosh útgáfan af Myst er I
fjórða sæti. ^
Og toppþjónusta ókeypís
Nii tengjum víð heimíli og fyrírtæki
Allt að 56K eða ISDN tenging til þín*
100% stafrænt samband - aldrei á tali
Ókeypis heimsókn tæknimanns til að tengja þig**
\- Vel valinn hugbúnaður
Ótakmarkaður aðgangur - engin aukagjöld
Ókeypis Internet kynningarnámskeið
Tæknimenn á vakt alla daga kl. 9-24
Ókeypis 2 netföng/pósthóif sem hægt er að
tengjast hvar sem er í heiminum
Frír septenbamánuður
co (5 £
Ol O) C
® « .E |
‘o t ££
izr d) 03 E
3 o q. ro
c in 3 "o
gœ ,=
!=•£•§
Ín-S-SIE “
SgS-sS
JOm »-
'3 n- “
56Keðaminna **
Stofngjald kr. 2.450
Nóatún 17 • S: 562 6000 • www.xnet.is
Mánaðargjald kr. 1.780
ISDN
Stofngjald kr. 5.280
Mánaðargjald kr. 3.820
Document: Doní.
Létt V*rk Auglýsingastofa