Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.1997, Síða 23
MÁNUDAGUR 15. SEPTEMBER 1997
31 f
DV
Fréttir
Eskifjörður og Reyðarfjörður:
Læknisleysi
hrjáir íhúana
DV, Eskifirði:
Læknislaust verður eina ferð-
ina enn á Eskiflrði og Reyðarfirði
írá og með fostudeginum 12. sept-
ember nk. Er það mikið áhyggju-
efni fyrir íbúa þessara byggðar-
laga að missa nú bæði Örvar Þór
Jónsson og Theódór Jónsson sem
starfað hafa hér undanfarið sem
afleysingalæknar með mikilli
sæmd og sóma. Okkar ágæti hér-
aðslæknir, Auðbergur Jónsson,
sem starfað hefur hér á Eskifirði
og Reyðarfirði sl. 18 ár, er búinn
að finna sér vinnu á Egilsstöðum
og mun flytja þangað.
Þess má geta að Jóhann
Klausen, fyrrverandi bæjarstjóri,
spáði því þegar Svavar Gestsson,
þáverandi ráðherra, tilkynnti að
apótekið yrði tekið af læknunum
hér, sem annars staðar á landinu,
myndu þeir ekki sætta sig við
slíkt þar sem það hefði í för með
sér verulega kjaraskerðingu fyrir
þá. Enda væru hin raunverulegu
læknalaun lág og aldrei nein
hvíld hjá læknum vegna mikilla
anna á öllum tímum sólarhrings-
ins. Hefur Jóhann reynst sann-
spár í þessum efnum því lækna-
málin hafa verið í miklu uppnámi
hér í læknishéraðinu síðan.
Hefur það ástand skapað ótta og
öryggisleysi meðal íbúanna.
Sveinbjörg Pálsdóttir, yfirhjúkr-
unarkona i Hulduhlíð, hefúr veru-
legar áhyggjur af ástandinu þar
sem þar er alltaf læknislaust af og
tiL
-Regína
Bæjaryfiröld á Akranesi:
Vilja fresta
sölu á Sements-
verksmiðjunni
DV, Akranesi:
í fjárlögum fyrir árið 1998 er gert
ráð fyrir því að Sementsverksmiðja
ríkisins hf. verði seld. Akranes-
kaupstaðar á þar mikilla hagsmuna
að gæta. Þar vinna um 100 manns
og bærinn lagði verksmiðjunni til
land þegar hún var reist og felldi
niður ýmis gjöld.
Til að spyrjast fyrir um viðbrögð
Skagamanna við sölu Sementsverk-
smiðjunnar sneri DV sér til Gísla
Gíslasonar, bæjarstjóra á Akranesi:
„Ætlunin er að hitta Finn Ingólfs-
son iðnaðarráðherra mánudaginn 8.
september og fara yfir málið,“ sagði
Gísli. „Bærinn lagði fram tillögu
þess efnis að sölu verksmiðjunnar
yrði frestað og að tilnefndir yrðu að-
ilar sem mætu hvort bærinn ætti
réttmæta kröfu á hendur ríkinu
vegna framlaga við stofnun hennar.
Tillaga bæjarins fékk ekki hljóm-
grunn hjá iðnaðarráðuneytinu að
svo stöddu en áfram verður rætt um
málið.“
-DVÓ
Haskolastofnun
Háskólamenntaður maður, karl eða kona,
óskast til þess að vinna að stofnun og skipu-
lagningu náms í nýjum verslunarháskóla. Ráð-
gert er að kennsla hefjist 1. september 1998 í
húsnæði sem nú er verið að reisa við Ofanleiti
nr. 2 í Rvk.
Fyrirhugað er að innrita 150 nýstúdenta til
þessa náms næsta haust. T.V.Í. mun einnig
flytja í hið nýja húsnæði en þar stunda nú um
200 nemendur nám. Að Ofanleiti 2 verður rúm
fyrir 500 nemendur.
Verkefnið er í því fólgið að fara yfir allar fyrir-
liggjandi áætlanir, endurskoða þær og kynna
þegar fullnaðarsamþykkt skólanefndar liggur
fyrir. Enn fremur að aðstoða við faglega upp-
byggingu og ráðningu kennara.
Æskilegt er að umsækjandi hafi víðtæka þekk-
ingu á alþjóðlegu viðskiptalífi, nútíma háskóla-
starfi og háskólakennslu.
Laun eru skv. samkomulagi og fara eftir mennt-
un, starfsreynslu og hæfileikum.
Umsóknir skal senda til undirritaðs sem einnig
veitir allar frekari upplýsingar. Umsóknarfrest-
ur er til 1 5. október nk.
Tölvuháskóli V.í. Þorvarður Elíasson
skólastjóri, Ofanleiti 1
Thorvard@tvi.is Fax 568 8024 Sími 568 8400
SPAR
SPORT
SPRETTUR
flOIDAS
■ROTTAGALLAR
BARNA
kr. 4990
FULLORÐINS
kr. 5500
Skólataska kr. 3490
SPAR ISPORT
TOPPMERKI A LAGMARKSVERÐI
NOATUNSHUSINU NÓATÚNI 17 • SÍMI 511 4747