Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.1997, Page 36

Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.1997, Page 36
— t 44 MÁNUDAGUR 15. SEPTEMBER 1997 Jtr Tröllið eins og tuskubrúða „Arthúr Bogason, tröllið sjálft, hefur látið Kristján litla Ragn- arsson kasta sér eins og tusku- brúðu.“ Garðar Björgvinsson, útgerðar- maður og bátasmiður, í DV. Viðskiptasjónarmiðin víkja „í hinni gagnrýnislausu logn- mollu sem lagst hefur yfir þjóðfé- lagið verða meira að segja hin heilögu viðskiptasjónarmið að víkja, því Jón Viðar „trekkti", eins og það er kallað." Illugi Jökulsson, á rás 2. Viðburður aldarinnar „Ef marka ætti viðbrögð fjöl- miðla er andlát Díönu meiri við- burður en upphaf heimsstyrjald- anna tveggja, lok kalda stríðsins og fjöldamorðin í Rúanda.“ Dagur Þorieifsson, í Degi- Tím- anum. Ummæli Réttlátara dómskerfi „Okkar dómskerfi er réttlátara en það norska.“ Kristján Ragnarsson, form. Landssambands íslenskra út- vegsmanna, í DV. Eitt bannað, hitt leyft „Það sýnir fáránleikann að á sama tíma og sala á Pistasio- hnetum er stöðvuð vegna mögu- leika á krabbameinsvaldandi efni, þá á að flytja inn nýja vöru- tegund með 40 krabbameinsvald- andi efnum.“ Þorgrímur Þráinsson, fram- kvæmdastjóri Tóbaksvarna- nefndar, í Degi-Tímanum. Bókasöfn í heiminum eru mis- stór en sameiginlegt er með þeim að þau eru nauðsynleg í hverju bæjarfélagi sem hefur ein- hvern metnaö. Bókasöfn Elstu bókasöfn sem vitað er um voru í Egyptalandi og Babýlon og er sagt frá þeim í rit- um. Það elsta sem hefur varð- veist er leirtöflusafn Assúrbanúipals annars Assýríu- konungs og er það frá sjöundu öld f.Kr. Það bókasafn sem fræg- ast var í fornöld var Alexandr- íusafnið. í Rómaveldi voru mörg merk bókasöfn en ekkert þeirra varðveittist lengur en fram á miðaldir. Þegar leið á aldirnar voru bókasöfn yfirleitt í klaustr- um og við kirkjur. Síðar komu háskólabókasöfn til sögunnar og á endurreisnartímanum urðu til stór einkabókasöfn, mörg þeirra i eigu þjóðhöfðingja, sem síðar urðu að þjóðarbókasöfnum. Blessuð veröldin Almenningur fær aðgang Það var á nítjándu öld sem byrjað var að skrá bækur eftir skipulagi í bókasöfnum til að gera þau aðgengilegri og þá voru þau fyrst opnuð almenningi. Stærstu bókasöfn í heimi eru Library of Congress í Was- hington, Lenínbókasafnið í Moskvu, Bibliothéque Nationale í París og British Library í London. Á íslandi var fyrsta bók- hlaðan reist í Flatey á Breiða- firði árið 1864. Stærstu bókasöfn á Islandi eru Landsbókasafn ís- lands og Háskólabókasafnið. Gengið á Háleyjarbungu Margar göngulsiðir er hægt að velja um ef gengið er á Reykjanesi. Gangan getur hafist í Mölvík eða Sandvík og er gengið nokkum veg- inn beint upp á Háleyjarbungu, sem er gömul dyngja við ströndina og aðeins 38 metra há. Nokkuð hefur sjórinn brotið af dyngjunni og efst uppi er allstór gígur 25 metra djúp- ur. Mikið er um ólivínkristalla í hrauninu, enda er þetta sams konar hraun og í Lágafelli og nefnist pikrít. Umhverfi Frá gígnum er stefnan tekin á Krossavíkurberg og gengið vestur bjargbrúnina, sem fer hækkandi er vestar dregur. Þar sem bergið er einna hæst heitir Hrafnkelsstaða- borg. Nokkru vestar er komið að svæði sem Skemmur heitir. Rétt þar fyrir utan er gulur aðstoðarviti á stað sem Skarfasetur nefnist og svo Reykjanestá. Stefnt er í átt að Vala- hnúkum og á leiðinni þangað fórum við fram af háum misgengisstalli, Valbjargagjá og eftir Valahnúka- möl, einni fallegustu hnullungafjöru sem maður sér. í heild sinni er þessi ganga mjög áhugaverð, alls um 7 kílómetrar og 3-4 tíma ferð. Alfreð Möller: Vona að áhugi á tækjaþjálfun aukist DV, Suðurnesjum: „Áhugi fólks á Suðumesjum á tækjaþjálfun og lóðum hefur verið lítill. Með tilkomu stöðvar minnar vona ég að áhugi fólks vakni. Stefn- an er að efla heUsu og hraustleika fólks á Suðurnesjum," sagði Alfreð Möller, 27 ára, sem rekur sólbaðs- og líkamsræktarstöðina Lífsstíl í Keflavík. Alfreð hefur rekið sólbaðs- stöð í rúm þrjú ár en fjárfesti nýlega í nýjum tækjum og tólum fyrir margar milljónir og hefur sett upp líkamsræktarstöð eins og þær ger- ast bestar með öUu tilheyrandi. Lífs- stUl er í 700 fermetra húsnæði. Al- freð er liklega sá maður á Suður- nesjum sem mest er talað um þessa dagana og það fyrir að fjárfesta mUljónir í öflugum tækjasal fyrir Suðurnesjamenn. Aðspurður hvort þetta væri ekki mikUl áhætta sagði Alfreð: „Þetta er náttúrlega geggjun. Ef þú ert nógu klikkaður til að gera hlutina þá ganga þeir upp. Ég hef mikla trú á að þetta gangi upp, annars hefði ég aldrei farið út í þessar framkvæmd- ir. Það hentaði vel að stækka á þennan hátt við sólbaðsstöðina. Það sem ég er að gera er í samræmi við það sem góðar stöðvar eru að gera í Reykjavík. Viðbrögðin hafa veriö frábær og fólk er ánægt með stöð- ina. Áður en ég fór út í þessar framkvæmdir fékk ég mikla hvatningu frá fólki hér á svæð- inu. Mottóið mitt er að þegar mað- ur fer út í svona framkvæmdir þá gerir maður þær með stæl.“ Alfreð segir að þegar hann opn- aði hafi verið ein stöð fyrir í Kefla- vik með tækjum. „Fólk verður að geta valið á mUli stqðva. Sam- keppni er af hinu góða.“ Alfreð seg- ist fylgjast vel með þróun mála í líkamsrækt í heiminum. „Mað- ur verður að fylgjast vel með. Al- menn þróun í heiminum er sú að lóðin og tækjaþjálfun eru að koma meira inn og spinning á mikUli upp- leið. Það sem er að gerast helst er að hlaupabretti, þrekstigar og hjól eru á hraðri uppleið, svoköUuð upphit- unartæki." Alfreð er yngstur þriggja systk- ina, en hann á tvær eldri systur. Hann er fæddur og uppalinn á Akureyri. Þar bjó hann tU 18 ára aldurs og fluttist tU Reykjavíkur. Hann fluttist síð- an tU Keflavíkur 1993 og keypti sólbaðsstöðina 1994. Foreldrar Alfreðs búa á Ak- ureyri. Alfreð á sér nokkur áhugamál þrátt fyrir að eyða miklum tíma í að sinna fyrirtæki sínu. „Ég hef mikinn áhuga á seglskútusigling- um, ferðalögum almennt og ljós- myndun." Alfreð segir að það sem hafi kom- ið mest á óvart þegar hann opnaði líkamsræktarstöðina 4. júlí sé að stór hluti viðskiptavina séu konur á aldrinum 35-55 ára. „Það er mjög skemmtUegt að hafa þennan hóp hjá sér. Þetta er kannski sá hópur sem ég átti síst von á,“ sagði Alfreð. -ÆMK Alfreð Möller. DV-mynd Ægir Már Maður dagsins Myndgátan Nýbakaður meistari Myndgátan hér að ofan lýsir nafnorði. Árni Arinbjarnarson leikur á org- elið í Selfosskirkju. September- tónleikar í Selfosskirkju Stuttir tónleikar eru á þriðju- dagskvöldum í Selfosskirkju all- an septembermánuð. Fyrir viku var Bjöm Steinar Sólbergsson orgelleikari með tónleika og nú er komið að Áma Arinbjarnar- syni að leika á orgelið í kirkj- unni annað kvöld. Eftirtalin verk verða leikin: Toccata og fúga eft- Tónleikar ir J.F.N. Seger, fúga í a-moU eftir B.M. Czernhorsky, þrír sálmafor- leikir eftir J.S. Bach, sónata nr. 6 í d-moU eftir F. Mendelssohn, Choral nr. 3 í h-moll eftir C. Franck og gotnesk svíta eftir Boelmann. Tónleikamir hefjast kl. 20.30 og er aðgangur ókeypis. Bridge — í Bandaríkjunum eru margar sterkar bridgekonur sem gefa körl- um í íþróttinni ekkert eftir. Lands- lið Bandaríkjanna í kvennaflokki hafa, líkt og lið þeirra í opnum Uokki, margoft náð því að verða heimsmeistarar. Margir em á því að sterkasta bridgekona Bandaríkj- anna frá upphafi sé Helen Sobel en nokkuð er um liðið síðan hún lést (1969). Helen Sobel náði því tU dæm- is að vera meðal 25 stigahæstu spU- ara landsins. í spUadæminu hér á eftir sjáum við Helen Sobel í vöm gegn 4 spöðum suðurs í VanderbUt- útsláttarkeppni sveita á fimmta ára- tugnum. Sagnir tók fljótt af, suður gjafari og allir á hættu: * 3 * K4 * ÁD9742 * ÁK63 é Á975 * DG1076 * K3 * G10 * KDG108642 * 93 * G * 72 Suður Vestur Norður Austur 4 * pass pass pass Þessum samningi er varla hægt að tapa þrátt fyrir 4-0 leguna í trompinu og þá staðreynd að hjarta- ásinn liggm- hjá austri. Sobel spUaði út hinu sjálfsagða útspili, hjarta- drottningunni. Vörnin tók tvo fyrstu slagina á hjarta og síðan spU- aði Sobel laufagosanum. Sagnhafi drap á kónginn í blindum og spUaði strax spaða á kónginn. Sobel drap á ásinn og spUaði áfram laufi og sagn- hafi var í ákveðnum vanda. Hann þurfti einhvern veginn að komast heim en vegna 4-0 legunnar hafði hann ekki efni á,að trompa með háu spUi. TU þess að fresta| ákvörðun- inni lagði sagnhafi niður tígulás og Sobel fylgdi strax í með kóng. Sagn- hafi engdist í nokkra stund en ákvað síðan að spUa laufl úr blind- um og komast heim þannig. Sagn- hafi hefði getað gert betur. Hann átti að draga tennumar úr andstöð- unni með svoköfluðu „dentist coup“ (tannlæknabragði). Eftir að hafa drepið á laufkóng hefði hann átt að spUa laufásnum og tígulásnum áður en hann spUaði trompi á kónginn. Vestur hefði þá neyðst tU að gefa sagnhafa innkomuna. ísak Örn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.