Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.1997, Page 40
Vinningstölur laugardaginn 13-
Jfl4 ((l5 «18
35
26
Vinningar Fjöldi vinninga Vinning&upphœð
'• S“tS 6.853.750
2. /, at s+'pi® 3 173.120
3 4 “t s 75 11.940
4-3 at 5 3.164 660
Heildarvinningsupphœð
10.356.850
FRETTASKOTIÐ
SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eða er notaö í DV,
greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið
í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Viö tökum við fréttaskotum allan
sólarhringinn.
550 5555
MANUDAGUR 15. SEPTEMBER 1997
Ólafsvík:
Gróf líkams-
árás
► Ráðist var á mann í Ólafsvík að-
faranótt sunnudagsins og honum
misþyrmt. Maðurinn, sem er á þrí-
tugsaldri, var staddur fyrir utan sam-
komuhús í Ólafsvík, en þar stóð þá
yfir dansleikur. Annar maður réðst
að honum, barði hann niður og
sparkaði í hann. Sá fyrrnefndi var
mjög ölvaður og gat litla björg sér
veitt. Hann var talsvert slasaður eft-
ir árásina, nefbrotinn og skrámaður
á ýmsum stöðum, auk þess sem hann
kvartaði um í baki. Hann var fluttur
á sjúkrahúsið á Akranesi til aðhlynn-
ingar.
Árásarmaðurinn var handtekinn
og færður til yflrheyrslu hjá lögreglu.
Honum var síðan sleppt. -JSS
Flugslys á AustQörðum:
Þyrla hrapar í
Hamarsfiröi
- björgunarmenn komu á slysstað um miðnætti
Þyrlan TF-HHD, sem var í
hreindýraflutningum i Hamars-
flrði á Austfjörðum í gær, fórst í
sunnanverðum firðinum í svoköll-
uðum Kálfeyrarfjöllum, skammt
suður af Djúpavogi. Slysið varð
skömmu fyrir kl. 19.30 í gær-
kvöldi. Samkvæmt upplýsingum
sem fengust hjá Þyrluþjónustunni
í gærkvöldi var flugmaðurinn
einn í vélmni þegar atvikið varð.
Að sögn björgunarmanns sem
DV ræddi við í gærkvöldi varð
slysið þannig að flugmaðurinn
hafði nýlokið við að setja farþega
út úr þyrlunni og var að hefja
hana á loft á ný. Skyndilega hrap-
aði þyrlan og skall í jörðina. Far-
þeginn, sem nýstiginn var út úr
þyrlunni þegar slysið varð, hlúði
að flugmanninum á slysstað í gær
og tókst honum að kalla í hjálp
um farsíma sem hann hafði með-
ferðis. Hann var í sambandi við
björgunarmenn og miðuðu þeir
björgunarundirbúning sinn við
það að flugmaðurinn væri talsvert
slasaður.
Þegar DV fór í prentun seint í
gærkvöldi voru fyrstu björgunar-
menn að koma á slysstaðinn og
hafði veöur á slysstað versnað
verulega frá því að slysið varð.
Aðstæður á slysstað voru þannig
þegar slysði varð að byijað var að
skyggja en veður var þokkalegt,
fremur lítill vindur og úrkomu-
laust. Þegar björgunarmenn komu
á staðinn var hins vegar orðið all-
hvasst og rigning eða slydda.
Björgunarsveitir frá Djúpavogi,
Fáskrúðsfirði og Höfn í Horna-
firði voru þegar kallaðar út eftir
slysið. Enn fremur var þyrla
Landhelgisgæslunnar, TF-SIF,
kölluð út og flaug hún af stað og
var áætlaður lendingartími henn-
ar í Hamarsfirði kl. 22.15. Veður
var hins vegar mjög slæmt við
sunnanvert landið í gærkvöldi og
varð Gæsluþyrlan að snúa við. í
hennar stað var fengin þyrla frá
vamarliðinu á Keflavíkurflug-
velli.
-SÁ
Þyrla Þyrluþjónustunnar, TF-HHD, sem fórst í Hamarsfirði í gærkvöldi.
Flugmaöurinn haföi nýsett farþega sinn af og var aö hefja hana á loft
þegar hún hrapaöi skyndilega og skall í jörðina viö hliðina á farþeganum.
Farþeginn hlúöi aö flugmanninum og tókst aö láta vita um atburðinn um
farsíma. Björgunarmenn náöu aö slysstað um kl 11.30 í gærkvöldi.
A-flokkar í Kópavogi:
Borgarritara
boðið fyrsta
sætið
„Þú verður að hafa aðra heimild-
armenn að þessari sögu en mig. Ég
vil ekkert ræða þetta,“ sagði Helga
Jónsdóttir borgarritari í gærkvöldi
þegar DV spurði hana hvort hún
hygðist skipa efsta sætið á sameigin-
legum framboðslista A-flokkanna í
Kópavogi fyrir sveitarstjórnarkosn-
ingarnar næsta vor.
Samkvæmt heimildum DV gengu
þrír fulltrúar flokkanna, einn frá Al-
þýðuflokki, einn frá Alþýðubanda-
lagi og einn frá Kvennalista, á fund
Helgu í lok siðustu viku til að leita
eftir því við hana að skipa efsta sæti
sameiginlegs framboðslista i Kópa-
vogi eftir fyrirmynd frá R-listanum í
Reykjavík. Heimildarmenn blaðsins
segja að Helga hafi tekið mjög dræmt
í málið en sjálf vildi hún ekkert um
málið segja.
Valþór Hlöðversson, bæjarfulltrúi
Alþýðubandalagsins, vildi ekkert
ræða þetta mál í gærdag en kvaðst
undrast að tveggja til þriggja manna
tal væri komið inn á borð blaða-
manna.
Maður sem er framarlega í flokks-
starfi í Alþýðuflokknum og óskaði
ekki eftir að koma fram undir nafni
staðfesti í gær við DV að þessi fund-
ur hefði átt sér stað. Hann kvaðst
telja að Helga hefði ekki alfarið vís-
að málinu frá sér. Málið væri enn
opið.
-SÁ
Leikskólakennarar:
Arangurslítill
fundur
Samningafundi leikskólakenn-
ara og launanefndar sveitarfélag-
anna, sem hófst kl. 14 í gærdag,
lauk á tiunda tímanum í gærkvöld.
Að sögn Bjargar Bjamadóttur, for-
manns Félags íslenskra leikskóla-
kennara, þokaðist sáralítið í sam-
komulagsátt. Leikskólakennarar
hafa boðað verkfall 22. september
nk.
Á fundinum í gær lagði samn-
inganefnd leikskólakennara fram
gagntilboð við síðasta tilboði
launanefndarinnar sem kom fram
sl. miðvikudag. Enn stendur allt í
jámum hvað varðar launalið og
röðun í launaflokka, en aðeins hef-
ur þokast í samkomulagsátt hvað
varðar aðra þætti. „Við munum
skoða hvað er í heildarpakkanum,
ef við nálgumst einhvem samn-
ingagmndvöll, en hann er ekki í
augsýn enn sem komið er,“ sagði
Björg í gærkvöld.
Næsti samningafundur hefur
verið boðaður á miðvikudag kl. 16.
-JSS
A ÞA AÐ INNLIMA
BORGINA í KÓPÓ?
Veðrið á morgun:
Hlýjast
suðaust-
anlands
Á morgun má búast við norð-
vestangolu eða kalda. Slydduvél
verða við ströndina norðaustan-
lands en annars þurrt. Víða létt-
skýjað um suðvestanvert landið.
Hiti verður á bilinu 2-10 stig, hlýj-
ast suðaustanlands.
Veðrið í dag er á bls. 45