Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1997, Side 21
FÖSTUDAGUR 3. OKTÓBER 1997
33
Fréttir
Málning
ýrðist á bíla
DV, Stöðvarfirði:
Mikið hvassviðri var hér á
Stöðvarfirði fyrstu dagana nú í
vikunni eins og annars staðar á
Austurlandi. í einni vindhviðunni
fuku málningardósir sem staðið
höfðu úti við og opnuðust með
þeim afleiðingum að málningin
ýrðist yfir nokkra bíla sem stóðu
við samkomuhús bæjarins.
Það verður ærinn starfi að fjar-
lægja hinn nýja lit af bflunum og
spuming hvort ekki verður að
sprauta suma þeirra alveg á ný.
-GH
Endurokeppni Snigla:
36 þátttakendur
í erfiðri keppni
Laugardaginn 27. september fór
fram í annað skiptið endurokeppni
Snigla við Litlu kafflstofuna.
Keppnin, sem styrkt er af Olis, er
undirbúningur fyrir íslandsmeist-
aramót á næsta ári. Óhætt er að
segja að keppnin hafi vakið þó
nokkra athygli bæði áhorfenda og
keppenda en þeir voru 36 skráðir til
leiks. Leiðin sem valin haföi verið
var u.þ.b. 50 km löng í blandaðri
keyrslu og voru keppendur á einu
máli um að Hirti, skipuleggjanda
Ikeppninnar, hefði tekist vel til með
brautina. Keppnin hófst stundvís-
lega klukkan 2 og voru keppendur
ræstir með einnar mínútu millibili.
Lagt var af stað frá Litlu kaffistof-
unni og ekiö með fram línuvegi upp
undir Húsmúla, kringum Bolavelli
og Lyklafell, undir þjóðveg númer 1
við flugvöllinn á Sandskeiði, upp
með fram malamámunum og endað
afúu- við Litlu kaffistofúna. Brautin
var mjög blönduð með bæði hröðum
. og hægum köflum og veðrið var líka
eftir því, sólskin og rigning til skipt-
is. Greinilegt var á keppendum að
keppnin var mjög erfið, eins og sjá
mátti á einum keppanda sem missti
hjólið sitt á hliðina í brattri brekku
í seinni hluta brautarinnar. Kvaðst
hann alveg vera búinn eftir átökin
en var hvattur aftur af stað af hjálp-
sömum áhorfendum.
Eins og áður sagði hófu 36 keppn-
ina en átta féllu úr keppni á leiö-
inni, þ.á m. nokkrir er fyrir fram
hafði verið búist við að yrðu ofar-
lega, eins og Karl Gunnlaugsson og
Heimir Bárðarson. Heimir datt og
fór margar veltur á hjóli sínu en
stóð strax upp til að veifa næsta
keppanda áfram.
Fimm efstu urðu þessir:
1. Viggó Viggósson, Honda XR 400 47,05
2 Einar Sigurösson, Honda XR 400 50,33
3. Reynir Jónsson, KTM 360 51,11
4. Guömundur Sigurðsson, KTM 360 51,12
5. Einar Bjamason, Husqvama 410 52,05
Sementsverksmiðjan:
Engin hreyfing á
sölu hlutabréfa
Einnig hvort Akranesbær vilji hafa
afskipti af sölumálum ríkisins.
Afar óliklegt er nú að bærinn
kaupi hlut í verksmiðjunni énda
hefúr það verið markmið bæjarins
að undanfömu að draga sig út úr
rekstri fyrirtækja.
Ríkið hefur látið Fjárvang meta
söluvirði sementsverkmiðjunnar.
Það mat hefúr tekið breytingum al-
veg til þessa dags þannig að ekkert
er hægt að fullyrða um raunveru-
legt söluverð. Um þann þátt málsins
verður iðnaðarráðuneytið að svara
fyrir,“ sagði Gísli. -DVÓ
Jj
DV, Akranesi:
Bæjaryfirvöld á Akranesi hafa að
undanfomu rætt við iðnaðarráð-
herra og starfsmenn Sementsverk-
smiðju ríkisins um sölu á 25% hlut
ríkisins í Sementsverkmiðjunni hf.
Ríkið á sem kunnugt er 100% hluta-
fjár í SR. Til að kanna stöðu málsins
sneri DV sér til Gísla Gíslasonar,
■ bæjarstjóra á Akranesi.
„Málið er enn á því stigi að rætt
er um á hvaða kjörum ríkið hefur í
hyggju að bjóða hlutabréfm starfs-
1 mönnum Sementsverksmiðjunnar.
Verið velkomin á Ostadaga í Perlunni um helgina þar sem kynntar verða ýmsar nýjungar.
Boðið verður upp á osta og góðgæti úr tilraunaeldhúsi Osta- og smjörsölunnar auk
þess sem gestum gefst tækifæri til að kaupa íslenska gæðaosta á kynningarverði.
I kaffiteríu Perlunnar verða ostakökur, ostabökur og ýmsir ostar á boðstólum.
Birtar verða niðurstöður íslenska gæðamatsins á ostunum sem teknir
voru til mats nú í vikunni.
Gríptu tækifærið og kauptu þér íslenska afbragðsosta!
OSTALYST 3
Fáðu að bragða á gómsætum réttum úr nýju matreiðslubókinni
okkar sem er að koma út og verður á kynningarverði á Ostadögum.
SKEMMTIATRIÐI
Orn Árnason og Jónas Þórir skemmta gestum á laugardag kl. 14 - 15
og á sunnudag kl. 16 - 17
ÍSLENSKIR
OSTAR^
^tlNAS^
-- <23^
4. og 5. október kl.13 - 18
íslandstneistarakeppnin í Ostagerð
í Perlmmtn wm helginal*
Spennandi nýjungar verða kynntar!
OSTAR Á KYNNINGARVERÐI
OSTAMEISTARIÍSLANDS
Um helgina verður Ostameistari íslands útnefndur.
ALLT UM OSTA
Ostameistararnir verða á staðnum og sitja fyrir svörum um allt það sem lýtur
að ostum og ostagerð og bjóða þér að bragða á ostunum sínum.
ÍSLENSKT GÆÐAMAT
i
i
I
t
I
4