Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1997, Qupperneq 22
34
FÖSTUDAGUR 3. OKTÓBER 1997
Fréttir
Kolmunnaveiðunum lokið:
■ Heildarveið-
in 10 þúsund
tonn
^ - skipstjórar bjartsýnir á framhaldið
„Ég er ánægöur meö árangurinn
og það hefði örugglega mátt veiða
talsvert meira af kolmunnanum ef
við hefðum byrjað fyrr. Það var
mikið af kolmunna á miðunum þeg-
ar við byrjuðum en síðan hefur
dregið jafnt og þétt úr veiðunum,"
sagði Hörður Guðmundsson, skip-
stjóri á Þorsteini, en skipið kom inn
til Neskaupstaðar á sunnudag með
300 tonn. Það fer nú á loðnuveiðar.
Þorsteinn EA 810 hefur fengið
mest af kolmunnanum. Skipið hóf
veiðar um miðjan ágúst og hefur
fengið á fjórða þúsund tonn þrátt
fyrir talsverða byrjunarörðugleika í
fyrstu tveimur túrunum, pokinn
sprakk í hífmgu en kolmunninn
þenst út þegar híft er og þarf að taka
trollið mjög rólega upp. Nú er búið
að veiða um 10.000 tonn af kolmunn-
anum. Mest hefur verið landað á
Neskaupstað, 7200 tonnum. -ÞGK
Nótaskipið Þorsteinn á miðunum. DV-mynd Þorsteinn G. Kristjánsson
Sementsverksmiðjan:
Aukin fram-
leiðsla
DV, Akranesi:
Forráðamenn Akraneskaupstað-
ar og stjórn Sementsverksmiðju
ríkisins hafa hist á fundum að
undanfórnu þar sem rætt hefur
verið um stöðu fyrirtækisins,
hlutabréf þess og fleira. Það er í
samræmi við ákvæði laga um
Sementsverksmiðjuna hf. um sam-
ráð stjómar verksmiðjunnar og
bæjarins.
„Rætt var almennt um stöðuna,
helstu framkvæmdir sem verk-
smiðjan ætlar að leggja í á næst-
unni, svo sem vamir gegn ásókn
fugla við sanddælingu, og meng-
unarmál.
Fram kom að framleiðsla verk-
smiðjunnar er umfram það sem
áætlað var á þessu ári og einnig
var rætt um fyrirliggjandi hug-
myndir um sölu á 25% hlut verk-
smiðjunnar," sagði Gísli Gíslason,
bæjarstjóri á Akranesi, í samtali
við DV. -DVÓ
Blaðbera vantar í Reykjavík
Fossvogur - Gerðin - Árbær - Selás
Skipasund - Melar.
s
Einnig vantar blaðbera í Kópavog og á
Seltjarnarnesi. Upplýsingar í síma 800 70 80
—-_ -------_ -------
4Dagur-9Itmmtt
## Grindavík:
Orlátar kven-
félagskonur
Gunnhildur, formaður Kvenfélags Grindavíkur, og Hallgrímur Bogason, for
seti bæjarstjórnar Grindavíkur, við máiverkið af Ingibjörgu Jónsdóttur
DV, Suöurnesjum:
Það er mikill kraftur og dugnað-
ur í kvenfélagskonum í Grindavik.
Nýverið létu þær listamanninn
Guðmund Karl Ásbjörnsson mála
mynd af Ingibjörgu Jónsdóttur.
Ingibjörg, sem lést 1969, var einn af
stofnendum kvenfélagsins og for-
maður í 24 ár samíleytt. Hún stóð
að byggingu gamla Kvennó 1930 en
það hús er nú Menningarmiðstöð
Grindavíkur. Á meðan Grindavík-
urbær á húsið mun málverkið af
Ingibjörgu vera þar.
Kvenfélagið, sem er stofnað 24.
nóvember 1923, lét sauma nýjan
fána félagsins eins og sá gamli var.
Nunnur í klaustrinu í Hafnarfirði
saumuðu afar glæsilegan silkifána,
sem Jóna Kristín Þorvaldsdóttir,
sóknarprestur í Grindavík, vigði.
Kvenfélagið gaf eina milljón króna í
nýtt eldhús í Safnaðarheimili
Grindavíkur sem var vigt 28. sept-
ember. Þá gáfu þær Heilsugæslu-
stöð Suðurnesja veglegan GSM-
síma.
í félaginu eru 120 konur. Formað-
ur er Gunnhildur Guðmundsdóttir,
kona Jóns Gunnars Stefánsonar
bæjarstjóra, og varafomaður er
Bima Óladóttir, kona hins kunna
útgerðarmanns Dagbjarts Einars-
sonar. -ÆMK
KVÍNmAG
ST0I NAÓ h.
NÓvtM&ea
Sóknarpresturinn, Jóna Kristín Þorvaldsdóttir, vígði nýjan félagsfána.
DV-myndir Ægir Már
Akranes:
Sömdu um
18 holu
golfvöll
DV, Akranesi:
Innan bæjarmarka Akraness
er skemmtilegur golfvöllur. Er
fyrirhugað að stækka hann
þannig að eftir tvö ár verði
hann orðinn 18 holu völlur.
Á Skaganum er Golfklúbbur-
inn Leynir starfræktur. Tveir
meðlimir hans hafa orðið ís-
landsmeistarar í meistaraflokki
í golfi á síðustu tveimur árum,
þ.e. þeir Birgir Leifur Hafþórs-
son og Þórður Emil Ólafsson.
Þann 26. ágúst síðastliðinn
var undirritaður samningur
milli Akraneskaupstaðar og
golfklúbbsins. Er gert ráð fyrir
að gerð 18 holu golfvallar verði
lokið á árinu 1999 og greiðir
bærinn á næstu sjö árum 80%
kostnaðar sk. ákveðinni kostn-
aðaráætlun. -DVÓ