Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1997, Blaðsíða 36
Helgarblað DV:
Bjargaöi
lífi sínu
í helgarblaöi DV á morgun
verða tvö itarleg viðtöl. Rætt er
við mann sem missti handlegg i al-
varlegu slysi fyrir skömmu. Hann
lýsir reynslu sinni og segir m.a.
frá viðvörun sem hann fékk frá
látnum vini en tók ekki mark á. í
opnu blaðsins er viðtal við Jákup
Jacobsen, aðaleiganda Rúmfata-
lagersins, og þar segir hann frá
B* því hvernig Rúmfatalagersævin-
týrið byrjaði og því að hann bygg-
ir nú 700 milljón króna hús í
Smárahvammi.
Af öðru efni í blaðinu má nefna
viðtal við Sólrúnu Bragadóttur
söngkonu, hitað er upp fyrir bikar-
úrslitaleikinn á sunnudag og inn-
lent fréttaljós verður á sínum stað.
-sv/bjb
Orðabóka-
þjófar
á ferðinni
„Það eru tveir menn á ferli sem
' virðast sérhæfa sig í því að stela
orðabókum. Það er grunur um að
þetta séu tveir menn um þrítugt. Ég
hef heyrt að þeir stundi þessa iðju
sína um allt höfuðborgarsvæðið.
Þeir stela einungis orðabókum, sem
eru frekar dýrar, skipta þeim síðan
í annarri bókabúö og fá frímerki í
staðinn því hægt er að fá peninga
fyrir frímerki á pósthúsum," segir
Jóhanna Harðardóttir sem rekur
bókabúðina Ásfell í Mosfellsbæ.
DV heyrði í fleiri bókabúðaeig-
endum á höfuðborgarsvæðinu sem
könnuðust við orðabókaþjófhaðina
og sögðu þá hafa átt sér stað í rúmt
ár. Grunur leikur á að tveir menn
séu á ferðinni og þeir vinni líklegast
^saman. Ensk-íslensku orðabækum-
ar virðast vinsælastar hjá þjófun-
um, að sögn bókabúðaeigenda.
-RR
EG A EKKI
ORÐ!
1.
öfaldur
nningur
FRETTASKOTIÐ
SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV,
greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið
T hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Viö tökum við fréttaskotum allan
sólarhringinn.
550 5555
FRJALST, OHAÐ DAGBLAÐ
FOSTUDAGUR 3. OKTOBER 1997
Tveir menn í haldi, grunaöir um aö hafa banað manni í Heiðmörk:
Lík mannsins nán
ast óþekkjanlegt
ekið á manninn og honum banað eftir hrottaleg átök
Lögreglan í Hafnarfirði hand-
tók í gærkvöld tvo menn á þrít-
ugsaldri sem grunaðir eru um að
hafa banað miðaldra manni í
Heiðmörk á miðvikudag. Líkið
fannst i gær.
Lögreglan yfirheyrði hina
granuðu í gærkvöld og í nótt.
Lögreglan varðist allra frétta af
rannsókn málsins í morgun en
samkvæmt heimildum DV höfðu
mennimir ekki játað glæpinn í
morgun. Annar hinna grunuðu
er Reykvíkingur en hinn búsett-
ur í Mosfellsbæ. Samkvæmt
heimildum DV hafa þeir báðir
komið við sögu lögreglu.
Ljóst þykir að hrottaleg átök
hafi orðið miili mannanna og síð-
an hafi hinum látna verið ráðinn
bani með því að ekið var á hann.
Samkvæmt heimildum DV var
líkið mjög illa útleikið og nánast
óþekkjanlegt. Ekki liggur fyrir
hvort manninum var banað á
þessum stað eða líkið flutt þang-
að.
Líkið fannst í Heiðmörk á
fjórða tímanum í gærdag. Maður,
sem var á göngu með hund sinn,
A þessum staö fannst líkið af
miöaldra manni í gærdag.
DV-mynd ÞÖK
fann líkið á vegarslóða skammt
sunnan við Maríuhella. Ekki er
vitað hvort tengsl voru á milli
mannanna eða hvert tilefnið var.
Samkvæmt upplýsingum lög-
reglu er talið að voðaatburðurinn
hafi átt sér stað á miðvikudag.
Ljóst er að líkið hafði ekki legið
lengi á þessum stað, að öllum lik-
indum um sólarhring.
Lögreglan fékk upplýsingar
um kvöldmatarleytið í gær sem
leiddu til handtöku mannanna
tveggja.
-RR
Stórbruni á
Ólafsfirði
DV, Akureyri:
Stórtjón varð á Ólafsfirði I nótt
þegar húsið Aðalgata 11 eyðilagð-
ist í bruna og er húsið talið ónýtt.
„Aðkoman var ekki glæsileg.
Það má telja húsið ónýtt,“ sagði
Guðni Aðalsteinsson lögreglumað-
ur i morgun.
í húsinu, sem var tvær hæðir og
ris, voru þrjú fyrirtæki, prent-
smiðjan Stuðlaprent, fyrirtæki
sem hefur unnið að myndbands-
gerð og bókhaldsfyrirtæki. Guðni
sagði eldsupptök ókönnuð en
grunur beindist að rafmagnstöflu.
-gk
Keflavík:
Kviknaði í
veitingastað
Pálmi Gestsson leikari og Spaugstofumaöur og Stefán Baldursson þjóðleikhússtjóri góöglaðir á góöri stundu.
Pálmi varð fertugur í gær og fagnaði þessum tímamótum í hópi vina sem komu saman í Þjóðleikhúskjallaranum.
Petta hefur veriö viöburðaríkt ár í lífi Pálma en hann hefur m.a. sætt rannsókn vegna guðlasts.
DV-mynd Hilmar Þór
Eldur kom upp á veitingastaðn-
um Kaffi Keflavík um klukkan 2 í
nótt.
Talsverður eldur logaði í húsinu
þegar slökkvilið kom á vettvang.
Slökkvistarf gekk vel. Taisverðar
skemmdir urðu innandyra. Að sögn
lögreglu eru eldsupptök.
-RR
Veðriö á morgun:
Gert ráð
fyrir éljum
A morgun er gert ráð fyrir
norðan- og norðaustanátt, víða
kalda eða stinningskalda en þó
hægara sunnanlands. Reiknað er
með éljum eða slydduéljum og
hita frá frostmarki til fjögurra
stiga hita. Sunnanlands léttir þó
til og þar verður hitinn 6 til 9 stig
yfir miðjan daginn.
Veðrið í dag er á bls. 45
ODYRASTI
EINKAÞJÓNNINN
T
mnm
BILSKURSHURÐA-
OPNARI
Verð kr. 18.950,-
lýbýlavegi 28 Sími 554 4443
Veisluskipið Arnes
Þegar veislu skal halda
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
\
I
SIMI 581 1010