Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1997, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1997, Qupperneq 12
12 FÖSTUDAGUR 31. OKTÓBER 1997 Frjálst, óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stiórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EVJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON OG ELÍN HIRST Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíöa: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Rlmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1800 kr. m. vsk. Lausasöluverð 160 kr. m. vsk., Helgarblað 220 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aösent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgialds. Upplýsingaskattur íslenskir neytendur eru seinþreyttir til vandræða. Nú er þeim hins vegar nóg boðið. Þeir hafa risið til vamar hagsmunum sínum vegna gjaldskrárbreytinga Pósts og síma hf. í skjóli þess að verið sé að gera landið allt að einu gjaldsvæði eru gjöld innanbæjarsímtala hækkuð verulega. Innanbæjarsímtöl eru helsta notkun almenn- ings á síma. Póstur og sími hf. neitar að gefa upp forsendur gjald- skrárbreytingarinnar. Raunkostnaður símtala innan- lands liggur því ekki fyrir. Fyrirtækið skilaði um þriggja milljarða arði á síðasta ári. Á þessu ári er gert ráð fyrir því að arðurinn nemi um tveimur milljörðum króna. Sú breyting að gera landið að einu gjaldsvæði var sjálfsögð. Það ber að jafna aðstöðu símnotenda. Staða fyrirtækisins er hins vegar slík, í skjóli einokunar á markaði, að ekki var þörf á gjaldahækkun. Reiði og hneykslan á gerðum fyrirtækisins er almenn. Krafan er sú að gjaldskrárbreytingarnar verði endurskoðaðar og hækkun afturkölluð. Póstur og sími hf. neitar að gefa upp forsendur gjald- skrárbreytingarinnar þótt þeirra hafi verið krafist. Jón Magnússon lögmaður, sem vel þekkir til neytendamála, hefur látið hafa eftir sér að enginn munur sé á kostnaði símtala milli landsvæða. Breytt tækni valdi því, sem og miklu minni kostnaður símtala milli landa. Því sé ekki hægt að rökstyðja hækkun símgjaldanna með gjald- svæðabreytingunni. Póstur og sími hf. á kost á að hrekja þessa fullyrðingu með því að leggja forsendur hækkun- arinnar fram. Venjuleg heimili fara illa út úr gjaldskrárbreyting- unni. Flest símtöl eru innan svæðis. Það á ekki bara við um höfuðborgarsvæðið. Ákveðnir hópar, sérstaklega aldraðir, skaðast mjög á breytingunni. Síminn er þeirra tæki til þess að halda sambandi við ættingja og vini. Ónefndur er vaxandi hópur notenda Netsins. Fulltrúi netfyrirtækis segir, og miðar þá við meðalnotkun við- skiptavina, að einstaklingar í nettengingu þess fyrirtæk- is muni greiða rúmlega 27 milljónir króna á ári til við- bótar til Pósts og síma hf. vegna gjaldskrárbreytingar- innar. Áætlað hefur verið að í heild fái einokunarfyrir- tækið hundruð milljóna króna árlega til viðbótar frá þessum neytendum enda ört vaxandi notkun. Það er ekki að ástæðulausu að boðuð gjaldtaka Pósts og síma sé nefnd hinn nýi upplýsingaskattur. Póstur og sími lækkar símtöl til útlanda enda nýtur fyrirtækið ekki einokunar þegar um er að ræða símtöl milli landa. Af svari samgönguráðherra má ráða að gjaldheimta Pósts og síma hf. sé skattheimta til hliðar við eðlilega greiðslu fyrir veitta þjónustu. Haft hefur ver- ið eftir honum að ef arður fyrirtækisins rynni ekki í rík- issjóð yrði að hækka skatta. Það þarf að auka neytendavernd í símaviðskiptum. Gjaldslu-árbreyting Pósts og síma hf. hlýtur að koma til kasta Samkeppnisstofnunar. Samkeppnismál heyra und- ir viðskiptaráðherra. Hann segir málið til skoðunar í ráðuneyti sínu en vísar annars til þess að Samkeppnis- stofnun sé sjálfstæð stofnun sem geti tekið málið upp án erindis frá sér. Þúsundir netnotenda hafa mótmælt gjaldskrárbreyt- ingunni. Þau mótmæli verða afhent forsvarsmönnum Pósts og síma hf. kl. 15 í dag. Viðstaddir afhendinguna verða fulltrúar Neytendasamtakanna og Félags eldri borgara. Eftir afhendinguna verður útifundur á Ingólfs- torgi. Þar gefst neytendum kostur á að sýna hug sinn. Jónas Haraldsson Þessi ósvífna skattlagning gengur líka þvert á þá tækniþróun sem oröin er, t.d. í námi, ieik og starfi, segir Jó hanna m.a. Ósvífin gjaldtaka af símnotendum blóðmjólka á heimilin í landinu fyrir einkavina- væðingu stjórnarflokk- anna? Gróf aöför aö heimilunum Þessi gjaldtaka mun koma hart niður á heimilunum í landinu, ekki síst barnmörgum fjölskyldum. Öryrkjar og aldraðir verða þar hart úti, sem ekki var á bætandi af hálfu þessar- ar ríkisstjórnar, en í þeim hópi eru margir sem þurfa mikið á síma að halda ýmist vegna þess að þeir eru ein- mana eða af öryggisá- „Þessi gjaldtaka er svíviröileg og hlýtur að kalla á tafarlaus viö- brögö Samkeppnisstofnunar, þegar um er aö ræöa einokunar- fyrirtæki í ríkiseign, sem nýtir stööu sína á markaönum meö þessum hætti. “ Kjallarinn Jóhanna Siguröardóttir alþm. Eðlilega hafa orðið hörð við- brögð og mótmæli gegn þeim áform- um að hækka gjald- skrár Póst og síma hf. sem leitt getur til allt að 80% hækkunar á innan- bæjarsímtöl. Þessi gjaldtaka er sví- virðileg og hlýtur að kalla á tafarlaus viöbrögð Sam- keppnisstofnunar, þegar um er að ræða einokunarfyr- irtæki í ríkiseigu, sem nýtir stöðu sína á markaðnum með þessum hætti. Er einkavina- væöing í undir- búningi? Tilgangurinn með því að gera landið að einu gjaldsvæði var að lækka símkostnað dreifbýlis til jafns við símkostnað í þéttbýli, en ekki að hækka gífurlega innanbæjarsímtöl fólks um land allt. Þessi grófa mis- notkun Pósts og síma á einokun- araðstöðu sinni skattleggur net- notendur um 700 milljónir króna. Á þessu ári blasir þó við að toppár verði i hagnaði á fyrirtækinu, sem væntanlega mun skila í hagnað um 1,5 milljörðum króna. Og til hvers er leikurinn gerður? Er ver- ið að undirbúa einkavinavæðingu stjórnarflokkanna á Pósti og síma gegnum skattlagningu á símnot- endur sem renna á í vasa fjár- magnseigendanna sem blómstra í skjóli ríkisstjórnarinnar. Gengur ósvífnin virkilega svo langt að stæðum. Þessi ósvífna skattlagn- ing gengur líka þvert á þá tækni- þróun sem orðin er, en í öllum samskiptum í námi, leik og starfi og til aukinnar þekkingar skiptir tölvunotkun sífellt meira máli. Þessi skattlagning mun því auka á aðstöðumun fjölskyldna og unga fólksins, draga úr jafnrétti til náms og minnka möguleika fólks til endurmenntunar og hvers kon- ar tækniþjáffunar allt eftir fjárhag fjölskyldna og einstaklinga. Hér er á ferðinni svo gróf aðför að heim- ilunum og jöfnuði og réttlæti í landinu, að ekki er hægt að láta sitja við hörð mótmæli i fáeina daga. Skattlagning og leynd í skjóli hlutafélagavæðingar Hin alvarlega hlið þessa máls er líka sú að ekki er látið við það sitja að skattleggja símnotendur í skjóli ríkiseinokunar, heldur telja þessir herramenn sig yfir það hafna að þurfa að gefa nokkrar skýringar eða forsendur fyrir skattlagningunni. í skjóli hlutafé- lagavæðingar ríkisfyrirtækja, þó þau séu alfarið í ríkiseigu, á greinilega að koma í veg fyrir all- an eðlilegan aðgang löggjafar- valdsins, almennings eða fjöl- miðla að starfseminni. Virðist gilda einu hvort um er að ræða skýringar eða upplýsing- ar um forsendur hækkunar á gjaldskrá, nýjum notendagjöldum eða upplýsingar um starfskjör yf- irmanna. Er þetta það sem koma skal varðandi hlutafélagavæðjngu ríkisviðskiptabankanna? Verður það virkilega svo að þeir geti án nokkurra skýringa hækkað þjón- ustugjöld á viðskiptavinina eða neitað upplýsingum um forsendur fyrir hækkun gjalda á lántakend- ur, eins og þeir telja sig nú geta varðandi starfskjör yfirmanna? Forsætisráðherra hefur birt Al- þingi skýrslu um það efni, sem kveður á um að hlutafélög, jafnvel þó þau séu að fullu í ríkiseigu, geti neitað Alþingi um slíkar upp- lýsingar og þar með komið í veg fyrir eftirlitsskyldu alþingis- manna með framkvæmdavaldinu. Viö jafnaðarmenn munum þegar í stað taka málið upp á Alþingi og leita allra leiða til að ná fram rétt- læti í þessu máli. Eitt er víst, ár- angur næst ekki nema fólkið standi með okkur allt til þess að sigur vinnst og réttlætið nær fram að ganga. Jóhanna Sigurðardóttir Skoðanir annarra Prósentuhækkun P&S „Með þessari hækkun er tvímælalaust verið að setja verulegar hömlur á nýtt samskiptaform sem ís- lendingar hafa verið fljótir að tileinka sér og sem býður upp á gífurlega möguleika til menntunar og viðskipta... Hér er gripið til prósentuhækkana af þvi tagi sem íslenskir neytendur þekkja ekki lengur í þjóðfélagi þar sem verðbólga hefur verið í lágmarki árum saman. Það er fyllilega óeðlilegt að svo stór- felldar hækkanir á simakostnaði fjölskyldnanna í landinu veki hörð viðbrögð víða í þjóðfélaginu. Stjómendur Pósts og síma, sem er enn að öllu leyti í eigu ríkisins, hrista hins vegar af sér öll mótmæli með hroka risaeðlunnar.“ Elías Snæland Jónsson í Degi 30. okt. Verndun andrúmsloftsins „Samtök atvinnurekenda hér á landi hafa sett fram og kynnt sameiginlega áherslur sínar við vænt- anlega samningagerð í Kyoto um verndun andrúms- loftsins... Hér eru það heildaráhrifm í heiminum sem öllu máli skipta. Er nokkurt vit í því að hætta við orkufrekan iðnað hér á landi en byggja hann upp annars staðar þar sem raforkan er t.d. framleidd með kolum og gróðurhúsaáhrifin eru 7-10 sinninn meiri en ef framleiðslan færi fram hér á landi með raforku frá vatns- og gufuaflsvirkjunum?" Sveinn Hannesson í 10. tbl. íslensks iðnaðar. Fleiri konur - til hvers? „Ég fæ ekki séð að nein ástæða sé til að breyta niðurstöðum prófkjörs sjálfstæðismanna í Reykja- vík. Átta þeir efstu hafa afgerandi meira fylgi en þeir sem á eftir koma... Fleiri konur, sagði einhver. Til hvers? ... Látið ungu konuna í friði þau ár sem hún er upptekin við heimilishald, bameignir og barnauppeldi. Áhugi á stjómmálum vaknar síðar, ef hann þá vaknar. Veram þess minnug að hjón þurfa að eignast minnst þrjú börn, svo þjóðin fái lifað áfram í landinu." Rannveig Tryggvadóttir í Mbl. 30. okt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.