Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1997, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1997, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 31. OKTÓBER 1997 13 Lognið á undan storminum? Ríkislottóið Er ekki hagvöxturinn að mala þjóðinni gull? DV fræddi lesendur sína á því 11. þ.m. að 4 einstakling- ar „ættu“ 11 milljarða króna í veiðikvótum, eða jafnmikið og 14.600 manns (íbúatala Akureyr- ar), ef „sameign þjóðarinnar" að lögum væri skipt jafnt milli lands- manna. Þessi ævintýralega eigna- myndun hefur átt sér stað á örfá- um árum. Hún virðist eiga meira skylt við happdrættisvinning en venjulegan arð af vel reknu fyrir- tæki. Nema ef vera skyldi arðsemi eiturlyfjahringa í S-Ameríku. Þessi ævintýralega eignamyndun hefur átt sér staö á örfáum árum og virðist eiga meira skylt við happdrættis- vinning en venjulegan arð, segir m.a. í grein Jóns Baldvins. Málsvarar Grósku, þverpólitískra samtaka jafnaðarmanna, vilja ná pólitísku jarðsam- bandi við fólkið í land- inu. Og efna því til fundahalda vitt og breitt um landið þessa dagana. Hvað liggur þeim á hjarta, sem er þess virði að fólk líti upp frá daglegu amstri sínu og leggi við hlustir? Eiga ekki allir nóg með sig og sína? Er ekki flest eins og best verður á kosið 1 okkar þjóðfé- lagi? Er nokkuð það, sem særir svo réttlætis- kennd hinna ungu, að það dugi til að kveikja glóð hugsjóna og umbótavilja í brjóstum fólks? Án þess verður afl þeirra hluta, sem gera skal, ekki virkjað. Eru ekki flestir íslendingar sátt- ir við sitt hlutskipti? Er undan nokkru að kvarta sem orð er á ger- andi? Sl. 3 ár höfum við notið hag- vaxtar og stöðugleika. Kjarasamn- ingar hafa náðst fram á næstu öld. Atvinnuleysi fer minnkandi og út- lendingar vilja nú fjárfesta á ís- landi eftir margra ára hlé. Er ekki bjart framundan? Hvað er það sem ætti að vekja ungt fólk til dáða? Eiga menn ekki bara að reyna að spara og ávaxta sitt pund á verðbréfamarkaðnum? Þetta er Ríkislottóið íslandi. Vinningam- ir eru skattfrjálsir. En aðeins fáir út- valdir mega freista gæfunnar. Það er m.ö.o. ekki allt sem sýnist und- ir sléttu og felldu yf- irborði fyrir- myndarríkisins. Það var vel á málum haldið á kreppuárunum 1988 til 1995. Skattalækkun fyrirtækja og hagstætt raun- gengi gerði at- vinnulifið vel samkeppnishæft. Fyrirtækin fóru að skila góðum arði. En launþegar voru læstir inni í vítahring lágra launa kreppuáranna og skattkerf- is, sem útilokar skuldugar bama- fjölskyldur frá því að vinna sig út úr skuldum. Almenningur fær þvi ekki notið góðærisins, sem metafli og erlendar fjárfestingar skapa. Lognið á undan storminum? ísland er að taka á sig mynd ný- kapítalísks þjóðfélags, þar sem for- réttindastétt rakar saman auði í skjóli pólitísks valds. Unga kyn- slóðin rýnir i kynslóðareikninga, þar sem skuldir feðranna koma í hennar hlut, en arðinum af sam- eiginlegum auðlindum er úthlutað til fárra. Það er nefnilega vitlaust gefið. Á kreppuárunum var vandinn að deila byrðunum. í góðærinu stöndum við frammi fyrir tekju- skiptingarvanda. Helmingaskipta- kerfi forréttindahópa leysir hann ekki. Ungir og aldnir eru nú að vakna upp við vondan draum: Flokkakerfi fortíð- arinnar dugar ekki lengur. Við þurfum á að halda öflugum jafnaðar- mannaflokki, sem hefur þá burði sem þarf til að gæta hagsmuna almenn- ings gegn forrétt- indahópum, sem vilja kasta eign sinni á auðlindir íslands. Kannski er lognmolla stjómmál- anna nú, einmitt það: Lognið á undan storminum? Jón Baldvin Hannibalsson Kjallarinn Jón Baldvin Hannibalsson alþingismaður „Er nokkuð það, sem særir svo réttlætiskennd hinna ungu, að það dugi til að kveikja glóð hugsjóna og umbótavilja i brjóstum fóiks. Án þess verður afl þeirra hluta, sem gera skal, ekki virkjað.“ Engar Bersöglisvísur hér, takk Sú var tíð að Noregskonungar höfðu við hirð sína íslendinga og aðra kjaftfora hirðmenn sem gagn- rýndu stjóm þeirra þegar við átti. Sighvatur Þórðarson skáld orti BersöglisvíSur þar sem hann átaldi Magnús ðlafsson Noregs- konung fyrir hörku. Konungur lét sér segjast og var síðan kallaður Magnús góði. Sú var tíð í íslenskum konungasögum eru allmörg dæmi um gagnrýna hugs- un hirðmanna konunga. Nú lýsa sögumar ekki lýðræðissamfélagi eins og við teljum okkur búa í á okkar tímum, og þeir sem gagn- rýndu konung tóku nokkra áhættu. Samt þögðu menn ekki yfir því sem þeim þótti athuga- vert. Þeir hikuðu ekki við að benda konungi á það ef hann var of sjálfumglaður, ágjarn, ofríkur eða hirðulaus um gildi samfélags- ins. Og þeir sem rituðu sögumar vissu að enginn jarðneskur kon- ungur v£ir fullkominn. Sú var tíð. Nú er hægt að lesa grein við grein í Morgunblaðinu eftir hirðmenn í mestu hirð fs- lands nútímans og það era engar Bersöglisvísur. Inntak allra greina í nýafstöðnu prófkjöri Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík er hið sama: Sjálfstæðisflokk- ru'inn er óaðfinn- anlegur. Hann er óskeikulli en páfinn. Allt gott kemur frá hon- um og allt er gott í Sjálfstæðis- flokknum en ekkert hjá and- stæðingum hans. Ef þessar grein- ar verða einu heimildir sagn- fræðinga framtíðarinnar verður ályktunin sú að sólin skíni ekki einu sinni í Reykjavík þegar aðrir en sjálfstæðismenn em þar við völd. Ef þeim sem skrifa þær er al- vara hlýtur þeim að vera fullkom- lega óskiljcmlegt að einhver kjósi ekki þetta fullkomna stjórnmálaafl. Enginn Sighvatur Þóröarson Þá er komið að kost- um frambjóðendanna sjálfra en eðlilega em þær lýsingar heldur leiðinlegar. Ef gengið er út frá að allt sé óaðfinn- anlegt verður ekki séð hvað nýtt fólk á að gera. Það kemur ekki á óvart að útlitshönnuðir, snyrtar og líkamshönn- uðir hafi fagnað litlu gengi í prófkjöri. Ekki þarf að snyrta, fegra og straumlínulaga það sem er fullkomið fyrir. Enn síður þarf að huga að inntakinu. Þó að Islensku skáldi hafi leyfst að efast um stefnu og stjórnunaraðferð Noregs- konungs á 11. öld þarf greinilega ekki að efast um neitt í stefhu Sjálfstæðisflokksins. Enda vora engir heimspekingar eða vísinda- menn í kjöri í þessu prófkjöri. Það snerist um það eitt hvort snyrta mætti flokkinn og hann þarf sem sagt ekki snyrtingar við. í prófkjörinu var enginn Sig- hvatur Þórðarson og engar Ber- söglisvísur. Engin gagnrýnin umræða sem gæti leitt til ferskrar niður- stöðu, skarpari áherslna eða jafnvel breyttrar stefnu. Seinustu kosninga- úrslit í borgar- stjómarkosningum í Reykjavík voru greinilega slys. Það hvarflar ekki að þeim sem eytt hafa skógum í eins- léitar lofrullur um ágæti Sjálfstæðis- flokksins undan- farnar vikur að kjósendur séu skyn- semisverur sem verðskuldi þá virð- ingu að tekið sé mark á vali þeirra. Það er með eindæmum að flokkur sem hefur tapað kosning- um sé jafn fullviss um eigið ágæti. Sjálfstæðisflokkurinn þarf ekki að óttast ef mat annarra á honum er í samræmi við sjálfsmatið. En hætt er við að flokkur sem er svo sjálfhælinn og laus við glögg- skyggni á eigin galla eigi ekki uppi á pallborðið hjá kjósendum ef þeir sýna gagnrýna hugsun. Ármann Jakobsson „Þó að íslensku skáldi hafi leyfst að efast um stefnu og stjórnun- araðferð Noregskonungs á 11. öld þarf greinilega ekki að efast um neitt í stefnu Sjálfstæðis- flokksins.“ Kjallarinn Ármann Jakobsson íslenskufræðingur Með og á móti Á að aðgreina reykinga- menn frá öðrum á veitingahúsum? Sjálfsögð mannréttindi „Það að veitinga- og kaffihús bjóði upp á reyklaus svæði er svo sjálfsagt mál að það ætti tæplega að vera til umfjöllunar. Það era sjálfsögð mann- réttindi að vera í reyklausu um- hverfi, hvar sem er, og það fer enginn að segja mér að þeir sem reykja séu því mót- fallnir. Tillits- semi er allt sem þarf og ætla veitingahúsa- eigendur vitanlega að taka tillit til beggja hópa. Rúmlega 70% fólks á aldrinum 16-69 reykja ekki og það er í raun með ólíkindum að tæp- lega hafi verið tekið tillit til meiri- hlutans fram til þessa á veitinga- stöðum. í Bandaríkjúnum hefur þetta gefist svo yel að þar er varla til veitingahús sem ekki tekur til- lit til beggja hópa. í New York eru allir staðir sem telja færri en 50 borð algerlega reyklausir. í kjölfar þeirrar breytingar jókst veltan á þeim til muna. Á íslandi er á ann- an tug reyklausra veitingastaða og þar er ávallt fullt út úr dyrum. Al- menningur er sterkasti þrýstihóp- urinn og hann á að njóta réttar sins í hvívetna. Samkvæmt lögum á hann rétt á reyklausu umhverfi á veitinga- og kaffihúsum og nú er svo komið að hann getur andað léttar! Vissulega getur tekið ein- hvern tíma fyrir fólk að átta sig á þessum rétti sínum. Það er al- menn andstaða í þjóðfélaginu gegn reykingum og fólk er sífellt að verða betur meðvitað um skað- semi óbeinna reykinga. Ég vil nota tækifærið og óska veitinga- og kaffihúsaeigendum til ham- ingju með þetta framtak." Þorgrímur Þráins- son, framkvæmda- stjóri Tóbaksvarna- nefndar. Tóm tjara „Það er þegar búið að skipta þjóðinni í tvo meginhópa í vel- flestum málum og það er ekkert eðlilegra en stefnunni sé haldið áfram að skipta henni upp í tvo hópa í reyking- um. Það verður að segjast eins og er að íslend- ingar eru laga- glaðir í meira lagi og vilja binda allt í lög, jafnvel sjálf- sögðustu um- gengnisvenjur. Um helgar steðja þeir svo í miðbæ Reykjavíkur til að berja hver annan og bíta án þess að nokkru verði við komið Indriði G. Þor- stelnsson rithöf- undur. ööru en að sleppa þeim seku hiö snarasta. Ætli menn hins vegar að ástunda reykingar hér þarf lög- gæslu við og frelsað fólk af göml- um indíánasiöum víkur sér gjarn- an að viðkomandi og tílkynnir honum að hann sé að fremja þá lögleysu að reykja. Sami aðili upp- fræddur 1 löglegum mannasiðum gerir enga athugasemd við þótt maður sé sleginn niður við hlið- ina á honum eða bitinn. Alþingi er setið af misgæfum einstaklingum. Þeir virðast hafa hug á því að bjarga þjóðinni frá lungnakrabba- meini, hvað þá allir hinir sjálf- skipuðu læknar sem starfa um allt land í sjálfboðavinnu við að bjarga einhverju, sama hvað það er. Ég legg að jöfnu bannið við reykingum og tviskiptingu þjóðar- innar í því tilefni eins og mú- hameðstrúar- og kaþólikkamenn suður á Balkanskaga. Það gæti því orðið mjög hart í málinu áður en yfir lýkur - að minnsta kosti einn Austurstrætisslagur." -Sól/SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.