Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1997, Side 10
10
MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 1997
Spurningin
Hvernig finnst þér
þátturinn Stöðvarvík
í Ríkissjónvarpinu?
Kristinn Kristinsson sjómaður:
Ég horfi sjaldan á hann en ætli mér
fínnist hann ekki ágætur.
Jón Ingi Tómasson guðsmaður:
Ég horfi lítið á sjónvarp en mér
finnst gæta þreytu í þeim þáttum
sem ég hef séð.
Hákon Zimsen nemi: Mér finnst
Spaugstofumenn vera „ýkt kúl gæjar".
Fjalar Elvarsson nemi: Mér finnst
þetta frekar slappt.
Berglind HaUgrímsdóttir, stjóm-
arráðsfuUtrúi í umhverfisráðu-
neyti: Það hefur alltaf verið mikið
haldið upp á Spaugstofuna á mínu
heimili en þátturinn hefur valdið
vonbrigðum í vetur, því miður.
Hrafnhildur Ármannsdóttir flug-
freyja: Mér finnst þátturinn bara
hafa verið góður í vetur.
Lesendur
Olía og gas fram-
tíðarauðlindir hér?
Örn Gunnarsson skrifar:
Nú hefur hreppsnefnd Öxarfjarð-
arhrepps riðið á vaðið með það
verkefni að láta hefja rannsóknir á
háhitasvæðinu í Öxarfirði. Til þess
að þetta megi verða að veruleika
hefur ofangreindur hreppur fengið
til liðs við sig nágrannasveitarfélög
og opinberar stofnanir. Til að byrja
með verður framkvæmdum beint að
rannsóknarholu sem m.a. á að geta
upplýst að fullu um hvort þarna sé
að finna jarðgas og jafnvel olíu.
Það hefur þegar fundist lífrænt
gas í borholum þarna á svæðinu og
það vill svo til að þar er um að ræða
sömu gastegundir og finnast yfir-
leitt á olíusvæðum. Það vekur svo
upp þær vonir að finna megi vinn-
aideg brennsluefni í jarðlögunum.
Þetta hefur m.a. verið sannað af að-
ilum hjá Orkustofnun. En til að
kanna þetta enn betur þarf að bora
eina eða fleiri rannsóknarholur sem
þurfa að vera þetta einn til einn og
hálfur kílómetri að dýpt, samkvæmt
fréttum um málið.
Mál þetta allt má ef til vill rekja
allt til áranna í kringum 1980 og ’82
þegar þessi mál vöru til umræðu í
Dagblaðinu. Ég átti lengi eintak af
þessum blöðum en hef nú glatað
þeim og því man ég ekki nákvæmar
dagsetningar. Þar var minnst á
rannsóknir Orkustofnunar og birtar
myndir af mönnum við jarðvegs-
rannsóknir í Flatey á Skjálfanda. -
Einnig minnir mig að i DV hafi,
fyrr á þessu ári, verið eins konar
raðskrif af hinum ýmsu aðilum,
bæði þingmönnum og sérfræðing-
um, aðallega frá Orkustofnun, þar
sem fjallað var um málið.
Þingmenn úr Sjálfstæðisflokki
báru fram tillögu til þingsályktunar
um að fela ríkisstjóminni að láta
fara fram fullnaðarrannsókn á því
hvort hér við land sé um vinnan-
lega olíu að ræða. Þetta er því ekk-
ert fleipur eða grín, þótt einhverjir
vilji greinilega ekki að málið fari í
eölilegan farveg eða því haldið á
lofti.
Það er ekkert ólíklegt að hér viö
land eöa á landi vöknum við upp
við þær fréttir að fundist hafi vinn-
anlegt gas og olía. Eða hvers vegna
skyldu þessi náttúruefni ekki geta
orðið að framtíðarauðlindum hér
líkt og annars staðar? Olíufundur
og vinnsla er ekki lengur bundin
við Arabalönd eða Mexíkóflóann
eins og allir vita.
Mannskapur frá Orkustofnun viö jarövegssýniboranir í Flatey á Skjálfanda upp úr 1980.
Kosningalöggjöf og réttlæti
- landið eitt kjördæmi
Haraldur Sigurðsson skrifar:
í riti ríkisstjórnarinnar, Áfangar
á réttri leið, er boðuð endurskoðun
á kosningalöggjöfinni. Því er eðlileg
spurning hvort ekki sé tímabært og
sanngjarnt að sú endurskoðun leiði
til þess að lögin þjóni sem best hags-
munum kjósenda.
Núverandi kosningalöggjöf og
kjördæmaskipan þjónar fyrst og
fremst hagsmunum stjórnmála-
flokka og versti gallinn er sá að
þingmenn geta áhyggjulítið traðkað
á rétti kjósenda í fámennari byggð-
arlögum og gera það óhikað.
Gott dæmi um það er ófremdar-
ástand vega utan þéttbýlis, til dæm-
is í Norður-Þingeyjarsýslu. Meira
vægi atkvæða á landsbyggðinni hef-
ur reynst þeim kjósendum einskis-
virði. Það er sanngjöm krafa að
landið verði eitt kjördæmi með
möguleika á persónukjöri af fleiri
en einum lista.
Breiðband Pösts og síma
Jón Guðmundsson skrifar:
Frá Breiðbandi Pósts og síma
berst nú sú orðsending að byrjað
verði að dreifa sjónvarpsefni í
reynsluskyni. Þar með gefist al-
menningi, segir í fréttum, kostur á
að kynna sér sjónvarpsefni frá allt
aö 17 gervihnattastöðvum, Ríkis-
sjónvarpinu, sjónvarpsstöðinni
Omega og sjálfu Alþingi. Og svo líka
einum tug útvarpsstöðva. Þetta á að
vera áhorfendum að kostnaðarlausu
fyrsta kastið, þ.e.a.s. þeim sem þeg-
ar hafa tengst ljósleiðurunum sem
settir hafa verið í sumar götur hér í
Reykjavík en ekki næmi allar. Lík-
lega þó fæstar ef betur er skoðað.
Ljósleiðarana kostuðu Bandaríkja-
menn eða NAIO eins og fyrri dag-
Veröur þá Breiöbandiö óskamiöill fjölskyldunnar?
inn. Við hefðum nú litið viö að vera
hér á landi ef ekki værum við stöð-
ugt styrktir af auðæfum Bandaríkj-
anna - samanber það að við hefðum
líklega engar millilandasamgöngur
ef Keflavíkurflugvallar nyti ekki við.
- En það er nú önnur saga.
Þetta með Breiðbandið er samt
eitthvað sem fólk skilur ekkert í
enn sem komið er. Það eru í raun
engar upplýsingar um hvemig fólk
á að standa að þessu til að ná serid-
ingum. Hvað mun þetta kosta þegar
allt er frágengið? Mun þetta leysa af
hólmi Sjónvarpið sem sérstakan
áskriftarmiðil? Það er hins vegar
ljóst að ef þetta kemst í gang þá er
Póstur og sími kominn með alveg
nýja tegund einokunar hér á landi.
Það munu fáir ef nokkur geta stað-
ist þessu bákni snúning. - Er það
þetta sem stefnt var að? Er það
svona sem Póstur og sími ætlar að
„ná til“ allra landsmanna?
Lindubuff frá-
bært sælgæti
PáU hringdi:
Mér til undrunar sá ég nýlega
umsögn í lesendabréfi í DV um
það sem kallað var „ólseigt
LindubufF'. Mér kemur þetta
mjög á óvart, því ég og við á
mínu heimili kaupum iðulega
Lindubuff öllum til ánægju. Inni-
haldslýsingu er að finna undir
flipa á pakkningunni. Hins veg-
ar held ég að Linda og Góa séu
sinn hvor framleiðandinn.
Góurúsínur með súkkulaði eru
t.d. eitt besta sælgætið á mark-
aðnum og í uppáhaldi hjá mér.
Hitt stendur og óhaggað af minni
hálfú að Lindubuffið er frábært
sælgæti.
Ávaxtadrykkir og safi:
Gífurlegur
verðmunur
SteUa hringdi:
Mér finnst orðinn ansi mikill
verðmunur á hinum ýmsu
ávaxtadrykkjum og söfum á
markaöinum. Ég tek dæmi af
þeim drykkjum sem ég hef aðal-
lega keypt hingað til en hef nú
tekið mér tak og kaupa bara það
sem best býðst í verði. Trópí frá
Sól kostar t.d. þar sem ég hefi
keypt hann kr. 212 en alveg sam-
bærilegur að gæðum - einn lítri
- kostar 112 krónur. Hér ættu
neytendur að gæta vel að því gíf-
urlegur verðmunur er á þessari
vörutegund innbyrðis.
Saknaði mynda
frá afmæli Bl
Nói skrifar:
Mörgum finnst 100 ára afmæli
Blaðamannafélags íslands hinn
merkasti viðburður. Ég er þeirra
á meðal. Því fannst mér ein-
kennilegt að hvorugur Ijósvaka-
miðillinn, Sjónvarpið eða Stöð 2,
sá ástæðu til að fara á vettvang
og taka myndir þó ekki væri
nema af því þegar prúðbúnir
gestir streymdu inn. Þetta sýnir
ekki árvekni sjónvarpsstöðv-
anna. Einnig get ég ekki annað
en mótmælt ummælum í Dags-
Ijósi þess efnis að blaðamenn
geti vænst styttri starfsævi en
aðrir. Flestir blaðamenn hér-
lendir hafa einmitt enst vel og
oröið allra karla elstir.
Ötímabær
aðventuljós
Ingibjörg Stefánsd. hringdi:
Ég var að aka um sl. helgi hér
í borginni og m.a. í götu sem
liggur fram hjá „Kentucy Fried“
í Faxafeni. Mér blöskraði að sjá
þar aðventuljós í gluggum og það
löngu fyrir aðventu. Ég veit ekki
betur en aöventan hefjist hér um
næstu helgi, þ.e. um næstu mán-
aðamót. Mér finnst aðventuljós
hér alls ótímabær áður en aö-
ventan hefst. Kannski veit fólk
almennt ekki hvenær hún byrjar
eöa í hvaöa tilefni aðventulós
eru kveikt. Mér finnst líka allur
jólaundirbúningur ótímabær svo
snemma sem nú tíðkast.
Þingmaður á
„skautinu"
Árni Björnsson hringdi:
Það er einkennilegt að einn al-
þingismaður okkar skuli velja
háannatímann á þingi til að taka
sér frí til að ganga á suðurskaut-
inu. Og það með son sinn. Mað-
ur heföi nú haldið að hér væri
ekki um hættulausa för að ræða.
- Svo mjög hefur verið varað við
að feögar eöa náin skyldmenni
séu t.d. á sjó saman. - Hvaö ís-
lenski þingmaðurinn hefur upp
úr þessu veit ég ekki en einhver
borgar brúsann. Vonandi er
þetta okkur skattborgurum að
kostnaðarlausu. - Þama em
kannski áheit í spilinu sem þá
fara til góögerðarmála.