Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1997, Blaðsíða 22
42
MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 1997
Fólk í fréttum
Kristinn Björnsson
Kristinn Bjömsson, skíðakappi
frá Ólafsfirði, sem nú dvelur í Lil-
lehammer í Noregi, náði þeim frá-
bæra árangri að lenda í öðru sæti í
svigi í heimsbikarmóti í Park City í
Utah í Bandaríkjunum á laugardag-
inn var.
Starfsferill
Kristinn fæddist á ÓMsfirði 26.5.
1972 og ólst þar upp í foreldrahús-
um. Hann stundaði bama- og ung-
lingaskólanám á Ólafsfirði, stund-
aði menntaskólanám í Norges Top
Itrek íþróttaskólanum í Geilo í Nor-
egi jafnframt því sem hann stundaði
þar skiðaþjálfun og lauk þar stúd-
entsprófi 1992.
Kristinn vann á sumrin með
námi á Ólafsfirði, m.a. i byggingar-
vinnu og hefur starfað við íþrótta-
miðstöðina á Ólafsfirði.
Kristinn lærði komungur á skíði
og hefur keppt á skíðamótum fyrir
Leiftur, Ólafsíjörö og fyrir Islands
hönd frá sex ára aldri er hann fyrst
tók þátt i Andrésar andar-móti á
Akureyri. Hann hefur keppt á fjölda
móta hér á landi, á skólamótum og
alþjóðlegum mótum víða um heim,
er margfaldur meistari á Andrésar
andar-mótum og marg-
faldur unglingameistari
og íslandsmeistari í alpa-
greinum. Hann hefur
fimm sinnum orðið ís-
landsmeistari i stórsvigi
karla og þrisvar orðið ís-
landsmeistari í svigi
karla.
Kristinn hefur að und-
anfórnu dvalið í Lille-
hammer þar sem hann er
í skíðaþjálfun.
Fjölskylda
Unnusta Kristins er Hlín Jens-
dóttir, f. 8.5. 1970, frá Neskaupstað,
skíðakennari og starfsmaður við
ferðaskrifstofu. Hún er dóttir Jens
Péturssonar, bílstjóra á Neskaup-
stað, og Ölfú Sigurðardóttur hjúkr-
unarfræðings.
Systkini Kristins eru Ólafur
Hartwig, f. 3.10.1967, íþróttakennari
og skíðaþjáifari í Lillehammer, en
kona hans er Indíana Stefánsdóttir,
landfræðingur við kennaranám í
Hamar; íris, f. 31.1. 1976, nemi við
HÍ.
Foreldrar Kristins eru Bjöm Þór
Ólafsson, f. 16.6. 1941, íþróttakenn-
ari á Ólafsfirði og marg-
faldur íslandsmeistari í
skíðastökki og í nor-
rænni tvíkeppni, og k.h.,
Margrét Kristine, f. 1.8.
1943, húsmóðir.
Ætt
Bræður Björns Þórs era
Stefán Víglundur Ólafs-
son, verslunarmaður á
Ólafsfirði, og Guðmundur
Ólafsson, leikari í Reykja-
vík.
Bjöm Þór er sonur Ólafs Stein-
gríms, sjómanns og þekkts skíða-
stökkvara á ÓMsfirði, bróður Krist-
ins sem einnig var þekktur skíða-
stökkvari. Ólafur var sonur Stefáns
Hafliða, sjómanns og verkamanns í
Hólkoti og Miðbæ á Ólafsfirði,
Steingrímssonar, frá Vestarahóli í
Flókadal, Hafliðasonar, Fljótaskálds
í Steinakoti, Finnbogasonar. Móðir
Stefáns var Kristín Hallbera, frá
Litlubrekku á Höfðaströnd, Jónas-
dóttir. Móðir Ólafs Steingríms var
Jónína Kristin Gísladóttir, b. á Mel-
breið í Fljótum og á Grund á Ólafs-
firði, Gíslasonar, b. í Austarahóli í
Flókadal, Gíslasonar, b. þar, Finn-
bogasonar, skálds á Helgustöðum í
Flókadal.
Móðir Bjöms Þórs var Fjóla Blá-
feld Víglundsdóttir, kennara á
Ólafsfirði, Nikulássonar, b. í Garða-
brekku í Staðarsveit, Árnasonar, b.
í Kálfárvallakoti, Jónssonar. Móðir
Víglundar var Ólöf, systir Guðlaug-
ar, langömmu Reynis Hugasonar
verkfræðings. Önnur systir Ólafar
var Vigdís, móðir Sveins Bjarnason-
ar (Edgar Holgers Cahill), listfræð-
ings í Bandaríkjunum. Ólöf var
dóttir Bjarna, b. í Hraunholtum
Jónssonar, bróður Vísinda-Kobba,
langafa Guðbergs Bergssonar. Móð-
ir Ólafar var Guðrún Jónsdóttir trá
Tröð. Móðir Fjólu var Sigurlaug
Magnúsdóttir, b. í Þverá í Ólafsfirði,
Magnússonar, og Önnu Baldvins-
dóttur.
Systur Margrétar Kristine era
Sigrid Toft, húsmóðir á Egilsstöð-
um; Irmgard Toft, ballettkennari í
Reykjavík, og Anna Toft, húsmóðir
i Reykjavík.
Foreldrar Margrétar Kristine:
Hartwig Toft, kaupmaður í Reykja-
vik, fæddur í Ábenrá í Danmörku,
og k.h., Kristine Toft, af þýskum
ættum, fædd í Lúbeck í Þýskalandi.
Kristinn Björnsson.
Andlát
Ólafur K. Magnússon
Ólafur K. Magnússon, aðalljós-
myndari Morgunblaðsins, Mela-
braut 30, Seltjamamesi, lést á heim-
ili sínu laugardaginn 15.11. sl..
Jarðarförin fer fram frá Krist-
kirkju í Landakoti i dag, miðviku-
daginn 26.11., kl. 15.00. Blóm og
kransar eru afþakkaðir en þeim
sem vilja minnast hans er bent á
minningarkort Kaþólsku kirkjunn-
ar á íslandi.
Starfsferill
Ólafur fæddist í Reykjavík 12.3.
1926 og ólst þar upp. Hann stundaði
nám við Ingimarsskólann og lauk
þaðan prófum, hélt til New York
1944 og stundaði þar nám í ljós-
myndun í eitt ár og síðan nám í
kvikmyndun hjá Paramount Pict-
ures í Hollywood.
Ólafur sneri heim til íslands 1947,
hóf þá störf við Morgunblaðið og
var aðalljósmyndari blaðsins í hálfa
öld eða þar til hann lét af störfúm í
ársbyrjun 1997.
Fjölskylda
Ólafur kvæntist 10.3. 1956 Evu
Kristinsdóttur, f. 19.5. 1931, sjúkra-
liða. Hún er dóttir Kristins Magnús-
sonar, f. 2.11. 1895, d. 5.8. 1956, skip-
stjóra, og Ágústu Kristófersdóttur, f.
17.11. 1908, húsmóður.
Böm Ólafs og Evu em Kristinn
Ólafsson, f. 24.1.1960, kvæntur Lauf-
eyju Gissurardóttur og em börn
þeirra Andri Már, f. 21.4. 1981, Eva
Margrét, f. 1.12. 1985 og Gissur Ari,
f. 11.2. 1993; Berglind Ólafsdóttir, f.
22.11. 1961 en maður hennar er Dag
Helge Iversen og era börn þeirra
Edda, f. 2.2.1997, og Ylva, f. 2.2.1997;
Anna Lóa Ólafsdóttir, f. 1.11. 1964,
en synir hennar era Kristinn Frans
Stefánsson, f. 25.12.1987 og Atli Dag-
ur Stefánsson, f. 29.1. 1992; Margrét
Lind Ólafsdóttir, f. 13.10. 1967 en
maður hennar er Jóhann Pétur
Reyndal og era synir þeirra Ólafur
Alexander, f. 27.8. 1989, og Tómas
Gauti, f. 3.3.1993; Magnús Sverrir
Ólafsson, f. 12.3. 1970.
Bræður Ólafs era Hafliði Magnús-
son, f. 6.7. 1917, kjötiðnað-
armaður í Reykjavík; Jó-
hann Magnússon, f. 15.7.
1918, skipstjóri og haf-
nsögumaður í Reykjavík;
Gunnar Magnússon, f.
25.9. 1921, sjómaður í
Reykjavík; Sverrir Magn-
ússon, f. 4.11. 1923, d.
14.11. 1978, skipasmiður
og sjómaður, fyrst í
Reykjavík og siðar i Svi-
þjóð.
Foreldrar Ólafs voru
Magnús Kristinn Jó-
hannsson, f. 16.6. 1894, fórst með
Jóni forseta 27.2. 1928, skipstjóri í
Reykjavík, og Kristín Hafliðadóttir,
f. 9.10. 1896, d. 8.4. 1984, húsmóðir.
Ætt
Magnús Kristinn var sonur Jó-
hanns, frá Borgum í Húnavatns-
sýslu, Magnússonar, og Margrét
Bjömsdóttur af Barðaströnd.
Kristín var dóttir Guðrúnar, móð-
ur Vilborgar Kristjáns-
dóttur, fulltrúa á forseta-
skrifstofunni, móður
Kristjáns Jóhannssonar
prófessors.
Kristín var dóttir Haf-
liða, starfsmanns við
Kirkjugarðana í Reykja-
vík, Jónssonar, b. á Áifs-
stöðinn á Skeiðum,
Magnússonar, b. á Mið-
felli í Hrimamanna-
hreppi, Einarssonar.
móðir Hafliða var Mar-
grét, systir Eiríks í Mið-
dal, afa Vigdísar forseta. Annar
bróðir Margrétar var Einar, faðir
Guðmundar frá Miðdal, föður Er-
rós. Margrét var dóttir Guðmundar,
b. í Miðdal, Einarssonar, b. á Álfs-
stöðum, Gíslasonar, bróður Ingveld-
ar á Fjalli, langömmu Guðbjargar í
Hvammi, langömmu Guðlaugs
Tryggva Karlssonar hagfræðings.
Sonur Ingveldar var Ófeigur á
Fjalli, langafa Tryggva Ófeigssonar
útgerðarmanns.
Olafur K.
Magnússon.
Tilkynningar
Tapað fundið
Ef einhver hefur fundið ADIDAS
sundtösku sem lítill 6 ára gaur
týndi einhvers staðar í kring um
Fellaverslanirnar í Efra-Breiðholti
þá er sá hinn sami beðinn að
hringja í síma 897-9091.
ER-þjónustan
Hjónin Ragnhildur Sveinsdóttir
og Ragnar Einarsson, sem reka ER-
þjónustuna við Kleppsmýrarveg,
hafa ákveðið að láta eitt hundrað
krónur af hverri umfelgun ganga til
Neistans, styrktarfélags hjartveikra
bama. Hjónin létu búa til stóran
hjartalaga bauk fyrir framlögin til
Neistans.
Styrktarfélag krabba-
meinssjúkra barna
Styrktarfélag krabbameinssjúkra
bama gefur út jólakort í fjáröflunar-
skyni. Er þetta þriðja árið í röð sem
félagið gefur stuðningsmönnum sín-
um kost á jólakortakaupum til að
leggja börnum með krabbamein lið.
Jólakort SKB í ár er 122 mm há og
170 mm breið. Myndin sem prýðir
kortið er gerð af Braga Einarssyni.
Byrgið
Byrgið er kristið líknarfélag sem
stofnað var 1. desember 1996 af
kristnum einstaklingum sem sjálfir
hafa losnað frá fíkn og öðrum
vandamálum sem áfengi og fíkniefn-
um fylgir. Byrgið rekur í dag tvö
meðferðarheimili í Hafnarfirði; á
Hvaleyrarbraut 23 og Vesturgötu 18.
í þessum húsum er pláss fyrir 30
vistmenn. í október sl. tók Byrgið
Hlíðardalsskóla á leigu og mun þá
bætast við starfsemina pláss fyrir 70
vistmenn til viðbótar. Byrgið hefur
ekki notið neinna opinberra
styrkja.
Kexverksmiðjan
Frón
Það er orðin hefð hjá Kexverk-
smiðjunni Frón að baka smákökur
fyrir jólin. Það verða 10 smáköku-
tegundir í boði fyrir þessi jól. Það
verður hægt að fá Frón-jólasmákök-
ur í öllum helstu matvöraversl-
unum á landinu.
Barnahjálp Samein-
uðu þjóðanna
Jólakort Barnahjálpar Samein-
uðu þjóðanna, UNICEF, era komin
á markaðinn. UNICEF hefur selt
jólakort til fjáröflunar fyrir starf-
semi sina síðan 1949. Starfsemi UN-
ICEF skiptist í tvo þætti, þ.e. neyð-
arhjálp og þróunaraðstoð. Hér á ís-
landi er það Kvenstúdentafélag ís-
lands sem sér um sölu jólakorta
Bamcihjálparinnar.
DV
Tíl hamingju
með afmælið
26. nóvember
85 ára
Halldóra Kristleifsdóttir,
Hrafnistu í Reykjavík.
Elín Halldórsdóttir,
Skíðbakka II, A-Landeyjum.
75 ára
Jónas Pálsson,
Grettisgötu 38, Reykjavík.
Ámi Kjartansson,
Hiaðbæ 18, Reykjavik.
Sigríður Helgadóttir,
Litla-Hvammi 9 B, Húsavík.
Hinrik Sigfússon,
Vogum III, Skútustaðahreppi.
Guðjón H. Sigurðsson,
Seltjörn 7, Selfossi.
70 ára
Sigrún Björnsdóttir,
Tjamargötu 47, Reykjavík.
Jón G. Ásgeirsson,
Laugavegi 134, Reykjavík.
Hann er að heiman.
Petra Gísladóttir,
Hólavegi 26, Sauðárkróki.
60 ára
Hreinn Jóhannsson,
Löngufit 34, Garðabæ.
50 ára
Bjöm Friðriksson,
Borgarhrauni 6, Hveragerði,
varð fimmtugur í gær.
Eiginkona hans er Lilja
Ólafsdóttir. Þau taka á móti
gestum að heimili sínu,
fóstudaginn 28.11. frá kl. 18.00.
Anna Hlöðversdóttir,
Bogahlíð 24, Reykjavík.
Kristrún Haraldsdóttir,
Tungubakka 24, Reykjavík.
Sesselja Þórðardóttir,
Hryggjarseli 3, Reykjavík.
Ragna Bogadóttir,
Vatnsendabletti 235,
Kópavogi.
Snorri Sigurðsson,
Birkigrand 14, Kópavogi.
Rakel Kristín Níelsdóttir,
Klapparstíg 8, Sandgerði.
Emilía Guðrún
Svavarsdóttir,
Baughóli 4, Húsavik.
Guðrún Bogadóttir,
Bergþórshvoli II,
Vestur-Landeyjum.
Geir Haukur Sölvason,
Áshamri 65,
Vestmannaeyjum.
Kristín E. Gísladóttir,
Dverghamri 35,
Vestmannaeyjum.
40 ára
Guðrún Þorbjörg
Bjömsdóttir,
Granaskjóli 9, Reykjavík.
Kristín Ólafsdóttir,
Reyðarkvísl 3, Reykjavík.
Eirikur ísfeld Andreasen,
Kársnesbraut 94, Kópavogi.
Sigríður Ágústsdóttir,
Suðurholti 15, Hafnarfirði.
Bjöm Helgi Haraldsson,
Hcunragerði 12, Keflavík.
Siguijón Kristinn Bergsson,
Vestursíðu 20, Akureyri.
Sturla Einarsson,
Steinahlíð 2 A, Akureyri.
Erla Runólfsdóttir,
Lónabraut 30, Vopnafirði.
Ólafía Þóra Bragadóttir,
Heiðarbraut 5, Höfn.
Björn Friðriksson
Bjöm Friðriksson,
Borgarhraimi 6, Hveragerði,
varð fimmtugur í gær.
Eiginkona hans er Lilja
Ólafsdóttir.
Þau taka á móti gestum að
heimili sínu, Borgarhrauni 6,
Hveragerði, föstudaginn 28.11. frá
kl. 18.00.