Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1997, Page 24
44
MIÐVIKUDAGUR 26. NOVEMBER 1997
Vill almenning-
ur engu ráða?
„Halldór Blöndal hefur, vænt-
anlega eftir miklum djúpsál-
fræðilegum leiðum, fundið það
út að i raun vilji almenningur
engu ráða heldur afsala sér yfir-
ráðum yfir þessari starfsemi og
færa hana í hendur nýjum eign-
araðilum.“
Ögmundur Jónasson alþingis-
maður, um hugmyndir um sölu
á Pósti og síma, í DV.
What goes up...
„íslenskir skíðamenn hafa
fram til þessa verið lifandi af-
sönnun á enska orðtækinu: What
goes up, must come down.“
Guðmundur Andri Thorsson
rithöfundur, í Degi.
Skottulækningar
„Það að nota aðferðir sem ekki
hafa verið reyndar vísindalega,
eða sem ekki hafa staðist vís-
indalegar prófanir, til að lækna
sjúkdóma eru skottulækningar."
Árni Björnsson læknir, í Morg-
unblaðinu.
Ummæli
Tryggðarkerfin
og punktar
„Tryggðarkerfin ganga út á að
láta neytendann gleyma verði og
gæðum, nokkuð sem skiptir
neytandann meginmáli. Hann á i
staðinn að safna punktum eða
öðrum ávinningi."
Jóhannes Gunnarsson, fram-
kvæmdastj. Neytendasamta-
kanna, í DV.
Deborah Compagnoni þykir
snjöllust kvenna í alpagreinum í
dag.
Fyrstu skíðin
Skíði í einhverri mynd virðist
mjög gömul uppfmning. Skíði frá
um 2500 f. Kr. fundust lítið
skemmd i mómýri nálægt Hoting
í Svíþjóð. Hellaristur af skiða-
manni frá 6000 f.Kr. fundust í
Bessovysledki í Rússlandi.
Fyrsta notkun skíða í hernaði
sem sögur fara af var í Noregi
1199 í orrustunni við Isen, ná-
lægt Ósló. Skíðaiðkun varð þó
ekki að íþróttagrein fyrr en 1843
í Tromsö en þar fór fram fyrsta
skíðamótið sem vitað er um.
Meðlimir Trysil skyte- og
skiklubb, sem stofnaður var í
Noregi 1861, halda því fram að
það sé elsta skíðafélag heimsins.
Blessuð veröldin
Elstu mótin
Elstu skiðamótin í norrænum
greinum eru Holmenkollenmótin
í Noregi en fyrsta mótið var
haldið 1866. Fyrsta keppnin í
bruni var haldin í Ástralíu upp
úr 1850. Fyrsta svigkeppnin fór
fram í Murren í Sviss 21. janúar
1922. Heimsmeistarakeppni i
alpagreinum var komið á fót í
Sviss árið 1931. Oftast hefur orð-
ið heimsmeistari Christel Cranz,
þýsk skíðakona sem sigraði tólf
sinnum í svigi, bruni og þrí-
keppni á árunum 1934-1939. Sá
karlmaður sem oftast hefur unn-
ið er Austurríkismaðurinn Toni
Sailer sem vann alls sjö sinnum
á tveimur heimsmeistarmótum,
1956 og 1958.
fshaf (Dumbsh
GRÆNLAND
Norður-
djúp
Norðaustur-
Norðvestur- mlð
mið m
festfjarða-
mið
Austur-
mið
Austurdjúp
Austfjarða-
W/ mið
Breiðafjarðar- 0
mið AfigW
ISLAND
Vestur-
djúp
Faxafióa-
mið
Færeyjadjúp
Grænlamls
hafii
Suðaustur-
mið
Suðvestur-
mið
FÆREYX
Atlantshaf
Suðvestur-
djúp
Suðurdjúp
Suðaustur-
djúp íj
Hjaltland
Mið og djúp í veðursp
Kjartan Ólafsson tónskáld:
Pössum okkui á að hafa
stjóm á tækninni
Stutt er síðan hljómplatan Þrír
heimar i einum kom út. Á henni er
raftónlist eftir Kjartan Ólafsson,
flutt af höfundinum sem leikur á
tölvuhljómborð, Pétri Jónassyni á
klassískan gítar, Hilmari Jenssyni
á rafmagnsgítar og Matthiasi Hem-
stock, sem leikur á trommur og
slagverk. Kjartan fylgdi plötunni
eftir með velheppnuðum tónleikum
sem verða endurteknir í kvöld.
Tónlist Kjartans hefur vakið at-
hygli og platan fengið mjög góða
dóma hjá gagnrýnendum. En ekki
hafa allir hrifist svo Kjartan er
fyrst spurður hvers konar tónlist
hann semji: „Þetta er tónlist nútím-
ans, tónlist dagsins í dag og er
framhald af klassískri og róman-
tískri tónlist. Sú tónlist var á sínum
tíma tilraunatónlist. Viðbrögðin
sýna einfaldlega að það eru tvær
skoðanir á öllum málum, fólk sem
aðhyllist nýja hluti meðtekur tón-
listina en þeir sem eru íhaldssamir
gera það ekki. Hugmyndin með
þessari tónlist er að blanda saman
stefnum þannig að fjölbreytileikinn
riki.“
Það vakti athygli fyrir stuttu að
Rikissjónvarpið neitaði að sýna
myndband með
tónlist Kjartans:
„Viðtökurnar við
plötunni hafa
verið mjög
ánægjulegar og
fyrstu tónleikarn-
ir tókust vel. For-
dómar gagnvart
þeirri tónlist sem
ég er að fást við
hefur minnkað.
En það eru alltaf
einhverjir sem
þurfa að tjá sig a
neikvæðan hátt
og þetta mál með
Sjónvarpið er
óþolandi. Það er
ekki hægt að
bjóða íslenskum
listamönnum upp
á að einhver inn-
an Sjónvarpsins
taki ákvörðun
um að tónlist
verði ekki flutt
án þess að koma
með skýringar. Það minnsta sem
við getum ætlast til af stofnuninni
er að fá skýringar."
Einir tónleikar
hafa verið haldn-
ir, aðrir eru í
kvöld og Kjartan
ætlar að stefna
ótrauður áfram á
sömu braut: „Það
er mjög skemmti-
legt að starfa við
tónlist sem er ný
og framandi.
Tölvumar bjóða
upp á mikla
möguleika á að
flytja flókna og
samsetta tónlist
og það virðist
eiga vel við okk-
ur fjóra að starfa
saman að slíkri
tónlist. Við pöss-
um okkur þó að
hafa stjórn á
tækninni."
Kjartan segist
ekki hafa neina
fordóma gagn-
vart nokkurri
tónlist: „Ég hlusta á alla tónlist, allt
frá tónlist af léttust gerð upp í
þunga tónlist. -HK
Kjartan Ólafsson.
Maður dagsins
Myndgátan
[/£rr( KJorsuPAN
ye/?A oPþín KLAfZ.'.y
n<t?
-eyÞoK-
Tröppugangur
Myndgátan hér aö ofan lýsir nafnoröi.
Landslið íslands, sem hér sést i leik
gegn Dönum í fyrra, leikur gegn Hol-
lendingum í kvöld.
Ísland-Holland
í körfunni
íslendingar era í kvöld að hefja
keppni í Evrópumeistarakeppninni
í körfubolta. Ljóst er að ísland er í
sterkum riðli og rpðurinn verður
erfiður. Landsliðið þarf þvi að fá
góðan stuðning í kvöld frá áhorf-
endum, það og að leikmennimir
finni fjölina sína, þá er aldrei að
vita nema sigur náist. í kvöld eru
það Hollendingar sem eru andstæð-
ingarnir og fer leikurinn fram i
Laugardalshöll og hefst kl. 20.00.
Næsti landsleikur i riðlinum verð-
ur svo eftir viku, þá eru andstæð-
ingamir Króatía, enn sterkara lið
en HoOand.
Iþróttir
Einn leikur er í 1. deild karla í
handboltanum í kvöld. Víkingar
ferðast norður til Akureyrar og
leika við KA sem er mun sterkara
lið á pappirnum, enda er KA í efri
hluta deildarinnar en Víkingur á
botninum.
Bridge
Magnús Magnússon og Sverrir
Ármannsson unnu nauman sigur á
Reykjavíkurmótinu í tvímenningi
sem fram fór laugardaginn 22. nóv-
ember. Feðgamir Hjalti Elíasson og
Eiríkur Hjaltason enduðu í öðru
sæti en Guðmundur Páll Arnarson
og Bandaríkjamaðurinn Brian Glu-
bok í því þriðja, eftir að hafa leitt í
síðari hluta mótsins. Þátttakan í
mótinu var sérlega dræm; aðeins 23
pör sáu ástæðu til þess að mæta.
Spurningin er sú hvort mætingin i
þetta mót endurspegli þann doða
sem virðist vera yfir bridgelífi á Is-
landi um þessar mundir. Þátttaka í
helgarmótum og í keppni innan
flestra félaga landsins hefur ekki
verið lélegri um árabil. Margir telja
að samfara fækkun spilara hraki
spilamennskunni. Spil 44 í Reykja-
víkurmótinu rennir stoðum undir
þær skoðanir. Með vandaðri en til-
tölulega einfaldri spilamennsku á
sagnhafi alltaf að fá 12 slagi í spaða-
samningi ef spilað er á austurhönd-
ina. Fimm pör af 11 spiluðu 6 spaða
á hendurnar, fimm pör létu geimið
duga og eitt par fór alla leið í
alslemmu. Aðeins 2 pör fengu hins
vegar 12 slagi, hin urðu að sætta sig
við 11:
* 8
V DG64
4 K7653
* 832
—N— * ÁKG432
y . * 109832
s 4 95
4 75
V .
4 D9842
4 KDG1064
4 D1096
* ÁK75
4 ÁG10
4 Á7
Hættan í spilinu er sú að hjörtun
liggi 4-0. Margir sagnhafar hafa ef-
laust fengið viðvöran þegar suður
hefur meldað á lágliti sína. Gegn út-
spili í láglit tekur sagnhafi báða ás-
ana i láglitunum til að losna við tvi-
spil sitt i laufi, trompar lauf, spOar
spaða á drottningu, trompar tígul,
spOar spaða á tíu og trompar tígul.
I þessari stöðu er hægt að leggja
niður hjartaás og þegar legan kem-
ur í ljós er lágu hjarta spOað frá
blindum. Norður er endaspOaður og
verður að spila i tvöfalda eyðu eða
frá hjartanu. Guðlaugur R. Jóhanns-
son, sem spOaði 6 spaða, og Brynjar
Jónsson, sem spOaði 7 spaða, voru
þeir einu sem fundu þessa spOaleið.
Aðrir sagnhafar fengu 11 slagi.
ísak Örn Sigurðsson