Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1997, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1997, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 3. DESEMBER 1997 Fréttir Kuldi herjar enn á Sinfóníuh]jómsveitina: Kappklæddir hljóðfæraleikarar - á sviöinu í Háskólabíói „Það var óveruu mikili trekkur á sviðinu. Það mættu nokkrir hljóð- færaleikarar kappklæddir á æfingu sveitarinnar og veitti ekki af. Það hef- ur ekkert verið gert nema að viðræð- ur hafa farið fram við forráöamenn Háskólabíós. Síðan er enn beöið eftir niðurstöðu flárveitingavaldsins hvort fjárveiting fæst til að gera þær ráð- stafanir sem þarf til aö losna við trekkinn," sagði Runólfur Birgir Leifsson, framkvæmdastjóri Sinfóní- hljómsveitarinnar, í samtali við DV. Athygli vakti að nokkrir hijóðfæra- leikarar voru klæddir í lopapeysur, úlpur og þykkar hettupeysur á æfmgu sveitarinnar í gær til aö halda á sér hita vegna trekks og kulda á sviöi Há- skólabíós. Aðspurður um launadeilur hijóð- færaleikara Sinfóníunnar sagöi Run- ólfur Birgir: „Það er ekkert nýtt að frétta í þeim efiium. Ég á ekki von á að það verði boðaður fundur hjá sáttasemjara fyrr en i fyrsta lagi í næstu viku. Samn- inganefnd ríkisins hefur ekki lagt fram formlegt tilboð síðan í október en hefur viðrað ýmsa möguleika í stöðunni. Því miður náöist ekki sam- staða á síðasta samningafundi." -RR Björk lenti á spítala DV, Akraneai: Björk Guðmundsdóttir var lögð inn á spítala í Reykjavík í lok síð- asta mánaöar. Hún var með háan hita og sýkingu í nýrum að því er kemur ffarn í fréttatilkynningu frá útgáfufyrirtæki hennar, One Little Indian. Þar segir að Björk hafi verið út- skrifuö af spítalanum í fyrradag. Hafl henni verið ráðlagt af lækn- um aö taka sér þriggja vikna hvíld frá tónleikum. Biðjist Björk og One Little Indian afsökunar á þeim óþægindum sem þetta hafi í fór með sér. -DVÓ Hljóöfæraleikarar Sinfónfuhljómsveitarinnar voru kappklæddir ó æfingu f Háskólabfói f gær. Kuldi og trekkur hefur lengi hrjáö meölimi sveitarinnar á svibi bfósins. DV-myndir E.ÓI „Lekinn“ úr skýrslu um búsetuflutninga: Olíðandi vinnubrögð - segir stjórnarmaöur Byggðastofnunar Stjóm Byggðastofnunar hefur ekki enn fjallaö um það þegar nið- urstöður skýrslu um búsetuflutn- inga fólks af landsbyggðinni til höfuöborgarsvæðisins vora kynnt- ar á miðstjómarfundi Framsókn- arflokksins á Akureyri nýlega. Niðurstöðumar vora kynntar for- ystu Framsóknarflokksins áður en verkbeiöandinn, stjóm Byggða- stofnunar, hafði séð þær. Einar K. Guðfmnsson, alþingis- maður og stjómarmaður í Byggða- stofnun, segir i samtali við DV að hann reikni með því að málið verði rætt á næsta fundi stjómar- innar enda hafi verið um ólíðandi vinnubrögð að ræða. Það var Sig- urður Guðmundsson, forstöðumað- ur þróunarsviðs Byggðastofhunar, sem kynnti niðurstööur skýrsl- unnar á miðstjómarfundinum á Akureyri. DV spurði Sigurð um þetta mál í gær en hann kvaðst ekki vilja segja neitt um það. -SÁ Ævisöguritari Karls Bretaprins: Fyrirlestur um breska konungsdæmið - eftir fráfall Díönu Anthony Holden, ævisöguritari Karls Bretaprins, er væntanlegur hingað til lands til að halda fyrir- lestur um bresku konungsfjölskyld- una og framtíö konungsdæmisins eftir fráfall Díönu. Anthony Holden er kunnur rit- höfundur og blaðamaður í Englandi. Hann færði í letur ævi- sögu Karls á þrítugs- og fertugsaf- mælum hans auk þess sem hann var náinn vinur Díönu prinsessu. Hann hefur starfað á nokkrum af virtustu fjölmiðlum Breta. Tilefni komu Holdens hingað til lands er að hann ritar texta í bókina Díana - ævi hennar og arfleifð, sem komin er út í íslenskri þýöingu. Fyrirlestur hans veröur í Háskóla- bíói á laugardaginn klukkan 14. ^ Lögreglan: Atak gegn „jólabyttum" „Þetta er heföbundið átak í þess- um mánuði, bæði út af jólaglögg og það að umferðaröryggisþátturinn er erfiður á þessum tíma. Sumir öku- menn eru það heppnir að vera stöðvaðir áður en þeir valda sjálf- um sér eða öðram tjóni. Lögreglan vill hvetja ökumenn til að hafa það hugfast að ef þeir ætla að neyta áfengis þá reikni þeir einnig með útgjöldum fyrir leigubíl eða strætis- vagni heim,“ segir Karl Steinar Valsson aðstoðaryfirlögregluþjónn. Lögreglulið á Suðvesturlandi verður í desember meö sérstakt átak gegn ölvunarakstri. Það er því ljóst að , jólabyttumar" mega passa Sig. -RR Mál ekkjunnar: Löglegt en siölaust Anthony Holden, blabamabur og rithöfundur. „Það má vera að aðgeröir hrepps- ins í viðskiptunum með jörð Ólafar hafi veriö löglegar en þær em siö- lausar ef litið er til þeirra aðstæöna sem Ólöf var í. Hún var nýbúin að missa eiginmann sinn og litið bam þegar þetta bættist ofan á. Þaö er klárt mál aö hreppurinn hagnast mikið á þessum viöskiptum. Mín skoðun er sú að hreppurinn ætti að láta hana hafa alla vega eitthvað af mismuninum sem hann græddi á henni,“ sagði viðmælandi DV sem er íbúi í Skagafiröi og þekkir vel til mála Ólafar Þórhallsdóttur ekkju. Viðmælandi DV vildi ekki láta nafn síns getið þar sem málið væri afar viðkvæmt. Hann bætti við aö hreppurinn hafði gert margt gott fyrir Ólöfu en sér fyndist að ekki hafi verið komiö fram við hana af heilindum í þessu máli. -RR Stuttar fréttir Ami Þór þinglóðs n Ámi Þór Sigurðsson, borgarfulltrúi R-listans, hefur verið ráðinn ffamkvæmda- stjóri þing- flokks Alþýðu- bandalagsins. Hann hefúr starfað sem hagfræðingur Kennara- sambands íslands en lætur af því starfi um áramótin. Spilararnir fá stuðning Aðalfúndur Bandalags íslenskra listamanna lýsir fúllum stuðningi við aðgerðir Starfsmannafélags Sin- fóniuhijómsveitar íslands í deilu þess við samninganefnd ríkisins. Skorað er á stjómvöld að leysa deil- una svo að hljóðfæraleikarar geti sinnt störfum sínum í launaum- hverfi sem hæfir menntun þeirra og ábyrgð. Eldvarnarvika Landssamband slökkviliðsmanna gengst fyrir árlegri eldvamarviku fyrir jólin og hófst hún 1. des. Helsti markhópur slökkviliðsmanna er að þessu sinni átta ára böm og verður þeim sýndur siökkvibíll og fa þau verkefiú til aö leysa. Dregið verður úr réttum lausnum á verkefninu og vegleg verðlaun veitt. Smátt gjaldþrot Viðskipta- blaðið segir frá nýloknum gjaldþrotaskipt- um Þrígrips hf. sem var óvenju- lítið eða vegna rúmlega 44 þús- unda króna auk vaxta. ToE- stjóraembættið fór fram á gjald- þrotaskiptin vegna dæmds máls- kostnaðar. Fyrirtækið, sem var í eigu Jörmundar Inga Hansen, alls- herjargoða ásatrúarmanna, var úr- skurðað gjaldþrota árið 1996 en hafði þá ekki starfaö um skeið. Vérsnandi lausafjár- staða Lausafjárstaða innlánsstofnana versnaði um rúma sjö milljarða fyrstu 10 mánuði ársins, að sögn Viöskiptablaösins. Fleiri gæslufangar Gæsluvarðhaldsfangar era helm- ingi fleiri í ár en í fyrra og er langt síðan þeir hafa verið jafn margir, að sögn RÚV. Þeir hafa verið um 13 á dag að jafnaði en vora um sex í fyrra LÍÚ borgar samt Formaður LÍU segir að loforð sambandsins um að leggja fé í nýtt hafrannsóknaskip standi þótt skipið verði 50% dýrara en áætlað var. Greiðslur sambandsins í þróunar- sjóð sjávarútvegsins munu fram- lengjast um þrjú ár vegna þessa. RÚV sagði frá. Tryggingabstur hækka Aðeins almannatryggingabætur munu tengjast launavísitölu og breytast í takt við laun í landinu. Atvinnuleysisbætur verða ekki tengdar með þessum hætti sam- kvæmt bandormsfrumvarpi ríkis- sljómarinnar. RÚV sagði frá. Enginn ætlar norður Enginn af | fimm núver- andi starfs- mönnum þró- unarsviðs Byggðastofnun- ar ætlar að flytjast á Sauö- arkrók þegar deildin flyst þangaö á næsta ári. Egill Jónsson, stjómarformaður Byggðastofiiunar, segist við RÚV ekki hafa áhyggjur af því að nýir starfsmenn fáist ekki. Aukin jólaverslun Stöð 2 telur að jólaverslun muni aukast í landinum um 4% frá því sem hún var í fyrra. Þaö þýöi að fólk muní kaupa inn til jólanna fyr- ir 14 milljarða króna .-SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.