Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1997, Page 24

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1997, Page 24
76 MIÐVIKUDAGUR 3. DESEMBER 1997 Öfund, ill- gimi og þröngsýni „Málefhasamningur hins nýja meirihluta hefur ekki fundist þrátt fyrir mikla leit. Mig gnmar að hann mótist eingöngu af þrem- ur orðum, sem hinn andlegi leið- togi hans, Smári Haraldsson, lýsti svo vel á fundi, þ.e. öfund, illgimi og þröngsýni.“ Halldór Jonsson, bæjarfulltrúi á ísafirði, í DV. Eftirlaun útgerðarmanna „Það þarf að gera sérstakar ráð- stafanir vegna byggða sem splundrast og þar er sjálfsagt að gefa útgerðarmönnum svo ríflegan aðlögunartíma að Kristján Ragn- arsson þurfi ekki að hafa áhyggjur af eftirlaununum þeirra." Markús Möller hagfræðingur, j Degi. Vondur matur „Ógeðslega vond lykt, útlitið hræðilegt og bragðið skelfilegt." Sigmar B. Hauksson, í bragðkönn- un, í DV. Ekki verðugir „Það er bara þannig að við erum ekki þess verðugir að taka þátt í lokakeppninni á Ítalíu. Ekki Ummæli nema þá sem ferðamenn." Þorbjörn Jensson landsliðsþjálfari, eftir tap, í Morgunblaðinu. Þjóðlygin Það er þjóðlygi frjálshyggju- mannanna að hagræn rök og sið- leg fari ævinlega saman. Hvenær hefur réttlætið borgað sig?“ Guðmundur Andri Thorsson, í Degi. Máttur imbakassans „Þegar börnin hafa lært að lesa verður ensk tunga þeim oft fyrir- hafnarlítið töm. Vegna sjónvarps geta þau bæði lært ágætt íslenskt mál og ensku - mikill er máttur imbakassans." Eggert Þór Bernharðsson, í fjöl- miðlarýni í DV. Sólin er hátt á lofti á íslandi I há- deginu en á samt eftir aö fara hærra. Hádegi Hádegi er það augnablik þegar sól er hæst á lofti (í hágöngu). Þar sem sýndarhreyfing sólar á himni er ekki jöfn, verður hádegi ekki alltaf á sama tíma eftir klukkunni, heldur færist það til og frá eftir árstímum, svo að leikur á hálftíma. í Reykjavík er hádegi að meðaltali kl. 13.28 eftir núgildandi staðaltíma, en getur verið allt frá kl. 13.11 (í nóvem- ber) til 13.42 (i febrúar). Blessuð veröldin Sóltími Sóltími er tími sem reiknast eftir göngu sólar. Sólúr sýna venjulega sannan sóltíma, en klukkur meðalsóltíma (miðtíma). Heimild: Stjörnufræði/Rím- fræði eftir Þorstein Sæmunds- son. Friðrik Karlsson gítarleikari: Þrír söngleikir og kvikmyndin Cats Friðrik Karlsson, gítarleikari Mezzoforte með meiru, hefur verið að gera það gott úti í Englandi þar sem hann vinnur að ýmsum verk- efnum. Er hann orðinn mjög eftir- sóttur „stúdíóspilari" auk þess sem hann starfar í leikhúsum. Þá er hann eins og alþjóð veit einn af meðlimum Mezzoforte. Friðrik gaf sér þó tíma til að spila inn á plötu, Lífsins fljót, sem kemur örugglega aðdáendum hans á óvart. Þar er hann að fást við allt aðra hluti en hann gerir í tónlistinni á degi hverj- um: „Þessi plata kemur út af því að ég hef undanfarin tvö ár stundað jóga og hugleiðslu. Hefur mér fund- ist sú tónlist sem boðið er upp á við hugleiðsluna ekki vera nógu góð og hef í nokkurn tíma gælt við þá hug- mynd að gera plötu með tónlist sem ég tel henta við hugleiðsluna. Á plötunni notast ég við klassískan gítar og sítar.“ Hvernig hafa svo viðtökumar verið? „Það er ekki komin mikil reynsla á það enn sem komið er. Stutt er síðan ég kynnti plötuna á sýningu í Englandi þar sem svona tónlist var kynnt og það var greini- legt að hún féll í góðan jarðveg. Ég seldi öll eintökin sem ég var meö mér, þannig að ég tel að ég sé á réttri leið með þessa tónlist." Friðrik segist hafa tekið það með í reikninginn að einhverjir sem ekki stunduðu hugleiðslu myndu hlusta á plötuna og fá áhuga: „Bæklingurinn sem fylgir plöt- unni er nokkurs konar kennsla í hugleiðslu. Ef farið er í gegnum hann er hægt að nema grunnslök- un, auk þess sem hvert lag hefur tilgang við ákveðna tegund af hugleiðslu. Það má segja að þetta sé samantekt á því sem ég hef verið að læra frá því ég byrjaði á hugleiðslunni." Friðrik tók þá áhættu fyrir ári að flytja til London með fjöl- skyldu til aö setjast þar að. Hann sér ekki eftir því: „Þetta byrjaði allt með kvikmyndinni Evítu, síðan fór ég í vinnu hjá fyrirtækinu sem sá um tónlistina í Evítu og hjá Andrew Lloyd Webber. Fyrir hann er ég bú- inn að vinna mikið og kem til með að vinna fyrir hann á næsta ári við uppsetningu á nýjum söngleik. Hann verður einn af þremur nýjum söngleikjum sem settir verða upp í London og ég mun verða opnunar- gítarleikari þar. Um er að ræða, auk nýja söng- leiks Webbers sem hann semur með Jim Stein- man, söngleik þar sem Elton John semur tón- listina og söng- leik sem byggður er á kvikmynd- inni Saturday Night Fever. Auk þess er Mezzofor- te alltaf í gangi og kem ég til með að starfa með henni að ein- hverjum verkefn- um. Þessa dag- ana er ég að vinna við upp- tökur á tónlist- inni við kvik- myndina Cats og þar gegni ég dálít- ið stóru hlutverki í hljómsveitinni, svona álíka og í Evítu.“ Friðrik segist alveg sestur að í London: „Allar áætlanir hafa staðist hjá mér og vel það. Fram undan er spennandi og skemmtileg vinna og ég er þegar farinn að undirbúa aðra plötu með hugleiðslutónlist, þá stend ég' í því þessa dagana að kaupa mér einbýlishús í London." -HK Friörik Karlsson. Maður dagsins Myndgátan Svínahryggur Myndgátan hér aö ofan lýsir nafnoröi. síðustu viku léku fslendingar við Hollendinga og töpuðu naumt. ísland - Króatía í körfunni Mikið er um að vera í innlend- um íþróttum í kvöld og þar ber hæst landsleik í körfubolta. Is- lenska landsliðið i körfubolta stendur í ströngu þessa dagana. Það leikur í sterkum riðii í Evr- ópukeppni landsliða og leikur í kvöld þriðja leik sinn á rúmri viku. Nú er komið að Króötum, einu af sterkasta liði Evrópu, og þótt við séum að leika á heima- velli eru möguleikar okkar á sigri ekki miklir. íþróttir í kvöld er einnig leikið í hand- boltanum, bæði 1. deild karla og kvenna og þar er stórleikurinn Stjarnan - Afturelding hjá körlunum. hefst leikurinn kl. 20.30 í Garðabæ. Á sama tíma leika Fram - FH og Haukar - Víkingur. Hálftima fyrr hefja leik HK - UBK, KA - Valur og ÍR - ÍBV. Þrír leikir eru I 1. deild kvenna: kl. 18.30 leika Fram - Valur í Framheimilinu, á sama tíma leika FH - Haukar í Kaplakrika og kl. 20 leika Grótta - KR og ÍBV. Bridge Þetta spil verður að tímasetja vel og taka slagina í réttri röð. Eftir ágætar sagnir komast NS í 7 spaða sem undir vinsamlegum kringum- stæðum myndu standa. Útspil vest- urs er tígultían og sagnhafi á fyrsta slaginn á kóng. Hann spilar nú spaða á ásinn og sér tíuna falla hjá vestri. Þó að það leiði til vinnings í þessari stöðu, þá er ekki skynsam- legt að svina næst spaðaníunni (vestur gæti vel átt G10 eða jafnvel GlOx í litnum). Því er spaða spilað á kónginn og þá koma vondu tíðindin í ljós. Það er þó fjarri þvi að öll nótt sé úti enn, en vanda verður fram- haldið: 4 10 W 1063 -f 1098 * G98642 4 Á2 m ÁD ■4 ÁG7642 * 1053 4 G843 44 G98752 ♦ D5 4 7 4 KD9765 «4 K4 ♦ K3 4 ÁKD Fyrsta skrefið er að ná þeirri stöðu að vera með jafh mörg tromp og austur. Til þess er tígulliturinn notaður. Spumingin er bara sú, hve oft á að taka slagi á lauf áður en þeirri stöðu er náð? Þegar tígull hef- ur verið trompaður tvisvar sinnum, er hægt að henda tveimur laufum niður í 2 frítígla. Því þarf aðeins að taka einn slag á lauf, áður en hafist er handa við tígullitinn. Þá er spil- að þannig; laufás tekinn, tígli spilað á ás, tígull trompaður, hjarta spilað á drottningu og tígull trompaður. Nú á sagnhafi eftir D9 í spaða en austur G8 og sagnhafi getur hent KD í laufi niður í fríslagina í tígli, ef austur lætur vera að trompa. Nauð- synlegt er að taka þennan eina laufslag, áður en hafist er handa við tígulinn, þvi austur getur annars losað sig við einspil sitt í laufi í tígulinn. ísak Öm Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.