Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1997, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1997, Blaðsíða 11
JL>V MIÐVKUDAGUR 3. DESEMBER 1997 wnnmg 11 Umsjón SiljaASalsteinsdóttir Bók sem syngur Töfrar ævintýranna Líf í tuskum Ungir listamenn styrktir Stjóm styrktarsjóðs Svavars Guðnasonar listmálara og Ástu Eiríksdóttur úthlutaði nýlega tveimur styrkjum til ungra myndlistarmanna að upphæð 300 þúsund krónur hvor. Styrkina hlutu Kristin Gunnlaugsdóttir og Helgi Hjaltalin Eyjólísson. Krist- in er fædd áriö 1963. Eftir nám í listaskólum á Akureyri og í Reykjavík stundaði hún nám í íkonagerð í Róm og við Listahá- skólann í Flórens. Hún hélt sína fyrstu einkasýningu á Akureyri 1989 og hefúr vakið mikla athygh fyrir málverk sín. Helgi er fæddur 1968 og hefur lært við myndlistarskóla í Reykjavík, Þýskalandi, Hollandi og við San Francisco Art Institu- Ragna Sigurðardóttir myndlistarmaður og rithöf- undur hefur búið erlendis í átta ár og nýja skáldsagan hennar, Skot, gerist í Rott- erdam í Hollandi, þar sem Ragna bjó sjálf í fjögur ár. Snemma í sögimni verður íslensk stúlka fyrir því að ástmaður hennar er skot- inn til bana úti á götu og segir sagan svo frá leit hennar að fortíð þessa manns sem hún þekkti sáralítið. „Það var leiðindaatvik sem kveikti þessa sögu,“ segir Ragna. „Ég var á leið heim dag einn meðan ég bjó i Rotterdam, og þegar ég kom út af lestarstöðinni sá ég mannsöfnuð á göt- unni, stóran hring af fólki sem var haldið frá af lög- regluborða. í hringnum Ragna Siguröardóttir miðjum var hvítur plast- dúkur og undan honum stóð skór. Það var lík á götunni. Ég stoppaði ekki en hraðaði mér áfram, mér fannst þetta svo óhugnanlegt. Það sló mig svo að sjá skó mannsins undan dúknum. Var ekki hægt að breiða almennilega yfir hann? í fréttunum daginn eftir sá ég að maður hafði verið skotinn þarna. Hann hafði gengið í veg fyr- ir mann á hjóli og sá hafði gripið upp byssu og skotið hann - til bana. Engin skýring fylgdi. Auðvitað er afar þröngt i Hollandi, geysilega margt fólk á litlu svæði og margir útlendingar. Allt fer vel fram dags daglega en undir yfirborð- inu er mikil spenna. Ég var talsvert upptekin af þessari spennu þegar ég var að vinna söguna." Ragna var við framhaldsnám í myndlist i Jan Þær eru ófáar bækurnar sem Elías Snæland hefúr skrifað fyrir börn og unglinga og sú nýjasta, Töfradalurinn, er viðbót í safhið. Elías býður nú upp á ævintýri sem er akkúrat eins og ævintýri eiga að vera, skemmtileg fantasía með hetjmn og norn- um. Sagan gerist í bókadalnum „þar sem öll ævintýrin verða til“ og segir frá Jennu Jeremías- ar sem er ákveðin ung stúlka með mikið rautt hár. Pabbi henn- ar er bankastjóri í sögubankanum þar sem aðeins er geymdur andleg- ur auður. Þaðan koma hugmynd- imar um allar skemmtilegu sögu- hetjurnar sem hægt er að lesa um í ævintýrabókum. Þegar starfsmenn bankans fá hug- mynd að nýrri sögupersónu er hún send út í him- ingeiminn og verður svo til í huga einhvers rit- höfundar sem skrifar mn hana sögu. Allar sögu- hetjurnar sem búnar hafa verið til eiga heima í fjöllunum í kring um bæinn en þær sýna sig bara á söguhátíðinni sem haldin er á tiu ára fresti. Það sem allir óttast mest í bænum er óminnisbrunnurinn í honum miðjum. Hann er endalaus og þeir sem falla í hann gleymast um aldur og ævi. Ekki ógnar margt annað lifi bæjarbúa nema ef vera skyldi nornin í fjallinu en hún hefur ekki bært á sér lengi. Ýmis teikn eru þó á lofti sem benda til að löngum svefni hennar sé lokið. Það er ljóst frá fyrstu síðu að höf- undur er að skrifa ádeilu á þá and- fátækt sem einkennir afþreyingarefni fyrir nútímaböm. Öll sagnahefð er á undanhaldi, bæði mmmleg og skrifleg, og í hennar stað kem- ur sjónvarpsgláp og tölvuleikir sem ekkert skilja eftir fyrir auðugt ímyndunarafl barnanna og að auki er þetta efni oft mjög ofbeldisfullt. Nú hugs- ar einhver með sér að hér sé á ferðinni leiðinda- predikun en sú er alls ekki raunin. Boðskapurinn felst einfaldlega í efninu og ævintýrið fær okkur sem eldri erum til að hugleiða ör- lög sagna fyrir böm því vel er unnið úr þessum efnivið. Höfundur er laus við kynjafordóma og er það vel. Hann lætur bæði konur og karla gegna ábyrgðarstörfum og hetjan okkar er úrræðagóð stelpa. Það er hins vegar galli á sög- unni að hafa söguhetjuna 12 ára því sá aldurshóp- ur les þetta varla og of hár aldur hetjunnar veld- ur því að erfiðara er fyrir yngri lesendur að samsama sig henni. Einnig hefðu mátt vera myndir í bókinni. Það er full ástæða til að mæla með þessari bók. Hún er allt í senn: skemmtileg, spennandi og vek- ur til umhugsunar. Elías Snæland Jónsson: Töfradalurinn Vaka-Helgafell 1997 Bókmenntir Oddný Árnadóttir te. Fyrsta einkasýning hans var í Hollandi 1993. í dómnefhd sjóösins sitja Ólaf- ur Kvaran, safnsfjóri Listasafiis íslands, Halldór Bjöm Runólfs- son, fulltiúi Myndlista- og hand- íðaskóla Islands, og Björg Atla, fulltrúi Sambands íslenskra myndlistarmanna. j „Verð ég þá gleymd" Föstudagskvöldið 5. desember verður opnuð sýning í Kvenna- sögusafni íslands í Þjóðarbók- hlöðunni sem ber heitið „Verð ég þá gleymd - og búin saga.“ Brot J úr sögu íslenskra skáldkvenna. j Hún er sett upp í tilefni af út- komu bókar Helgu Kress prófess- í ors, Stúlka. Sýnisbók ljóða ís- lenskra kvenna 1876- 1995, sem væntanleg er fyrir jól. Þar verða til sýnis bækur, handrit, bréf, ljóð og per- •i|ff sónulegir ■ y, munir • * skáld- kvenna, til A dæmis ' ’ „Fiðr- Wm ildataska" Theodóra f Thoroddsen sem hippamir hefðu Theodóra siegist um á sin- Thoroddsen um tima. Þegar sýningin verður opnuð I stendur Kvennasögusafn íslands Ifyrir kvöldvöku þar sem flutt verða erindi um konur og kvenna- rannsóknir, flutt Ijóð kvenna og sungin lög þeirra og ljóð. Dr. Guð- rún Pálína Helgadóttir flytur er- indi um Júlíönu Jónsdóttur skáld- konu, en Guðrún gaf út bók um hana nú í haust. Helga Kress flyt- ur erindið „Stúlka án pilts", Mar- grét Eggertsdóttir talar um kveð- skap kvenna og varðveislu hans I og dr. Sigríður Dúna Kristmunds- | dóttir talar um dr. Björgu Caritas jj Þorláksdóttur. Ingibjörg Haralds- ■ dóttir skáld les ljóð kvenna og Ás- gerður Júníusdóttir syngur lög og ljóö kvenna við undirleik Unnar | Vilhjálmsdóttur. Kvöldvakan fer fram í veit- :J ingastofu Þjóöarbókhlöðu á 2. hæð og hefst kl. 20. Hún er öllum opin og aðgangur ókeypis. j Sýningin stendur til 31. jan. 1998. van Eyck akademíunni í tvö ár og fluttist svo til Rotterdam. Þar búa margir ungir listamenn því hún er ódýrari og meiri gróska þar en í Amster- dam sem er settlegri borg. Þar hélt Ragna sýning- ar og stundaði bæði myndlist og skriftir. Nú er hún flutt til Danmerkur. En hvemig kemur þeim saman, rithöfundinum og myndlistarmanninum? „Ég er í raun og vem bara rithöfúndur. Ég er alltaf að skrifa í myndlistinni, nota veggina i gall- eriinu eins og blaðsíður. Nú hef ég komist að þeimi niðurstöðu að bókin er besta formið og ætla að halda mig við hana. Hún er öllum að- gengileg og virkar miklu betur en þessir sýning- arsalir." - En nú skrifarðu afar myndrænan texta. Þú raðar upp myndum, málar með orðum raunsæjar myndir. „En ég mála alls ekki með litum. Ég hef gert tréristur og teikningar og í bók- inni 27 herbergi notaði ég ljósmyndir. En ég mála ekki.“ - Nokkur skilaboð til lesandans? „Mig langaði til að skrifa bók sem fólk læsi frá upphafi til enda, ekkert að hug- leiða neitt mikið og merkilegt en sem því liði vel yfir og gleymdi því sem í kringum það er. Mig langaði til að búa til sögu sem væri opin í báða enda og þar sem allt væri mögulegt, endurskapa heimsmynd- ina frá því fyrir upplýsingaröld. Ég bjó til persónuna Bokka, sem er ættarfylgja aðalpersón- unnar í uglu- líki og situr á öxl hennar, vegna þess að ég bjó í Hollandi þeg- - rithöfundurinn hefur yfirbugað myndlisfarmanninn. DV-mynd E.ÓI. ar ég byrjaði á sögunni og Hollendingar eru svo skynsamir, trúa ekki á drauga. Ef það era einhver skilaboð í sögunni þá eru þau hvatning til fólks að fylgja sannfæringu hjartans á örlaga- stundu eins og Magga gerir. Það verður henni heillaríkt þó að allt virðist mæla á móti því um tíma. Svo langaði mig til að búa til bók sem syngur - og ég treysti því að einhvers staðar sé söngur í þessari bók.“ Skot Rögnu Sigurðardóttur kemur út hjá Máli og menningu. Bókmenntir Ármann Jakobsson Kristín Marja Baldursdóttir sló í gegn með fyrstu bók sinni, Mávahlátri, og nýja bókin henn- ar, Hús úr húsi, er til vitnis um að hún var ekki einnar bókar kona. Sögufléttan er allnýstárleg. Ung stúlka, Kolfinna, tekur að sér að þrífa hús í afleysing- um og verður þátttak- andi í fjórum sögum sem kannski eru ein og sama sagan þegar öllu er á botninn hvolft. Hreingerningar eru ekki aðeins leið til að tengja saman persónur heldur snýst sagan um þær. Því að engar tvær hreingerningar eru eins, og Kolfinna gerir hreint hjá öðrum en aldrei hjá sjálfri sér fyrr en líf hennar hefur kollvarpast. Andrúmsloft sögunnar er sérstakt og gefur henni einna mest gildi. Hlutir skipta þar vera- legu máli: málverk, teppi, bækur og nærföt. Við þessa hluti gælir frásögnin og viðureign hrein- gerningarkonunnar við þá heldur lesendum fongnum blaðsíðu eftir blaðsíðu - því að í hlutun- um búa eigendur þeirra, eins og Kolfinna færir sér í nyt í bókarlok. Um leið eru persónur sögunnar eftirminnileg- ar. Kolfinna sjálf er sjáandi bókarinnar. Hún kann fátt og veit fátt, sjálfsmynd hennar er í molum og lesandinn verður öðru hvoru pirraður á því hve vitlaus hún er og hve mikill aumingi. Eigi að siður samsamar hann sig henni ' svo mjög að hann er jafn- hissa og hún ' yfir óvæntri uppljóstrun í lok bókar- innar. Kolfinna vex á hverri síðu og stendur að lokum uppi með pálmann í höndunum - og þó. Söngkonan, lögfræð- ingurinn og fræðimað- urinn, sem Kolfinna þrífur hjá, vilja öll móta hana eins og leir. Þau eru eftir- minnilegar persónur en iðulega allfáránlegar og á mörkum þess að vera týpur. Sagan er því ekki að öOu leyti raunsæ. hinn bóginn ríkir í Þingholtum sögunnar sér- kennOegt andrúmsloft dulúðar og spennu sem er heiOandi, hvort sem menn trúa eða ekki. Sterkasta persóna bókarinnar er móðir Kolftnnu. Hún virðist vera aukapersóna en hef- ur sterka nærvera og er um leið trúverðug og marghliða. Þó að les- andinn átti sig aOan timann á að Kolfinna hefúr brenglaða mynd af henni kemur hún samt á óvart aftur og aftur. Eins hafa umræður um ástandið í þjóðfélaginu þau áhrif að skapa raunsæi sögunnar sem togast á við fáránleikann í húsunum sem Kolfinna þrífur. Kristín Marja hefur hér sent frá sér heiOandi og minn- isstæða sögu sem heldur les- andanum við efnið. Vonandi verða þær fleiri. Kristín Marja Baldursdóttir: Hús úr húsi Mál og menning 1997 Ásta Eiríksdóttir stendur á milli Helga Hjaltalíns og Kristínar á myndinni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.