Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1997, Qupperneq 13

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1997, Qupperneq 13
MIÐVIKUDAGUR 3. DESEMBER 1997 13 Flótti undan rógi og níði Landsfeðurnir eru áhyggjufullir þessa daga vegna flótta lands- byggðarfólks til höfuð- borgarsvæðisins. Hag- vaxtarskilningur þeirra á mannlegu fé- lagi og lífsskilyrðum í hinum dreifðu byggð- um megnar ekki að skýra af hverju fólk fer af stöðum þar sem næg atvinna er í boði og tekjur nógu háar til að búa í einbýlishúsi með bílskúr og stórum jeppa og fara til sólar- landa einu sinni á ári. Helst er horft til þess að flóttafólkið sé að sækjast eftir enn meiri veraldlegri gæðum, svo sem ná- lægð við Kringluna og Bónus, og möguleika á því að láta rýja sig inn að skyrtunni á matsölustöð- um stórborgarinnar áður en hið rómaða næturlíf hefst fyrir alvöru með viðeigandi ölvun, pústrum og likamsmeiðingum. skipti og innflutn- ing á ódýrum vam- ingi frá Evrópu- sambandslöndum. Miðað við tóninn i umræðunni er það kraftaverki líkast að nokkur maður skuli enn þá fást til að stunda landbún- að og matvælafram- leiðslu. Sjávarþorpin styrkjahít Sams konar áróð- ursherferð hefur dregið allan þrótt úr byggðum við sjávarsíðuna. í stað þess að geta boðið sjómönnum og smábátaeigendum spennandi tilveru þar sem menn eru knúðir áfram af veiðivon og sjálfsbjargarviðleitni hafa sérstæð arðsemissjónarmið stórfyrirtækja ráðið ferðinni við þróun fiskveiða. íbúar í sjávarþorpmn hafa þar með verið sviptir þvi sjálfstæði og persónulega sambandi manns og sjávar sem gerði líf þeirra eftir- sóknarvert. Fólk hefur ekki lengur á tilfínn- ingunni að það standi saman að því að draga lífsbjörgina úr klóm dyntóttrar náttúru. Fengsæld, aflatölur og sjötta skilningarvit skipstjóra skipta engu máli því að allir eru bundnir af sama kvótan- um sem er síðan í eigu iila þokk- aðra sægreifa og nafnlausra fjár- festa fyrir sunnan. Þar á ofan situr landsbyggðar- fólk undir þungum ásökunum um að verið sé að dæla peningum í þá hít sem landsbyggðin er sögð vera. Þangað renni endalausir styrkir og óafturkræf lán frá hin- um vellauðugu Reykvikingum. Og auðmennimir í Reykjavík séu bjargarlausir því að þeim sé hald- ið í heljargreip úrelts kjördæma- kerfis sem geri dreifbýlismönnum kleift að viðhalda völdum og áhrifum langt umfram það sem réttlátt geti talist í gegnum hina gjörspilltu Byggðastofnim. ' Er nema von að ærlegt fólk leggi á flótta og vilji ekki taka þátt í því and- þjóðfélagslega athæfl sem bú- seta úti á landi virðist vera? Ástæður flótt- ans eru því ekki fyrst og fremst efnahagslegar heldur ekki síður andlegar. Þær snúast um stolt og sjálfsvirðingu sem hefur verið tekin af fólki á landsbyggðinni með gegndarlaus- um áróðri um rányrkju þess og sníkjulífl. Gísli Sigurðsson Kjallarínn Gísli Sigurösson bókmenntafræöingur „Er nema von að ærlegt fólk leggi á flótta og vilji ekki taka þátt í því andþjóöfélagslega athæfi sem búseta úti á landi virðist vera?u Bændur eyöa landinu í þeirri umræðu sem nú geisar um byggðavandann er lítið á það minnst að undanfama áratugi hef- ur verið háð samfelld og mögnuð rógsherferð gegn öllu því sem líf á landsbyggðinni stendur fyrir. í stað þess að sveipa göngur og rétt- ir rómantískum ljóma fjallakyrrð- ar, frelsis og mannfagnaðar hefur verið dregin upp sú imynd af sauöfjárbúskap að uppblástur landsins sé honum að kenna og landið væri allt ein sólrík gróður- og skógarvin ef ekki væri bölvuð sauðkindin. í stað þess að dást að því fólki sem hefur ræktað jörðina, hirt um skepnur og framleitt matvæli með verkum sínum er látið eins og bændur séu afætur á þeim hag- kvæma hópi landsmanna sem stundar arðvænleg hlutabréfavið- Miðað við tóninn í umræöunni er það kraftaverki líkast að nokkur skuli enn þá fást til aö stunda landbúnaö og matvælaframleiöslu, segir m.a. í greininni. ísland í heimi þekkingar Þekking er mikilvæg í atvinnu- lífl nútímans. Fyrirtæki byggja í auknum mæli á starfsmenntun, upplýsingastreymi, samgöngum og alþjóðasamskiptum. Einkum er mikilvægt að byggja upp innlenda þekkingu í stað þess að treysta einungis á aðkeypta þekkingu. Reyndar er ekki nægilegt að byggja upp þekkinguna, heldur gera ör þróun og skjótar breyting- ar það að verkum að stöðugrar endur- nýjimar er þörf. Breskir vísinda- menn hafa t.d. gagnrýnt stjómvöld fyrir að veita of litlu fé til innlendra rannsókna en ætla sér í staðinn að kaupa niðurstöður erlendis frá. Með þessu telja þeir að graflð sé undan innlendri þekk- ingu og Bretar sjálfir geti ekki túlkað niðurstöðumar, þannig að þær komi að notum. Samstarfsverkefni ESB Eitt af meginhlutverkum Evr- ópusambandsins (ESB) er að bæta samkeppnisaðstöðu Vestrn-- Evr- ópu á alþjóðamarkaði og er í því sambandi lögð gífurleg áhersla á rannsóknir og útbreiðslu þekking- ar. Á næsta ári hleypir ESB af stokkunum nýrri rannsóknará- ætlun, fimmtu rammaáætluninni. Verkefni innan hennar verða einkum á sviði umhverfisvísinda, upplýsingasamfélagsins og sam- ræmingar atvinnu- og umhverfis- mála. Fimmta rammaáætlunin mun yfirtaka margar af núver- andi áætlunum ESB og færist meira af vunsjón verkefnanna og úthlutun peninga frá ríkjunum sjálfum til framkvæmdastjómar- innar í Brussel. ísland hefur af ýmsum ástæð- um kosið að standa utan ESB en gæta hagsmuna sinna með EES samningmun. íslendingar eiga rétt á þátttöku í ýmsum áætlun- um og verkefnum ESB. Má þar nefna rannsóknaráætlanimar (rammaáætlanirnar), Sókrates, Leonardo o.fl. Ekki er þó sopið kálið þó í ausuna sé komið heldur kostar það mikla vinnu að nýta sér möguleikana til fullnustu. Auk áður- nefhdra áætlana er í gangi aragrúi smærri samstarfsverkefna innan ESB. Leitin að þeim er hins vegar eins og leitin að Livingstone í frum- skógum Afríku. Ég hef kynnst mál- unum innan aðildar- ríkis ESB og er t.d. um þessar mundir að hleypa af stokkunum tveimur fjölþjóðlegum samstarfsverkefnum á vegum Malmöborgar í Svíþjóð. Það krefst mikils imdirbúnings og góðra sambanda víða um Evrópu til að leita að samstarfsaðil- um, samsvarandi verkefnum, gögnum og niðurstöðmn. Aröbær fjárfesting íslendingar fylgja málefnum ESB einkum frá íslenska sendi- ráðinu í Brussel. Þar starfar hóp- ur fólks frá ráðuneytunum, sem situr m.a. fundi um imdirbúning löggjafar ESB og fylgist með fram- kvæmd áætlana og ýmissa verk- efna. Auk þess eru nokkrir íslend- ingar meðal 18.000 starfsmanna framkvæmdastjómar ESB. Þeir sem þarna starfa teija að fslendingar hafi hagnast á sam- starfinu og að mati þeirra er þekking ís- lendinga eftirsókn- arverð í ýmsum samstarfsverkefn- um, einkum á sviði sjávarútvegs. Þessi hópur vinnur mjög gott starf í þágu íslendinga. Hann er hins vegar fámennur, miðað við starfslið annara Evrópulanda, og ljóst er að hann get- ur ekki fylgst með nema litlum hluta af þeim aragrúa möguleika sem ís- lendingar gætu nýtt sér innan ESB. Oft heyrast um það raddir að utanríkisþjónusta íslendinga sé of umfangsmikil og kostnaðarsöm. Að mínu mati er það fjarri lagi. Miklir möguleikar felast í þátttöku í fjölþjóðlegum samstarfsverkefnum ESB í heimi nútímans, þar sem þekking, sam- skipti og tækni eru undirstaða velmegunar. Líta ber á þessa starfsemi sem arðbæra fjárfest- ingu og ber fremur að styrkja hana en skera niður. Bjarki Jóhannesson „Miklir möguleikar felast í þátt- tóku í fjólþjóðlegum samstarfs- verkefnum ESB í heimi nútím- ans, þar sem þekking, samskipti og tækni eru undirstaða velmeg• unar.“ Kjallarinn Bjarki Jóhannesson starfa^ I Svíþjóð Með og á móti Útgáfa Sálumessu syndara Hvar er glæpurinn? „í fyrsta lagi hlýtur það að vera réttur sérhvers manns, sem vill segja sína ævisögu, að fá að segja hana eins og hann upplifði ævi sína og eins og atburð- ir og persónur komu honum fyrir sjónir og höfðu áhrif á hans ævi. Sálu- messa syndara er slík bók. Það sem styrinn stend- ur um og allur misskilningur- inn sem er til kominn vegna alls þorra fólks sem er að tjá sig um bókina án þess að vera búinn að lesa hana, er að Esra segir meðal annars frá konu sem var fyrrver- andi sjúklingur hans og ást- arsamband þeirra byrjaði eftir að hann útskrifaði hana. Það samband stóð í mörg ár og þau eignuöust bam saraan. Þegar eig- inkona Esra lést þá vildi hann giftast þessari konu. Hún hins vegar hryggbraut hann. Þannig að þetta er ástarsaga, ekki sjúk- lings, heldur fyrrverandi sjúk- lings. Allir sem lesið hafa bókina spyrja að loknum lestri; hvar er glæpurinn? Esra kýs að segja þessa sögu, hann er heiðarlegur, yfirvegaður og hefur gert upp líf sitt. Ég spyr: Ef að ævisaga sem er sögð í ein- lægni, heiðarlega skrifuð og eng- inn hefur vefengt um sannleika, ef að menn fá ekki í nafni tján- ingarfrelsis og prentfrelsis í lok 20. aldar að segja sitt líf, án þess að það sé mistúlkað, rangfært og síðan endurskrifað í ótal útfærsl- um úti um allt land, þá veit ég ekki til hvers yfirleitt verið er að skrifa og gefa út ævisögur.“ Einu sinni sjúk- lingur manns, alltaf sjúkling- ur manns „Læknasamtökin hafa af þessu máli verulegar áhyggjur og eru ósátt viö þaö með tilliti til okkar siðareglna. Við erum bundnir af þeim reglum og mönnum ber að fara eft- ir þeim. Sam- kvæmt lækna- lögum ber mönnum að gæta að sér í starfi og lækn- um ber að varðveita trún- að við sína skjólstæðinga. Einu sinni sjúklingur manns, alltaf sjúklingur manns. Þó mað- ur sé búinn að útskrifa mann þá fer maður ekki að bera sjúkra- sögu hans á torg eftir útskrift. Læknar eru bundnir af trúnaðin- um aila ævi eða þar til þeir fara í gröfina. Það verður að skoða þetta mál ef menn telja aö trún- aðurinn sé brotinn, því þetta skiptir máli gagnvart öilum öðr- um sjúklingum í landinu. Siðahefnd læknafélagsins er með málið til umfjöllunar og skilar af sér áliti í dag eða á næstu dögum.“ -ST Kjallarahöfundar Athygli kjallarahöfunda er vakin á því að ekki er tekið við greinum í blaðið nema þær ber- ist á stafrænu formi, þ.e. á tölvu- diski eða á Netinu. Netfang ritstjórnar er: dvritst@centnun.is Guftmundiir BJönw- son, formaöur Læknafélagslns.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.