Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1997, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1997, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 3. DESEMBER 1997 Frjálst, óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON OG ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON OG ELÍN HIRST Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1800 kr. m. vsk. Lausasöluverð 160 kr. m. vsk., Helgarblað 220 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Eimreið réttlætisins Úthlutun ókeypis veiöiheimilda er versta ranglætið í sögu lýðveldisins. Fólki svíður að sjá menn leysa til sin gríðarlegt fjármagn fyrir sölu á kvóta, ^sem þeir eiga sannanlega ekki. Auður íslands hefur alltaf verið sóttur i hafið, og til skamms tima hafa allir haft jafna möguleika til að sækja auðinn í greipar Ægis. Þar réð fyrst og fremst atorka og dugnaður einstaklinganna. Ranglætið felst í því, að þegar verndarsjónarmið kröfðust þess að aðgangur að auðlindinni yrði takmarkaður varð fyrir skelfileg mistök til kerfi, sem færði örlitlum hópi þegnanna einkarétt á því að sölsa undir sig ofsagróða. Það var aldrei tilgangurinn með kvótakerfinu. Það hefur hins vegar verið ógæfa stjórnmálamanna að horfa á ranglætið vaxa án þess að geta sameinast um viðnám fyrir hönd fólksins sem þeir eiga að þjóna. Á meðan hefur reiðin magnast og nú bullar og sýður á þjóðinni. Hvemig getur annað gerst? Þegar menn sjá eigendur Básafells á ísafirði umbreyta þjóðareigninni á einni nóttu í lúxusjeppa og eigendur Húnarastar frá Hornafirði skipta henni i steinsteypu í Kringlunni getur niðurstaðan aldrei orðið annað en svellandi, heilög reiði. Þessir menn em nefnilega að versla með eign þjóðarinnar, og kaupa jeppana og Kringluna fyrir peninga sem hún á. Deilan um veiðileyfagjald snýst ekki um öfund, eins og sumir andstæðingar þess halda fram. Hún snýst ekki um hagsmuni landsbyggðar eða þéttbýlis. Hún snýst um réttlæti. Hún snýst um það, að þeir sem nota eigur annarra greiði fyrir það réttlátt gjald. Sá stjórnmálamaður er ekki til, sem þorir að halda því fram að það séu útgerðarmennirnir, en ekki þjóðin, sem eiga auðlindina í sjónum. Þess vegna verður aldrei sátt um núverandi stjórn fiskveiða nema veiðileyfagjald í einhverri mynd verði tekið upp. Þetta eru þeir loksins að skilja, sem hafa helst andæft veiðileyfagjaldi. Sjálfur forsætisráðherrann, sem ekki hefur verið ýkja vinsamlegur helstu talsmönnum gjalds- ins, er nú kominn á þá skoðun að gjald fyrir leyfi til að veiða fisk komi til greina. í kjölfarið skipti sjávarútvegsráðherra um skoðun. Hann vill að visu lágt gjald en orð hans er ekki hægt að skilja öðruvísi en svo, að hann er ekki lengur í grund- vallaratriðum á móti veiðileyfagjaldi. Þetta eru veruleg tíðindi. Sögulegustu tíðindin fólust þó í yfirlýsingu Kristjáns Ragnarssonar. í henni felst vísir að framtíðarsátt í málinu. Með henni hafnaði hann alfarið sértæku gjaldi á útgerðina en sagði í sama vetfangi að forsenda þess að veiðileyfa- gjald yrði tekið upp væri samsvarandi gjald fyrir nýtingu allra auðlinda. Hann nefndi sérstaklega orku-lindir, en undanskildi ferðamannaþjónustu og aðgang að náttúru- perlum. Kristján Ragnarsson hefur algerlega rétt fyrir sér. Umræðan um auðlindagjald hefur ranglega einskorðast við fiskinn í sjónum. Vitaskuld á að koma á gjaldi fyrir nýtingu allra takmarkaðra auðlinda, hvort sem það er fiskur, fallvötn eða fjarskiptarásir. Á þessu stigi skiptir ekki höfuðmáli hvaða afstöðu menn hafa til tímasetninga eða upphæða. Þjóðin mun hafa síðasta orðið í því og hún selur ekki frumburðarrétt sinn fyrir baunadisk. Það sem skiptir máli í þessari lotu er eftirfarandi niðurstaða: Forsætisráðherra, sjávarútvegsráðherra og formaður LÍÚ eru búnir að lýsa því yfir að þeir séu ekki lengur í grundvallaratriðum á móti veiðileyfagjaldi. Eimreið réttlætisins er komin á skrið. Össur Skarphéðinsson „Um 46% allra umferöaróhappa verða innan marka Reykjavíkur og 38% slysa,“ segir m.a. í grein Guðrúnar. Ný umferðaröryggis- áætlun fyrir Reykjavík skóla (fyrrum Æfinga- skóli KHÍ) og svo í Þing- holtunum. Margþættar aögerðir Aögengi og aðstaða við biðstöðvar SVR verður ennnfremur bætt sam- kvæmt áætluninni, áhersla er einnig lögð á úrbætur á helstu göng- leiðum skólabarna. Haldið verður áfram myndarlegum aðgerð- um til úrbóta fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur og fatlaða en þar hefur þegar mik- ið áunnist, i góðri sam- vinnu við samtök fatl- aðara og fulltrúa hjól- reiðamanna. Gert er „I nýstaðfestu Aðalskipulagi Reykjavíkur 1996-2016 er lögð veruleg áhersla á tengsl umferðar og umhverfismála og þar er sett fram sú framtíðarsýn að umferð einkabíla geti minnkað með stór- bættum almannasamgöngum..." Kjallarinn . Guðrún Ágústsdóttir formaöur skipulags- og umferöarnefndar Reykjavíkur Ný umferðarör- yggisáætlun fyrir höfuðborgina verð- ur rædd í borgar- stjóm á fimmtudag, 4. desember, og mun svo fljótlega verða gefin út. Markmiðið með áætluninni er að fækka umferðar- slysum um 20% til aldamóta. Þar eru birtar sautján til- lögur um aðgerðir til að bæta umferð- aröryggi sem allar gætu haft í fór með sér að umferðar- slysum fækki um fimmtung á þremur árum. Til að ná þessu háleita takmarki er búin til sérstök framkvæmda- og fjárhagsáætlun sem er til viðmiðunar og hún er svo háð fjárhagsáætlun borgarinnar hverju sinni. 1996 var var- ið 113 milljónum króna til umferðar- öryggismála í Reykjavík. Gert er ráð fyrir að í ár verði varið í þessu skyni um 145 milljónum króna og líklegt er að á fjárhagsáætlun 1998 verði 192 milljónum króna varið til umferðaröryggismála af ýmsu tagi. Þetta er því veruleg, eða um 70 %, hækkun á tveimur árum. Mörg ný „30 kílómetra svæöi“ í nýju áætluninni er gert ráð fyrir 50 milljónum króna til að undirbúa á fimm til sex svæðum í borginni að hámarkshraði verði 30 kílómetrar á klukkustund. Svokölluðum 30 kilómetra svæð- um fjölgar nú verulega í borginni, eins og borgarbúar hafa tekið eft- ir. Nýju 30 kílómetrasvæðin eru tvö í Hlíðunum, bæði sunnan Miklubrautar, eitt er í Laugarnes- hverfi, í Lækjunum, og byrjunar- framkvæmdir eru hafnar í Teiga- hverfi og í grennd við Háteigs- ráð fyrir tveimur nýjum brúm ár- lega yfir þungar umferðaræðar samanber þær sem þegar eru komnar yfir Kringlumýrarbraut við Fossvog og Miklubraut við Rauðagerði. Þessar göngubrýr eru að mestu leyti greiddar af vegafé og eru því ekki inni í ofannefndri upphæð. Að auki bætast svo við aðgerðir í aðalgatnakerfinu á vegum borg- arinnar, bætt lýsing og merkingar við fjölfarnar gangbrautir og síð- ast en ekki síst verður fræðsla til borgarbúa á öllum aldri aukin og rannsóknir á umferðaröryggismál- um styrktar. Eins og í 300 þúsund manna bæ I nýstaðfestu Aðalskipulagi Reykjavíkur 1996-2016 er lögð veruleg áhersla á tengsl umferðar og umhverfismála og þar er sett fram sú framtíðarsýn að umferð einkabíla geti minnkað með stór- bættum almenningssamgöngum og bættum aðstæðum gangandi og hjólandi vegfarenda. Umferð í Reykjavík er eins og í 300 þúsund manna borgum nágrannalanda okkar. Ástæður eru margar; al- menningssamgöngur ekki nægi- lega góðar, mjög dreifð byggð, skortur á einsetnum skólum og heilsdagsleikskólum. Nú er verið að vinna að byltingarkenndum úr- bótum í grunn- og leikskólamálum og stöðugt verið að bæta þjónustu SVR. Áfram skal haldið á þessari braut. Umferðaröryggisáætlunin var að mestu unnin á vegum fyrrver- andi umferðarnefndar borgarinn- ar sem nú hefur sameinast skipu- lagsnefnd. Þar stýrði verkinu Mar- grét Sæmundsdóttir sem einnig er starfsmaður umferðarráðs. Báðar nefndirnar hafa samþykkt áætl- unina samhljóða og hún er gott dæmi um málefni þar sem meiri- hluti og minnihluti geta samein- ast um að vinna að góðu málefni, hönd í hönd. Reykjavíkurborg hefur mikil- vægu hlutverki að gegna við fækkun umferðarslysa. Um 46% allra umferðaróhappa verða inn- an marka Reykjavíkur og 38% slysa. Umferð nú er að aukast og var þó ærin fyrir. 14% aukning á nýskráðum bílum er staðreynd en raunaukning er 7%. Markmið okk- ar um 20% fækkun slysa á næstu tveimur árum næst ef allir taka höndum saman, borgaryfirvöld, umferðarráð, lögreglan í Reykja- vík, dómsmálaráðuneytið og við öll sem byggjum þessa borg. En munum eitt. Ekkert umferð- armannvirki og engar aðgerðir, stórar eða smáar, geta tryggt ör- yggi þegar ekið er undir áhrifum áfengis. Þá er betra að kunna númerin á leigubílastöðvunum eða leiðakerfi SVR. Umferðarslys eru tollurinn sem tæknin tekur af lífi okkar; með markvissu átaki má minnka það tjón og þær sorgir sem umferðar- slysin valda. Áætlunin um bætt umferðaröryggi í Reykjavík er lið- ur í þeirri viðleitni. Guðrún Ágústsdóttir Skoðanir annarra Vanbúið Austurland „Samkvæmt nýlegu yfirliti er alvarleg fólksfækk- un á tíu svæðum á landinu og þar af eru tvö svæði sem taka yfir drjúgan hluta Austurlands. Eigi breyt- ing að verða á þarf mikU atvinnuuppbygging að eiga sér stað. En reynslan sýnir að hún dugir ekki ein. Fólkið þarf að vera nægjanlega margt tU að standa undir fjölbreytilegum atvinnutækifærum og marg- víslegri þjónustu nútímasamfélags. Austurland er ekki vel undir þetta búið, þar sem aðeins 9 þús. manns búa á svæðinu frá HeUisheiði eystri að Beru- firði.“ Valdimar Kristinsson í Mbl. 30. nóv. „Sérstaða íslands“ „Verður íslenska ríkisstjómin eins og lukkuridd- ari að slást vð vindmyUur á mengunarráðstefnunni í Kyoto? „Sérstaöa íslands" er börnum jarðar ekki efst í huga þegar rætt er um að koma í veg fyrir nátt- úruhamfarir af völdum mengunar í lofthjúpi okkar. ... Víst má vera að við „eigum inni“ mengunarkvóta miðað við verstu iðnríkjasóðana. En á „sérstaða ís- lands" að vera fólgin í þvi að heimta að fá inngöngu í þann vonda félagsskap?" Stefán Jón Hafstein í Degi 2. des. Eyöum óvissunni „Óvissa um framtíðarfyrirkomulag greiðslu fyrir aðgang að auðlindinni hefur áhrif á kaup- og sölu- verð varanlegra aflaheimilda. Verð þessara heimUda er lægra en það væri, væri gjafakvótakerfið gert var- anlegt, verð þessara heimUda er hærra en það væri lægi ákvörðun Alþingis um álagningu veiðigjalds fyrir. Þessi óvissa hefur óheppUeg áhrif á svigrúm fyrirtækja í greininni tU íjárhagslegrar endurskipu- lagningar. Það er því mikUvægt, ekki síst fyrir út- gerðarfyrirtækin í landinu, að óvissunni verði eytt sem fyrst.“ Þórólfur Matthíasson í Mbl. 2. des.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.