Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1997, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1997, Side 4
4 MIÐVIKUDAGUR 3. DESEMBER 1997 Fréttir______________________________________________________________________________dv Norræna flutningamannasambandið: Harmar yfirlýs- ingu forsetans Norræna flutningamannasam- bandið hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna þeirrar umíjöllunar sem orð- ið hefur í íslenskum flölmiðlum í framhaldi af bréfl sambandsins til forseta íslands. í yflrlýsingunni segir, aö máleftii flugfélagsins Atlanta hafi ítrekað verið til umfjöllunar innan deildar- ráös farþegaflugs NTF. Þar hafi flugmenn, flugvirkjar og flugfreyjur gert grein fyrir vanda sínum við aö ná fram kjarasamningi viö umrætt fyrirtæki. Flugfreyjufélag íslands hafi enn ekki náð fram kjarasamn- ingi við fyrirtækið. Síðan segir: í augum Norræna flutningamannasambandsins nýtur embætti forseta íslands mikillar virðingar á alþjóöavettvangi, ekki síst eftir 16 ára embættisferil frú Vigdísar Finnbogadóttur 1980-1996. : í augum NTF er tekið mikið mark á yfirlýsingum þessa embættis um heim allan. NTF harmar því yfirlýs- ingu þá sem embætti forseta íslands lét fara frá sér og tekin var afstaða til á síðasta stjómarfimdi sam- bandsins. I yfirlýsingu embættisins kemur fram að Atlanta sé einkafyr- irtæki eins og best gerist. Þessi orð gera stéttarfélögunum verulega erfltt fyrir að standa á rétti hins al- menna launamanns innan sambæri- legra fyrirtækja." Loks segir að stjóm NTF hafi ekki látið átölulaust hafi einhver starfsdeilda sambandsins eða aðild- arsamband innan þeirra gert lítiö úr réttindabaráttu einhverrar hinna deildanna. Hins vegar séu öll aöildarfélög innan sambandsins, án tillits til deilda, skyldug, samkvæmt lögum NTF, til að sýna þeim aðild- arsamtökum fúlla samstöðu í bar- áttu sinni fyrir sanngjömum og lög- mætum kröfum sínum, í Scunræmi viö lagalegar forsendur viðkómandi lands. -JSS SVR semur viö danskt fyrirtæki: Biðskýli gegn auglýsingum - borgarráð samþykkti viðræöur Borgarráð samþykkti í gær aö heimila SVR að ganga til viðræðna við danska fyrirtækið AFA JCDecaux um uppsetn- ingu á allt að 120 strætis- vagnabiöskýlum. Fyrir- tækið fær þess í stað leyfi til að ráöstafa auglýsinga- rými í skýlunum. Þjónusta AFA felst 1 því aö fyrirtækiö setur upp skýli á biðstöðvum á eigin kostnað og sér um þrif og viðhald þeirra auk þess sem það setur upp upplýsingastanda á völdum stöðum. Öörum megin eru upplýsingar Danska fyrirtækið AFA setur upp biöskýli sem þessi og sér um allt viðhald þeirra gegn þvf að fá að auglýsa á öðrum gafli þeirra. Samningstími þelrra yrði 20 ár. sem borgimar þurfa sjálf- ar aö koma á framfæri, svo sem götukort og tíma- tafla strætisvagna. Fyrir- tækið fjármagnar svo reksturinn við skýlin með auglýsingum báðum meg- in á öörum gafli biöskýlis- ins. AFA fer fram á samning til 20 ára, og krefst þess að upplýsingastandar verði ekki færri en 30 í borg- inni. Alls eru um 500 bið- stöðvar í Reykjavík og eru skýli á um 260 þeirra. -Sól. Hressir krakkar í Tjarnarskóla brugðu á leik f veðurblfðunni f gær þegar Ijósmyndari DV átti leið hjá. DV-mynd Hilmar Þór Dagfari Ortröð á pólnum íslendingar eru feröaglaöir menn og sifellt að leita sér að nýj- um áfangastöðum úti í hinum stóra heimi. Lengi vel þóttu þeir sigldir sem komist höfðu til Kaup- mannahafnar. Borgin var talin nafli alheims. Með auknum ferða- lögum og þekkingu landans komust menn að því aö svo er ekki. Þótt menn sigldu eöa flygju í austur og vestur var mesta upp- götvunin þó í suðurátt. Það var þegar menn fundu upp sólarlanda- feröimar. Þar fóru þeir fyrir Ingólfur í Útsýn og Guðni í Sunnu. Mörlandinn, með sultardropa á nefinu, komst að því að það var hægt að komast hjá vetrarkuld- anum með því að fara til Spánar, Ítalíu, Portúgals og Kanaríeyja. Síðan hefur engum veriö kalt á íslandi. Helmingur þjóðarinnar er sólbrúnni en íbúar i suðlægari löndum Evrópu. Milli þess sem menn dveljast syðra halda þeir brúnkunni við í sólarlömpum. ís- lendingum þykir enn fínt að vera brúnir á hörund þótt heimamenn foröist sólina. En allt er í heiminum hverfult. Þaö er ekki eins fínt og áöur aö fara til heitu landanna. Það þykja ekki nein sérstök tíðindi þótt menn skreppi til Mallorka, Rimini eöa Rivíerunnar. Það verður að slá þessar ferðir út og þaö hafa vaskir menn gert og þar með lagt línum- ar fyrir nýju feröaæði. Þótt það sé kalt á íslandi er aðal- sportiö að fara í heimsókna til enn kaldari staða. Þar dugar ekkert minna en sjálft Suöurskautslandiö. Menn vilja komast á gaddfreðinn pólinn. Þingmaður Reykvíkinga, sonur hans og félagi era svona svalir. Fyrir nokkram misserum gengu þeir þremenningar á skíðum yfir þveran Grænlandsjökul. Þar er ekkert Mallorkaveðvtr heldur kuldaboli sem bítur í nef og kinn. Þetta ferðalag lukkaðist vel. Þeir vildu því meira. Jökullinn var góð- ur svo langt sem hann náði. Nú vildu þeir félagar gerast pólfarar. Þingmaðurinn fékk sér því frí á sínum vinnustaö og var þaö auö- sótt. Sýnt þótti að hægt væri að vinna stærri afrek á pólnum en í Framsóknarflokknum. Þjóðin hefur síðan fylgst meö göngu þremenninganna og dáöst að dugnaöi þeirra og kjarki. Þótt vorið á Suðurskautslandinu sé í vændum er þar kalt og hráslaga- legt. Það setur því léttan hroll að fólki sem fær fréttimar af köppun- um inn í upphitaöar stofúr sínar. íslendingar era samir við sig. Ef ein beljan mígur er annarri mál. Göngugarpamir vora rétt famir í átt að pólnum þegar fréttist af tveimur löndum til viöbótar á leið til Suðurskautslandsins. Þeir vora þó nær hinum venjulega meðal- Jóni á Fróni í hugsunargangi. Þeir ætla sér nefinlega að keyra á pól- inn. Sá ferðamáti á viö fleiri en erf- iðar gönguferðir. Það er allt annað mál aö skutlast þetta á upphituö- um glæsivagni en þramma alla leið með þungar byrðar á baki. Það má því búast við því aö fjöldi manna leggi leið sína suöur að pól. Engin önnur þjóð á þvílík ókjör af breyttum fjallajeppum og íslendingar. Menn eru orðnir löngu leiðir á að keyra að Hvera- völlum eöa eftir Langjökli. Suður- póllinn skal það vera. Það er því eins gott að göngugarpamir þrír passi sig á bíl- unum. Landinn hefur tekið réttan pól í hæðina og ætlar að keyra þangað. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.