Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1997, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1997, Blaðsíða 28
Q qO so s w oo o ■> S LO FRÉTTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 MIÐVIKUDAGUR 3. DESEMBER 1997 Ályktun NTF: Afskaplega ósmekklegt - segir forseti Alþingis __ „Mér frnnst afskaplega ósmekklegt að draga embætti forseta íslands inn í kjaradeilu með þessum hætti. Ég skil ekki alveg að þeim skuli þykja þetta tilefni til ályktunar af þessu tagi,“ sagði Ólafur G. Einarsson for- seti Alþingis við DV í morgun. í gær barst ályktun frá Norræna flutningamannasambandinu þar sem enn eru hörmuð ársgömul ummæli forseta íslands vegna 10 ára afmælis flugfélagsins Atlanta. Sambandið hafði áður sent frá sér ályktun þessa efnis, sem hefur vakið mikil við- brögð og menn lýst óánægju sinni með að embætti forseta íslands væri dregið inn í málið með þessum hætti. Ólafur sagðist ekki þekkja hvort rétt væri að þetta tiltekna félag væri Cí~"* brotlegt í augum Norræna flutninga- mannasambandsins. „En sé svo, þá er það allt önnur hlið á málinu og for- setaembættinu óviðkomandi." -JSS Sjá bls. 4 Rjúpan á 399 kr. Verð á rjúpu er óvenjuhagstætt um þessar mundir. KEA Hrísalundi mun selja frá og með morgundegin- um fúglinn á 399 kr. :C&.á meðan birgðir endast en á Akur- eyri er verðið um þessar mundir allt niður í 300 kr. manna á milli. Að sögn Friðriks Sig- þórssonar, kaupmanns í KEA Hrísa- lundi, er mikið um rjúpu á Norður- landi, einkum í Bárðardal. Norðurál: Deilt um Rúmena Norðurál sæki á með að fá atvinnu- leyfi fyrir hóp af tæknimönnum frá Rúmeníu sem setja eiga upp tækni- búnað fyrir hreinsitæki álversins. W Þórður S. Óskarsson, starfsmanna- stjóri Norðuráls, sagði í morgun að verið væri að sækja um atvinnuleyfi fyrir Rúmenana og samkvæmt samn- ingi Norðuráls og rikisins bæri ríkis- stjórninni að aðstoða við útvegun nauðsynlegs mannafla við byggingu álversins. Öm Friðriksson, formaður Félags jámiðnaðarmanna, segir að ís- lenskir málmiðnaðarmenn séu tiltæk- ir til þessa verks. Skandinavíska fjölþjóðafyrirtækið ABB er ábyrgt fyrir smíði hreinsi- búnaðarins en rúmenskir undirverk- takar þess sem smíða hreinsibúnað- inn vilja láta sinn eigin mannskap setja upp búnaðinn á Grundartanga. Búnaðurinn er ekki enn kominn til ' ^g^landsins en átti að vera tilbúinn til uppsetningar fyrir um mánuði. -SÁ ÞA VERÐUR MAÐUR LOKSINS SADDUR Á JÓLUNUM! Dagný Helga Hafsteinsdóttir kærði málið til lögreglu í gær. Hér sést hún fyrir miðju ásamt móður sinni, Guðrúnu Steinþórsdóttur, og Aðalheiði Krist- ínu Erlingsdóttur, vinkonu sinni, fyrir utan lögreglustöðina við Hverfisgötu. DV-mynd S Leit Dagnýjar aö tjónvaldi bar árangur í gær: Leigubíllinn og ökumaður fundnir Leit Dagnýjar Helgu Hafsteins- dóttur að leigubíl og ökumanni hans, sem olli tjóni á bíl hennar aðfaranótt simnudagsins, bar ár- angur í gær. Eins og fram kom í DV í gær lenti Dagný í árekstri við leigubíl á Vatnsendavegi um nóttina. Dag- ný var í fullum rétti. Kona, sem ók leigubílnum, sagðist borga allt tjónið sjálf en gaf Dagnýju upp falsað nafn og símanúmer. Dagný fór i gær ásamt móður sinni og vinkonu, sem var með henni í bílnum umrædda nótt, á leigubíla- stöð sem Dagný tengdi leigubOinn við. „Forsvarsmenn leigubílastöðv- arinnar voru okkim afskaplega hjálplegir og vildu gera allt til að finna bílinn og ökumanninn. Við fórum yfir möppu með öllum leigu- bilstjórum og bílum. Eftir tölu- verða leit bar ég kennsl á bílinn. Við fórum og skoðuðum hann og það var beygla aftan á honum sem passaði alveg viö áreksturinn. Síð- an fúndum við út hver konan er þannig að búið er að finna söku- dólginn. Ég hef lagt fram kæru hjá lög- reglunni vegna þessa máls. Mér finnst þetta afskaplega óheiðarlegt hjá konunni aö ljúga svona til nafhs og símanúmers eftir að hafa valdiö þessu tjóni. Ég var voða- lega græn að láta hana plata mig svona og ég vil beina þeim tilmæl- um til fólks að það passi sig ef það lendir í því sama og ég lenti í. Það borgar sig greinilega ekki að treysta náunganum of vel,“ segir Dagný. Samkvæmt upplýsingum DV hafði viðkomandi kona, sem er á fimmtugsaldri, ekið leigubíl í 28 daga þegar atvikið átti sér stað. Hún er þó ekki með réttindi sem leigubílstjóri. Hún hefur aðeins verið launþegi og ekið fyrir leigu- bílstjóra í tímabundnum forfóll- um. Forsvarsmenn leigubílastöðv- arinnar sem um ræðir hafa tekið hart á þessu máli. Samkvæmt heimildum DV mun konan aldrei keyra leigubíl fyrir viðkomandi stöð aftur. Dagný vissi að vitni voru að árekstrinum og auglýsti eftir þeim í DV í gær. Maður sem ók silfur- grárri Toyota og varð vitni að slys- inu hringdi í DV. „Ég sá þetta mjög greinilega. Leigubíllinn ók beint í veg fyrir stúlkurnar. Það er engin spmning að Dagný er fullum rétti í þessu slysi,“ sagði maðurinn við DV. -RR Tveir átta ára drengir urðu fyrir strætisvagni á Laugavegi í gær. Þeir liggja báðir á Sjúkrahúsi Reykjavfkur eftir slysið. DV-mynd S Atta ára á gjörgæslu Tveir átta ára drengir liggja á Sjúkrahúsi Reykjavíkur eftir að hafa hlaupið í veg fyrir strætisvagn á Laugavegi í gær. Annar er minna slasaður og liggur á bamadeild, hinn er á gjörgæsludeild, höfuð- kúpubrotinn og með aðra höfuðá- verka. Samkvæmt upplýsingum frá lækni í morgun var hann ekki tal- inn úr allri hættu. Hann var ekki al- veg kominn til meðvitundar en fer í myndatökur í dag og þá verður ástand hans kannað betur. -sv Veðrið á morgun: Hægt hlýnandi veður Á morgun verður suðaustan- kaldi og rigning eða slydda sunn- an- og vestanlands en síðan hæg- ari sunnanátt. Það þykknar upp norðanlands og austan og hlýnar hægt. Veðrið í dag er á bls. 77. SKIPTITASKA ef keyptir eru ;pakkar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.