Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1997, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1997, Side 10
10 MIÐVIKUDAGUR 3. DESEMBER 1997 Spurningin Hvaö viltu fá í jólagjöf? Markús Guðbrandsson hótel- starfsmaður: Mér er alveg sama. Markús B. Leifsson, starfsmaður Pósts og síma: Mig langar í Jagúar XJ 220. Davíð Gunnarsson verkfræðingur: Mig langar mest í einhvern fatnað. Halldór Högnason hetja: Batman- búning. Brynjar Brynjólfsson símamað- ur: Frið á jörð. Valgarð Magnús Gunnarsson at- vinnulaus: Það er nú ýmislegt sem mig langar í í jólagjöf. Lesendur Lok lok og læs Björgvin Ó. Björnss. skrifar: Eins og margir vita var byggð glæsileg útisundlaug á íþróttasvæð- inu hér í Borgamesi í tengslum við landsmót U.M.F.Í. sem haldið var hér. Fjöldi manns á staðnum var á móti þeirri ákvörðun bæjaryfir- valda og taldi að framkvæmdin yrði of dýr fyrir bæjarfélagið. Auk þess var hér fullgerð keppnisaðstáða í frjálsum íþróttum sem á sér fáa líka hérlendis. Nú þegar þessi útilaug er komin eru þó flestir ánægðir með hvemig til hefur tekist. Aðsókn hefur verið stöðug og langt umfram björtustu vonir allt frá því í júlí sl. en þá var útisundlaugarsvæðið (laug, vað- laug, pottar og rennibrautir) opnað. Margir, sem ekki létu sjá sig í „gömlu innilauginni", eru orðnir fastagestir og aðsókn bama og ung- linga hefur verið mjög mikil. Nú hafa bæjaryfirvöld ákveðið að loka útisundlauginni í 3 mánuði vegna framkvæmda við eimbað og vaktrými (varðturn). Útipottum hef- ur þó ekki verið lokað og eiga gest- ir að notast við litlu innilaugina og útipottana. Með undirskriftalistum (sem hátt í 200 manns skrifuðu á) var reynt að fá bæjarstjórn Borgar- byggðar til að breyta þeirri ákvörð- un sinni að loka útilauginni. Ekki var hlustað á raddir fólksins sem greiðir gjöldin og var því lauginni lokað fyrir nokkrum dögum. Ráðamenn hér í byggð tóku svo þá ákvörðun að girða þvert yfir svæðið með hárri netgirðingu svo að óþekktarormarnir, sem stálust Nýja útisundlaugin í Borgarnesi. til að nota laugina (þetta á við eldri sundgesti sem mæta í bítið á morgn- ana), kæmust ekki í útilaugina held- ur skyldu gjöra svo vel að nota litlu innilaugina eins og í gamla daga. Það er margt sem mælir gegn því að loka útilauginni. Sundæfmgar unglinga eru nú í fullum gangi alla daga og er því litla innilaugin lokuð þangað til þeim lýkur (kl. 18.30) en í útilauginni voru 2 brautir ávallt opnar fyrir almenning. Þetta þýðir að sú nýliðun sem varð í aðsókn að útilauginni síðustu mánuði hefur horfið að mestu. Það hefur og komið á daginn að eftir að- eins hálfan mánuð hefur aðsókn barna og unglinga einnig dregist stórlega saman. Það er álit margra (jafnvel úr röðum þeirra er vinna við íþróttamiðstöðina) að það verði erfitt að ná upp aðsókn aftur. Ég vona að svo verði ekki. En margir spyrja til hvers áhættan var tekin þegar ástæðulaust var að loka úti- lauginni. Útbrunninn útvarpsþáttur H.S. skrifar: Á útvarpstöðinni Bylgjunni hef- ur tíðkast sá siður í allnokkur ár að hafa hressa morgunhana viö stjórn- völinn milli 9 og 12. Þeirra á meðal er hinn dæmigerði plötusnúður sem hefur lítið fram að færa annað en flflaskap og lélega brandara. Hlust- endur eru keyptir með ódýrum pitsum, bíómiðum og Karólu síma- dóna, sem er sennilega það eina sem einhver hugsun er lögð í, enda aug- lýst strax við upphafskynningu og fram imdir hádegi. Einhverra hluta vegna segir heil- brigð skynsemi manni það að eng- inn með „fulla fmun“ nenni virki- lega að hlusta. Þetta er bara enn ein hlj óðmengunarmaskínan sem hverf- ur í öllum hamagangi dagsins. Þeg- ar þessi grein er skrifuð, glymur þetta í útvarpinu. Að stjórnand- anum ólöstuðum persónulega finnst mér samt sem áður vegið ómaklega að vitsmunum mínum með því að hafa þessa svokölluðu dagskrárgerð fyrir hádegi. En ég á völina, ég get slökkt. Það getur hins vegar þáttastjórnandinn ekki. Sinfónían - stolt okkar Örn Bjarnason skrifar: fslenska þjóðin ákvað fyrir nokkrum áratugum að koma sér upp sinfóníuhljómsveit og einnig að annast rekstur hennar með öllu því sem tU þess þarf, hljó- færaleikurum, aðstöðu til æf- inga, tónUstarskóla, stjórnend- um, samböndum erlendis, fram- kvæmdastjóra og öðru tUheyr- andi. Þetta var mikið ævintýri sem kostaði mikla vinnu í mörg ár. Margt gott fólk lagði fram krafta sína endurgjaldslaust í þá daga, í fuUvissu um betri tíð síðar. Það var í þá daga. Svo er aUt í einu kominn dagurinn í dag og við átt- um okkur skyndUega á því að öU þessi vinna og aUt þetta erfiði hefur borið ríkulegan ávöxt. Við getum hrósað okkur af mjög Aðelns 39,90 mímitan - eða hringið í síma IL^íflÍSÖ 5000 milli kl. 14 og 16 Viö viljum hafa hana góöa áfram, segir bréfritari. góðri sinfónískri hljómsveit. Menn heyrast hvísla því í alvöru að nú sé hún að gæðum jafnvel á heimsmælikvarða, Sinfóníu- hljómsveit íslands. - TU ham- ingju aUir íslendingar! Sannspurst hefur að hljóðfæra- leikararnir séu iUa launaðir og treysti sér nú ekki lengur tU að vinna upp á þau býti sem í boði hafa verið hingað tU. Vinnuveit- endur Ustamannanna virðast til þessa ekki hafa haft skilning á máUnu. Þetta er bagalegt. Það fólk sem geym- ir fjöregg ís- lands í tónUst- rænum efnum og viU varð- veita það á meðan það get- ur er á allt of lágum launum og nýtur ekki skilnings ráða- manna á ís- landi. „Ágætur hátt- virtur kjós- andi“ skorar nú á viðkom- andi ráðamenn á íslandi að ganga til samn- inga við hljóð- færaleikara í Sinfóníuhljómsveit íslands, með opnum huga og samstarfsvUja, og leysa þar með þessa kjaradeilu hið allra fyrsta. Við getum rifist um ýmislegt í skammdeginu en við skulum ekki rífast um þetta. Við erum öU að rifna af stolti yfir því hvað hljómsveitin er orðin góð, það leynir sér ekki á tónleikum Sin- fóníuhljómsveitar íslands í Há- skólabíói þegar henni er klappað lof í lófa. Og við viljum hafa hana góða áfram. DV Forðum stöðu- mælavörðum frá refsingu EUnborg skrifar: í þágu borgarstjórnar er stöðu- mælavörðum gert að hafa fé af meðborgurum sínum og þiggja að launum eina klukkustund í yfir- vinnu milli kl. 17 og 18 hvem virkan dag. Allir stöðumælar í miðborginni ganga nú fyrir 50 kr. peningi fyrir klukkustundina. Ég vil leggja til að borgarstjórn gangist fyrir því að forða vesl- ings stöðumælavörðunum af þessari ólánsbraut með því að af- nema þennan yfirvinnutíma eftir kl. 17. Með því sparast lika launa- kostnaður sem við höfum öll heyrt að sé svo mikill rð ekki sé hægt að kosta almennilegan þrifnað á götum borgarinnar. Morgunútvarp Eiríks Bjarni Ólafsson skrifar: Mér finnst Aðalstöðin (út- varpsstöðin) hafa náð sér aftur á verulegt skrið síðustu vikumar. Ekki er vafi á því að hinn góð- kunni útvarpsmaður Eiríkur Jónsson á þar stóran hlut að máli. Hann er þarna með Önnu Gullu frá kl. 7 til 10 og spjallar við hana eða gesti þeirra. Ég er alveg búinn að afskrifa aðrar stöðvar á morgnana virka daga með sína vandamálaþætti og þrýstihópa. Og Eirikur leikur líka lög sem em öðruvísi. Hann kann þar ýmislegt fyrir sér. Dæmi: sl. mánudagsmorgun lék hann lag með Edith Piaf, ekki lögin sem útjöskuð eru á öllum stöðvum heldur lag sem er sjald- an leikið (En Hamburg). Hann þekkti líka Charles Azanavour, þann frábæra söngvara. Sjald- gæft hér. Já, Aðalstöðin skarar fram úr á morgnana. Hjón ársins? Hreggviður skrifar: Ég vildi óska að í hóp valinna Islendinga ár hvert bættust „hjón ársins“. Rétt eins og „maður árs- ins“ og „kona ársins". Og þá er ég ekki að tala um hjón sem em áberandi, hvorki í skemmtana- eða athafnalífinu. Einfaldlega „hjón" sem eru lítt áberandi en hafa sannanlega verið til fyrir- myndar vegna eðlilegs heimilis- lifs, konan sem sinnir heimili og börnum af kostgæfni á meðan maðurinn aflar teknanna. Hjón sem eiga eðlilegt heimili, án stress og streitu, hjón sem tala mannamál, hjón sem vinna til að lifa en lifa ekki til að vinna. - Þið vitið hvað ég á við, ekki satt? Hækkun fast- eignagjaldanna Ólafur Kristjánss. hringdi: Nú er að koma fram það sem ég sendi til ykkar á DV fyrir nokkru. Þetta með söluna á Húsatryggingum ríkisins til Sjó- vár- Almennra, sem sögð var nauðsynleg vegna þrýstings í EES-reglunum. Skyldubruna- tryggingar voru áður á fasteigna- gjaldaseðli. Nú kemur rukkun frá tryggingafélögunum beint og þá grípa sveitarfélögin tækifærið og hækka fasteignamatið og þar með fasteignaskattinn! Hér er á ferðinni pólitískt plott sem bygg- ist á þvi að friðþægja trygingarfé- lögunum og fá pening í kassa sveitarfélaganna. Hálfur kjúkling- ur á 1100 kr. Daníel hringdi: Ég skrapp á skyndibitastað ný- lega tU að borða kjúkling með frönskum og sósu. Hann hefur nú hækkað í verði upp í tæpar 1100 kr. (1090 kr.). Slíkar verðhækkan- ir eru orðnar næsta óþolandi, vegna þess að í svona tilvikum er um beina álagningu að ræða eins og víðar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.