Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1997, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1997, Blaðsíða 5
MIÐVKUDAGUR 3. DESEMBER 1997 5 Fréttir Grunnskólinn í Skógum: Kosning í for- eldraráð kærð til ráðuneytis Menntamálaráðuneytinu hefur borist kæra frá foreldra barns í grunnskólanum að Skógum undir Eyjafjöllum. Ástæðan er sú að margir foreldrar bama í skólan- um eru óánægðir með að maður, sem er foreldri í skólanum og jafnframt húsvörður í hluta skóla- húsnæðisins, skuli hafa verið kos- inn í foreldraráð skólans. Finnst mörgum foreldrum hann þvi sitja beggja vegna borðsins sem starfs- maður skólans. „Maðurinn sem um ræðir er húsvörður í félagsheimilinu, þar sem hluti kennslunnar fer fram. Ég tilkynnti á fundi þar sem kosn- ing í foreldraráð færi fram, að lög- in væru skýr og starfsmenn skól- ans gætu ekki setið í foreldraráði. Maðurinn fékk kosningu í for- eldraráðið. Það má segja að hann sé á mjög gráu svæði þar sem hann er starfsmaður í hluta skóla- húsnæðisins, en ekki beint í skól- anum sjálfum. Menntamálaráðu- neytið hefur verið beðið um að úr- skurða í málinu en ég mun ekki fella neinn dóm í þessu mál,“ sagði Sverrir Þórisson, skólastjóri grunnskólans í Skógum, aðspurð- ur um málið. „Málið er umfjöllunar hér í ráðuneytinu en úrskurður liggur ekki fyrir að svo stöddu," sagði Hrólfur Kjartansson, deildarstjóri grunnskóladeildar menntamála- ráðuneytisins. -RR Stefán Úlfarsson og Rögnvaldur Guðbrandsson matreiðslumenn ætla að velta guðlaxinum upp úr hveiti og eggjum, baka með osti í ofni og bera fram með béarnaisesósu. DV-mynd Hiimar Þór Guðlax á matseðlinum Rúmlega 60 kg guðlax veiddist á úthafsmiðunum suðvestur af land- inu nýlega og bíður nú matreiðslu kokkanna á Þremur Frökkum. Guð- laxinn er, að sögn Stefáns Úlfarsson- ar matreiðslumanns, flökkufiskur sem veiðist yfirleitt tvisvar sinnum á ári í kringum landið. Kjöt fisksins er dökkt, mitt á milli túnfisks og há- merar, ekki ósvipað svínakjöti. Stef- án telur sig ná 100 máltíðum úr ein- um fiski. Q S/VJJÖB5^ Notaöu jólasmjör og njóttu bragðsins! ! HEKLA VAR AH LUTAVE RSLU N OG LEIÐIN KEMURI LJOS 1 1

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.