Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1998, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1998, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 15. JANÚAR 1998 7 Ástþór og ofbeldið í mergjaöri tilkynningu frá Ástþóri Magnússyni segir að það sé ekki að undra að þeir Björn Bjarna- son og Geir Waage, prestur í Reykholti, vilji ekki láta Frið 2000 fá Reykholt til af- nota. Þeir séu hvort eð er þekktir fyrir að dýrka stríðsleiki. Þá ályktun dregur Ástþór af því að Björn hafl ekki bara viljað setja upp her á íslandi heldur líka sagt í viðtali að Die Hard myndirnar með Mel Gibson séu í uppáhaldi hjá sér. Geir hefur aftur á móti drýgt þá synd að láta taka lit- myndir af sér með byssusafn sitt og rætt um ánægju sína af þvi að veiða sárasaklausa rjúpu. Um það bil fjörutíu þúsund íslend- ingar hafa farið á Die Hard eða skotið rjúpu og þjást því sam- kvæmt skilgreiningu Ástþórs af ofbeldishneigð... Kynþokkamat Á dögunum fjölluðum við um pólitíska kyntöfra Guðmundar Oddssonar, krata- foringja í Kópa- vogi, eða öllu heldur meinta vöntun á slikum eigindinn. í kjöl- farið var haft samband við kosningavef DV og upplýst að krata- konur hefðu eitt sinn útnefnt Guðmund sem næstkynþokka- fyllsta krata landsins. Því er kannski ekki svo vitlaust að hafa Guðmund í baráttusæti Kópa- vogslistans. Kannski fellir kyn- þokki hans núverandi meriri- hluta eftir allt saman. Til gam- ans má geta þess að kratakonum fannst karlinn í brúnni, sjálfur Jón Baldvin, kynþokkafyllstur kratakarla... Biðlistar eftir Davíð Metsölubókum jólavertíðar- innar er yfirleitt skilað i nokkrum mæli eftir jólin, meðal annars vegna þess að margir fá fleiri en eitt ein- tak i jólagjöf. Metsölubók for- sætisráðherra, Davíðs Odds- sonar, var þó lítið sem ekkert skilað og þær bækur sem koma tfl baka seljast grimmt. Sums staðar eru meira að segja biðlistar eftir Nokkrum góðum dögum án Guð- nýjar. Sandkorn hefur því fregn- að að Vaka-Helgafell sé alvarlega að spá í að prenta viðbótarupplag til að mæta eftirspuminni... Merkt handklæði Glöggur baðvörður í sundlaug á höfuðborgarsvæðinu er sagður hafa tekið sig til ný- i—-—_____ lega og rannsakað / hvort merkt hand- / klæði nokkurra / sundlaugargesta / i væru illa fengin. í / / ljós hafi komið að / / sundlaugargest- / / irnir voru al- /________^ / saklausir. Þeir voru 1 starfsmenn Landssímans og höfðu fengið hin vönduðu merktu handklæði í nýársgjöf frá fyrirtækinu. Handklæðin voru þó ekki merkt Pósti og síma eins og missagt var í sandkorni sl. laugardag. Hátt settur maður hjá Landssimanum er sagður hafa fengið hugmyndina. Sumir töidu sig sjá annmarka á gjöfinni, svo sem að menn kynnu að móðgast og telja gjöfma ábendingu um að tími væri kominn til að fara í bað eða þurrka sig upp á nýju ári... Umsjón: Reynir Traustason Fréttir Fjármálaóráðsía hjá Hafnarfjarðarbæ: Tugir milljóna óinnheimtar - endurskoöendur bæjarins margítreka kröfur um aðgeröir LISTAKOKKAR jjli > ^ Jr OG DASAMLEGUR MATUR 1 j Landsfrægur &ti$kaður cÍ\>ihA oelkomirv! HLAÐBORÐ SÆLKERANS Frjálstval: Súpa, salatbar og heitur matur, margartegundir. kr»7901“ Tilboðsréttir: , STÓR- LUÐUSTEIK meö saffransósu AÐÐNSKR. 1.390.- Grillaðar- KJÚKLINGA- BRINGUR meö grænmetisspjóti og rauðlauks- marmelaði. AÐEINSKR.1.395.- Glóðaðar LAMBALUNDIR meö eldsteiktum kjorsveppum AÐBNSKR. 1390.- SJÁVARRÉTTA- PASTA meö hvítlauksbrauöi. AÐEINSKR. 1.280.- T-BONE STEIK meö kryddsmjöri og gljáöu grænmeti. AÐEINSKR. 1.690.- Tilboð öll kvöld og um helgar. Bamamatseðill fyrir smáfólkið! ■ L/t'fj öllurn /)e&siunujónisœUi' t'vlltim K/Íj(ljil' sú/hi, Ol'UltlUl(U', sulut/iui' OtJ ÍsIhu'. POTTURINN OG ‘JJeinfi aSaóSu/! BRflUTfiRHOLTI 22 SIMI551-1690 Við flytjum 20 - 80% afsL Jakkar 3.500.- áöur 16.900,- Úlpur5.900.- áöur 9,900,- Stuttkápur 6.900,- áður 11.900.- Stöarkápur 7.900,- átmrií900,- Mikið úwal -yfirstærðir Fríar póstkröfur ( ffCápusalan ^ VSnorrabraut 56 S. 562 4362 J Hafnarfiarðarbær á útistandandi lcröfur nálægt 70 milljónum króna hjá öðrum meðeigendum bæjarins í hús- eigninni að Fjarðargötu 13-15, en hef- ur enn ekki gert tilraunir til að inn- heimta þær. Þessi inneign hefur ekki verið bókfærð sem útistandandi skuld né með öðrum hætti i bókhaldi bæjar- ins, enda hafa engir reikningar verið sendir. Endurskoðendur bæjarins hafa tvisvar sent forseta bæjarstjórn- ar, Ellert B. Þorvaldssyni, áminning- arbréf vegna þessa og einu sinni til bæjarstjómar í formi skýrslu, án þess að til innheimtuaðgerða hafi verið gripið. Samkvæmt upplýsingum Helga Númasonar bæjarendurskoðanda er ekki hægt að innheimta vexti né verð- bætur á þessa upphæð þar sem reikn- ingar hafa aldrei verið sendir. Þá hef- ur komið fram í tengslum við þetta mál að fyrrum hluthafar í Miðbæ Hafnarfjarðar ehf. hafi ekki staðið við samkomulag sem gert var 18. október 1995 við bæjarsjóð um að greiða tæp- ar 9 milljónir króna i aukið hlutafé. Þrotabú Miðbæjar Hafnarfiarðar ehf. er í skiptum og segir Helgi Ijóst að kröfuhafar, þeirra á meðal Hafnar- fiarðarbær, fái sem þessu nemur minna í sinn hlut. Leysti til sín eigur Forsaga málsins er að Hafnarfiarð- arbær leysti til sín eigur Miðbæjar hf. í vetrarbyrjun 1995 og hóf fram- kvæmdir við ófrágengnar lagfæringar í byggingunni í byrjun árs 1996. í skýrslu endurskoðanda bæjarins tfi forseta bæjarsfiómar frá því i desem- ber 1996 kemur fram að „bæjarsjóður ætti útstandandi um 35 milljónir króna, sem væri hlutdeildarkostnaður annarra eigenda svo og endurkræfur virðisaukaskattur". I tilskrifi endur- skoðanda til Ellerts frá 17. október 1997 kemur fram að auk ofangreindr- ar upphæðar, „virðist viðbótarkostn- aður bæjarsjóðs standa í um 70 m. kr., en þá á eftir að gera öðrum eigendum reikning um hlutdeild svo og kröfu um endurgreiðslu á virðisaukaskatti". Hlutdeild annarra eigenda í húseign- inni, sem bæjarsjóður hefur verið að leggja þessa fiármuni út fyrir, nemur um 60% heildarhlutar, svo samkvæmt því á bærinn útistandandi um 40 milljónir króna. Að viðbættum 35 milljónunum gætu útistandandi fiár- munir bæjarins því numið um 70 milljónum króna. Vextir og verðbæt- ur af þessari fiárhæð, sem hefur verið að safnast upp síðan 1995, fást ekki bættir samkvæmt ofangreindri skoð- un endurskoðanda bæjarins. Sú upp- hæð gæti numið um 5 m. kr. Endur- Ósátt við tillitsleysi hestamanna: Heilt hestastóð óð yfir garðinn - segir Hjördís B. Kristinsdóttir skoðendur ítrekuðu síðan áminningar sínar til forseta bæjarstjórnar þann 5. janúar sl. og taka þar fram að þeim finnist „allt of hægt ganga að sinna þessum málum, ekki síst þar sem hagsmunir bæjarsjóðs nema tugum milljóna. Nú er komið árið 1998“. Uppgjöri verði hraðað Jóhann Gunnar Bergþórsson, sem var skipaður fulltrúi bæjarstjórnar í hússtjórn, segist ekki telja að hann beri neina ábyrgð á stöðu mála. Þvert á móti hafi hússtjórn ítrekað að þessu uppgjöri verið hraðað. Hann taldi að „stærðargráða endurkröfu manna væri á bilinu 25-30 milljónir króna“. Þetta væru lögveðskröfur sem væru tryggar. „Mönnum hafa verið gefin vilyrði um að bæjarsjóður verði lipur með skuldabréf vegna þessara skulda, enda ágreiningur um hver hlutur manna eigi að vera í þessu.“ Hann vísaði á eftirlitsaðila húseignarinnar, fiármálastjóra bæjarins og bæjarlög- mann sem þá aðila sem hefðu átt að ganga frá þessu uppgjöri. Þorsteinn Steinsson, fiármálastjóri Hafnarfiarð- arbæjar, vildi lítið tjá sig um málið. Þetta væri eitt af fiölmörgum málum í vinnslu og bæjarstjórn hefði samið um þessa meðferð málsins. Hann vís- aði síðan á bæjarstjóra. Ingvar Vikt- orsson bæjarsfióri var veikur heima við og vildi ekki tjá sig um málið á þessu stigi. -phh „Það er ljóst á fórunum að dæma að það hefur heilt hestastóð vaðið yfir garðinn minn. Það hefur einnig verið farið í næsta garð við hliðina. Lóðin mín er hræðilega illa farin eftir þetta og öll í holum eftir hófana. Þá er hrossaskítur úti um alla lóð. Við vor- um búin að leggja mikla rækt í þessa lóð og tyrfa hana alveg upp á nýtt. Það er nú algerlega búið að eyðileggjá þá vinnu," segir Hjördís B. Kristinsdóttir, íbúi á Álftanesi, í spjalli við DV. Hjördís segir að atvikið hafi gerst um helgina. Garður hennar er mjög illa farinn. Djúp för, sem virðast vera eftir hestahófa, eru um allan garðinn. Hún er mjög ósátt við hve hestamenn á Álftanesi taka lítið tillit til garða fólks. „Þeir eru að tala um að hestar fari ekki út úr sínum girðingum. En þetta er ekki í fyrsta skipti sem það Djúp för eftir hestahófa eru um allan garöinn . DV-mynd Pjetur gerist að hestar vaða yfir garða fólks. Það hafa verið málaferli út af þessu hér á Álftanesi. Þetta er mjög slæmt og það gengur ekki að láta hestana þvæl- ast hér um allt. Ég mun leita réttar mins í þessu máli,“ segir Hjördís. -RR Hafnarfjaröarbær leysti til sín eigur Miöbæjar Hafnarfjaröar ehf. í skýrslu endurskoöanda bæjarins, til forseta bæjar- stjórnar, kemur fram að bæjarsjóður á útstandandi tugi milljóna króna. DV-mynd Pjetur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.