Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1998, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1998, Page 14
14 FIMMTUDAGUR 15. JANÚAR 1998 Fijálst, óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON OG ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON OG ELÍN HIRST Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Rlmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1800 kr. m. vsk. Lausasöluverð 160 kr. m. vsk., Helgarblað 220 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurg'alds. Viðskipti í austri og vestri Fjármálakreppa Suöaustur-Asíu mun hafa meiri áhrif á íslenzkan þjóöarhag en stjórnendur útflutningsfyrir- tækja hafa hingað til viljað vera láta. Gengi gjaldmiðils þessara viðskipta, japanska jensins, lækkaði um fimmt- ung á síðasta ári og mun áfram falla á þessu ári. Sjávarvara okkar er yfirleitt seld fyrir jen til Japans. Minna fæst nú fyrir jenin og enn minna mun fást á næst- unni. Þar sem Japansmarkaður er um tólf prósent af ut- anríkisviðskiptum okkar, veldur gengislækkun jensins rúmlega 2% verri viðskiptakjörum okkar í heild. Japanar sitja um þessar mundir í tvöfaldri súpu. Þeir hafa í fyrsta lagi lánað nágrönnum sínum meira fé en góðu hófi gegnir. Mikið af því fer í súginn, þegar skuldu- nautarnir verða gjaldþrota eða verða að fá afslátt af greiðsluskuldbindingum til að komast hjá gjaldþroti. í öðru lagi þurfa Japanar að keppa við þjóðir, þar sem gengi gjaldmiðilsins hefur lækkað enn meira. Þær þjóðir geta því undirboðið Japana á mörkuðum og náð frá þeim viðskiptum í skjóli gengislækkana. Þær gera þjóðir sam- keppnishæfari í viðskiptum á kostnað lífskjaranna. Ef Japanar lækka verð í útflutningi til að mæta sam- keppninni, munum við sem viðskiptamenn njóta þess. Það kemur að hluta á móti verðlækkun íslenzkra útflutn- ingsafurða, en vegur léttar, þar sem innflutningur þaðan er aðeins hálfdrættingur á við útflutninginn. Japanar eru rík þjóð, sem stendur traustum fótum. Vandræði þeirra um þessar mundir stafa fyrst og fremst af enn meiri vandræðum nágrannaþjóðanna. Þar hafa valdhafar hagað sér mjög ógætilega, með stuðningi lán- ardrottna, einkum japanskra og vestrænna. Framleidd hafði verið ímynd austrænna gilda, sem væru betri en vestræn. Þau væru arfur frá Konfúsíusi. Þau fælust meðal annars í, að undirmenn hlýddu yfir- boðurum sínum skilyrðislaust. Einkum fælust þau í, að menn væri ekki borgarar, heldur þegnar yfirvalda. Erlendir íjárfestar fögnuðu þessurn gildum, enda telja þeir harðstjórn yfhieitt til fyrirmyndar. Þar sem almenn- ingi sé ekki hleypt upp á dekk sé gott að ávaxta fé. Þeir eru svo skammsýnir, að þeir átta sig ekki á pólitískri eða peningalegri sprengihættu af harðstjóm. Ámm saman hafa fjölmiðlar þó upplýst, að ekki hefur allt verið með felldu í hinum svonefndu tígrisríkjum Suðaustur-Asíu. í Suður-Kóreu, Indónesíu, Malasíu og raunar víðar hefur stóm og smáu verið stjómað af kol- kröbbum risafyrirtækja og stjórnmálaafla. Samkrull stjómmála, fjármála og efnahagsmála leiddi til niðurstöðu, sem ekki hefði orðið við vestræna vald- dreifingu, þar sem sérhvert afl á sér mótvægi í öðru afli. í tígrisríkjum austursins lagðist allt afl á sömu sveifina. Þegar eitt spil brást, hrundi öll spilaborgin. Indónesía er í rauninni orðið gjaldþrota ríki, sem hald- ið er uppi með sjónhverfingum fjölþjóðabanka. Suður- Kórea mun væntanlega finna botninn í feninu og geta klórað í bakkann. Borgríkin Singapúr og Hong Kong munu láta verulega á sjá, þegar líður fram á þetta ár. Einna mestu máli skiptir, að Kína mun bíða hnekki í þessum sviptingum. Það er einkennisland hinna aust- rænu gilda, þar sem menn hlýða yfirvöldum og allt vald er hjá kolkröbbunum. Þar hefur gífurleg flárfesting farið forgörðum, en ijárfestar reynt að halda því leyndu. Meira en tveir þriðju hlutar viðskiptatekna okkar koma frá Vestur-Evrópu. Kreppa Suðaustur-Asíu mun beina sjónum okkar enn betur að nágrönnum okkar. Jónas Kristjánsson Dægurmálaútvarp þriggjamínútnaþjóöfélags? - Dægurmálaþáttastjórnendur munu sjá til þess aö standa vörö um hinar viðurkenndu staðreyndir, segir greinarhöfundur m.a. Þriggjamínútna- þjóðfélagið merkilegt þann daginn en aldrei síðan. Og að lokum verður eðlilegt að mennirnir lifi aðeins einn dag en þar sem náttúran er seinni til en mennimir verður það millistig að minni manna endist aðeins einn dag og sagan hverf- ur. Minnisleysið er nauðsynleg forsenda þriggjamínútnaþjóðfé- lagsins því að þar sem hið óvænta er bannað verður eðlilega nokkuð um endurtekningar. Þriggjaminútnaþjóðfé- lagið er líka skotgrafa- þjóðfélagið. Ef einhver segir eitthvað óvænt má skilja hann samkvæmt „Svo sannarlega er þriggjamín- útnaþjóðfélagið endalok sög- unnar. Ekki vegna þess að allt sé hætt að gerast. Heldur vegna þess að enginn er viðstaddur til að taka eftir því.“ Kjallarinn Ármann Jakobsson íslenskufræöingur Innan skamms verðum við fóst í þriggjamínútna- þjóðfélaginu. Þar er bannað að tala opinberlega lengur en í þrjár mínútur og umfram allt í fjölmiðlum. En það er engin leið að koma á óvart á þremur mínútum. Um leið og hið óvænta hefur verið sagt þarf að út- skýra, svo að áheyrandinn haldi ekki að það sé hald- laust geip sem ekk- ert merkir. Fyrir vikið verð- ur aldrei neitt óvænt sagt, aðeins það sem allir vita og er að vísu ekki endilega satt en er haft fyrir satt. Þriggjamínútna- þjóðfélaginu verð- ur stjómað af mönnum sem aldrei koma á óvart eða segja eft- irminnilegt orð, hvað þá að þeir reyni að koma í orð nýstárlegum hugsunum. En þeir verða hylltir af fjölmiðlum. Minnisleysiö, nauösynleg forsenda í þriggjamínútnaþjóðfélaginu er engin þörf fyrir umræðu. I stað hennar kemur dægurmálaum- ræða. Dægurmál eru mál sem allir hafa áhuga á einn dag en enginn síðan. Dægurmálaþættir eru að sama skapi fjölmiðlaefni sem er formúlu, senda hann í skotgröf sem þegar er til. Þá geta menn um leið stokkið í eigin skotgröf og svarað honum þaðan. Þannig munu menn smám saman forðast að segja nokkuð óvænt þar sem það má hvort sem er túlka úr gömlu skotgröfunum. Þjóöféiagið Þriggjamínútnaþjóðfélagið er þjóðfélag hinna viðurkenndu stað- reýnda. Konungar þess, dægur- málaþáttastjórnendurnir, munu standa vörð um hinar viður- kenndu staðreyndir. Ef einhver fullyrðir eitthvað sem ekki er við- urkennd staðreynd munu þeir draga hana fram til að berja á við- komandi. Uns enginn viðmælandi er eftir nema dægurmálahetjumar sem stjórna landinu og aldrei segja neitt sem ekki er viðurkennd staðreynd. Þriggjamínútnaþjóðfélagið verður þjóðfélag eins sannleika. Þar verður aldrei mótmælt. Þar eiga þeir sem hugsa öðruvísi ekki heima. Fyrir hundrað árum, 14. janúar 1898, andaðist í Oxford maðurinn sem undir nafninu Lewis Carroll sendi hundraðþúsundir lesenda til Undralands á sínum tima með Lísu sinni. í Undralandi eru hinar viðurkenndu staðreyndir hafðar að háði og spotti. Öllu sem menn telja sjálfsagt er andmælt og ekk- ert er eins og menn eiga að venj- ast. Jafnvel svo viðurkenndar staðreyndir sem að París sé höfuð- borg Frakklands eiga ekki lengur við. Undraland er land hins óvænta. Þaö er land átaka um merkingu. Fyrir rúmum hundrað árum fóru menn til Undralands og sóttu þangað efann um heiminn. Rúm- um hundrað árum síðar erum við í þriggjamínútnaþjóðfélaginu og finnum það sem við væntum þess að finna. Þeir sem fóru til Undra- lands vildu breyta heiminum. Við viljum gleyma heiminum. Svo sannarlega er þriggjamín- útnaþjóðfélagið endalok sögunnar. Ekki vegna þess að atburðir séu hættir að gerast. Heldur vegna þess að enginn er viðstaddur til að taka eftir þeim. Ármann Jakobsson Skoðanir annarra RUV einkavætt? „Samspil afnotagjalda og auglýsingatekna er ákaf- lega mikilvægt fyrir Ríkisútvarpið. Auglýsingatekj- ur hafa aukist á sama tíma og afnotagjöldin hafa haldist óbreytt. ... Ég tel einsýnt að Ríkisútvarpið þurfi að vera undir það búið að fram fari í veiga- miklum atriðum endurskoðun á uppbyggingu þess, fjármálum og framtíðarhlutverki.... Mér finnst fylli- lega koma til greina aö Ríkisútvarpiö yrði gert að hlutafélagi í eigu ríkisins." Markús Öm Antonsson í Degi 14. janúar. Blekking ríkisstyrkja „Ákvörðun ráðherra að semja beint við Flugfélag íslands án undangengins útboðs á fluginu, verður í besta falli að teljast undarleg og í versta falli vekur hún upp spurningar um afstöðu ráðherra til fyrir- tækja sem stunda flugrekstur á íslandi. Þótt Flugfé- lag íslands hafi áður haldið úti flugi milli Akureyr- ar og Raufarhafnar, er ekkert sem segir að fyrirtæk- ið eigi að eiga forgang að styrkjum eða niðurgreiðsl- um á flugleiðinni umfram aðra.... Það biðu því allir skaða af ákvöröun samgönguráðherra, jafnvel Flug- félag íslands, sem heldur áfram flugi sem það hefur lítinn áhuga á en heldur áfram vegna niðurgreiðslna úr ríkissjóði. Við eigum mörg dæmi um fyrirtæki sem létu blekkjast af ríkisstyrkjum, en urðu and- vana.“ Úr forystugreinum Viðskiptablaðsins 14. janúar. Verkakonur sitja eftir „í frétt í Degi fyrir helgina var sérstök athygli vakin á því hversu illa launahækkanir siðustu miss- era og ára hafa skilað sér til verkakvenna.... Mánað- arlaun karlanna hafa hækkað um 44 þúsund á þess- um fjórum árum en kvennanna um aðeins 12 þús- und. Samanburður við aðrar stéttir er að sjálfsögðu enn óhagstæðari fyrir verkakonurnar. Þær hafa ein- faldlega setið eftir í harkalegu kapphlaupi stéttanna um aukna hlutdeild sinna manna í batnandi þjóðar- hag.“ Elías Snæland Jónsson i Degi 14. janúar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.